Bítið Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar segir mikilvægt að fólk vandi sig í kjörklefanum. Það eigi bara að setja X við sitt framboð og vilji það breyta eða strika út megi aðeins gera það við það framboð sem þau kjósa. Kristín segir landskjörstjórn í góðu sambandi við Veðurstofuna og ef veður verði svo slæmt á laugardag að ekki verði hægt að kjósa alls staðar sé heimild til að fresta kosningum í allt að viku. Innlent 26.11.2024 08:56 Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Fyrsti vottaði skipuleggjandinn hér á landi segir tilfinningar fyrst og fremst vera það sem þvælist fyrir fólki þegar kemur að tiltekt. Hún hvetur fólk til þess að kaupa ekki hluti að óþörfu í þeirri tilboðsviku sem nú er að renna upp í tilefni af Svörtum fössara. Lífið 26.11.2024 08:02 Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, segir að þrátt fyrir að gosin hafi öll verið á svipuðum slóðum komi upp nýjar áskoranir í hvert sinn sem gýs. Innlent 21.11.2024 07:36 Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata segir Sjálfstæðisflokkinn, og dómsmálaráðherra, hafa misnotað aðstöðu sína í starfsstjórn þegar kynnt var ný landamærastefna fyrir helgi. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, vísar þessu alfarið á bug. Innlent 19.11.2024 09:32 Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Það er æ algengara að pör búi ekki saman. Sérstaklega þegar þau eru komin yfir miðjan aldur. Þegar pör hætti saman gerist það í langflestum tilvikum að fólk fari of snemma af stað í næsta samband. Lífið 13.11.2024 12:03 Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Kristján Ingi Mikaelsson, stjórnarformaður Rafmyntaráðs og meðstjórnandi Visku digital assets, segir rafmyntir eins og Bitcoin komnar til að vera. Það sé jafnvel jólagjöf ársins í ár. Bitcoin hefur hækkað töluvert síðasta daga og hefur gjaldmiðillinn aldrei verið verðmætari. Viðskipti innlent 12.11.2024 10:05 Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Framkvæmdastjóri markaðsrannsóknafyrirtækisins Maskínu segist ekki sammála því að skoðanakannanir séu ónákvæmar. Könnunum sé ekki ætlað að vera spá um úrslit kosninga heldur að mæla stöðuna á hverjum tíma. Innlent 11.11.2024 09:29 Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Hildur Kristín Þorvarðardóttir lögreglukona segir að stór hluti umferðarslysa megi rekja til þess að ökumenn séu í símanum við akstur. Hún segir það orðið algengt að fólk sendi skilaboð undir stýri, skoði myndbönd og samfélagsmiðla. Mikill fjöldi viti að þetta sé hættulegt en geri það samt. Innlent 6.11.2024 09:43 Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjónvarpsstjarnan Soffa Dögg Garðarsdóttir sem oftast er kennd við Skreytum hús hvetur fólk til þess að huga að því fyrr en ella að henda dóti í þeirra eigu þegar það kemst á miðjan aldur til þess að auðvelda afkomendum þeirra lífið þegar það fellur frá. Þetta hefur öðlast miklar vinsældir í Svíþjóð og er kallað sænska dauðahreinsunin. Lífið 5.11.2024 14:02 Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir meðalhita á landinu ekki hafa verið minni frá árinu 1997. Það verði líklega hlýtt fram á miðjan mánuð en þá gæti veðrið breyst. Meðalhiti síðustu 12 mánaða er 4,4°C í Reykjavík. Veður 5.11.2024 08:39 Meirihluti er haldinn loddaralíðan Markþjálfi segir að rannsóknir sýni að mikill meirihluti fólks sé haldinn svokallaðri loddaralíðan. Konur og minnihlutahópar eru þar í miklum meirihluta en sé ekkert að gert geti það verið ávísun á kvíða, þunglyndi og að viðkomandi dragi sig til baka. Lífið 4.11.2024 13:01 Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslandi, DÍS, segir það ólýðræðislegt og valdníðslu að taka ákvörðun í starfsstjórn um að gefa út nýtt starfsleyfi til hvalveiða. Jón Gunnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra i matvælaráðuneytinu segir umsóknina til afgreiðslu í ráðuneytinu. Það megi ekki tefja afgreiðslu auk þess sem það þurfi að tryggja fyrirtækjunum fyrirsjáanleika. Hann hafi verið enginn síðustu tvö ár. Innlent 31.10.2024 09:10 Misskilningur að einræðisríki séu skilvirkari en lýðræðisríki Einræðisríki eru ekki skilvirkari en lýðræðisríki þrátt fyrir að óþol gagnvart lýðræðinu hafi gripið um sig sums staðar, að sögn sagnfræðings. Tjáningarfrelsi sem íbúar lýðræðisríkja njóta valdi því að meiri gagnrýni heyrist á þau en einræðisríki. Innlent 29.10.2024 10:50 Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir á Landspítalanum, segir áfengissýki ört stækkandi vandamál hjá öldruðum. Það hafi víðtæk áhrif á fólk og aðstandendur. Sumir hafi glímt við þetta alla ævi en aðrir leiðist út í aukna neyslu áfengis á eldri árum. Anna Björg fór yfir þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 28.10.2024 09:34 Bræður létust úr ofskömmtun með tólf tíma millibili Tveir bræður létust úr ofskömmtun lyfja með tólf klukkustunda millibili í ágúst síðastliðnum. Þeir bjuggu saman í íbúð í Kópavogi og höfðu báðir verið að leita sér hjálpar. Innlent 24.10.2024 07:45 „Algjörlega óforsvaranlegt að borgarstjóri skuli gera lítið úr okkur” Íbúar í Grafarvogi segja ummæli borgarstjóri í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvorki honum né meirihluta borgarstjórnar til sóma. Einar Þorsteinsson borgarstjóri ræddi í Bítinu áform um uppbyggingu í Grafarvogi en íbúar eru margir afar óánægðir. Innlent 23.10.2024 23:28 Umræða um „ofurþéttingu“ sé leidd af Diljá og Guðlaugi Þór Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Innlent 23.10.2024 22:49 Sjálfstæðisflokkurinn skuldi kjósendum skýringar Ólafur Adolfsson nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi segir Sjálfstæðisflokkinn skulda kjósendum sínum skýringar. Það hafi verið röng ákvörðun að halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu. Í flokknum sé verið að skipta út fólki því kjósendur vilji nýjar áherslur. Innlent 22.10.2024 09:17 Loka Sæbraut á laugardag vegna kvikmyndatöku Sæbraut verður lokað frá klukkan 8 á laugardagsmorgun til klukkan 13 sama dag vegna kvikmyndatöku á Hollywoodmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev í Höfða árið 1986. Sæbrautinni verður lokað frá Borgartúni og að Snorrabraut. Búast má við umferðartöfum vegna lokunarinnar. Lífið 17.10.2024 09:28 Framboðin þurfi að vanda sig Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar segir mikilvægt að öll framboð hugi að formsatriðum við skil á sínu framboði. Frestur er til 31. október til að skila inn framboðslistum. Kristín hvetur einnig framboðin til að nota rafræn meðmælendakerfi. Innlent 16.10.2024 09:02 Harry og Meghan séu ekki að skilja Frægustu hjón veraldar, hertogahjónin Harry og Meghan, eru ekki að skilja jafnvel þó að athygli hafi vakið að þau séu nú farin að gera hluti meira í sitthvoru lagi. Þetta segir Guðný Ósk Laxdal, sérlegur sérfræðingur í málum konungsfjölskyldunnar. Lífið 8.10.2024 11:03 Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. Innlent 7.10.2024 09:12 Gerir óþægilegt samtal auðveldara Ný launavakt, Rúna, gefur fyrirtækjum færi á að fá upplýsingar um laun starfsmanna mánaðarlega. Lausnin er hönnuð hjá Origo og er ætlað að auka gagnsæi í launum. Lausnin hefur verið í þróun í tvö ár og var opnuð fyrirtækjum síðasta föstudag. Viðskipti innlent 3.10.2024 08:46 Fimmti hver ökumaður með óeðlileg afskipti við slysstað Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir þeim tilfellum fjölga þar sem almenningur hefur afskipti af störfum lögreglu við götulokanir við slysstað. Hann segir ríkar ástæður fyrir götulokun og alltaf reynt að búa til hjáleiðir. Rannsókn vegna alvarlegra slysa geti tekið tíma og þrifin sem fylgja. Framkoma fólks við slysstað á Sæbraut um helgina hafi verið dapurleg. Innlent 1.10.2024 08:48 Segir komið í veg fyrir að einkabíll fái eðlilegt pláss í Reykjavík Ásgeir Sveinsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir áríðandi að farið verði strax í framkvæmdir nýs samgöngusáttmála. Ekki hafi verið farið í neinar stórar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu síðan 2011. Það sé farið að hafa áhrif. Ásgeir fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 30.9.2024 09:04 Íslensk börn skorti meiri aga Margrét Lilja Guðmundsdóttir háskólakennari og þekkingarstjóri Planet Youth segir rannsóknir sýna að íslenskum börnum séu ekki sett nægilega mikil mörk. Aðrar uppeldisaðferðir séu of ráðandi hér á landi þar sem foreldrar vilji frekar vera bestu vinir barna sinna í stað þess að setja þeim skýrar reglur. Lífið 27.9.2024 10:21 Verið að fara fram á rannsókn, ekki þöggun „Þau vilja fá að vita hvað sonur þeirra á að hafa gert,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir, talsmaður fjölskyldu Sólons Guðmundssonar flugmanns. Fjölskyldan sem hefur óskað eftir lögreglurannsókn á því hvernig andlát Sólons bar að. Innlent 23.9.2024 10:36 „Ég hefði bara sagt af mér á staðnum“ Brynjar Níelsson sagði af sér varaþingmennsku í gær. Hann segir afsögn sína ekki tengjast stöðu Sjálfstæðisflokksins, ríkisstjórnarinnar eða máli Yazans Tamimi með neinum hætti. Hann er þó afar gagnrýninn á hvernig það fór fram. Ráðherrar Vinstri grænna hafi beitt dómsmálaráðherra óeðlilegum þrýstingi og hefði hann verið í stöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur hefði hann sagt af sér. Innlent 20.9.2024 09:06 Mistök að eyða ekki meiri tíma með börnunum Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi segir staðreyndina þá að fjölskyldur á Íslandi eyði ekki nægilega miklum tíma saman. Þetta komi fyrst og fremst niður á börnum og segir Theodór það mikil mistök af hálfu foreldra að eyða ekki meiri tíma með börnum sínum. Lífið 19.9.2024 10:30 Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, SS, segir fyrirtækið taka það mjög alvarlega ef fólk upplifi einhver frávik í vörum fyrirtækisins. Þónokkrir hringdu inn í Bítið á Bylgjunni í gær til að ræða breytt bragð af pylsunum. Þáttastjórnendur sögðust sjálfir hafa upplifað það líka. Neytendur 19.9.2024 09:06 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 26 ›
Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar segir mikilvægt að fólk vandi sig í kjörklefanum. Það eigi bara að setja X við sitt framboð og vilji það breyta eða strika út megi aðeins gera það við það framboð sem þau kjósa. Kristín segir landskjörstjórn í góðu sambandi við Veðurstofuna og ef veður verði svo slæmt á laugardag að ekki verði hægt að kjósa alls staðar sé heimild til að fresta kosningum í allt að viku. Innlent 26.11.2024 08:56
Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Fyrsti vottaði skipuleggjandinn hér á landi segir tilfinningar fyrst og fremst vera það sem þvælist fyrir fólki þegar kemur að tiltekt. Hún hvetur fólk til þess að kaupa ekki hluti að óþörfu í þeirri tilboðsviku sem nú er að renna upp í tilefni af Svörtum fössara. Lífið 26.11.2024 08:02
Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, segir að þrátt fyrir að gosin hafi öll verið á svipuðum slóðum komi upp nýjar áskoranir í hvert sinn sem gýs. Innlent 21.11.2024 07:36
Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata segir Sjálfstæðisflokkinn, og dómsmálaráðherra, hafa misnotað aðstöðu sína í starfsstjórn þegar kynnt var ný landamærastefna fyrir helgi. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, vísar þessu alfarið á bug. Innlent 19.11.2024 09:32
Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Það er æ algengara að pör búi ekki saman. Sérstaklega þegar þau eru komin yfir miðjan aldur. Þegar pör hætti saman gerist það í langflestum tilvikum að fólk fari of snemma af stað í næsta samband. Lífið 13.11.2024 12:03
Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Kristján Ingi Mikaelsson, stjórnarformaður Rafmyntaráðs og meðstjórnandi Visku digital assets, segir rafmyntir eins og Bitcoin komnar til að vera. Það sé jafnvel jólagjöf ársins í ár. Bitcoin hefur hækkað töluvert síðasta daga og hefur gjaldmiðillinn aldrei verið verðmætari. Viðskipti innlent 12.11.2024 10:05
Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Framkvæmdastjóri markaðsrannsóknafyrirtækisins Maskínu segist ekki sammála því að skoðanakannanir séu ónákvæmar. Könnunum sé ekki ætlað að vera spá um úrslit kosninga heldur að mæla stöðuna á hverjum tíma. Innlent 11.11.2024 09:29
Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Hildur Kristín Þorvarðardóttir lögreglukona segir að stór hluti umferðarslysa megi rekja til þess að ökumenn séu í símanum við akstur. Hún segir það orðið algengt að fólk sendi skilaboð undir stýri, skoði myndbönd og samfélagsmiðla. Mikill fjöldi viti að þetta sé hættulegt en geri það samt. Innlent 6.11.2024 09:43
Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjónvarpsstjarnan Soffa Dögg Garðarsdóttir sem oftast er kennd við Skreytum hús hvetur fólk til þess að huga að því fyrr en ella að henda dóti í þeirra eigu þegar það kemst á miðjan aldur til þess að auðvelda afkomendum þeirra lífið þegar það fellur frá. Þetta hefur öðlast miklar vinsældir í Svíþjóð og er kallað sænska dauðahreinsunin. Lífið 5.11.2024 14:02
Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir meðalhita á landinu ekki hafa verið minni frá árinu 1997. Það verði líklega hlýtt fram á miðjan mánuð en þá gæti veðrið breyst. Meðalhiti síðustu 12 mánaða er 4,4°C í Reykjavík. Veður 5.11.2024 08:39
Meirihluti er haldinn loddaralíðan Markþjálfi segir að rannsóknir sýni að mikill meirihluti fólks sé haldinn svokallaðri loddaralíðan. Konur og minnihlutahópar eru þar í miklum meirihluta en sé ekkert að gert geti það verið ávísun á kvíða, þunglyndi og að viðkomandi dragi sig til baka. Lífið 4.11.2024 13:01
Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslandi, DÍS, segir það ólýðræðislegt og valdníðslu að taka ákvörðun í starfsstjórn um að gefa út nýtt starfsleyfi til hvalveiða. Jón Gunnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra i matvælaráðuneytinu segir umsóknina til afgreiðslu í ráðuneytinu. Það megi ekki tefja afgreiðslu auk þess sem það þurfi að tryggja fyrirtækjunum fyrirsjáanleika. Hann hafi verið enginn síðustu tvö ár. Innlent 31.10.2024 09:10
Misskilningur að einræðisríki séu skilvirkari en lýðræðisríki Einræðisríki eru ekki skilvirkari en lýðræðisríki þrátt fyrir að óþol gagnvart lýðræðinu hafi gripið um sig sums staðar, að sögn sagnfræðings. Tjáningarfrelsi sem íbúar lýðræðisríkja njóta valdi því að meiri gagnrýni heyrist á þau en einræðisríki. Innlent 29.10.2024 10:50
Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir á Landspítalanum, segir áfengissýki ört stækkandi vandamál hjá öldruðum. Það hafi víðtæk áhrif á fólk og aðstandendur. Sumir hafi glímt við þetta alla ævi en aðrir leiðist út í aukna neyslu áfengis á eldri árum. Anna Björg fór yfir þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 28.10.2024 09:34
Bræður létust úr ofskömmtun með tólf tíma millibili Tveir bræður létust úr ofskömmtun lyfja með tólf klukkustunda millibili í ágúst síðastliðnum. Þeir bjuggu saman í íbúð í Kópavogi og höfðu báðir verið að leita sér hjálpar. Innlent 24.10.2024 07:45
„Algjörlega óforsvaranlegt að borgarstjóri skuli gera lítið úr okkur” Íbúar í Grafarvogi segja ummæli borgarstjóri í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvorki honum né meirihluta borgarstjórnar til sóma. Einar Þorsteinsson borgarstjóri ræddi í Bítinu áform um uppbyggingu í Grafarvogi en íbúar eru margir afar óánægðir. Innlent 23.10.2024 23:28
Umræða um „ofurþéttingu“ sé leidd af Diljá og Guðlaugi Þór Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Innlent 23.10.2024 22:49
Sjálfstæðisflokkurinn skuldi kjósendum skýringar Ólafur Adolfsson nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi segir Sjálfstæðisflokkinn skulda kjósendum sínum skýringar. Það hafi verið röng ákvörðun að halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu. Í flokknum sé verið að skipta út fólki því kjósendur vilji nýjar áherslur. Innlent 22.10.2024 09:17
Loka Sæbraut á laugardag vegna kvikmyndatöku Sæbraut verður lokað frá klukkan 8 á laugardagsmorgun til klukkan 13 sama dag vegna kvikmyndatöku á Hollywoodmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev í Höfða árið 1986. Sæbrautinni verður lokað frá Borgartúni og að Snorrabraut. Búast má við umferðartöfum vegna lokunarinnar. Lífið 17.10.2024 09:28
Framboðin þurfi að vanda sig Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar segir mikilvægt að öll framboð hugi að formsatriðum við skil á sínu framboði. Frestur er til 31. október til að skila inn framboðslistum. Kristín hvetur einnig framboðin til að nota rafræn meðmælendakerfi. Innlent 16.10.2024 09:02
Harry og Meghan séu ekki að skilja Frægustu hjón veraldar, hertogahjónin Harry og Meghan, eru ekki að skilja jafnvel þó að athygli hafi vakið að þau séu nú farin að gera hluti meira í sitthvoru lagi. Þetta segir Guðný Ósk Laxdal, sérlegur sérfræðingur í málum konungsfjölskyldunnar. Lífið 8.10.2024 11:03
Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. Innlent 7.10.2024 09:12
Gerir óþægilegt samtal auðveldara Ný launavakt, Rúna, gefur fyrirtækjum færi á að fá upplýsingar um laun starfsmanna mánaðarlega. Lausnin er hönnuð hjá Origo og er ætlað að auka gagnsæi í launum. Lausnin hefur verið í þróun í tvö ár og var opnuð fyrirtækjum síðasta föstudag. Viðskipti innlent 3.10.2024 08:46
Fimmti hver ökumaður með óeðlileg afskipti við slysstað Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir þeim tilfellum fjölga þar sem almenningur hefur afskipti af störfum lögreglu við götulokanir við slysstað. Hann segir ríkar ástæður fyrir götulokun og alltaf reynt að búa til hjáleiðir. Rannsókn vegna alvarlegra slysa geti tekið tíma og þrifin sem fylgja. Framkoma fólks við slysstað á Sæbraut um helgina hafi verið dapurleg. Innlent 1.10.2024 08:48
Segir komið í veg fyrir að einkabíll fái eðlilegt pláss í Reykjavík Ásgeir Sveinsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir áríðandi að farið verði strax í framkvæmdir nýs samgöngusáttmála. Ekki hafi verið farið í neinar stórar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu síðan 2011. Það sé farið að hafa áhrif. Ásgeir fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 30.9.2024 09:04
Íslensk börn skorti meiri aga Margrét Lilja Guðmundsdóttir háskólakennari og þekkingarstjóri Planet Youth segir rannsóknir sýna að íslenskum börnum séu ekki sett nægilega mikil mörk. Aðrar uppeldisaðferðir séu of ráðandi hér á landi þar sem foreldrar vilji frekar vera bestu vinir barna sinna í stað þess að setja þeim skýrar reglur. Lífið 27.9.2024 10:21
Verið að fara fram á rannsókn, ekki þöggun „Þau vilja fá að vita hvað sonur þeirra á að hafa gert,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir, talsmaður fjölskyldu Sólons Guðmundssonar flugmanns. Fjölskyldan sem hefur óskað eftir lögreglurannsókn á því hvernig andlát Sólons bar að. Innlent 23.9.2024 10:36
„Ég hefði bara sagt af mér á staðnum“ Brynjar Níelsson sagði af sér varaþingmennsku í gær. Hann segir afsögn sína ekki tengjast stöðu Sjálfstæðisflokksins, ríkisstjórnarinnar eða máli Yazans Tamimi með neinum hætti. Hann er þó afar gagnrýninn á hvernig það fór fram. Ráðherrar Vinstri grænna hafi beitt dómsmálaráðherra óeðlilegum þrýstingi og hefði hann verið í stöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur hefði hann sagt af sér. Innlent 20.9.2024 09:06
Mistök að eyða ekki meiri tíma með börnunum Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi segir staðreyndina þá að fjölskyldur á Íslandi eyði ekki nægilega miklum tíma saman. Þetta komi fyrst og fremst niður á börnum og segir Theodór það mikil mistök af hálfu foreldra að eyða ekki meiri tíma með börnum sínum. Lífið 19.9.2024 10:30
Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, SS, segir fyrirtækið taka það mjög alvarlega ef fólk upplifi einhver frávik í vörum fyrirtækisins. Þónokkrir hringdu inn í Bítið á Bylgjunni í gær til að ræða breytt bragð af pylsunum. Þáttastjórnendur sögðust sjálfir hafa upplifað það líka. Neytendur 19.9.2024 09:06
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent