Erlent

Fréttamynd

Mannskætt námuslys í Kína

Tuttugu og fjórir létu lífið og sex slösuðust í gassprengingu í kolanámu í suðurhluta Kína í dag, að sögn Xinhua fréttastofunnar.

Erlent
Fréttamynd

Húsnæðisverð fellur í Bretlandi

Húsnæðisverð í Bretlandi hefur lækkaði um 12,7 prósent á milli ára í ágúst, samkvæmt tölum breska fasteignalánasjóðsins Halifax Þetta er talsvert meira en fasteignalánveitandinn Nationwide sagði fyrir nokkru en hann reiknaði svo til að verðið hafi fallið um 10,7 prósent á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Svíar hækka stýrivexti

Sænski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta og verða þeir eftirleiðis 4,75 prósent. Bankastjórnin sagði í morgun að breytingar verði ekki gerðar á vöxtunum út árið vegna aðstæðna í efnahagslífinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

NATO mun verja Eystrasaltsríkin

NATO ríkin styðja Bandaríkin í því að sýna framá að bandalagið sé reiðubúið að verja Eystrasaltsríkin þrjú gegn hverskonar árás Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Sauðdrukkinn hástökkvari - myndband

Rússinn Ivan Ukhov er meðal bestu hástökkvara í heimi. Hann vann þó engin afrek á frjálsíþróttamóti í Sviss í gær. Hann var svo drukkinn að hann var heppinn að hitta yfirleitt á milli stanganna.

Erlent
Fréttamynd

Mannfall hjá Talibönum

Afganskir lögreglumenn felldu 32 uppreisnarmenn í suðurhluta landsins í dag, að sögn yfirvalda. Meðal þeirra voru sjö arabar.

Erlent
Fréttamynd

Við munum verja Rússa hvar sem er

Dmitry Medvedev forseti Rússlands sagði í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð í vikunni að það væri eitt af forgangsverkefnum stjórnvalda að verja líf og virðingu þegna sinna hvar sem væri í heiminum.

Erlent
Fréttamynd

Commerzbank kaupir Dresdner Bank

Þýski risabankinn Commerzbank ákvað í gær að kaupa landa sinn Dresdner-banka. Kaupverð nemur 9,8 milljörðum evra, jafnvirði 1.200 milljörðum íslenskra króna. Viðskiptin gera Commerzbank að öðrum umsvifamesta banka Þýskalands á eftir Deutsche Bank.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Viðskiptavikan byrjar á lækkun

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Erlendir fjölmiðlar eru almennt sammála um að snörp lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði á föstudag og svartsýnar spár fjárfesta til skamms tíma hafi litað markaðinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverðið fýkur upp í fellibylnum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fauk upp um 1,6 prósent í dag og stendur nú í tæpum 118 dölum á tunnu. Veðurofsi af völdum fellibylsins Gústavs við Mexíkóflóa er um að kenna en starfsfólk olíuvinnslufyrirtækja við flóann er að yfirgefa svæðið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Finnar segjast geta varist Rússum

Finnar eru órólegir vegna þróunarinnar í Rússlandi og sérstaklega vegna stríðsins í Georgíu. Finnar hafa sjálfir háð tvö stríð við Rússa.

Erlent