Erlent

Fréttamynd

Hagnaður Amazon.com yfir væntingum

Bandaríska netverslunin Amazon.com skilaði 19 milljóna bandaríkjadala hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 1,3 milljarða íslenskra króna og rétt tæplega helmingi minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn á þriðja fjórðungi síðasta árs nam 30 milljónum dala, jafnvirði 2 milljarða króna. Hagnaðurinn er meiri en greiningaraðilar bjuggust við.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ljósmyndara sem var rænt á Gaza leystur úr haldi

Eftir einn dag í haldi mannræningja hefur spænska ljósmyndaranum Emilio Morenatti verið sleppt ómeiddum. Embættismenn Fatah hreyfingarinnar komu með ljósmyndarann á skrifstofu palenstínska forsetans Mahmoud Abbas rétt fyrir miðnætti í gær.

Erlent
Fréttamynd

Berklafaraldur í Bergen

Vefsíða norska dagblaðsins Aftenposten skýrir frá því í dag að í borginni Bergen í Noregi gangi nú yfir versti berklafaraldur í rúm 50 ár. 23 ný tilfelli af berklum hafa verið skráð það sem af er ári og 44 smit hafa greinst.

Erlent
Fréttamynd

Páll á leiðinni til Mexíkó

Meira en eitt þúsund íbúum Los Cabos bæjanna í Mexíkó hefur verið komið fyrir í neyðarskýlum vegna komu hitabeltisstormsins Páls.

Erlent
Fréttamynd

Mikill viðbúnaður lögreglu í Frakklandi

Franska lögreglan hefur mikinn viðbúnað þegar eitt ár er liðið síðan miklar og langvarandi óeirðir blossuðu upp í úthverfum Parísar og í framhaldinu einnig vítt og breitt um Frakkland.

Erlent
Fréttamynd

Bush breytir um stefnu

Embættismenn í Hvíta húsinu staðfestu í gær að Bush forseti hefði ákveðið að hætta að nota slagorðið "halda ótrauður í sömu átt", þegar rætt er um baráttuna fyrir friði í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Vilja kalla hermenn heim frá Írak innan árs

Breski herinn gerir sér vonir um að geta kallað hermenn sína heim frá Írak innan árs. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir ónafngreindum talsmanni í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hann segir bresk hermálayfirvöld vilji leggja áherslu á ástandið í Afganistan og því verði hermenn sendir þangað.

Erlent
Fréttamynd

Ekki gripið til óhóflegrar valdbeitingar segir lögreglustjóri

Peter Gergenyi, lögreglustjóri í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, segir lögreglumenn ekki hafa gripið til óhóflegrar valdbeitingar til að hafa hemil á mótmælendum í borginni í gær. Hann segir að lögreglumenn hafi þurft að grípa til aðgerða en þeir hafi í alla staði farið að lögum. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og beittu táragasi og vatnssprautum gegn mótmælendum í gærkvöldi. Fólkið hafði safnast saman til að lýsa andúð sinni á ríkisstjórninni, daginn sem Ungverjar minntust 50 ára afmælis skammlífrar uppreisnar gegn Sovétríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Olmert sagður hafa þegið mútur

Dómsmálaráðherra Ísraels rannsakar nú ásakanir þess efnis að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, hafi þegið mútur sem starfandi fjármálaráðherra í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Hótaði þjálfara sonar síns

Fertugur Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist, vopnaður byssu, á ruðningsþjálfara sonar síns í Philadelphiu. Honum þótti sonur sinn ekki fá að spila nægilega mikið með í leik 6 og 7 ára drengja á sunnudaginn síðasta.

Erlent
Fréttamynd

Frakkar sagðir hafa stutt þjóðarmorð í Rúanda

Frakkar tóku virkan þátt í fjöldamorðunum í Rúanda árið 1994, að sögn fyrrverandi sendifulltrúa frá Rúanda sem bar vitni fyrir dómstól í heimalandinu. Yfirvöld í Rúanda ákveða síðan í framhaldinu hvort einhverjir verði kærðir til Alþjóðlega glæpadómstólsins vegna ódæðanna. 800 þúsund Tútsar og hófsamir Hútúar voru myrtir á 100 dögum í Rúanda fyrir 12 árum.

Erlent
Fréttamynd

Morenatti látinn laus

Palestínskir byssumenn hafa látið spænska ljósmyndarann Emilio Morenatti lausann úr gíslingu. Morenatti, sem vinnur fyrir Associated Press, var rænt á Gaza-svæðinu í dag og haldið í gíslingu í tæpar 13 klukkustundir. Það var þrýstingur frá ráðamönnum Palestínumanna sem tryggi lausn hins 37 ára gamla Morenattis.

Erlent
Fréttamynd

Lestarvagn fór af sporinu í Lundúnum

Aftasti vagn á lest, sem var að koma að Waterloo lestarstöðinni í Lundúnum, fór af sporinu á mesta annatíma síðdegis í dag. Engan sakaði. Tafir urðu á lestarferðum á meðan fulltrúar lögreglu og samgönguyfirvalda rannsókuðu vettvanginn til að greina orsök óhappsins.

Erlent
Fréttamynd

Stutt í að ljósmyndari AP verði látinn laus

Útlit er fyrir því að ljósmyndari Associated Press, sem rænt var á Gaza-svæðinu í dag, verði látinn laus innan stundar. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir háttsettum palestínskum fulltrúa.

Erlent
Fréttamynd

Árangur af hernámi Íraks innan seilingar

Bandarísk stjórnvöld segjast fullviss um að árangur af hernámi Íraks sé innan seilingar og að Írakar muni sjálfir geta séð um að halda uppi lögum og reglu í landinu innan nokkurra mánaða. Stór hluti bandarískra kjósenda segir að árangur í Írak ráði mestu um hverjum þeir greiði atkvæði sitt í þingkosningunum í næsta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Hvert atkvæði dýrt

Búist er við að kostnaður frambjóðenda vegna þátttöku í þingkosningunum í Bandaríkjunum í næsta mánuði slái öllum met og verði samanlagt jafnvirði tæpra 180 milljarðar íslenskra króna. Þetta er niðurstaða útreikninga samtaka sem fylgjast með stjórnmálum í Bandaríkjunum, þ.e. Center for Responsive Politics. Þau eru ekki tengd stjórnmálaflokkum.

Erlent
Fréttamynd

Madonna í vondum málum

Bandaríska söngkonan Madonna sætir nú gagnrýni eftir að hafa ættleitt lítinn dreng frá Malaví. Faðir hans segist ekki hafa áttað sig á þýðingu ættleiðingarskjala sem hann skrifaði undir og mannréttindasamtök átelja að umsókn söngkonunnar var flýtt í gegnum kerfið.

Erlent
Fréttamynd

Hastert ber vitni fyrir þingnefnd

Dennis Hastert, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bar í dag vitni fyrir siðanefnd þingsins þar sem eiga sæti þingmenn bæði Demókrata og Repúblíkana. Nefndin hefur til umfjöllunar kynlífshneyksli sem hefur haft áhrif á fylgi Repúblíkanaflokksins í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum í næsta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Bretar sagðir hafa látið undan kröfum lýðskrumara

Calin Popescu Tariceanu, forsætisráðherra Rúmeníu, segir bresk stjórnvöld hafa látið undan kröfum lýðskrumara með ákvörðun sinni um að takmarka rétt Búlgara og Rúmena til vinnu í Bretlandi. Löndin tvö ganga inn í Evrópusambandið í janúar á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Chavez með 35% forskot

Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur 35% forskot á helsta andstæðing sinn fyrir forsetakosningar þar í landi 3. desember nk. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar. Það var Háskólinn í Miami í Bandaríkjunum sem framkvæmdi könnunina fyrir alþjóðlega skoðanakönnunarfyrirtækið Zogby. Samkvæmt henni hefur Chavez stuðning 59% íbúa í Venesúela.

Erlent
Fréttamynd

Barist gegn fordómum í Þýskalandi

Óttast er árásir nýnasista í Þýskalandi í ár verði mun fleiri en hefur mælst á hverju ári frá því Seinni heimsstyrjöldinni lauk. Þetta er niðurstaða samtaka í Þýskalandi sem berjast gegn kynþáttafordómum þar í landi. Niðurstaða samtakanna er sú að árásir hafa verið margar í júní og júlí þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór fram í Þýskalandi.

Erlent
Fréttamynd

Áfengi aðeins afgreitt gegn fingraförum

Þeir sem fara á bari eða skemmtistaði gætu brátt þurft að láta taka af sér fingraför á barnum í hvert skipti sem þeir kaupa sér áfengan drykk. Enska dagblaðið Metro segir frá þessu á heimasíðu sinni.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæli í Kasmír

Indverska lögreglan í Kasmír þurfti að beita valdi til þess að dreifa úr hópi 700 mótmælenda.

Erlent
Fréttamynd

Spænskum ljósmyndara rænt á Gasaströndinni

Spænskum ljósmyndara sem starfar fyrir AP-fréttastofuna var rænt á Gasaströndinni í morgun. Maðurinn var leið út úr íbúð sinni í Gasaborg þegar byssumenn á hvítum bíl óku upp að honum og þröngvuðu honum inn í bíl sinn.

Erlent