
Sænski handboltinn

Bjarni Ófeigur til Svíþjóðar
Bjarni Ófeigur Valdimarsson mun ganga í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins IFK Skövde eftir að liðið náði samkomulagi við FH um kaup á leikmanninum.

Góður sigur Arons Dags og félaga á toppliðinu
Það var Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta er Kristianstad heimsótti Alingsås. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, 34-30.

Ólafur ekki með gegn Litháen og Ísrael
Íslenska handboltalandsliðið verður án Ólafs Guðmundssonar í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppni EM 2022.

Ólafur Andrés og Teitur Örn markahæstir í enn einum sigri Kristianstad
Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson áttu báðir stórleik í liði Kristianstad sem vann stórsigur á Lugi á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Daníel Freyr Andrésson í stóru tapi Eskilstuna Guif er liðið tapaði gegn Malmö á heimavelli.

Teitur Örn frábær og Kristianstad á toppinn
Teitur Örn Einarsson og Ólafur Andrés Guðmundsson eru á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir fjórða sigurinn í röð.

Ólafur bestur í tveggja marka sigri
Íslendingalið Kristianstad vann öflugan sigur í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld þar sem liðið atti kappi við Malmö.

Íslendingalið Kristianstad komið áfram án þess að spila
Sænska handknattleiksliðið Kristianstad er komið áfram í 2. umferð Evrópudeildarinnar án þess að spila í 1. umferð. Mótherjar þeirra, Arendal, frá Noregi þurfti að draga sig úr keppni.

„Fór til Danmerkur og lenti á vegg en sænska deildin er ekkert ósvipuð Olís-deildinni“
Handboltamarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson er á leið til Svíþjóðar þar sem hann mun leika með sænska liðinu Eskilstuna Guif á næstu leiktíð. Hann segir að samningurinn hafi hentað vel fyrir báða aðila.

Sænskur þjálfari í árs bann fyrir kynþáttaníð
Sænski handboltaþjálfarinn Dick Tollbring, pabbi landsliðsmannsins Tollbring, fær eins árs bann frá handbolta fyrir kynþáttaníð í garð dómara.

Stormur í vatnsglasi en lækka um sjö prósent í launum
Sænska handboltaliðið Kristianstad komst í fréttirnar á dögunum er liðið virtist ætla að lækka alla leikmenn liðsins verulega í launum vegna kórónuveirunnar enda er ekkert spilað í sænska handboltanum um þessar mundir.

Varaði Ólaf, Teit og félaga við að skrifa undir | „Lygar og blekkingaleikur“
Sænska handknattleiksstórveldið Kristianstad hugðist frá og með morgundeginum byrja að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda til að stórlækka launakostnað sinn vegna leikmanna.

Handboltaleiktíð Svía lokið vegna kórónuveirunnar
Sænska handknattleikssambandið tilkynnti nú í kvöld að leiktíðinni væri lokið í sænskum handbolta, vegna kórónuveirunnar og aðgerða til að hefta útbreiðslu hennar.

Burst í Íslendingaslag í Svíþjóð
Það var Íslendingaslagur í sænska handboltanum í dag er Kristianstad vann tólf marka sigur á Savehof, 32-20.

Viktor mjög góður í sigri GOG | Kristianstad tapaði óvænt
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti mjög flottan leik í marki GOG þegar liðið vann 34-26 útisigur á Lemvig í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Íslendingaliðið Kristianstad missti óvænt af mikilvægum stigum í sænsku úrvalsdeildinni.

Ólafur markahæstur í mikilvægum toppslag
Ólafur Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson áttu mjög stóran þátt í mikilvægum 33-28 sigri Kristianstad gegn Alingsås í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Heitur Teitur og Geir skellti Berlínarrefunum
Það voru margir íslenskir handboltamenn í eldlínunni í kvöld. Ekki voru þeir þó allir í sigurliði.

Ágúst Elí og Þráinn Orri í sigurliðum gegn löndum sínum
Bjerringbro-Silkeborg skapaði sér fjögurra stiga forskot á Skjern með 28-25 sigri þegar þessi tvö Íslendingalið mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Í Svíþjóð fagnaði Ágúst Elí Björgvinsson í Íslendingaslag.

Sigrar hjá öllum Íslendingaliðunum | Sigvaldi og Teitur markahæstir
Margir íslenskir handboltamenn voru í eldlínunni í kvöld en öll liðin sem Íslendingar spila með unnu sigra í kvöld.

Teitur með átta og Ágúst fékk stig gegn toppliðinu
Ágúst Elí Björgvinsson varði mark meistara Sävehof í kvöld þegar liðið gerði 31-31 jafntefli við topplið Alingsås á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Landsliðskona með slitið krossband
Landsliðkonan í handbolta Andrea Jacobsen er með slitið krossband. Þetta staðfesti hún í samtali við Vísi í kvöld.

Sigrar hjá Íslendingaliðunum
Öll þrjú Íslendingaliðin sem voru í eldlínunni í kvöld í handboltanum í Evrópu unnu sína leiki.

Íslensk markasúpa í Íslendingaslagnum í Danmörku
Það var sannkallaður Íslendingaslagur í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. GOG vann þá átta marka sigur á Ribe-Esjberg, 36-28. Alls litu 20 íslensk mörk dagsins ljós í leiknum.

Tomas Svensson benti Eskilstuna Guif á að fá Daníel
Daníel Freyr Andrésson fer aftur til Svíþjóðar eftir tímabilið.

Ágúst Elí sagður á förum til KIF Kolding
Hafnfirðingurinn gæti leikið í Danmörku á næsta tímabili.

Löwen vann Íslendingaslaginn | Níundi sigur Kristianstad í röð
Alexander Petersson átti góðan leik fyrir Rhein-Neckar Löwen gegn Bergischer.

Íslendingarnir öflugir í sigri Kristianstad
Ólafur Guðmundsson var markahæstur í liði Kristianstad sem vann Ystads í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Teitur hjá Kristianstad til 2022
Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta Teitur Örn Einarsson framlengdi í dag samning sinn við sænska félagið Kristianstad.

Elísabet gagnrýnir landsliðsvalið
Elísabet Gunnarsdóttir, knattspyrnuþjálfari, er ekki ánægð með val Guðmundar Guðmundssonar.

Rúnar kom að tólf mörkum og heitur Teitur í sjöunda deildarsigri Kristanstad í röð
Íslendingarnir í Danmörku og Svíþjóð voru í eldlínunni í handboltanum ytra í kvöld.

Óvænt tap hjá Ljónunum, Íslendingarnir magnaðir hjá Kristianstad og annað tap Skjern í röð
Það voru margir íslenskir handboltamenn í eldlínunni í kvöld.