Sá tvöfalt í úrslitaleik Meistaradeildar vegna timburmanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2021 10:30 Dan Beutler glímdi lengi við fíknivanda. getty/Stuart Franklin Sænski markvörðurinn Dan Beutler vinnur nú að bók um lífshlaup sitt. Þar fjallar hann meðal annars um áfengis- og fíkniefnavanda sinn. Í bókinni segir Beutler meðal annars frá því þegar hann spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu svo þunnur að hann sá tvöfalt. Fjallað er um málið í Aftonbladet. Beutler lék með Flensburg á árunum 2003-11 og fór tvisvar með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2003 og 2007. Í úrslitaleiknum 2007 náði Beutler einhvers konar botni en hann spilaði timbraður. Hann skellti sér á djammið tveimur dögum fyrir úrslitaleikinn og tók hressilega á því, svo hressilega að hann glímdi enn við eftirköstin þegar í úrslitaleikinn var komið. „Ég var svo einfaldur. Ég get ekki kennt ADHD-inu mínu um en ég hugsaði ekkert út í afleiðingarnar. Ég hélt ég myndi spila svo marga úrslitaleiki. Ég sé mikið eftir því að hafa ekki undirbúið mig eins og atvinnumaður,“ sagði Beutler sem missti af æfingu Flensburg daginn fyrir úrslitaleikinn. Á þessum tíma voru leiknir tveir úrslitaleikir, heima og að heiman. Fyrri leikur Kiel og Flensburg endaði með jafntefli, 28-28, en Kiel vann þann seinni með tveggja marka mun, 27-29. Beutler kom inn á í seinni hálfleik í seinni leiknum en náði sér ekki á strik, skiljanlega þar sem hann var enn með timburmenn og þá komst upp að hann hafði verið úti á lífinu kvöldið áður. „Ég tala ekki mikið um þetta en ég var í mjög slæmu ásigkomulagi. Liðsfélagarnir spurðu hvernig ég gæti gert þetta og ég hef spurt sjálfan mig þeirrar spurningar margoft. Þetta eru ekki skemmtilegar minningar. Það er leiðinlegt að tala um þetta núna,“ sagði Beutler. Herbergisfélagi hans hjá Flensburg, Marcin Lijewski, gekk meira segja svo langt að segja að Beutler hafi kostað liðið sigur í Meistaradeildinni. Hinn 43 ára Beutler var dæmdur í árs keppnisbann 2019 eftir að kókaín greindist í blóði hans. Hann sneri hins vegar aftur fyrir þetta tímabil og hefur leikið vel með Malmö sem er á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni. Ævisaga Beutlers, sem hann skrifar í samvinnu við blaðamanninn Christoffer Ekmark, kemur út síðar á þessu ári. Sænski handboltinn Svíþjóð Fíkn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Snær duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Sjá meira
Í bókinni segir Beutler meðal annars frá því þegar hann spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu svo þunnur að hann sá tvöfalt. Fjallað er um málið í Aftonbladet. Beutler lék með Flensburg á árunum 2003-11 og fór tvisvar með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2003 og 2007. Í úrslitaleiknum 2007 náði Beutler einhvers konar botni en hann spilaði timbraður. Hann skellti sér á djammið tveimur dögum fyrir úrslitaleikinn og tók hressilega á því, svo hressilega að hann glímdi enn við eftirköstin þegar í úrslitaleikinn var komið. „Ég var svo einfaldur. Ég get ekki kennt ADHD-inu mínu um en ég hugsaði ekkert út í afleiðingarnar. Ég hélt ég myndi spila svo marga úrslitaleiki. Ég sé mikið eftir því að hafa ekki undirbúið mig eins og atvinnumaður,“ sagði Beutler sem missti af æfingu Flensburg daginn fyrir úrslitaleikinn. Á þessum tíma voru leiknir tveir úrslitaleikir, heima og að heiman. Fyrri leikur Kiel og Flensburg endaði með jafntefli, 28-28, en Kiel vann þann seinni með tveggja marka mun, 27-29. Beutler kom inn á í seinni hálfleik í seinni leiknum en náði sér ekki á strik, skiljanlega þar sem hann var enn með timburmenn og þá komst upp að hann hafði verið úti á lífinu kvöldið áður. „Ég tala ekki mikið um þetta en ég var í mjög slæmu ásigkomulagi. Liðsfélagarnir spurðu hvernig ég gæti gert þetta og ég hef spurt sjálfan mig þeirrar spurningar margoft. Þetta eru ekki skemmtilegar minningar. Það er leiðinlegt að tala um þetta núna,“ sagði Beutler. Herbergisfélagi hans hjá Flensburg, Marcin Lijewski, gekk meira segja svo langt að segja að Beutler hafi kostað liðið sigur í Meistaradeildinni. Hinn 43 ára Beutler var dæmdur í árs keppnisbann 2019 eftir að kókaín greindist í blóði hans. Hann sneri hins vegar aftur fyrir þetta tímabil og hefur leikið vel með Malmö sem er á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni. Ævisaga Beutlers, sem hann skrifar í samvinnu við blaðamanninn Christoffer Ekmark, kemur út síðar á þessu ári.
Sænski handboltinn Svíþjóð Fíkn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Snær duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Sjá meira