Þungunarrof Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. Erlent 4.5.2022 06:37 „Stórkostlega alvarleg tíðindi“ Þingmaður Viðreisnar segir áform í Bandaríkjunum um að fella úr gildi alríkisvernd á rétti kvenna til þungunarrofs grafalvarleg tíðindi. Forseti Bandaríkjanna hvetur dómara til að styðja ekki hugmyndina, enda væri hún grundvallarbreyting til hins verra á bandarísku réttarfari. Erlent 3.5.2022 20:32 Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. Erlent 3.5.2022 08:06 Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. Erlent 3.5.2022 06:53 Fundu fimm fóstur á heimili andstæðings þungunarrofa Lögreglan í Washington DC hefur til rannsóknar konu, sem kallar sjálfa sig aðgerðarsinna gegn þungunarrofum, eftir að fimm fóstur fundust á heimili hennar. Innlent 4.4.2022 20:52 Helmingur allra þungana án ásetnings Því sem næst helmingur allra þungana í heiminum, um 121 milljón á ári hverju, er án ásetnings, en margar konur og stúlkur sem verða barnshafandi hafa ekkert val, segir í nýrri stöðuskýrslu um mannafjöldaþróun í heiminum. Í skýrslunni er varað við því að þessi skortur á mannréttindum hafi djúpstæðar afleiðingar fyrir samfélög, einkum konur og stúlkur. Heimsmarkmiðin 30.3.2022 10:56 Þungunarrofum ekki fjölgað þrátt fyrir breytta löggjöf Árið 2020 voru 962 þungunarrof framkvæmd á Íslandi, sem jafngildir 11,3 á hverjar þúsund konur á frjósemisaldri, það er að segja konur á aldrinum 15 til 49 ára. Flestar kvennanna sem gegnust undir þungunarrof voru á þrítugsaldri. Innlent 4.2.2022 06:49 Lést eftir að hafa verið hafnað um þungunarrof eftir að fóstrin dóu Þúsundir mótmæltu á götum pólskra borga í gærkvöld eftir að 37 ára gömul kona lést í kjölfar þess að hafa verið hafnað um þungunarrof. Eitt ár er liðið síðan einar ströngustu þungunarrofsreglur í Evrópu voru innleiddar í Póllandi. Erlent 28.1.2022 10:33 Konur geta nú fengið „þungunarrofspilluna“ senda heim Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur heimilað heimsendingu lyfs sem stuðla að þungunarrofi. Konur hafa á þessu ári getað fengið lyfið send heim vegna kórónuveirufaraldursins en undanþágan hefur nú verið gerð varanleg. Erlent 17.12.2021 06:52 Fimmtán vikna viðmiðið fær líklega að standa en spurning um Roe gegn Wade Allt útlit er fyrir að Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmi yfirvöldum í Mississippi í vil og láti löggjöf sem bannar þungunarrof eftir 15. viku meðgöngu standa óhreyfða. Því er þó ósvarað hvort dómstóllinn gengur svo langt að láta það í hendur einstakra ríkja að ákvarða alfarið hvernig lögum um þungunarrof er háttað. Erlent 2.12.2021 20:03 „Hjarta hennar sló líka!“ „Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins. Erlent 6.11.2021 23:34 Dómarar gætu leyft stefnur vegna þungunarrofsbannsins í Texas Íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna virtust hallast að því að leyfa heilsugæslustöðvum sem framkvæmda þungunarrof að höfða mál til að fá bann við þungunarrofi í Texas ógilt þegar mál þeirra var tekið fyrir í dag. Erlent 1.11.2021 23:26 Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær. Erlent 15.10.2021 09:37 Þungunarrofslögin taka aftur gildi í Texas Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum heimilaði í gær Texasríki að halda lögum um þungunarrof til streitu, en tveimur dögum áður hafði alríkisdómari fellt lögin úr gildi. Erlent 9.10.2021 11:37 Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. Erlent 7.10.2021 08:01 Fyrsti læknirinn ákærður vegna þungunarrofs í Texas Búið er að kæra fyrsta lækninn fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas eftir að ný og ströng lög tóku gildi. Alan Braid, læknirinn sem um ræðir, sagði opinberlega frá því í síðustu viku að hann hefði framkvæmt aðgerð sem væri gegn lögunum. Erlent 20.9.2021 22:45 Texas er víða Margt hefur áunnist í baráttunni fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama og því ekki skrýtið að okkur reki í rogastans þegar við heyrum af nýjum ómanneskjulegum þungunarrofslögum í Texas. En stjórnvöld í Texas eru ekkert einsdæmi, því miður. Skoðun 14.9.2021 12:00 Dómsmálaráðuneytið fer í hart við Texas vegna „hjartsláttarlaganna“ Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur stefnt yfirvöldum í Texas-ríki Bandaríkjanna vegna umdeildra laga um þungunarrof sem nýlega tóku gildi í ríkinu. Ráðuneytið segir lögin vera andstæð stjórnarskrá Bandaríkjanna. Erlent 9.9.2021 20:31 Ný lög um þungunarrof versta tegund kynbundinnar mismununar Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna á sviðið mannréttinda- og jafnréttismála fordæma harðlega ný lög um þungunarrof í Texas í Bandaríkjunum og segja þau meðal annars fela í sér verstu tegund kynbundinnar mismununar. Erlent 7.9.2021 10:50 Hefur ekki hitt eina konu sem styður lögin Íslensk kona búsett í Texas hefur þungar áhyggjur af umdeildum lögum sem banna nær alfarið þungunarrof í ríkinu. Hún telur meirihluta Texasbúa andsnúna lögunum. Erlent 5.9.2021 21:28 Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. Erlent 3.9.2021 11:45 Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. Erlent 3.9.2021 07:01 Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. Erlent 2.9.2021 07:59 Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Erlent 1.9.2021 07:40 Vilja setja Biden út af sakramentinu vegna þungunarrofs Bandarískir biskupar kaþólsku kirkjunnar virtu vilja páfa að vettugi þegar þeir samþykktu tillögu sem gæti leitt til þess að Joe Biden forseta yrði neitað um fá að ganga til altaris í messu vegna þess að hann styður rétt kvenna til meðgöngurofs. Íhaldsmönnum innan kirkjunnar vex nú ásmegin vestanhafs. Erlent 21.6.2021 21:01 Laus eftir níu ár í fangelsi fyrir þungunarrof Sara Rogel, sem var dæmd í þrjátíu ára fangelsi í El Salvador fyrir að hafa rofið þungun, hefur losnað úr fangelsi eftir níu ár á bak við lás og slá. Þungunarrofslög í El Salvador eru meðal ströngustu þungunarrofslöggjafa í heiminum. Erlent 8.6.2021 14:43 Eldræða dúx um þungunarrof í Texas vakti gífurlega athygli Paxton Smith, dúx Lake Highlands skólans í Texas, hætti við að halda þá ræðu sem skólastjórnendur höfðu samþykkt og hélt þess í stað ræðu um lög um þungunarrof í ríkinu íhaldssama. Eldræða hennar, þar sem hún talaði um „stríð gegn líkömum og réttindum“ hennar og annarra stúlkna og kvenna, hefur náð gífurlegri dreifingu á netinu. Erlent 3.6.2021 22:16 Tekur upp mál sem gæti takmarkað rétt kvenna til þungunarofs Andstæðingar þungunarrofs í Bandaríkjunum vonast til þess að mál sem Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti að taka fyrir í dag geti þrengt að rétti kvenna til þess. Íhaldsmenn skipa nú öruggan meirihluta dómara við réttinn eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði þrjá nýja dómara við réttinn á kjörtímabili sínu. Erlent 17.5.2021 15:08 Bann við þungunarrofi vegna Downs fær að standa Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að lög sem leggja bann við þungunarrofi þegar fóstur greinist með Downs-heilkenni í Ohio megi standa. Annar áfrýjunardómstóll hafði áður fellt sambærileg lög í Arkansas úr gildi og er líklegt að bannið komi nú til kasta íhaldssams Hæstaréttar Bandaríkjanna. Erlent 14.4.2021 13:09 Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. Erlent 30.1.2021 15:34 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 7 ›
Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. Erlent 4.5.2022 06:37
„Stórkostlega alvarleg tíðindi“ Þingmaður Viðreisnar segir áform í Bandaríkjunum um að fella úr gildi alríkisvernd á rétti kvenna til þungunarrofs grafalvarleg tíðindi. Forseti Bandaríkjanna hvetur dómara til að styðja ekki hugmyndina, enda væri hún grundvallarbreyting til hins verra á bandarísku réttarfari. Erlent 3.5.2022 20:32
Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. Erlent 3.5.2022 08:06
Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. Erlent 3.5.2022 06:53
Fundu fimm fóstur á heimili andstæðings þungunarrofa Lögreglan í Washington DC hefur til rannsóknar konu, sem kallar sjálfa sig aðgerðarsinna gegn þungunarrofum, eftir að fimm fóstur fundust á heimili hennar. Innlent 4.4.2022 20:52
Helmingur allra þungana án ásetnings Því sem næst helmingur allra þungana í heiminum, um 121 milljón á ári hverju, er án ásetnings, en margar konur og stúlkur sem verða barnshafandi hafa ekkert val, segir í nýrri stöðuskýrslu um mannafjöldaþróun í heiminum. Í skýrslunni er varað við því að þessi skortur á mannréttindum hafi djúpstæðar afleiðingar fyrir samfélög, einkum konur og stúlkur. Heimsmarkmiðin 30.3.2022 10:56
Þungunarrofum ekki fjölgað þrátt fyrir breytta löggjöf Árið 2020 voru 962 þungunarrof framkvæmd á Íslandi, sem jafngildir 11,3 á hverjar þúsund konur á frjósemisaldri, það er að segja konur á aldrinum 15 til 49 ára. Flestar kvennanna sem gegnust undir þungunarrof voru á þrítugsaldri. Innlent 4.2.2022 06:49
Lést eftir að hafa verið hafnað um þungunarrof eftir að fóstrin dóu Þúsundir mótmæltu á götum pólskra borga í gærkvöld eftir að 37 ára gömul kona lést í kjölfar þess að hafa verið hafnað um þungunarrof. Eitt ár er liðið síðan einar ströngustu þungunarrofsreglur í Evrópu voru innleiddar í Póllandi. Erlent 28.1.2022 10:33
Konur geta nú fengið „þungunarrofspilluna“ senda heim Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur heimilað heimsendingu lyfs sem stuðla að þungunarrofi. Konur hafa á þessu ári getað fengið lyfið send heim vegna kórónuveirufaraldursins en undanþágan hefur nú verið gerð varanleg. Erlent 17.12.2021 06:52
Fimmtán vikna viðmiðið fær líklega að standa en spurning um Roe gegn Wade Allt útlit er fyrir að Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmi yfirvöldum í Mississippi í vil og láti löggjöf sem bannar þungunarrof eftir 15. viku meðgöngu standa óhreyfða. Því er þó ósvarað hvort dómstóllinn gengur svo langt að láta það í hendur einstakra ríkja að ákvarða alfarið hvernig lögum um þungunarrof er háttað. Erlent 2.12.2021 20:03
„Hjarta hennar sló líka!“ „Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins. Erlent 6.11.2021 23:34
Dómarar gætu leyft stefnur vegna þungunarrofsbannsins í Texas Íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna virtust hallast að því að leyfa heilsugæslustöðvum sem framkvæmda þungunarrof að höfða mál til að fá bann við þungunarrofi í Texas ógilt þegar mál þeirra var tekið fyrir í dag. Erlent 1.11.2021 23:26
Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær. Erlent 15.10.2021 09:37
Þungunarrofslögin taka aftur gildi í Texas Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum heimilaði í gær Texasríki að halda lögum um þungunarrof til streitu, en tveimur dögum áður hafði alríkisdómari fellt lögin úr gildi. Erlent 9.10.2021 11:37
Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. Erlent 7.10.2021 08:01
Fyrsti læknirinn ákærður vegna þungunarrofs í Texas Búið er að kæra fyrsta lækninn fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas eftir að ný og ströng lög tóku gildi. Alan Braid, læknirinn sem um ræðir, sagði opinberlega frá því í síðustu viku að hann hefði framkvæmt aðgerð sem væri gegn lögunum. Erlent 20.9.2021 22:45
Texas er víða Margt hefur áunnist í baráttunni fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama og því ekki skrýtið að okkur reki í rogastans þegar við heyrum af nýjum ómanneskjulegum þungunarrofslögum í Texas. En stjórnvöld í Texas eru ekkert einsdæmi, því miður. Skoðun 14.9.2021 12:00
Dómsmálaráðuneytið fer í hart við Texas vegna „hjartsláttarlaganna“ Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur stefnt yfirvöldum í Texas-ríki Bandaríkjanna vegna umdeildra laga um þungunarrof sem nýlega tóku gildi í ríkinu. Ráðuneytið segir lögin vera andstæð stjórnarskrá Bandaríkjanna. Erlent 9.9.2021 20:31
Ný lög um þungunarrof versta tegund kynbundinnar mismununar Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna á sviðið mannréttinda- og jafnréttismála fordæma harðlega ný lög um þungunarrof í Texas í Bandaríkjunum og segja þau meðal annars fela í sér verstu tegund kynbundinnar mismununar. Erlent 7.9.2021 10:50
Hefur ekki hitt eina konu sem styður lögin Íslensk kona búsett í Texas hefur þungar áhyggjur af umdeildum lögum sem banna nær alfarið þungunarrof í ríkinu. Hún telur meirihluta Texasbúa andsnúna lögunum. Erlent 5.9.2021 21:28
Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. Erlent 3.9.2021 11:45
Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. Erlent 3.9.2021 07:01
Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. Erlent 2.9.2021 07:59
Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Erlent 1.9.2021 07:40
Vilja setja Biden út af sakramentinu vegna þungunarrofs Bandarískir biskupar kaþólsku kirkjunnar virtu vilja páfa að vettugi þegar þeir samþykktu tillögu sem gæti leitt til þess að Joe Biden forseta yrði neitað um fá að ganga til altaris í messu vegna þess að hann styður rétt kvenna til meðgöngurofs. Íhaldsmönnum innan kirkjunnar vex nú ásmegin vestanhafs. Erlent 21.6.2021 21:01
Laus eftir níu ár í fangelsi fyrir þungunarrof Sara Rogel, sem var dæmd í þrjátíu ára fangelsi í El Salvador fyrir að hafa rofið þungun, hefur losnað úr fangelsi eftir níu ár á bak við lás og slá. Þungunarrofslög í El Salvador eru meðal ströngustu þungunarrofslöggjafa í heiminum. Erlent 8.6.2021 14:43
Eldræða dúx um þungunarrof í Texas vakti gífurlega athygli Paxton Smith, dúx Lake Highlands skólans í Texas, hætti við að halda þá ræðu sem skólastjórnendur höfðu samþykkt og hélt þess í stað ræðu um lög um þungunarrof í ríkinu íhaldssama. Eldræða hennar, þar sem hún talaði um „stríð gegn líkömum og réttindum“ hennar og annarra stúlkna og kvenna, hefur náð gífurlegri dreifingu á netinu. Erlent 3.6.2021 22:16
Tekur upp mál sem gæti takmarkað rétt kvenna til þungunarofs Andstæðingar þungunarrofs í Bandaríkjunum vonast til þess að mál sem Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti að taka fyrir í dag geti þrengt að rétti kvenna til þess. Íhaldsmenn skipa nú öruggan meirihluta dómara við réttinn eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði þrjá nýja dómara við réttinn á kjörtímabili sínu. Erlent 17.5.2021 15:08
Bann við þungunarrofi vegna Downs fær að standa Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að lög sem leggja bann við þungunarrofi þegar fóstur greinist með Downs-heilkenni í Ohio megi standa. Annar áfrýjunardómstóll hafði áður fellt sambærileg lög í Arkansas úr gildi og er líklegt að bannið komi nú til kasta íhaldssams Hæstaréttar Bandaríkjanna. Erlent 14.4.2021 13:09
Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. Erlent 30.1.2021 15:34