Innlendar

Fréttamynd

Gylfi Einarsson á leiðinni aftur til Íslands

Gylfi Einarsson segir að 90% líkur séu á því að hann spili á Íslandi á næsta tímabili. Hinn 31 árs gamli Gylfi er að verða samningslaus hjá Brann í Noregi og ætlar að fara frá félaginu. Það var þó sól og blíða í Bergen þegar Fréttablaðið ræddi við Gylfa í gær en hann hefur rætt óformlega við Fylki um að ganga aftur í raðir félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Erlendur valinn besti unglingurinn og Ísland í öðru sæti

Íslenska kraftlyftingalandsliðið náði góðum árangri á Smáþjóðaleikunum í ólympískum lyftingum 2010 voru haldnir í Kýpur um síðustu helgi. Ísland sendi fjögurra manna lið til Kýpur og það náði öðru sæti á mótinu á eftir heimamönnum í Kýpur.

Sport
Fréttamynd

ÍR með mikla yfirburði á MÍ í frjálsum

Fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum er lokið en ÍR er efst í keppninni. Munar mestu um gríðarlega yfirburði þess í kvennaflokki en FH er efst í karlaflokki.

Sport
Fréttamynd

Helga með sína næst bestu sjöþraut frá upphafi

Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni náði sinni næst bestu sjöþraut frá upphafi með 5.757 stig og varð í 2. sæti í Evrópubikarkeppninni í Tel-Aviv. Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr USÚ bætti sig og hlaup 5.123 stig og varð í 14. sæti.

Sport
Fréttamynd

Afreksíþróttamenn í lyfjaprófunarhópi

Samkvæmt Alþjóða lyfjareglunum ber þeim sem fara með lyfjaeftirlit meðal íþróttamanna að stofna skráðan lyfjaprófunarhóp. Í hópnum eiga að vera fremstu íþróttamenn hvers lands. Við val á einstaklingum er tekið mið af stöðu viðkomandi á heimslista og þátttöku á stórum Alþjóðlegum mótum.

Sport
Fréttamynd

Ísland áfram í 3. deild

Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum verður áfram í 3. deild Evrópubikarsins eftir mótið á Möltu um helgina. Ísland lauk keppni í fjórða sæti og fékk 400 stig.

Sport
Fréttamynd

Fimm komin með lágmark á Evrópumótið í Barcelona

ÍR-ingurinn Kristín Birna Ólafsdóttir varð um helgina fimmti íslenski frjálsíþróttamaðurinn til þess að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótinu í frjálsum sem fer fram í Barcelona í júli. Auk hennar hafa tveir FH-ingar og tveir Ármenningar náð lágmörkum á mótið.

Sport
Fréttamynd

Auðunn setti tvö Íslandsmet

Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum lauk í Svíþjóð í dag. Auðunn Jónsson fór fyrir íslensku sveitinni og honum tókst að setja tvö Íslandsmet á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Keppt í áströlskum fótbolta á Íslandi

Um síðustu helgi var í fyrsta skipti á Íslandi keppt í áströlskum fótbolta. Sérstakt bikarmót var haldið á félagssvæði HK í Fagralundi þar sem þrjú lið mættu til leiks.

Sport