Erlent

Fréttamynd

Fimm látnir eftir sprengingu í lest í Indlandi

Fimm eru látnir og 25 alvarlega slasaðir eftir öfluga sprengingu í farþegalest í austurhluta Indlands í dag. Tveir vagnar í lestinni sem voru yfirfullir af fólki skemmdust mikið í sprengingunni sem varð á afskekktum teinum í Vestur-Bengalhéraði.

Erlent
Fréttamynd

LSE hafnaði yfirtökutilboði Nasdaq

Stjórn Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE) hafnaði í dag yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq í alla hluti LSE. Tilboðið hljóðaði upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Þetta var í annað sinn sem Nasdaq gerir tilboð í LSE.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Heilsu Litvinenkos hrakar

Líðan Alexanders Litvinenkos, fyrrverandi njósnara hjá KGB og síðar leyniþjónustu Rússlands, hefur versnað og hann hefur aftur verið fluttur á gjörgæsludeild University College sjúkrahússins í Lundúnum þar sem hann dvelur vegna eitrunar sem hann varð fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Alræmdur glæpamaður sleppur úr fangelsi í S-Afríku

Lögregla í Suður-Afríku leitar nú að einum af alræmdustu glæpamönnum landsins sem slapp úr öryggisfangelsi í Pretoríu á laugardagskvöld. Maðurinn, Ananias Mathe sem er frá Mósambík, var handtekinn fyrir rúmu ári og hefur verið ákærður fyrir yfir 50 brot, þar á meðal morð, nauðgun, vopnað rán og mannrán.

Erlent
Fréttamynd

Nærri þrjátíu slösuðust í lestarslysi í Berlín

Hátt í þrjátíu manns slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar farþegalest rakst á farartæki sem ætlað er til viðhalds á lestum á lestarstöð í Suður-Berlín í morgun. Bæði lögregla og slökkvilið voru kvödd á vettvang til þess að hjálpa hinum slösuðu út úr lestinni en flestir munu hafa hlotið minni háttar meiðsl.

Erlent
Fréttamynd

Segja réttarhöld yfir Hussein meingölluð

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að réttarhöldin yfir Saddam Hussein hafi verið meingölluð og dómurinn yfir honum því rangur. Verði hann tekinn að lífi er óttast að átök muni breiðast út um öll Miðausturlönd.

Erlent
Fréttamynd

Látinn eftir umsátur við grunnskóla í Þýskalandi

Grímuklæddur maður vopnaður skambyssu, sem réðst inn í grunnskóla í Emsdetten í vesturhluta Þýskalands í morgun, er látinn. Óvíst er hvort hann féll fyrir eigin hendi eða byssukúlum öryggissveitarmanna sem höfðu umkringt skólabygginguna en að sögn BBC var maðurinn með sprengjubelti um sig miðjan.

Erlent
Fréttamynd

Tony Blair á ferð um Afganistan

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að breskir hermenn væru ekki á heimleið frá Afganistan og að herinn yrði í landinu þar til friði og ró yrði komið á þar.

Erlent
Fréttamynd

Stærsti koparframleiðandi í heimi verður til

Bandaríska námafyrirtækið Freeport-McMoran hefur ákveðið að kaupa samkeppnisaðila sinn Phelps Dodge fyrir 25,9 milljarða bandaríkjadali eða 1.830 milljarða íslenskra króna. Með viðskiptunum verður til stærsti koparframleiðandi í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Maður réðst inn í skóla í Þýskalandi

Grímukæddur maður með byssu réðst inn í gagnfræðaskóla í bænum Emsdetten í vesturhluta Þýskalands í morgun og hóf skothríð á þá sem þar voru. Nokkrir munu hafa særst í árásinni en enginn alvarlega.

Erlent
Fréttamynd

Nasdaq gerir yfirtökutilboð í LSE í annað sinn

Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur gert yfirtökutilboð í alla hluti Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Búist hefur verið við skrefi sem þessu hjá Nasdaq en markaðurinn hefur þegar keypt 28,75 % hlutafjár í LSE.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eiði Smára líkt við Romario

Eiður Smári Guðjohnsen, eða “Guddy” eins hann er kallaður á Spáni, segir að mörkin tvö sem hann skoraði gegn Mallorca í gær komi til með að veita honum mikið sjálfstraust. Eiði Smára er líkt við Romario í spænskum fjölmiðlum í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilja aukið viðskiptafrelsi

Aðildarríki APEC vilja viðræður um aukið frjálsræði í alþjóðaviðskiptum. Ríkin sammæltust um að kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu yrði að stöðva.

Erlent
Fréttamynd

Sænska stjórnin óvinsæl

Ríkisstjórn bandalags hægri- og miðflokkanna í Svíþjóð er nú orðin óvinsælli en bandalag stjórnarandstöðuflokkanna. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem birtar voru í gær.

Erlent
Fréttamynd

Teknir með 10.000 töflur

Ungverska landamæralögreglan handtók í gær tvo króatíska ríkisborgara fyrir stórfellt eiturlyfjasmygl. Mennirnir reyndu að smygla 10.000 e-pillum auk nokkurs magns af spítti. Söluvirði efnanna er talið um 11 milljónir.

Erlent
Fréttamynd

Smeygði sér fremst á biðlista

Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, smeygði sér fremst á tuttugu ára biðlista eftir leiguíbúð í miðborg Stokkhólms með einu símtali nýlega. Persson og eiginkona hans, Anitra Steen, fá því leiguíbúðina afhenta í byrjun næsta árs. Langt á undan öllum öðrum. „Óþolandi,“ segir formaður leigusamtakanna, Barbro Engman, við sænska dagblaðið Aftonbladet.

Erlent
Fréttamynd

Réttmætar sjálfbærar veiðar

Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin World Conservation Trust hafa lýst yfir stuðningi við sjálfbærar hvalveiðar Íslendinga. Samtökin hafa höfuðstöðvar í Sviss og beita sér fyrir „sjálfbærri nýtingu villtra auðlinda náttúrunnar til sjós og lands sem leiðar til náttúruverndar“, eins og segir í fréttatilkynningu.

Erlent
Fréttamynd

Páfi ræddi um Mið-Austurlönd

Ástandið í Mið-Austurlöndum var helsta umræðuefni Þýskalandsforseta, Horst Koehler, og Benedikts páfa XVI þegar þeir hittust í Vatíkaninu á laugardag.

Erlent
Fréttamynd

Berjast saman gegn offitu

Sáttmáli um sameiginlega baráttu gegn offitu hefur verið undirritaður af fulltrúum Evrópulanda Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Í sáttmálanum er kallað eftir aukinni samstöðu á milli opinberra aðila, frjálsra félagasamtaka, einstaklinga og fjölskyldna.

Erlent
Fréttamynd

Drápu trylltan nashyrning

Breskir hermenn, sem villtust við heræfingar í Kenía á föstudag, drápu hvítan nashyrning sem réðst að þeim. Hvítir nashyrningar eru í útrýmingarhættu og aðeins um 170 eftir í Kenía, en hermennirnir sögðust ekki hafa átt annarra kosta völ.

Erlent
Fréttamynd

Sautján létust í sjálfsmorðssprengjuárás

Sautján verkamenn létust og fjörtíu og níu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás suður af Bagdad höfuðborg í Íraks í dag. Róstursamt hefur verið í landinu í dag en að minnsta kosti tuttugu og fjórir vopnaðir menn, klæddir í lögreglubúningum, stormuðu inn á heimili aðstoðarheilbrigðisráðherra Íraks og rændu honum.

Erlent
Fréttamynd

Liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi

Breska lögreglan rannsakar hverjir eitruðu fyrir fyrrverandi forystumanni rússnesku leyniþjónustunnar sem leitaði hælis í Bretlandi fyrir sex árum. Hann liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Erlent
Fréttamynd

Ekki endurlífgun ef fæðist 18 vikum fyrir tímann

Breskir sérfræðingar leggja til að læknar þar í landi grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðast 18 vikum fyrir tímann eða fyrr. Tillagan hefur vakið miklar deilur í Bretlandi. Andstæðingar benda á að læknum beri að lina þjáningar en ekki deyða sjúklinga.

Erlent
Fréttamynd

Fordæmir ályktun SÞ

Ísraelar fordæma þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að rannsaka atburðina í Beit Hanoun á Gaza-svæðinu fyrir hálfum mánuði þegar hátt í tuttugu almennir borgarar týndu lífi í loftárás Ísraelshers á íbúðarhús. Ísraelsher hætti við árás á hús á Gaza í morgun þegar mörg hundruð Palestínumenn slógu skjaldborg um það.

Erlent
Fréttamynd

Aðstoðarheilbrigðisráðherra Íraka rænt

Vopnaðir menn rændu í dag aðstoðarheilbrigðisráðherra Íraka þar sem han var staddur á heimili sínum. Ráðherrann, Síjinn Ammar al-Saffar, situr í ríkisstjórn Nuri al-Malaki og er í Dawaflokknum.

Erlent
Fréttamynd

Eitrað fyrir njósnara

Breska lögreglan rannsakar nú hvernig eitrað hafi verið fyrir rússneskum njósnara sem leitaði hælis í Bretlandi fyrir sex árum. Hann liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Erlent
Fréttamynd

Gefin saman í ítölskum miðaldakastala

Hollywood-stjörnurnar Tom Cruise og Katie Holmes gengu í það heilaga á Ítalíu í gær. Þetta var staðfest um kl. 19:30 í gærkvöldi. Fjölmargar stjörnur voru viðstaddar athöfnina en knattspyrnukappinn David Beckham varð frá að hverfa að kröfu þjálfara síns hjá Real Madrid.

Erlent