„Aldrei fara út í búð ef þú ert pirraður eða illa fyrir kallaður“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 09:08 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist hafa vaxandi áhyggjur af áreitni og ofbeldi sem félagsfólk verður fyrir í störfum sínum. Vísir/Vilhelm Yfir helmingur félagsfólks VR hefur orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í störfum sínum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem formaður segir þyngri en tárum taki. Verst er staðan hjá konum á aldrinum 25-34 ára. 67% kvenna í þessum aldurhóp hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi. Það sama gildir um 60% félagsfólks af erlendum uppruna Þetta kemur fram í aðsendri grein Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR á Vísi. Hann segir þetta ekki ástand sem VR muni sætta sig við. Skelfilegar afleiðingar „Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að upplifa öryggi og virðingu í starfi, en við höfum vaxandi áhyggjur af því áreitni og ofbeldi sem viðgengst,“ segir Ragnar. „Afleiðingarnar af áreitni og ofbeldi eru skelfilegar og því miður berast til okkar mál þar sem fólk glímir við bæði andlega og líkamlega áverka vegna áreitni og ofbeldis sem það hefur orðið við störf sín.“ Ragnar nefnir eftirfarandi hegðun sem eigi ekkert erindi inn á vinnustaði: Að upplifa það að einhver öskri á þig og geri lítið úr þér. Að þér sé ógnað í starfi og þurfir að þola fordóma. Að verða fyrir kynferðislegum athugasemdum og áreitni. Að vera hótað lífláti eða verða fyrir líkamsárás á vinnustaðnum. Ragnar minnir á að kurteisi og góð framkoma kosti ekki neitt. Það sé sérlega mikilvægt að hafa í huga nú í aðdraganda jóla sem er mesti álagstíminn í verslunum.Vísir/Vilhelm Á vef VR kemur fram að algengasta birtingamynd áreitni í starfi meðal félagsmanna sé af sálrænum toga. Fjórði hver VR félagi hafi til að mynda fengið ósanngjarna gagnrýni á störf sín á síðastliðnum tólf mánuðum. „Ósanngjörn gagnrýni getur til dæmis falist í heiftarlegri framkomu viðskiptavina eða stjórnenda gagnvart starfsfólki í tengslum við mál sem starfsfólkið ber alls ekki ábyrgð á. Á sama tímabili hafa 18% VR félaga orðið fyrir særandi eða niðurlægjandi hegðun fyrir framan aðra. Eineltismál tilheyra þessum flokki, svo dæmi sé tekið.“ Verða fyrir ofbeldi eða áreitni oftar en fjórum sinnum á ári Ragnar ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði það sem væri einna mest sláandi við niðurstöðurnar það að gríðarlegur fjöldi félagsfólks yrði fyrir ofbeldi eða áreitni í starfi oftar en fjórum sinnum á ári. Þá minnir Ragnar á að kurteisi og góð framkoma kosti ekki neitt. Það sé sérlega mikilvægt að hafa í huga nú í aðdraganda jóla þegar stressið og streita aukist til muna. „Álag á verslunarfólk er aldrei meira en í kringum jólahátíðarnar og þá skiptir öllu máli að fólk hagi sér vel. Aldrei fara út í búð ef þú ert pirraður eða illa fyrirkallaður ef þú kemst hjá því.“ Stéttarfélög Verslun Bítið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
67% kvenna í þessum aldurhóp hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi. Það sama gildir um 60% félagsfólks af erlendum uppruna Þetta kemur fram í aðsendri grein Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR á Vísi. Hann segir þetta ekki ástand sem VR muni sætta sig við. Skelfilegar afleiðingar „Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að upplifa öryggi og virðingu í starfi, en við höfum vaxandi áhyggjur af því áreitni og ofbeldi sem viðgengst,“ segir Ragnar. „Afleiðingarnar af áreitni og ofbeldi eru skelfilegar og því miður berast til okkar mál þar sem fólk glímir við bæði andlega og líkamlega áverka vegna áreitni og ofbeldis sem það hefur orðið við störf sín.“ Ragnar nefnir eftirfarandi hegðun sem eigi ekkert erindi inn á vinnustaði: Að upplifa það að einhver öskri á þig og geri lítið úr þér. Að þér sé ógnað í starfi og þurfir að þola fordóma. Að verða fyrir kynferðislegum athugasemdum og áreitni. Að vera hótað lífláti eða verða fyrir líkamsárás á vinnustaðnum. Ragnar minnir á að kurteisi og góð framkoma kosti ekki neitt. Það sé sérlega mikilvægt að hafa í huga nú í aðdraganda jóla sem er mesti álagstíminn í verslunum.Vísir/Vilhelm Á vef VR kemur fram að algengasta birtingamynd áreitni í starfi meðal félagsmanna sé af sálrænum toga. Fjórði hver VR félagi hafi til að mynda fengið ósanngjarna gagnrýni á störf sín á síðastliðnum tólf mánuðum. „Ósanngjörn gagnrýni getur til dæmis falist í heiftarlegri framkomu viðskiptavina eða stjórnenda gagnvart starfsfólki í tengslum við mál sem starfsfólkið ber alls ekki ábyrgð á. Á sama tímabili hafa 18% VR félaga orðið fyrir særandi eða niðurlægjandi hegðun fyrir framan aðra. Eineltismál tilheyra þessum flokki, svo dæmi sé tekið.“ Verða fyrir ofbeldi eða áreitni oftar en fjórum sinnum á ári Ragnar ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði það sem væri einna mest sláandi við niðurstöðurnar það að gríðarlegur fjöldi félagsfólks yrði fyrir ofbeldi eða áreitni í starfi oftar en fjórum sinnum á ári. Þá minnir Ragnar á að kurteisi og góð framkoma kosti ekki neitt. Það sé sérlega mikilvægt að hafa í huga nú í aðdraganda jóla þegar stressið og streita aukist til muna. „Álag á verslunarfólk er aldrei meira en í kringum jólahátíðarnar og þá skiptir öllu máli að fólk hagi sér vel. Aldrei fara út í búð ef þú ert pirraður eða illa fyrirkallaður ef þú kemst hjá því.“
Stéttarfélög Verslun Bítið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira