Erlent

Fréttamynd

Flugbraut á alþjóðaflugvellinum í Beirút opnuð á ný

Ein flugbrauta á Rafik Hariri alþjóðaflugvellinum í Beirút var opnuð fyrir flugumferð í morgun, í fyrsta skipti frá því Ísraelsher olli stórskemmdum á flugbrautum vallarins með loftárásum í upphafi átakanna í Líbanon fyrir um fimm vikum. Fyrst um sinn verður aðeins um takmarkað áætlunar- og leiguflug að ræða. Yfirvöld vona að hægt verði að ljúka viðgerðum á tveimur öðrum flugbrautum á innan við viku, þannig að flugumferð til höfuðborgarinnar komist aftur í samt lag.

Erlent
Fréttamynd

Kúrdar minnast þjóðernishreinsunum Íraksstjórnar

Hundruð Kúrda komu saman við minnismerki um Kúrda sem féllu í þjóðernishreinsunum Íraksstjórnar eftir fyrra Íraksstríð, í bænum Kalar í Írak í dag til að minna á hroðaverk stjórnar Saddams Hussein, fyrrverandi forseta Íraks.

Erlent
Fréttamynd

Færri fórnarlömb en talið var

Nú er talið að 58 manns hafi farist en ekki 80 eins og óttast var í fyrstu, eftir lestarslys um 20 kílómetra norður af Kairó, höfuðborgar Egyptalands í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkaði um dal

Hráolíuverð hækkað að jafnaði um einn bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag. Helsta ástæðan er sögð vera tilraunaskot Írana með skammdræga eldflaug á laugardag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Methækkun á evrusvæðinu

Landsframleiðsla jókst um 0,7 prósent á öðrum ársfjórðungi innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Þetta er 0,3 prósentustigum minni hækkun en á fyrsta ársfjórðungi 2006, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum OECD. Landsframleiðsla á evrusvæðinu hefur ekki verið meiri í sex ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kröfðust endurtalningu atkvæða

Meira en 50 þúsund manns tóku þátt í göngu til stuðnings kröfu Lopez Obrador, forsetaframbjóðanda í Mexíkó, um að öll atkvæði í forsetakosningunum sem haldnar voru annan júlí síðastliðinn verði talin upp á nýtt.

Erlent
Fréttamynd

Miklir skógareldar í Suður-Tyrklandi

Miklir hitar í Tyrklandi komu í gær í veg fyrir að næðist að slökkva skógarelda sem geisa við ströndina í Suður-Tyrklandi. Eldurinn blossaði upp nærri bænum Selcuk í gærmorgun en bærinn er fjölsóttur pílagrímsstaður.

Erlent
Fréttamynd

Eldurinn sást langar leiðir

Töluverður eldur kviknaði þegar sprenging varð í gasleiðslu í Austur-Tyrklandi í gær. Sprengingin varð þar sem leiðslan liggur í gegnum Agri-hérað. Sprengingin mun hafa verið svo kröftug að nálæg hús hristust. Nálægri dælustöð var lokað. Eldinn mátti sjá loga í margra kílómetra fjarlægð.

Erlent
Fréttamynd

Leyniskyttur fella um 20 pílagríma

Að minnsta kosti 20 pílagrímar féllu fyrir hendi leyniskyttna í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. 300 þeirra særðust. Sjíar voru þar á leið að helgidómi til að votta látnum trúarleiðtoga virðingu sína. Öfgamenn úr röðum súnnía eru sagðir standa að baki ódæðunum.

Erlent
Fréttamynd

Börn nota sprengjur sem leikföng

Ótal virkar sprengjur af ýmsum gerðum er að finna á götum Suður-Líbanon og hafa þær limlest marga íbúa þar eða orðið þeim að fjörtjóni. Björgunarfólk hefur reynt að merkja sem flestar sprengjur kirfilega áður en sprengjusérfræðingar gera þær óvirkar.

Erlent
Fréttamynd

Meðhöndlaðir sem landráðamenn

Líbönsk stjórnvöld segja að hart verði tekið á þeim sem rjúfi vopnahlé Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar halda fast við þá skýringu að áhlaup á Austur-Líbanon í gær hafi verið gert til að stöðva vopnasendingu til skæruliða. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísraela hafa brotið gegn skilmálum vopnahlésins.

Erlent
Fréttamynd

Bankaræningi tekin höndum

Lögreglan í Portúgal handtók í fyrradag mann sem tók annan mann í gíslingu þegar sá fyrri reyndi að ræna banka í Almada, úthverfi Lissabon. Manninum, sem er starfsmaður bankans, var sleppt úr gíslingu eftir að lögregla skarst í leikinn. Ekki liggur fyrir hvernig lögregla fékk gíslatökumanninn til að láta manninn lausann. Látið var til skarar skríða eftir að erfiðlega hafði gengið að semja um lausn mannsins. Umsátrið stóð í þrjár klukkustundir og var nágrenni bankans girt af á meðan reynt var að semja við bankaræningjann. Bankinn sem hér um ræðir hefur verið rændur fjórum sinnum áður.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti unginn í átta ár

Starfsmenn dýragarðsins í Cincinnati í Bandaríkjunum fögnuðu á dögunum fæðingu fyrstu górillunnar þar í átta ár. Muke fæddi þar heilbrigða, karlkyns górillu og er það þriðja fæðing hennar. Muke er tuttugu og fjögurra ára en faðirinn, Jomo, er fimmtán ára og lánaður frá dýragarðinum í Toronto. Górillurnar í dýragarðinum í Cincinnatti hafa verið nokkuð duglegar við að eignast afkvæmi og höfðu tæplega fimmtíu fæðst þar fram til ársins 1998 en þá bættist ekkert í hópinn, þar til fyrir viku.

Innlent
Fréttamynd

Ólöglegur innflytjandi leitar hælis í kirkju

Umsátursástand hefur skapast fyrir utan kirkju í Chicago í Bandaríkjunum þar sem kona sem komst ólöglega inn í landið hefur leitað hælis. Fulltrúar bandaríska innflytjendaeftirlitsins bíða fyrir utan kirkjuna en þeim er ætlað að fylgja henni aftur til Mexíkó. Stuðningmenn konunnar, Elviru Arellano, krefjast þess að yfirvöld fresti því að vísa að konunni úr landi. Ef það fáist ekki séu allar líkur til þess að yfirvöld sæki hana með valdi inn í kirkjuna. Konan heldur þar til ásamt sjö ára syni sínum sem er bandarískur ríkisborgari. Elvira hefur nokkrum sinnum komist ólöglega yfir landamærin síðan 1997 og frá árinu 2003 hafa yfirvöld þrisvar frestað því að vísa henni úr landi. Elvira segist vilja dvelja áfram í landinu til að tryggja syni sínum betra líf.

Erlent
Fréttamynd

Ætum vírusum dreift á mat

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa leyft notkun á blöndu vírusa sem úðað verður á kjötálegg, pylsur og kjúklinga. Vírusarnir éta bakteríur sem geta valdið lífshættulegum sýkingum.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnvöld á Srí Lanka fagna fjölgun eftirlitsmanna

Stjórnvöld á Srí Lanka fagna þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að tvöfalda fjölda Íslendinga í norræna friðareftirlitinu í landinu. Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum á Srí Lanka segir að íslensk stjórnvöld hafi sýnt staðfestu gagnvart skuldbindingu þeirra um að tryggja friðarferlið á Srí Lanka.

Erlent
Fréttamynd

Vopnahlésbrot segja Líbanar

Ísraelar gerðu snemma í morgun skyndiáhlaup á bæinn Boudai í Austur-Líbanon, að sögn til að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða. Forsætisráðherra Líbanons segir þetta freklegt brot á vopnahlé í landinu en Ísraelar segjast þvert á móti vera að fylgja skilmálum þess.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelsher handtekur varaforsætisráðherra Palestínu

Ísraelskir hermenn handtóku í dag varaforsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar í Ramallah á Vesturbakkanum. Hermenn réðust inn á heimili Nasser Shaer og járnuðu hann. Eiginkona hans segir mann sinn hafa farið huldu höfði síðan Ísraelsmenn hófu að handtaka þingmenn Hamas-liða og ráðherra þeirra í heimastjórninni í júní eftir að palestínskir byssum rændu hermanni á Gaza-svæðinu. Þar með eru fjórir ráðherrar í stjórn Hamas í haldi Ísraelsmanna og tuttugu og átta þingmenn. Fjórir ráðherrar hafa einnig verið teknir höndum en þeim síðan sleppt. Ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit er enn í haldi mannræningja sinna. Ísraelar segja handtökurnar ekki tengjast mannráninu, aðeins sé verið að handtaka þá sem grunur leiki á að hafi átt þátt í hryðjuverkum.

Erlent
Fréttamynd

Grunaður um að hafa komið fyrir sprengjum í lestum

Lögreglan í Þýskalandi handtók í morgun mann sem er grunaður um að hafa átt þátt í að koma fyrir sprengjum í tveimur lestum þar í landi í síðasta mánuði. Sprengjurnar fundust í lestum í borgununum Dortmund og Koblenz. Maðurinn talinn annar tveggja sem sést á upptöku í öryggismyndavél á aðallestarstöðinni í Köln en báðar lestirnar fóru um hana. Maðurinn var handtekinn á aðallestarstöðinni í Kiel í norðurhluta Þýskalands. Í gær greindu þýsk lögregluyfirvöld frá því að grunur léki á að þeir sem komu sprengjunum fyrir tengdust hryðjuverkasamtökum.

Erlent
Fréttamynd

Íranar með stórfelldar heræfingar

Íransher hóf stórfelldar heræfingar í landinu í dag. Þeim er ætlað að ýta úr vör nýrri varnarstefnu landsins að sögn íranskra fjölmiðla. Æft verður í fjórtán af þrjátíu héruðum landsins og áætlað að æfingarnar standi í allt að fimm vikur. Íranar eru enn beittir þrýstingi af alþjóðasamfélaginu vegna kjarnorkuáætlunar sinnar og ásakaðir um að styðja við skæruliða Hizbollah í Líbanon. Því hafa Íranar neitað og auk þess sagst ælta að nota kjarnorku í friðsamlegum tilgangi.

Erlent
Fréttamynd

Árás á olíuleiðslu

Herskáir andspyrnumenn gerðu í morgun árás á olíuleiðslu suður af Bagdad, höfuðborg Íraks. Þykkan reyk lagði frá árásarstaðnum. Leiðslan flytur olíu til orkuversins í Musayyib og hefur áður verið skotmark andspyrnumanna. Íbúar í nágrenninu hafa krafist þess að stjórnvöld verji leiðsluna af ótta við umhverfismengun og sýkingarhættu. Andspyrnumann hafa gert árásir á olíuleiðslur víða í Írak til að reyna að tefja fyrir flutningum og skaða olíuverslun Íraka

Erlent
Fréttamynd

28 flúðu úr fangelsi í Belgíu

28 fangar flúðu úr Termond fangesli í austurhluta Flanders í Belgíu í nótt og í morgun. Sex þeirra hafa þegar fundist en hinna er enn leitað.

Erlent
Fréttamynd

Jón Sigurðsson er formaður Framsóknarflokksins

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,er nýr formaður Framsóknarflokksins. Þetta var tilkynnt á flokksþingi Framsóknar sem stendur sem hæst í Reykjavík. Hann hlaut rúm 54% atkvæða og hafði þar betur en andstæðingar hans Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Haukur Haraldsson.

Innlent