Erlent

Fréttamynd

300.000 heimili rafmagnslaus

Ekkert lát hefur orðið á kuldakastinu sem hefur orðið alls 21 að bana í Bandaríkjunum að undanförnu. Björgunarsveitir reyndu í gær að koma á rafmagni til þeirra hundruð þúsunda sem urðu rafmagnslaus en rafmagn fór af um þrjú hundruð þúsund heimilum í Missouri fylki.

Erlent
Fréttamynd

Við hjálpum með Írak ef þið gefið okkur Palestínu

Hófsöm Arabaríki segjast munu hjálpa Bandaríkjamönnum að koma á friði í Írak, ef þeir taki virkari þátt í því að endurvekja friðarferlið milli Ísraela og Palestínumanna. Þeir kalla það "Írak fyrir land," og eiga þar við sjálfstætt ríki fyrir Palestínumenn.

Erlent
Fréttamynd

Varnarmálaráðherra Ísraels vill sleppa Arwan Barghouti

Aðstoðar varnarmálaráðherra Ísraels sagði í dag að Ísraelar yrðu að finna einhverja leið til þess að sleppa Fatah leiðtoganum Marwan Barghouti, úr fangelsi. Barghouti er hæst setti Fatah leiðtoginn sem situr í fangelsi þeirra og sá sem mestrar virðingar nýtur meðal Palestínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Zapatero fer undan í flæmingi um Baska

Forsætisráðherra Spánar vék sér undan því í dag að svara því hvort hann sé tilbúinn að halda áfram viðræðum við aðskilanaðarhreyfingu Baska, ETA, eftir að þeir rufu níu mánaða vopnahlé með mikilli bílsprengju, fyrir tveim vikum. Tveir menn fórust í sprengingunni. Fram til þess voru Spánverjar farnir að vona að áratuga hryðjuverkum Baska myndi brátt linna.

Erlent
Fréttamynd

Vill ekki tala við fjölmiðla enn um sinn

Boðað var til blaðamannafunda á tveimur stöðum í Missouri í Bandaríkjunum í gærkvöldi til að fagna björgun tveggja unglingsdrengja úr klóm mannræningja. Báðum heilsast vel. Sá þeirra sem var í haldi í á fimmta ár vill ekki segja sögu sína opinberlega enn um sinn.

Erlent
Fréttamynd

Þrír létust í ofsaveðri

Níu ára gamall drengur lét lífið þegar tré féll ofan á hann í ofsaveðri sem gengið hefur yfir suðurhluta Svíþjóðar í dag. Tveir karlmenn létust til viðbótar í veðurofsanum þar. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast alvarlega í óveðri í Danmörku og Noregi.

Erlent
Fréttamynd

Aleinn heima

George Bush sagði einhverntíma að hann myndi halda fast við stefnu sína í Írak, þótt Laura kona hans og hundurinn Barney væru þau einu sem stæðu með honum. Það líður að því. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum telja aðeins 29 prósent þjóðarinnar að forsetinn sé á réttri leið.

Erlent
Fréttamynd

Lítið á innflytjendur sem auðlind

Benedikt sextándi páfi hvatti í dag þjóðir heims til þess að líta á farandverkamenn og innflytjendur sem auðlind en ekki vandamál. Hann hvatti einnig innflytjendur til þess að virða siði og gildi sinna nýju landa. Talsmaður Páfagarðs sagði að hans heilagleiki hefði áhyggjur af þróun í þessum málaflokki.

Erlent
Fréttamynd

Jimmy Carter var skelfilegur forseti

Gerald Ford, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var borinn til grafar við hátíðlega athöfn, á dögunum. Margt manna var við útförina og þeir báru mikið lofsorð á þennan eina forseta landsins sem aldrei var kjörinn í embætti. Gerald Ford talaði hinsvegar ekki sérstaklega hlýlega um starfsbræður sína, fyrr og síðar.

Erlent
Fréttamynd

Danska fréttastöðin TV2 í miklum vanda

Hin nýja danska sjónvarpsfréttastöð TV2 er í vanda eftir að hún hefur verið sökuð um að lofa auglýsendum að þeir gætu haft áhrif á fréttaflutning stöðvarinnar. Það er brot á dönskum lögum um útvarps- og sjónvarpsrekstur, svo ekki sé minnst á traust áhorfenda.

Erlent
Fréttamynd

Drakk sig í hel af vatni

Vatn er hollt og mikið vatn er mjög hollt. Of mikið vatn getur hinsvegar verið lífshættulegt. Tuttugu og átta ára gömul bandarísk kona drakk sig í hel af vatni, til þess að vinna Nintendu leikjatölvu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Abram fær sér nýjan bát

Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich er að láta smíða fyrir sig nýjan bát. Sem er ekki nema von, kænan sem hann á nú er ekki nema 115 metra löng og ekki með nema 40 manna áhöfn. Nú ætlar Abramovich að fá sér alvöru duggu sem verður 168 metra löng og kostar sautján milljarða króna.

Erlent
Fréttamynd

Lautinant Windsor á leið til Íraks

Lautinant Harry Windsor er byrjaður þjálfun með herdeild sinni, sem á að búa hana undir þjónustu í Írak. Það þykir fréttnæmt þar sem Harry þessi er prins og þriðji í röðinni sem erfingi bresku krúnunnar.

Erlent
Fréttamynd

Sarkozy í forsetaframboð í Frakklandi

Hinn hægri sinnaði ríkisstjórnarflokkur Frakklands, UMP hefur valið Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra frambjóðanda sinn í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Hættulegasti andstæðingur Sarkozys í þeim kosningum verður frambjóðandi sósíalista Segolene Royal.

Erlent
Fréttamynd

Festist í kattalúgu

Konu í Oregon í Bandaríkjunum brá heldur en ekki í brún á dögunum þegar hún fann feitan kött fastann í kattalúgunni sinni. Kötturinn, sem er nokkuð feitur og kallaður Herkúles, ætlaði sér inn í húsið í leit af kattamat.

Erlent
Fréttamynd

Rice í Mið-Austurlöndum

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Ramalla á Vesturbakkanum í morgun til viðræðna við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Fulltrúar Fataha og Hamas hafa síðustu vikur fundað stíft og reynt að mynda starfhæfa þjóðstjórn Palestínumanna. Þær viðræður munu hafa gengið vel og gerði Abbas grein fyrir gangi þeirra á fundi sínum með Rice í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Hreinsunarstarfi haldið áfram

Norskir sérfræðingar vinna nú við að hreinsa upp olíuna sem lak úr flutningaskipinu Server sem strandaði við vesturströnd Noregs í fyrrakvöld. Skipið brotnaði í tvennt og tæp 300 tonn af olíu fóru í sjóinn. Skipverjar voru 25 og öllum bjargað.

Erlent
Fréttamynd

Ræðir ekki við fjölmiðla fyrst um sinn

Boðað var til blaðamannafunda á tveimur stöðum í Missouri í Bandaríkjunum í gærkvöldi til að fagna björgun tveggja unglingsdrengja úr klóm mannræningja. Báðum heilsast vel.

Erlent
Fréttamynd

Ofsaveður í Danmörku, Noregi og Svíþjóð

Ofsaveður gengur nú yfir Norður-Jótland í Danmörku. Vindhraðinn mun á við fellibyl, ferjusiglingum hefur verið aflýst og fólk er hvatt til að halda sig heima. Einnig er varað við vondu veðri í Noregi og Svíþjóð.

Erlent
Fréttamynd

Hillary vill fækka hermönnum í Írak

Hillary Clinton telur að hvorki Bandaríkjamenn né Írakar geti komið á friði í Írak. Hún kom þangað í dag í sína þriðju heimsókn og segir að það skeri sig í hjartað að sá að ástandið versni stöðugt.

Erlent
Fréttamynd

Blaðamenn fá kaldar kveðjur frá Pútin

Vladimir Putin sendi blaðamönnum kaldar kveðjur í dag, í tilefni af því að haldið er upp á "Dag fjölmiðla". Þess er minnst að þá hófst útgáfa á fyrsta dagblaði Rússlands, Vedomosti, sem Pétur mikli hleypti af stokkunum. Níu blaðamenn og ritstjórar hafa verið myrtir í Rússlandi, á þessu ári, og margir fjölmiðlar hafa fundið heitan andardrátt Kremlar aftan á hnakkanum.

Erlent
Fréttamynd

Beckham undrandi á leikbanni

David Beckham er undrandi á þeim orðum Fabios Capellos, þjálfara Real Madrid að hann muni ekki leika fleiri leiki með liðinu. Capello sagði á blaðamannafundi í dag að Beckham myndi æfa með Real Madrid, en ekki spila neina leiki.

Erlent
Fréttamynd

Forsetaflugvél rekin úr lofthelgi Mexíkós

Mexíkó rak flugvél forseta Tævans út úr lofthelgi sinni, fyrr í þessari viku, að beiðni stjórnvalda í Kína. Kínverjar líta á Tævan sem hluta af Kína og hafa hótað að endurheimta eyjuna með vopnavaldi, ef Tævanar selja sig ekki sjálfviljugir undir stjórn þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Drengjum bjargað úr klóm mannræningja

Bandarískur unglingsdrengur, sem saknað hefur verið síðan 2002, fannst í gær heill á húfi á heimili rúmlega fertugs manns sem nú hefur verið ákærður fyrir mannrán. Annar drengur fannst þar einnig en hann hvarf fyrir tæpri viku.

Erlent
Fréttamynd

Herlög í Sómalíu

Þing Sómalíu samþykkti í dag að herlög skyldu gilda í landinu næstu þrjá mánuðina til að tryggja öryggi sómalskra borgara. Óttast er að til átaka komi milli stríðsherra í landinu og því er gripið til þessa ráðs. Til harðra átaka hefur komið frá því að eþíópískar og sómalskar hersveitir hröktu íslamska uppreisnarmenn á flótta í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Um 300 tonn af olíu í sjóinn

Talið er að um 300 tonn af olíu hafi lekið í sjóinn undan vesturströnd Noregs eftir að kýpverska flutningaskipið Server strandaði þar síðdegis í gær. Skipið brotnaði í tvennt og afturhluti þess sökk en framhlutinn var dreginn að landi. 25 menn voru í áhöfn skipsins og var öllum bjargað. Umhverfisverndarsinnar segja þetta stórslys.

Erlent
Fréttamynd

Chavez þjóðnýtir allan orkuiðnað Venesúela

Hugo Chavez, forseti Venesúela tilkynnti í dag að hann ætli að þjóðnýta allan orkuiðnað í landinu. Hann var þegar búinn að tilkynna að hann myndi þjóðnýta rafveitur landsins og stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins.

Erlent