Erlent Wielgus sagði af sér erkibiskupstigninni Pólski biskupinn Stanislaw Wielgus, sem vígja átti sem erkibiskup Varsjárborgar í dag, sagði af sér embætti skömmu fyrir athöfnina. Mikil reiðialda hefur farið um Pólland eftir að í ljós kom að biskupinn var á sínum tíma á mála hjá leynilögreglu kommúnista. Erlent 7.1.2007 18:22 Hyggjast einkavæða olíuvinnsluna Íraska ríkisstjórnin, með aðstoð bandarískra embættismanna, er sögð vinna að setningu laga sem kveða á um að olíuvinnsla í landinu verði einkavædd. Slík lög gætu fært vestrænum olíufélögum einkaleyfi á olíuvinnslu í áratugi. Erlent 7.1.2007 18:20 Framdi morð í afbrýðiskasti Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa banað fyrrverandi sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra, í bænum Sønderborg á Suður-Jótlandi í gær. Erlent 7.1.2007 18:19 Ísraelar sagðir íhuga beitingu kjarnavopna Ísraelar eru sagðir æfa árásir á kjarnorkuvinnslustöðvar Írana með atómsprengjum til að koma í veg fyrir að þeir geti haldið áfram auðgun úrans. Ísraelsk stjórnvöld neituðu í dag að slíkt væri í bígerð en Íranar segjast munu hefna slíkra árása grimmilega. Erlent 7.1.2007 18:16 Vilja ekki senda fleiri hermenn til Íraks Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins sagði í dag að það verði skoðað nákvæmlega, ef Bush forseti ákveður að senda fleiri hermenn til Íraks. Hún gekk þó ekki svo langt að segja að þingið muni neita forsetanum um það fé sem til þarf. Erlent 7.1.2007 17:45 Þyrla hrapaði á gesti veitingahúss Erlent 7.1.2007 17:29 Aðstoðarmenn Saddams hengdir í næstu viku Tveir aðstoðarmenn Saddams Hussein verða teknir af lífi í næstu viku, að sögn talsmanns írösku ríkisstjórnarinnar. Þeir voru dæmdir til dauða ásamt Saddam, fyrir morðin á 148 sjía múslimum á áttunda áratugnum. Erlent 7.1.2007 16:35 Ísraelar neita áformum um kjarnorkuárás Ísraelska utanríkisráðuneytið neitar því að ísraelar hyggist gera kjarnorkuárás á kjarnorkuver í Íran, en hvorki forsætisráðherra né öryggismálaráðherra vilja tjá sig um frétt Sunday Times þess efnis. Íranar hóta hinsvegar grimmum hefndum ef Ísraelar gera árás. Erlent 7.1.2007 15:35 Efast um meiri hollustu lífrænnar ræktunar Landbúnaðarráðherra Bretlands segir að engar órækar sannanir séu fyrir því að lífrænt ræktuð matvæli séu hollari en önnur. Sala á lífrænt ræktuðum matvælum jókst um þrjátíu prósent í landinu á síðasta ári. Erlent 7.1.2007 14:40 Hitabeltissjúkdómar færast norðar Malaría er að breiðast út á Ítalíu, sem og aðrir hitabeltissjúkdómar að sögn ítölsku umhverfisstofnunarinnar Legambiente. Stofnunin segir að með hlýnandi loftslagi séu hitabeltissjúkdómar að færast norðureftir. Margir þessara sjúkdóma eru banvænir, til dæmis kostar malaría um eina milljón manna lífið árlega. Erlent 7.1.2007 14:22 Tuttugu látnir eftir fangauppreisn Tuttugu fangar létu lífið í miklum óeirðum í fangelsi í El Salvador í gær. Átökin hófust þegar nokkrir félagar í einni af klíkum fangelsins réðust á fangavörð og síðan á aðra fanga. Erlent 7.1.2007 12:24 100 högg fyrir hórdómsmyndir Íranskur maður hefur verið húðstrýktur opinberlega fyrir að taka af sér videomyndir í samförum við fjölda giftra kvenna. Bósinn mátti þola eitthundrað vandarhögg. Lögreglan frétti af ástarleikjum hans frá mönnum sem hann hafði sýnt myndirnar. Erlent 7.1.2007 13:55 Myrti fyrrverandi konu og börn í afbrýðisemi Karlmaður á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa banað fyrrverandi sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra í bænum Sønderborg á Suður-Jótlandi í gær. Erlent 7.1.2007 12:22 Barak aftur í ísraelska pólitík Ehud Barak, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til formanns í verkamannaflokknum, gegn Amir Peretz, sem nú er formaður og varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Ehuds Olmerts. Peretz hefur hríðfallið í vinsældum eftir að hernum tókst ekki að ráða niðurlögum Hizbolla, í stríðinu í Líbanon. Erlent 7.1.2007 13:35 Ákvörðun um aftökurnar liggur enn ekki fyrir Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær Barzan al-Tikriti, fyrrverandi yfirmaður írösku leyniþjónustunnar og hálfbróðir Saddams Hussein, og Awad al-Bander dómari verði hengdir en þeir voru dæmdir til dauða með Saddam. Erlent 7.1.2007 12:20 Olíuvinnsla í Írak verði einkavædd Íraska ríkisstjórnin, með aðstoð bandarískra embættismanna, er sögð vinna að setningu laga sem kveða á um að olíuvinnsla í landinu verði einkavædd. Þessar fréttir eru vatn á myllu þeirra sem sögðu á sínum tíma að innrásin í Írak hafi á sínum tíma verið gerð til að ná yfirráðum yfir hinum miklu olíulindum landsins. Erlent 7.1.2007 12:16 Wielgus sagði af sér Pólski biskupinn Stanislaw Wielgus sem vígja átti sem erkibiskup Varsjárborgar í dag hefur sagt af embætti eftir að í ljós kom að hann var á sínum tíma á mála hjá leynilögreglu kommúnista. Tilnefningin hans hefur af þeim sökum valdið miklum deilum í landinu. Erlent 7.1.2007 12:14 Íhuga að beita kjarnavopnum Ísraelar eru sagðir íhuga árásir á kjarnorkuvinnslustöðvar Írana með atómssprengjum og koma þar með í veg fyrir að þeir geti haldið áfram auðgun úrans. Frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu sprengjum sínum á Hiroshima og Nagasaki árið 1945 hefur slíkum vopnum aldrei verið beitt í hernaði. Erlent 7.1.2007 12:09 Indónesiska þotan enn ófundin Erlent 7.1.2007 11:47 Abbas bannar sveitir Hamas Spennan á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna jókst enn í dag þegar Makmúd Abbas forseti lýsti því yfir að Hamas-samtökunum væri óheimilt að starfrækja eigin öryggissveitir. Erlent 6.1.2007 18:28 Frábiður sér gagnrýni Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hótaði í dag að endurskoða samskipti við þau ríki sem gagnrýnt hafa aftöku Saddams Hussein, þar sem um íhlutun í írösk innanríkismál sé að ræða. George Bush hyggst senda liðsauka til Íraks en demókratar, sem nú eru í meirihluta á Bandaríkjaþingi, leggjast gegn því. Erlent 6.1.2007 18:24 Indónesíska vélin enn ófundin Enn hefur hvorki fundist tangur né tetur af flaki indónesísku farþegaþotunnar sem hvarf sporlaust á nýársdag á leiðinni frá Jövu til Sulawesi með 102 farþega innanborðs. Erlent 6.1.2007 12:46 Demókratar andvígir fjölgun hermanna Demókratar, sem nú eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í tólf ár, leggjast eindregið gegn því að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak eins og búist er við að George Bush forseti leggi til í næstu viku. Erlent 6.1.2007 12:21 Offitulyf fyrir hunda komið á markaðinn Það er á allra vitorði að Bandaríkjamenn eru feitasta þjóð veraldar en hitt vita færri að hið sama gildir um bandaríska hunda. Rannsóknir sýna að allt að þriðjungur hunda í landinu er of þungur og fimm prósent glíma við sjúklega offitu. Erlent 6.1.2007 10:01 Óttast ólæti á Norðurbrú Lögregla í Kaupmannahöfn er í viðbragðsstöðu vegna fyrirhugaðra mótmæla við félagsmiðstöð róttæklinga á Norðurbrú í dag. Til óeirða kom í síðasta mánuði fyrir framan húsið eftir að yfirvöld ákváðu að róttæklingarnir yrðu að yfirgefa húsið þar sem búið var að selja það. Erlent 6.1.2007 09:59 Olíuverð hækkar á ný Eftir mikla dýfu undanfarna daga hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu undir lok gærdagsins. Fatið af Norðursjávarolíu endaði í 55 dölum og 64 senti en var um tíma komið niður fyrir 55 dali. Vestanhafs var verðið á hráolíufatinu komið upp í 56 dali og 31 sent þegar mörkuðum var lokað þar í gær. Erlent 6.1.2007 09:57 Mótmæli í Mogadishu Upplausn ríkir í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, eftir að stjórnarher Sómalíu og eþíópískar hersveitir ráku herskáa íslamista á brott þaðan á dögunum. Í morgun mótmæltu hundruð borgarbúa hernámi Eþíópíumannanna með því að brenna hjólbarða og kasta grjóti. Erlent 6.1.2007 09:54 Demókratar andvígir fjölgun Demókratar, sem nú eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í tólf ár, leggjast eindregið gegn því að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak eins og búist er við að George Bush forseti leggi til í næstu viku. Erlent 6.1.2007 09:52 „Ekki setja manneskju í þvottavélina.“ Bandarískt félag sem sérhæfir sig í því að berjast gegn lögsóknum hefur safnað saman lista yfir fáránlegustu viðvaranir á vörum á síðasta ári. 150 viðvaranir bárust til félagsins og sú sem bar sigur úr býtum hljóðaði svo: „Ekki setja manneskju í þvottavélina." Erlent 5.1.2007 22:50 Bush hættur að nudda aðra þjóðarleiðtoga George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gefa Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, ekki fleiri nudd. Frægt er orðið þegar Bush tók sig til á leiðtogafundi í fyrra og labbaði upp að Merkel og fór að nudda á henni axlirnar. Erlent 5.1.2007 22:45 « ‹ 186 187 188 189 190 191 192 193 194 … 334 ›
Wielgus sagði af sér erkibiskupstigninni Pólski biskupinn Stanislaw Wielgus, sem vígja átti sem erkibiskup Varsjárborgar í dag, sagði af sér embætti skömmu fyrir athöfnina. Mikil reiðialda hefur farið um Pólland eftir að í ljós kom að biskupinn var á sínum tíma á mála hjá leynilögreglu kommúnista. Erlent 7.1.2007 18:22
Hyggjast einkavæða olíuvinnsluna Íraska ríkisstjórnin, með aðstoð bandarískra embættismanna, er sögð vinna að setningu laga sem kveða á um að olíuvinnsla í landinu verði einkavædd. Slík lög gætu fært vestrænum olíufélögum einkaleyfi á olíuvinnslu í áratugi. Erlent 7.1.2007 18:20
Framdi morð í afbrýðiskasti Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa banað fyrrverandi sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra, í bænum Sønderborg á Suður-Jótlandi í gær. Erlent 7.1.2007 18:19
Ísraelar sagðir íhuga beitingu kjarnavopna Ísraelar eru sagðir æfa árásir á kjarnorkuvinnslustöðvar Írana með atómsprengjum til að koma í veg fyrir að þeir geti haldið áfram auðgun úrans. Ísraelsk stjórnvöld neituðu í dag að slíkt væri í bígerð en Íranar segjast munu hefna slíkra árása grimmilega. Erlent 7.1.2007 18:16
Vilja ekki senda fleiri hermenn til Íraks Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins sagði í dag að það verði skoðað nákvæmlega, ef Bush forseti ákveður að senda fleiri hermenn til Íraks. Hún gekk þó ekki svo langt að segja að þingið muni neita forsetanum um það fé sem til þarf. Erlent 7.1.2007 17:45
Aðstoðarmenn Saddams hengdir í næstu viku Tveir aðstoðarmenn Saddams Hussein verða teknir af lífi í næstu viku, að sögn talsmanns írösku ríkisstjórnarinnar. Þeir voru dæmdir til dauða ásamt Saddam, fyrir morðin á 148 sjía múslimum á áttunda áratugnum. Erlent 7.1.2007 16:35
Ísraelar neita áformum um kjarnorkuárás Ísraelska utanríkisráðuneytið neitar því að ísraelar hyggist gera kjarnorkuárás á kjarnorkuver í Íran, en hvorki forsætisráðherra né öryggismálaráðherra vilja tjá sig um frétt Sunday Times þess efnis. Íranar hóta hinsvegar grimmum hefndum ef Ísraelar gera árás. Erlent 7.1.2007 15:35
Efast um meiri hollustu lífrænnar ræktunar Landbúnaðarráðherra Bretlands segir að engar órækar sannanir séu fyrir því að lífrænt ræktuð matvæli séu hollari en önnur. Sala á lífrænt ræktuðum matvælum jókst um þrjátíu prósent í landinu á síðasta ári. Erlent 7.1.2007 14:40
Hitabeltissjúkdómar færast norðar Malaría er að breiðast út á Ítalíu, sem og aðrir hitabeltissjúkdómar að sögn ítölsku umhverfisstofnunarinnar Legambiente. Stofnunin segir að með hlýnandi loftslagi séu hitabeltissjúkdómar að færast norðureftir. Margir þessara sjúkdóma eru banvænir, til dæmis kostar malaría um eina milljón manna lífið árlega. Erlent 7.1.2007 14:22
Tuttugu látnir eftir fangauppreisn Tuttugu fangar létu lífið í miklum óeirðum í fangelsi í El Salvador í gær. Átökin hófust þegar nokkrir félagar í einni af klíkum fangelsins réðust á fangavörð og síðan á aðra fanga. Erlent 7.1.2007 12:24
100 högg fyrir hórdómsmyndir Íranskur maður hefur verið húðstrýktur opinberlega fyrir að taka af sér videomyndir í samförum við fjölda giftra kvenna. Bósinn mátti þola eitthundrað vandarhögg. Lögreglan frétti af ástarleikjum hans frá mönnum sem hann hafði sýnt myndirnar. Erlent 7.1.2007 13:55
Myrti fyrrverandi konu og börn í afbrýðisemi Karlmaður á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa banað fyrrverandi sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra í bænum Sønderborg á Suður-Jótlandi í gær. Erlent 7.1.2007 12:22
Barak aftur í ísraelska pólitík Ehud Barak, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til formanns í verkamannaflokknum, gegn Amir Peretz, sem nú er formaður og varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Ehuds Olmerts. Peretz hefur hríðfallið í vinsældum eftir að hernum tókst ekki að ráða niðurlögum Hizbolla, í stríðinu í Líbanon. Erlent 7.1.2007 13:35
Ákvörðun um aftökurnar liggur enn ekki fyrir Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær Barzan al-Tikriti, fyrrverandi yfirmaður írösku leyniþjónustunnar og hálfbróðir Saddams Hussein, og Awad al-Bander dómari verði hengdir en þeir voru dæmdir til dauða með Saddam. Erlent 7.1.2007 12:20
Olíuvinnsla í Írak verði einkavædd Íraska ríkisstjórnin, með aðstoð bandarískra embættismanna, er sögð vinna að setningu laga sem kveða á um að olíuvinnsla í landinu verði einkavædd. Þessar fréttir eru vatn á myllu þeirra sem sögðu á sínum tíma að innrásin í Írak hafi á sínum tíma verið gerð til að ná yfirráðum yfir hinum miklu olíulindum landsins. Erlent 7.1.2007 12:16
Wielgus sagði af sér Pólski biskupinn Stanislaw Wielgus sem vígja átti sem erkibiskup Varsjárborgar í dag hefur sagt af embætti eftir að í ljós kom að hann var á sínum tíma á mála hjá leynilögreglu kommúnista. Tilnefningin hans hefur af þeim sökum valdið miklum deilum í landinu. Erlent 7.1.2007 12:14
Íhuga að beita kjarnavopnum Ísraelar eru sagðir íhuga árásir á kjarnorkuvinnslustöðvar Írana með atómssprengjum og koma þar með í veg fyrir að þeir geti haldið áfram auðgun úrans. Frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu sprengjum sínum á Hiroshima og Nagasaki árið 1945 hefur slíkum vopnum aldrei verið beitt í hernaði. Erlent 7.1.2007 12:09
Abbas bannar sveitir Hamas Spennan á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna jókst enn í dag þegar Makmúd Abbas forseti lýsti því yfir að Hamas-samtökunum væri óheimilt að starfrækja eigin öryggissveitir. Erlent 6.1.2007 18:28
Frábiður sér gagnrýni Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hótaði í dag að endurskoða samskipti við þau ríki sem gagnrýnt hafa aftöku Saddams Hussein, þar sem um íhlutun í írösk innanríkismál sé að ræða. George Bush hyggst senda liðsauka til Íraks en demókratar, sem nú eru í meirihluta á Bandaríkjaþingi, leggjast gegn því. Erlent 6.1.2007 18:24
Indónesíska vélin enn ófundin Enn hefur hvorki fundist tangur né tetur af flaki indónesísku farþegaþotunnar sem hvarf sporlaust á nýársdag á leiðinni frá Jövu til Sulawesi með 102 farþega innanborðs. Erlent 6.1.2007 12:46
Demókratar andvígir fjölgun hermanna Demókratar, sem nú eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í tólf ár, leggjast eindregið gegn því að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak eins og búist er við að George Bush forseti leggi til í næstu viku. Erlent 6.1.2007 12:21
Offitulyf fyrir hunda komið á markaðinn Það er á allra vitorði að Bandaríkjamenn eru feitasta þjóð veraldar en hitt vita færri að hið sama gildir um bandaríska hunda. Rannsóknir sýna að allt að þriðjungur hunda í landinu er of þungur og fimm prósent glíma við sjúklega offitu. Erlent 6.1.2007 10:01
Óttast ólæti á Norðurbrú Lögregla í Kaupmannahöfn er í viðbragðsstöðu vegna fyrirhugaðra mótmæla við félagsmiðstöð róttæklinga á Norðurbrú í dag. Til óeirða kom í síðasta mánuði fyrir framan húsið eftir að yfirvöld ákváðu að róttæklingarnir yrðu að yfirgefa húsið þar sem búið var að selja það. Erlent 6.1.2007 09:59
Olíuverð hækkar á ný Eftir mikla dýfu undanfarna daga hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu undir lok gærdagsins. Fatið af Norðursjávarolíu endaði í 55 dölum og 64 senti en var um tíma komið niður fyrir 55 dali. Vestanhafs var verðið á hráolíufatinu komið upp í 56 dali og 31 sent þegar mörkuðum var lokað þar í gær. Erlent 6.1.2007 09:57
Mótmæli í Mogadishu Upplausn ríkir í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, eftir að stjórnarher Sómalíu og eþíópískar hersveitir ráku herskáa íslamista á brott þaðan á dögunum. Í morgun mótmæltu hundruð borgarbúa hernámi Eþíópíumannanna með því að brenna hjólbarða og kasta grjóti. Erlent 6.1.2007 09:54
Demókratar andvígir fjölgun Demókratar, sem nú eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í tólf ár, leggjast eindregið gegn því að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak eins og búist er við að George Bush forseti leggi til í næstu viku. Erlent 6.1.2007 09:52
„Ekki setja manneskju í þvottavélina.“ Bandarískt félag sem sérhæfir sig í því að berjast gegn lögsóknum hefur safnað saman lista yfir fáránlegustu viðvaranir á vörum á síðasta ári. 150 viðvaranir bárust til félagsins og sú sem bar sigur úr býtum hljóðaði svo: „Ekki setja manneskju í þvottavélina." Erlent 5.1.2007 22:50
Bush hættur að nudda aðra þjóðarleiðtoga George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gefa Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, ekki fleiri nudd. Frægt er orðið þegar Bush tók sig til á leiðtogafundi í fyrra og labbaði upp að Merkel og fór að nudda á henni axlirnar. Erlent 5.1.2007 22:45
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent