Erlent BA finnur leifar af geislavirku efni í tveimur flugvélum British Airways skýrði frá því í dag að það hefði fundið leifar af geislavirka efninu sem að varð Alexande Litvinenko, fyrrum rússneskum njósnara, að bana. Flugfélagið skýrði frá því að þrjár skammfleygar B767 vélar hefðu verið teknar úr umferð til þess að hægt væri að rannsaka þær. Erlent 29.11.2006 19:07 Bush frestar fundi til morguns George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur frestað fundi sínum með íraska forsætisráðherranum Nuri al-Maliki fram til morguns. Þetta var gert þar sem al-Maliki og Abdullah konungur Sýrlands höfðu þegar átt fund í dag en ráðgert hafði verið að þeir þrír myndu eiga fund í kvöld. Erlent 29.11.2006 18:48 Útlit hjálpar í kosningum Rannsókn sem skandinavískir hagfræðingar gerðu nýlega sýndi fram á að það hjálpar stjórnmálamönnum að vera myndarlegir og vegur sá þáttur hvað þyngst þegar mjótt er á munum. Hjálpar þetta konum meira ef kona og karl keppast um embættið en þetta kemur karlmönnum þó líka til góða. Erlent 29.11.2006 18:06 Rússar segja al-Kaída að störfum í Téteníu Andhryðjuverkasveit rússnesku lögreglunnar sagði í dag að jórdanskur maður sem lést í átökum rússneskra sérsveita og tétenskra uppreisnarmanna á sunnudaginn var hefði verið meðlimur al-Kaída. Sögðu þeir þetta sýna fram á að uppreisninni væri að hluta til haldið uppi fyrir tilburði al-Kaída. Erlent 29.11.2006 17:26 Íran vill Bandaríkin frá Írak Bréf sem íranski forsetinn Mahmoud Ahmadinejad skrifaði nýverið til bandarísku þjóðarinnar var gert opinbert í dag. Í því sakar hann George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um að stjórna með "þvingunum, valdi og óréttlæti". Þá hvatti hann Bandaríkin til þess að draga herlið sitt frá Írak og að viðurkenna tilvist Palestínu sem sjálfstæðs ríkis. Erlent 29.11.2006 17:10 Norðmenn neita ásökunum um tvöfeldni Norðmenn hafa neitað því, reiðilega, að samningamaður þeirra á Sri Lanka hafi gefið einum leiðtoga Tamíl tígra peninga, til þess að kaupa vopn, og sjálfur þegið peninga frá tígrunum. Þessu er haldið fram í dagblaði sem sagt er málpípa stjórnvalda á Sri Lanka. Erlent 29.11.2006 16:37 Al Kæda fordæma heimsókn páfa til Tyrklands Al Kæda vængurinn í Írak hefur fordæmt heimsókn Benedikts páfa til Tyrklands og segir að hún sé hluti af krossferð til þess að skilja Tyrkland frá heimi múslima. Erlent 29.11.2006 16:10 38.000 skrifa undir starfslokasamning hjá Ford Bandaríski bílaframleiðandinn Ford greindi frá því í dag að um 38.000 starfsmenn hafi skrifað undir starfslokasamninga. Þetta jafngildir um helmingi starfsmanna hjá Ford í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 29.11.2006 15:48 Fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands veikist á dularfullan hátt Jegor Gaidar, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, liggur á sjúkrahúsi í Moskvu eftir að hafa veikst á dularfullan hátt í heimsókn til Írlands á dögunum. Gaidar, sem er mörgum talinn maðurinn á bak við efnahagsumbætur í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna, féll í öngvit í Dyflinni þar sem hann var að kynna nýja bók sína og var um tíma óttast um líf hans Erlent 29.11.2006 15:45 Pabbi er kominn Rúmensk kona ætlar í mál við kirkjuna eftir að hún fékk jarðneskar leifar föður síns sendar í pósti, vegna þess að byggingafélag hafði keypt kirkjugarðinn undir íbúðablokkir. Faðir hennar lést fyrir sextán árum. Erlent 29.11.2006 14:59 Stuðningsmenn al-Sadrs mótmæla fundi Malikis með Bush Ráðherrar og þingmenn sem hliðhollir eru sjíaklerknum Muqtada al-Sadr hafa sagt sig úr ríkisstjórn Íraks og hætt þátttöku í starfi írakska þingsins til þess að mótmæla fundi forsætisráðherrans Nouris al-Malikis með George Bush Bandaríkjaforseta í Jórdaníu. Erlent 29.11.2006 14:57 Var Stonehenge heilunarmiðstöð ? Breskur prófessor í fornleifafræði hefur sett fram þá tilgátu að hið fornfræga mannvirki Stonehenge hafi í upphafi verið lækningastaður, hvert menn komu til þess að fá bót meina sinna. Helstu samlíkinguna sé að finna í kraftaverkastaðnum Lourdes, í Frakklandi. Erlent 29.11.2006 14:16 Blaðamaður reyndi að hlera bresku konungsfjölskylduna Blaðamaður breska slúðurblaðsins News of the World játaði fyrir rétti, í dag, að hafa reynt að hlera síma bresku konungsfjölskyldunnar. Erlent 29.11.2006 13:52 Pálmatrjám fækkað í Los Angeles Mikinn hroll hefur sett að íbúum Los Angeles vegna þess að borgaryfirvöld hafa ákveðið að fækka stórlega pálmatrjám í borginni. Þau hafa löngum verið talin meðal helstu sérkenna hennar. Erlent 29.11.2006 13:26 Talin hafa sett barn sitt í örbylgjuofn Bandarísk kona hefur verið handtekin vegna gruns um að hún hafi myrt mánaðargamalt barn sitt með því að setja það í örbylgjuofn. Engir ytri áverkar sáust á barninu en sum líffæra þess voru hins vegar illa brennd og þykir það benda til að það hafi verið myrt á þennan óhugnanlega hátt. Móðirin neitar öllum ásökunum. Erlent 29.11.2006 12:20 Saudi-Arabía tilbúin að fara í stríð Saudi-Arabía er reiðubúin að beita öllu sínu afli, hvort sem er í peningum, vopnum eða oíu til þess að koma í veg fyrir að sjía múslimar í Írak kúgi og myrði súnní múslima, þegar Bandaríkjamenn byrja að flytja herlið sitt frá landinu. Erlent 29.11.2006 12:53 Hisbolla vilja taka völdin í Líbanon Erlent 29.11.2006 12:44 Ryanair með fjórðungshlut í Aer Lingus Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur aukið við hlut sinn í írska innanlandsflugfélaginu Aer Lingus og á nú fjórðung í félaginu. Dermont Mannion, forstjóri Aer Lingus, staðfesti þetta í gær. Ryanair vinnur að óvinveittri yfirtöku á flugfélaginu. Viðskipti erlent 29.11.2006 11:08 Og hafðu það Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur bannað útflutning á Ipod og plasma-sjónvörpum til Norður-Kóreu og er þetta liður í refsiaðgerðum vegna kjarnorkubrölts leiðtoganna. Erlent 29.11.2006 10:53 NATO færir út kvíarnar Erlent 29.11.2006 10:16 Evrópusambandið refsar Tyrkjum Evrópusambandið hefur ákveðið að fella niður átta kafla í viðræðunum um aðild Tyrklands að sambandinu. Þetta er í refsingarskyni fyrir að Tyrkir hafa enn ekki fallist á að opna hafnir sínar fyrir skipum frá Kýpur. Erlent 29.11.2006 10:04 Páfi á slóðir Maríu meyjar Benedikt páfi sextándi ætlar í dag að heimsækja staðinn þar sem María mey dvalist síðustu æviár sín. Páfi er nú í opinberri heimsókn í Tyrklandi. Erlent 29.11.2006 08:03 Bush segir Al-Qaeda bera ábyrgð á Bush Bandaríkjaforseti segir Al-Qaeda samtökin bera ábyrgð á árásinni í Írak í síðustu viku, þar sem um tvö hundruð manns létu lífið. Bush er nú er staddur á fundi Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettalandi. Erlent 29.11.2006 07:21 Flutti tíu farþega á hjólinu sínu Víða í Asíu er algengt að fólk ferðist styttri vegalengdir með þríhjólavögnum, svonefnum rikshaw. Þessi ferðamáti hefur að mestu tekið við af handvögnum sem hlaupa þurfti með á tveimur jafnfljótum. Erlent 28.11.2006 21:54 Ríkisstjórnir vissu um leynifangelsin Ríkisstjórnir Bretlands, Póllands, Ítalíu, Þýskalands, Svíþjóðar og sex annarra Evrópusambandsþjóða vissu af leynifangelsum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem hún rak í Evrópu. Þetta kemur fram í skýrslu Evrópuþingsins sem birt var í gær. Erlent 28.11.2006 21:54 Missa íbúðina vegna glæpa barna sinna Innflytjendaráðgjöfin í Árósum í Danmörku ætlar að reyna að fá héraðsdómi hnekkt sem heimilar kaupleiguíbúðasamtökum að gera leigjendur brottræka, fremji börn þeirra glæpi. Þetta kom fram á fréttasíðu Politiken í gær. Erlent 28.11.2006 21:54 Mega skoða klám í klefum Sænsk fangelsismálayfirvöld hafa ákveðið að takmarka aðgang fanga að klámi. Klámfengin veggspjöld verða tekin niður í sameiginlegum vistarverum og hætt verður að bjóða upp á sjónvarpsstöðvar sem sýna klámmyndir. Erlent 28.11.2006 21:54 Reynir að draga úr reiði í sinn garð Benedikt sextándi páfi er staddur í Tyrklandi þar sem hann hvetur til samræðu og „bræðralags“ milli kristinna manna og múslima. Eitt af markmiðum ferðarinnar er að draga úr reiði múslima vegna umdeildrar ræðu í sumar, sem margir skildu sem gagnrýni á íslamstrú. Erlent 28.11.2006 21:54 Sex Pólverjar handteknir Sex manns voru handteknir í Strømmen í Noregi seint á sunnudagskvöld, grunaðir um að hafa stungið 24 ára gamlan mann mörgum sinnum í maga og brjóstkassa. Maðurinn er enn á gjörgæslu en er talinn úr lífshættu. Erlent 28.11.2006 21:54 Mikið mannfall í sprengingum Tvær sprengingar urðu í námum í Kína um helgina með þeim afleiðingum að 53 fórust. Gassprenging í Jixi í norðausturhluta landsins varð 21 námuverkamanni að bana, en sex manns var enn saknað á sunnudag. Skömmu síðar létust 32 námuverkamenn og 28 slösuðust í svipaðri sprengingu í Fuyuan í suðvesturhluta landsins. Orsakir sprenginganna eru í rannsókn. Erlent 28.11.2006 21:54 « ‹ 211 212 213 214 215 216 217 218 219 … 334 ›
BA finnur leifar af geislavirku efni í tveimur flugvélum British Airways skýrði frá því í dag að það hefði fundið leifar af geislavirka efninu sem að varð Alexande Litvinenko, fyrrum rússneskum njósnara, að bana. Flugfélagið skýrði frá því að þrjár skammfleygar B767 vélar hefðu verið teknar úr umferð til þess að hægt væri að rannsaka þær. Erlent 29.11.2006 19:07
Bush frestar fundi til morguns George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur frestað fundi sínum með íraska forsætisráðherranum Nuri al-Maliki fram til morguns. Þetta var gert þar sem al-Maliki og Abdullah konungur Sýrlands höfðu þegar átt fund í dag en ráðgert hafði verið að þeir þrír myndu eiga fund í kvöld. Erlent 29.11.2006 18:48
Útlit hjálpar í kosningum Rannsókn sem skandinavískir hagfræðingar gerðu nýlega sýndi fram á að það hjálpar stjórnmálamönnum að vera myndarlegir og vegur sá þáttur hvað þyngst þegar mjótt er á munum. Hjálpar þetta konum meira ef kona og karl keppast um embættið en þetta kemur karlmönnum þó líka til góða. Erlent 29.11.2006 18:06
Rússar segja al-Kaída að störfum í Téteníu Andhryðjuverkasveit rússnesku lögreglunnar sagði í dag að jórdanskur maður sem lést í átökum rússneskra sérsveita og tétenskra uppreisnarmanna á sunnudaginn var hefði verið meðlimur al-Kaída. Sögðu þeir þetta sýna fram á að uppreisninni væri að hluta til haldið uppi fyrir tilburði al-Kaída. Erlent 29.11.2006 17:26
Íran vill Bandaríkin frá Írak Bréf sem íranski forsetinn Mahmoud Ahmadinejad skrifaði nýverið til bandarísku þjóðarinnar var gert opinbert í dag. Í því sakar hann George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um að stjórna með "þvingunum, valdi og óréttlæti". Þá hvatti hann Bandaríkin til þess að draga herlið sitt frá Írak og að viðurkenna tilvist Palestínu sem sjálfstæðs ríkis. Erlent 29.11.2006 17:10
Norðmenn neita ásökunum um tvöfeldni Norðmenn hafa neitað því, reiðilega, að samningamaður þeirra á Sri Lanka hafi gefið einum leiðtoga Tamíl tígra peninga, til þess að kaupa vopn, og sjálfur þegið peninga frá tígrunum. Þessu er haldið fram í dagblaði sem sagt er málpípa stjórnvalda á Sri Lanka. Erlent 29.11.2006 16:37
Al Kæda fordæma heimsókn páfa til Tyrklands Al Kæda vængurinn í Írak hefur fordæmt heimsókn Benedikts páfa til Tyrklands og segir að hún sé hluti af krossferð til þess að skilja Tyrkland frá heimi múslima. Erlent 29.11.2006 16:10
38.000 skrifa undir starfslokasamning hjá Ford Bandaríski bílaframleiðandinn Ford greindi frá því í dag að um 38.000 starfsmenn hafi skrifað undir starfslokasamninga. Þetta jafngildir um helmingi starfsmanna hjá Ford í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 29.11.2006 15:48
Fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands veikist á dularfullan hátt Jegor Gaidar, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, liggur á sjúkrahúsi í Moskvu eftir að hafa veikst á dularfullan hátt í heimsókn til Írlands á dögunum. Gaidar, sem er mörgum talinn maðurinn á bak við efnahagsumbætur í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna, féll í öngvit í Dyflinni þar sem hann var að kynna nýja bók sína og var um tíma óttast um líf hans Erlent 29.11.2006 15:45
Pabbi er kominn Rúmensk kona ætlar í mál við kirkjuna eftir að hún fékk jarðneskar leifar föður síns sendar í pósti, vegna þess að byggingafélag hafði keypt kirkjugarðinn undir íbúðablokkir. Faðir hennar lést fyrir sextán árum. Erlent 29.11.2006 14:59
Stuðningsmenn al-Sadrs mótmæla fundi Malikis með Bush Ráðherrar og þingmenn sem hliðhollir eru sjíaklerknum Muqtada al-Sadr hafa sagt sig úr ríkisstjórn Íraks og hætt þátttöku í starfi írakska þingsins til þess að mótmæla fundi forsætisráðherrans Nouris al-Malikis með George Bush Bandaríkjaforseta í Jórdaníu. Erlent 29.11.2006 14:57
Var Stonehenge heilunarmiðstöð ? Breskur prófessor í fornleifafræði hefur sett fram þá tilgátu að hið fornfræga mannvirki Stonehenge hafi í upphafi verið lækningastaður, hvert menn komu til þess að fá bót meina sinna. Helstu samlíkinguna sé að finna í kraftaverkastaðnum Lourdes, í Frakklandi. Erlent 29.11.2006 14:16
Blaðamaður reyndi að hlera bresku konungsfjölskylduna Blaðamaður breska slúðurblaðsins News of the World játaði fyrir rétti, í dag, að hafa reynt að hlera síma bresku konungsfjölskyldunnar. Erlent 29.11.2006 13:52
Pálmatrjám fækkað í Los Angeles Mikinn hroll hefur sett að íbúum Los Angeles vegna þess að borgaryfirvöld hafa ákveðið að fækka stórlega pálmatrjám í borginni. Þau hafa löngum verið talin meðal helstu sérkenna hennar. Erlent 29.11.2006 13:26
Talin hafa sett barn sitt í örbylgjuofn Bandarísk kona hefur verið handtekin vegna gruns um að hún hafi myrt mánaðargamalt barn sitt með því að setja það í örbylgjuofn. Engir ytri áverkar sáust á barninu en sum líffæra þess voru hins vegar illa brennd og þykir það benda til að það hafi verið myrt á þennan óhugnanlega hátt. Móðirin neitar öllum ásökunum. Erlent 29.11.2006 12:20
Saudi-Arabía tilbúin að fara í stríð Saudi-Arabía er reiðubúin að beita öllu sínu afli, hvort sem er í peningum, vopnum eða oíu til þess að koma í veg fyrir að sjía múslimar í Írak kúgi og myrði súnní múslima, þegar Bandaríkjamenn byrja að flytja herlið sitt frá landinu. Erlent 29.11.2006 12:53
Ryanair með fjórðungshlut í Aer Lingus Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur aukið við hlut sinn í írska innanlandsflugfélaginu Aer Lingus og á nú fjórðung í félaginu. Dermont Mannion, forstjóri Aer Lingus, staðfesti þetta í gær. Ryanair vinnur að óvinveittri yfirtöku á flugfélaginu. Viðskipti erlent 29.11.2006 11:08
Og hafðu það Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur bannað útflutning á Ipod og plasma-sjónvörpum til Norður-Kóreu og er þetta liður í refsiaðgerðum vegna kjarnorkubrölts leiðtoganna. Erlent 29.11.2006 10:53
Evrópusambandið refsar Tyrkjum Evrópusambandið hefur ákveðið að fella niður átta kafla í viðræðunum um aðild Tyrklands að sambandinu. Þetta er í refsingarskyni fyrir að Tyrkir hafa enn ekki fallist á að opna hafnir sínar fyrir skipum frá Kýpur. Erlent 29.11.2006 10:04
Páfi á slóðir Maríu meyjar Benedikt páfi sextándi ætlar í dag að heimsækja staðinn þar sem María mey dvalist síðustu æviár sín. Páfi er nú í opinberri heimsókn í Tyrklandi. Erlent 29.11.2006 08:03
Bush segir Al-Qaeda bera ábyrgð á Bush Bandaríkjaforseti segir Al-Qaeda samtökin bera ábyrgð á árásinni í Írak í síðustu viku, þar sem um tvö hundruð manns létu lífið. Bush er nú er staddur á fundi Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettalandi. Erlent 29.11.2006 07:21
Flutti tíu farþega á hjólinu sínu Víða í Asíu er algengt að fólk ferðist styttri vegalengdir með þríhjólavögnum, svonefnum rikshaw. Þessi ferðamáti hefur að mestu tekið við af handvögnum sem hlaupa þurfti með á tveimur jafnfljótum. Erlent 28.11.2006 21:54
Ríkisstjórnir vissu um leynifangelsin Ríkisstjórnir Bretlands, Póllands, Ítalíu, Þýskalands, Svíþjóðar og sex annarra Evrópusambandsþjóða vissu af leynifangelsum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem hún rak í Evrópu. Þetta kemur fram í skýrslu Evrópuþingsins sem birt var í gær. Erlent 28.11.2006 21:54
Missa íbúðina vegna glæpa barna sinna Innflytjendaráðgjöfin í Árósum í Danmörku ætlar að reyna að fá héraðsdómi hnekkt sem heimilar kaupleiguíbúðasamtökum að gera leigjendur brottræka, fremji börn þeirra glæpi. Þetta kom fram á fréttasíðu Politiken í gær. Erlent 28.11.2006 21:54
Mega skoða klám í klefum Sænsk fangelsismálayfirvöld hafa ákveðið að takmarka aðgang fanga að klámi. Klámfengin veggspjöld verða tekin niður í sameiginlegum vistarverum og hætt verður að bjóða upp á sjónvarpsstöðvar sem sýna klámmyndir. Erlent 28.11.2006 21:54
Reynir að draga úr reiði í sinn garð Benedikt sextándi páfi er staddur í Tyrklandi þar sem hann hvetur til samræðu og „bræðralags“ milli kristinna manna og múslima. Eitt af markmiðum ferðarinnar er að draga úr reiði múslima vegna umdeildrar ræðu í sumar, sem margir skildu sem gagnrýni á íslamstrú. Erlent 28.11.2006 21:54
Sex Pólverjar handteknir Sex manns voru handteknir í Strømmen í Noregi seint á sunnudagskvöld, grunaðir um að hafa stungið 24 ára gamlan mann mörgum sinnum í maga og brjóstkassa. Maðurinn er enn á gjörgæslu en er talinn úr lífshættu. Erlent 28.11.2006 21:54
Mikið mannfall í sprengingum Tvær sprengingar urðu í námum í Kína um helgina með þeim afleiðingum að 53 fórust. Gassprenging í Jixi í norðausturhluta landsins varð 21 námuverkamanni að bana, en sex manns var enn saknað á sunnudag. Skömmu síðar létust 32 námuverkamenn og 28 slösuðust í svipaðri sprengingu í Fuyuan í suðvesturhluta landsins. Orsakir sprenginganna eru í rannsókn. Erlent 28.11.2006 21:54
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent