Erlent

Fréttamynd

Öngþveiti á flugvöllum á Englandi

Bresk og bandarísk yfirvöld upplýstu í morgun að tekist hefði að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn sprengdu í loft upp farþegavélar á leið milli landanna. Ekki er flogið til Bretlands sem stendur og óvíst hvenær það verður hægt á ný. Algjört öngþveiti ríkir á flugvöllum þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Heimili rýmd vegna fellibyls

Rúmlega fjögur hundruð þúsund íbúar á suðausturströnd Kína hafa verið fluttir frá heimilum sínum vegna fellibylsins Saomai sem talið er að skelli á meginlandinu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Þrjú þorp í Líbanon á valdi Ísraelshers

Ísraelsher hefur náði í nótt þremur þorpum í Suður-Líbanon á sitt vald. Hermenn eiga í hörðum átökum við Hizbollah-skæruliða á svæðinu. Ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi um breytt orðalag ályktunar sem miðar að því að stilla til friðar í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Fjórar mörgæsir drepast í bílslysi

Fjórar mörgæsir og nokkrir hitabeltisfiskar drápust þegar bíll sem flutti dýrin valt á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum á þriðjudag. Tuttugu og einni mörgæs var bjargað. Kolkrabbi sem var einnig í bílnum slapp ómeiddur. Þetta kemur fram á vef bandarísku fréttastöðvarinnar CNN.

Erlent
Fréttamynd

Samstaðan enn sterk

Þúsundir kvenna þrömmuðu um Suður-Afríku í gær í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að 20 þúsund konur hættu frelsi sínu í mótmælagöngu gegn aðskilnaðarstefnunni sem þá ríkti í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Arabar yfirgefi Haifa í Ísrael

Sjeik Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna, bað alla ísraelska araba um að yfirgefa hafnarborgina Haifa í Ísrael, svo herskár armur samtakanna gæti hert árásirnar á borgina án þess að úthella blóði múslima.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar áforma stóraukinn landhernað

Þjóðaröryggisráð Ísraels samþykkti í gær áform hersins um að sækja allt að þrjátíu kílómetra inn í Líbanon. Alþjóðasamfélagið reynir áfram að koma á vopnahléi. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna birtist óvænt í Beirút.

Erlent
Fréttamynd

Tugir trúða safnast saman

Ellefta alþjóðlega trúðahátíðin hófst í Bakken-skemmtigarðinum fyrir utan Kaupmannahöfn í gær og hafa tugir trúða safnast þar saman í tilefni hátíðarhaldanna.

Erlent
Fréttamynd

Gyðingar reiðir

Norski rithöfundurinn Jostein Gaarder sætir mikilli gagnrýni í heimalandi sínu fyrir grein sem hann skrifaði í Aften­posten á laugardag. Í greininni segir hann Ísrael hafa misst lögmæti sitt sem ríki sakir óheflaðs hernaðar. Norskir gyðingar gagnrýna greinina harðlega og kalla hana versta texta síðan Adolf Hitler skrifaði Mein Kampf. Gaarder gerði stólpagrín að þeirri hugmynd að guð hafi „valið ákveðna þjóð sem uppáhald, gefið henni kjánalegar steintöflur“.

Erlent
Fréttamynd

Geldur fyrir stríðsstuðning

Joe Lieberman, öldungadeildarþingmaður demókrata í þrjú kjörtímabil, náði ekki kosningu í forkjöri Demókrataflokksins í Bandaríkjunum í gær. Hann verður því ekki þingframbjóðandi flokksins í Connecticut-ríki fyrir nóvemberkosningarnar, heldur þarf að bjóða fram í eigin nafni. Fyrir einungis þremur árum var Lieberman varaforsetaefni flokksins.

Erlent
Fréttamynd

Hyggst mæta í Yasukuni-hof

Forsætisráðherra Japans, Junichiro Koizumi, sagði í gær að hann vildi standa við loforð sitt um að biðjast fyrir í Yasukuni-hofinu hinn 15. ágúst, daginn sem Japanar gáfust upp árið 1945.

Erlent
Fréttamynd

Gosið fitar

Mikil neysla gosdrykkja og annara sætra drykkja seinustu fjóra áratugina er ein helsta ástæða gríðarlegs offituvandamáls bandarísku þjóðarinnar, kemur fram í niðurstöðum nýrrar bandarískrar rannsóknar sem gerð var við Harvard-háskólann. Sýnir hún að einn sætur gosdrykkur á dag getur valdið allt að sjö kílóa þyngdaraukningu á einu ári.

Erlent
Fréttamynd

Ráðist á hjálparstarfsmenn á Srí Lanka

Srí Lanka, ap Sprengja varð fimm manns að bana á yfirráðasvæði Tamílatígra í norðurhluta Srí Lanka seint á þriðjudagskvöld. Fólkið var í sjúkrabíl og meðal þeirra sem létust voru tvær hjúkrunarkonur og einn læknir.

Erlent
Fréttamynd

Njósnað um Bretaprins

Lögreglan handtók þrjá menn í gær vegna gruns um að þeir hafi staðið fyrir hlerunum í símakerfi skrifstofu Karls ­Breta­­prins. Einum manni á sextugsaldri var sleppt eftir yfirheyrslur en lögreglan segir hann þó ekki lausan allra mála; hann verði kallaður til yfirheyrslu á ný. Einn hinna handteknu mun vera ritstjóri konunglegra tíðinda á slúðurblaðinu breska News of the World.

Erlent
Fréttamynd

Síamstvíburar aðskildir

Læknar í Salt Lake City í Bandaríkjunum segja það hafa gengið framar vonum að aðskilja tvíburasysturnar Kendru og Maliyuh Herrin sem voru samvaxnar fyrir neðan mitti. Aðgerðin var framkvæmd í gær og tók sextán klukkutíma.

Erlent
Fréttamynd

Íslenskur mótmælandi í stofufangelsi í Jerúsalem

Íslendingur af palestínskum ættum sat í stofufangelsi í Ísrael í fimm daga í síðustu viku. Hann tók þátt í mótmælum gegn stríðinu í Líbanon fyrir utan bandaríska sendiráðið í Jerúsalem og var þar beittur harðræði af lögreglu og síðan handtekinn. Mál hans kemur til frekari meðferðar og óvíst hvort honum leyfist að fara frá Ísrael.

Erlent
Fréttamynd

Ótrygg söfn í Rússlandi

Tilviljun ein réði því að stjórnendur ríkissafnsins í Rússlandi uppgötvuðu að búið var að stela mörg hundruð teikningum eftir virtan rússneskan arkitekt sem voru í eigu safnsins. Upp komst um þjófnaðinn þegar reynt var að selja níu teikningar eftir arkitektinn Yakov Chernkhov á uppboði í Bretlandi í júní. Ekki er vitað nákvæmlega hve mörgum teikningum var stolið en síðan í júní hafa hátt í þrjú hundruð til viðbótar fundist á mörkuðum í Rússlandi og annars staðar og eru þær samanlagt metnar á níutíu og tvær milljónir króna.

Erlent
Fréttamynd

Ástralir fjölga í herliði sínu í Afganistan

Áströlsk stjórnvöld hafa ákveðið að senda hundrað og fimmtíu hermenn til Afganistan til viðbótar þeim sem þar eru fyrir. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, tilkynnti þetta í morgun. Liðnir mánuðir hafa verið einhverjir þeir blóðugustu í Afganistan síðan fjölþjóðlegt herlið, undir forystu Bandaríkjamanna, steypti stjórn Talíbana árið 2001. Árásir Talíbana í suðri hafa verið nær daglegur viðburður síðustu vikur og kostað fjölmarga lífið.

Erlent
Fréttamynd

Hætta á sprengigosi í Mayon

Eldfjallasérfræðingar segja hættu á sprengigosi í eldfjallinu Mayon á Filippseyjum, en svo virðist sem eitthvað hafi stöðvað gasflæði frá fjallinu sem hefur gert vart við sig á síðustu dögum. Þetta gæti þýtt að eitthvað hafi stíflað fjallið og spenna magnist þannig að ef gjósi verði eldgos í fjallinu kröftugra en ella. Sérfræðingar benda þó á að þetta gæti einnig þýtt að fjallið hafi hægt á sér. Hættuástandi var lýst yfir á mánudaginn þar sem óttast var að eldgos væri á næsta leyti. Búið er að flytja um fjörutíu þúsund íbúa í tuttugu og fimm þorpum nálægt Mayon á brott frá heimilum sínum. Ekki hafa þó allir flúið heimili sín og margir íbúar við rætur eldfjallsins hafa neitað að færa sig um set.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar flýja norðurhluta landsins

Fleiri Ísraelar hafa nú flúið þorp og bæi í Norður-Ísrael, en Hizbollah-skæruliðar hafa látið flugskeytum rigna yfir svæðið síðustu daga. Ísraelsk stjórnvöld hafa aðstoðað fólk við að flytja sig um set og hafa boðist til að veita því fjárhagsaðstoð vegna flutninganna. Stjórnvöld hafa tryggt um tuttugu þúsund manns tímabundið húsaskjól. Um það bil þrjú hundruð þúsund íbúar í Norður-Ísrael höfðu þegar yfirgefið heimili sín fyrir brottflutninginn í gær. Það voru að mestu einungis fátækir og sjúkir auk gamalmenna sem sátu eftir.

Erlent
Fréttamynd

Líbanar bjóðast til að senda herlið til suðurhlutans

Ísraelsk stjórnvöld ákveða í dag hvort herlið þeirra verður sent lengra inn í Líbanon til að berjast við Hizbollah-skæruliða. Frakkar og Bandaríkjamenn endurskoða nú uppkast sitt að ályktun sem lögð verður fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að binda enda á átökin í Líbanon.

Erlent