Erlent

Fréttamynd

Rekinn úr starfi fyrir spillingu í Shanghai

Æðsti leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins í Shanghai hefur verið rekinn úr starfi fyrir spillingu. Frá þessu greinir kínverska ríkisfréttastofan og segir að maðurinn, Chen Liangyu, hafi misnotað eftirlaunasjóði borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð undir 60 dölum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 60 bandaríkjadali á tunnu á nokkrum helstu fjármálamörkuðum í dag. Hráolíuverðið hefur ekki verið lægra í rúmt hálf ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Páfi fundar með fulltrúum múslima í dag

Benedikt páfi sextándi fundar í dag með fulltrúum múslima í Róm til þess að reyna að lægja þær reiðiöldur sem blossað hafa upp í kjölfar ummæla hans um Múhameð spámann.

Erlent
Fréttamynd

Mannskætt rútuslys í Ekvador

Að minnsta kosti 47 manns, þar af 17 börn, létust í rútuslysi á fjallvegi nærri Quito, höfuðborg Ekvadors, í gærkvöld. Bílstjóri rútunnar mun hafa verið á miklum hraða og misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt.

Erlent
Fréttamynd

Áfram mótmælt í Búdapest

Um fimm þúsund Ungverjar komu saman í Búdapest áttunda daginn í röð í gærkvöld til þess að krefjast afsagnar forsætirsráðherra landsins, Ferenc Gyurcsany, í kjölfar þess að hann var uppvís að því að ljúga að þjóðinni um efnahagsástandið í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Smyglaði inn kókalaufum

Evo Mor­ales, forseti Bólivíu, ávarpaði allsherjarþingið í síðustu viku og mótmælti harðlega framgangi „stríðsins gegn vímuefnum“ og hélt við það tækifæri á lofti kókalaufi, sem hann hafði komið með frá heimalandi sínu.

Erlent
Fréttamynd

Hryðjuverkahætta jókst við Íraksstríð

Stríðið hefur kynt undir öfgahyggju múslima og andúð þeirra á Vesturlöndum. Þetta er niðurstaða bandarískra leyniþjónustna og gengur þvert á staðhæfingar George W. Bush, sem hefur kallað Íraksstríðið stríð gegn hryðjuverkum.

Erlent
Fréttamynd

Aðskilnaðarhreyfingvaknar úr löngum dvala

Fyrir rúmri viku voru haldnar kosningar í Transnistríu, litlu héraði í Moldóvu. Kosið var um sjálfstæði héraðsins, sem í reynd hefur verið sjálfstætt frá árinu 1990 þótt formleg viðurkenning á þeirri stöðu hafi aldrei fengist.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldahandtaka mótmælenda

Mótmæli í Kaupmannahöfn fóru úr böndunum í gær. Flöskum, grjóti og eggjum var fleygt að lögreglunni, að sögn talsmanns hennar. 220 mótmælendur voru handteknir. Fólkið, sem var í yngri kantinum að sögn lögreglu, vildi mótmæla sölu húss, sem hústökufólk hafði fengið leyfi til að búa í frá borgaryfirvöldum árið 1982.

Erlent
Fréttamynd

Aðskilnaðar krafist að nýju

Þrír grímuklæddir menn sem sögðust vera talsmenn ETA-aðskilnaðarsamtakanna stigu á svið á samkomu um sjálfstæði Baskalands um helgina. Lesin var tilkynning um að ETA legði ekki niður vopn fyrr en Baskaland fengi sjálfstæði frá Spáni. Að loknum lestrinum skutu mennirnir úr vélbyssum í loftið.

Erlent
Fréttamynd

Frekar Satan en Hillary Clinton

Áhrifamikill evangelískur predikari lýsti því yfir í gær að fólkið í sínu kjördæmi myndi leggja harðar að sér við að koma í veg fyrir mögulegt forsetakjör demókratans Hillary Clintons en þótt Lúsifer sjálfur færi í framboð.

Erlent
Fréttamynd

Frumbyggjarnir eiga borgina

Alríkisdómstóll Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að Nyoongar-ættbálkurinn sé eigandi landsvæðis Perth-borgar. Þetta er í fyrsta skipti sem frumbyggjum er tryggður eignarréttur á þéttbýlissvæði, að sögn áströlsku fréttastofunnar ABC. Eignar­rétturinn nær þó ekki til lands sem byggt er á.

Erlent
Fréttamynd

Ofsóknir frekar en rannsóknir

Esteban Lazo Hernández, starfandi vara­forseti Kúbu, hélt reiðilestur yfir bandarískum ráðamönnum á allsherjarþinginu í New York á dögunum. Hann hélt því fram að ríkisstjórn Bandaríkjanna eyddi meiri fjármunum í að ofsækja og refsa þeim fyrirtækjum sem ættu í viðskiptum við eyríkið en eytt væri í rannsókn á því hver hefði fjármagnað hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana.

Erlent
Fréttamynd

Verri eftir brott-hvarf Saddams

Manfred Novak, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna á sviði ómannúðlegrar meðferðar fanga, segir að pyntingar á föngum hafi versnað til muna í Írak, eftir að Saddam Hussein var komið frá völdum. Áður hafi ákveðin regla verið á hlutunum en nú vaði uppi öryggissveitir, herskáar einkahersveitir og ýmsir hatursmenn hernámsins. Novak segir ástandið í Írak farið gjörsamlega úr böndunum.

Erlent
Fréttamynd

Heimsmet í humarrúllu áti

Japaninn Takeru Kobayashi setti ansi sérstakt heimsmet í gær. Hann mætti til leiks í árlegri humarátskeppni í Boston í Bandaríkjunum. Hann gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet með því að borða 41 humarrúllu á 10 mínútum. Þar með fór hann nálægt því að tvöfalda gamla metið sem var 22 rúllur á jafn löngum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Þrjú börn myrt í Saint Louis

Íbúar í Saint Louis í Bandaríkjunum eru slegnir óhug eftir að þrjú börn fundust myrt þar í borg í gær. Skömmu áður var 26 ára kona ákærð fyrir að hafa myrt móður þeirra með því að skera fóstur úr kvið hennar.

Erlent
Fréttamynd

Bin Laden sagður á lífi

Heimildarmenn bandaríska fréttatímaritsins Time fullyrða að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé ekki allur en hann sé hins vegar við dauðans dyr. Fullyrt var í frönsku blaði í gær að hann væri látinn.

Erlent
Fréttamynd

Kynþokkafullir og krúttlegir auðmenn

Á meðan bandaríska viðskiptatímaritið Forbes birtir árlegan lista sinn yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina hefur Financial Times tekið saman annars konar lista. Þar er kaupsýslumönnum skipt í hópa eftir ýmsu, þar á meðal fegurð og krúttleika. Samkvæmt listanum eigum við Íslendingar kynþokkafyllsta kaupsýslumanninn.

Erlent
Fréttamynd

Björgólfur Thor kynþokkafyllstur

Á meðan bandaríska viðskiptatímaritið Forbes birtir lista sinn yfir ríkustu Bandaríkjamennina hefur Financial Times tekið saman annars konar lista. Þar er kaupsýslumönnum skipt í hópa eftir fegurð og gælni. Á þessu lista er Björgólfur Thor Björgólfsson sagður bera af þegar kemur að kynþokka.

Erlent
Fréttamynd

Óhugnarlegt myndband birt

Hryðjuverkasmatök sem sögð eru tengd al-Kaída birtu í morgun á vef sínum óhugnarlegt myndband sem sýnir illa meðferð á líkum bandarískra hermanna í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Vongóður um skipan þjóðstjórnar

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, sagðist í morgun vongóður um skipan þjóðstjórnar Hamas- og Fatah-liða. Þar með vísaði hann á bug ummælum Abbas forseta frá í gær um að viðræður væru aftur komnar á byrjunarreit. Haniyeh segir viðræðum framhaldið og þeim miði í rétta átt.

Erlent
Fréttamynd

Dregur fréttir af andláti bin Ladens í efa

Sendiherra Pakistana í Bandaríkjunum dregur í efa fréttir fransks blaðs frá í gær um að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé allur. Blaðið vitnaði í leynilega skýrslu frönsku leyniþjónustunnar þar sem sagði að hann hefði dáið úr taugaveiki í Pakistan í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn biðja stjórnvöld í Venesúela afsökunar

Bandarísk yfirvöld hafa beðið stjórnvöld í Venesúela afsökunar á því að utanríkisráðherra landsins, Nicolas Madura, hafi verið í haldi öryggisvarða á Kennedyflugvelli í New York í eina og hálfa klukkustund í gær. Madura sótti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem haldið er þar í borg.

Erlent
Fréttamynd

Börnin þrjú fundin

Þrjú börn, sem íbúar í Saint Louis í Bandaríkjunum hafa leitað síðustu daga, fundust myrt þar í borg í gærkvöldi. Nokkru áður hafði 26 ára kona verið ákærð fyrir að hafa myrt móður barnanna og skorið fóstur úr kvið hennar.

Erlent
Fréttamynd

Leita forsætisráðherra

Herforingjastjórnin í Taílandi fundaði um helgina um möguleg forsætisráðherraefni. Talið er að þeir muni láta konung Taílands, Bhumibol Adulyadej, fá lista yfir þá einstaklinga sem þeir telja hæfa og verður lokaákvörðunin í höndum konungsins.

Erlent
Fréttamynd

Endurkoma í desember

Utanríkisráðherra Kúbu, Felipe Perez Roque, lýsti því yfir opinberlega að hann væri þess fullviss að Fidel Castro myndi snúa aftur til valda í desember. Castro hefur ekki komið fram opinberlega síðan 26. júlí en á síðustu vikum hafa birst myndir af honum í náttfötum á fundum með bæði Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, og Hugo Chavez, forseta Venesúela.

Erlent
Fréttamynd

Múslimar fasta

Ramadan er byrjaður í flestum ríkjum múslima í Mið-Austurlöndum en mánuðurinn hefst þegar nýtt tungl rís í níunda mánuði ársins samkvæmt Hijri-dagatalinu.

Erlent
Fréttamynd

Bara milljarðamæringa á Forbes listanum

400 ríkustu menn Bandaríkjanna eru samanlagt metnir á jafnvirði tæplega 90 þúsund milljarða króna. Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes hefur birt lista sinn yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina þetta árið og í fyrsta sinn dugir ekki að vera milljónamæringur til að komast á blað.

Erlent