Erlent Hústökumönnum hent út Ísraelskir lögreglumenn þurftu að beita landa sína hörðu þegar þeir hentu þeim út úr húsi á Vesturbakkanum í dag. Hústökumenn höfðu hreiðrað þar um sig þrátt fyrir úrskurð hæstaréttar Ísraels um að það mættu þeir ekki. Glæpur segja hústökumenn. Erlent 7.8.2007 18:25 Blóð á veggjum hótelherbergisins Portúgalskir miðlar greina frá því í dag að blóð hafi fundist á veggjum hótelherbergis þaðan sem breska stúlkan Madeleine McCann hvarf fyrir rúmum þremur mánuðum. Foreldrar stúlkunnar segjast fullvissir um að stúlkan hafi verið numin þaðan lifandi á brott. Erlent 7.8.2007 18:19 Ekki ákveðið hvort bólusett verður Gin- og klaufaveiki hefur greinst á öðru nautgripabúi í Suður-Englandi og óttast að veikin hafi einnig greinst á því þriðja. Ekki hefur verið ákveðið hvort skepnur á Englandi verði nú bólusettar við veikinni í stórum stíl. Erlent 7.8.2007 18:02 Kapphlaup við tímann Björgunarmenn í Utah í Bandaríkjunum eru nú í kapphlaupi við tímann að bjarga 6 námaverkamönnum sem festust í kolanámu sem féll saman snemma í gær. Náman er rúmlega 450 metra niðri í jörðinni. Björgunarmenn hafa enn ekki náð sambandi við námaverkamennina og því ekki vitað með vissu að þeir séu enn á lífi. Erlent 7.8.2007 18:09 Hvað eiga Tinni og John Wayne sameiginlegt Kongóskur námsmaður í Belgíu hefur höfðað mál til þess að fá bókina Tinni í Kongó skilgreinda sem kynþáttafordóma. Hann vill láta fjarlægja hana úr bókabúðum. Hann vill einnig fá eina evru sem táknrænar skaðabætur frá fyrirtækinu sem á útgáfurétt að Tinna bókunum. Jafnréttisráð Bretlands hvatti fyrr á þessu ári bókabúðir til þess að fjarlægja fyrrnefnda Tinna bók úr hillum sínum. Sala á bókinni fór þá upp eins og raketta. Erlent 7.8.2007 16:45 Sádar styðja landamæraskilgreiningu Ísraels Sádi-Arabar virðast styðja þá afstöðu Ísraels og Bandaríkjanna að Ísraelar þurfi ekki að skila öllu landi sem hertekið var í sex daga stríðinu árið 1967. Saud-al Faisal utanríkisráðherra landsins talaði í dag um raunhæft sjálfstætt ríki Palestínumanna. Bæði Ísraelar og Bandaríkjamenn hafa notað orðin raunhæft ríki eða raunhæf landamæri hins nýja ríkis Palestínumanna. Erlent 7.8.2007 16:13 Móses fékk ekki að endurtaka leikinn Samkvæmt Biblíunni leiddi Móses Gyðinga út úr Egyptalandi. Þegar þeir komu að Rauða hafinu lyfti hann staf sínum og skildi að hafið, þannig að Gyðingar gengu þar yfir þurrum fótum. En Guð lét vötnin falla yfir her Faraós sem á eftir kom og hafið gleypti hann. Erlent 7.8.2007 14:25 Gin- og klaufaveiki greinist á öðru býli Gin- og klaufaveiki hefur greinst á öðru nautgripabúi á Suður-Englandi og óttast að veikin hafi einnig greinst á því þriðja. Bændur á Bretlandseyjum segja það mikið áfall ef í ljós komi að sjúkdómurinn hafi borist í dýrin frá rannsóknarstöð sem meðal annars framleiðir bóluefni gegn sjúkdómnum. Erlent 7.8.2007 11:46 Hún eyðilagði fyrir sér daginn Drukkin flugfreyja gerði illt verra þegar að hún sagði við flugstjóra sinn; "Þú ert dauður." Það sagði hún þegar hann rak hana frá borði Delta Airlines vélarinnar sem vara að fara í flug frá Kentucky til Atlanta um helgina. Flugfreyjuferli Söru Mills er væntanlega lokið. Erlent 7.8.2007 10:47 Gíslar talibana eru lítt reyndir kristniboðar Suður-Kóreska fólkið sem er í gíslingu hjá talibönum í Afganistan tilheyrir ekki neinni hjálparstofnun. Þau eru kornungir reynslulausir trúboðar frá einni stærstu fríkirkju í Suður-Kóreu. Tilgangurinn með förinni var að kristna talibana. Talibanar hafa þegar myrt tvö þeirra. Erlent 7.8.2007 10:28 Átta milljón ára gamall skógur í Ungverjalandi Erlent 7.8.2007 10:09 Kannað hvort flóðvatn hafi valdið smiti Evrópusambandið hefur bannað útflutning á fersku kjöti, lifandi skepnum og mjólkurvörum frá öllu meginlandi Bretlands tímabundið, vegna gin- og klaufaveiki sem greindist á bóndabæ á Suður-Englandi í síðustu viku. Breskir sérfræðingar rannsaka nú hvort flóðum sumarsins sé um að kenna að smit hafi borist í skepnurnar. Erlent 6.8.2007 18:26 Náðu tökum á eldunum Miklir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og hafa ekki verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Neyðarástandi var lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik um helgina en í dag náðu slökkviliðsmenn tökum á eldunum sem loguðu þar. Erlent 6.8.2007 18:21 Abbas og Olmert funda Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, komu saman til viðræðan í Jeríkó á Vesturbakkanum í morgun. Mikil öryggisgæla er við fundarstaðinn en svo háttsettir fulltrúar Ísraela og Palestínumanna hafa ekki fundað í palestínskri borg í mörg ár. Erlent 6.8.2007 12:42 190 þúsund byssur týndar Bandarísk hermálayfirvöld hafa týnt 190 þúsund skotvopnum sem sett voru í hendur íraskra lögreglu- og hermanna. Byssurnar átti að nota til að tryggja öryggi íraskra borgara en nú er óttast að þær séu notaðar til að myrða þá og bandaríska hermenn. Erlent 6.8.2007 12:31 Neyðarástand vegna elda í Dubrovnik Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik þar sem miklir skógareldar loga nú. Gríðarlegir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og ekki hafa þeir verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Erlent 6.8.2007 12:11 Gusmao nýr forsætisráðherra Austur-Tímor Xanana Gusmao, fyrrverandi forseti Austur-Tímor, verður nýr forsætisráðherra landsins. Jose Ramos-Horta, forseti, hefur falið flokkabandalagi undir forystu Gusmaos að mynda nýja ríkisstjórn. Enginn einn flokkur fékk hreinan meirihluta á þingi í kosningum fyrir rúmum mánuði. Erlent 6.8.2007 10:29 Hóta að myrða gíslana Uppreisnarmenn Talíbana hóta því að myrða 21 Suður-Kóreumann sem þeir hafa í gíslingu ef Bush Bandaríkjaforseti og Karzai, forseti Afganistans, fyrirskipi ekki að fangelsaðir Talíbanar fái frelsi. Forsetarnir funda nú í Camp David í Bandaríkjunum um ástandið í Afganistan. Erlent 6.8.2007 09:57 Ókeypis heróín handa dönskum fíklum? Meirihluti danskra þingflokka vilja gera tilraun með að gefa langt leiddum heróínsjúklingum ókeypis heróín. Markmiðið er að draga úr ofneyslu, vændi og götuglæpum. Hugmyndin er að langt leiddir fíknefnaneytendur geti komið á sjúkrahús tvisvar til þrisvar í viku og fengið heróínskammt undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Erlent 3.8.2007 22:38 Gin og klaufaveiki greinist á Englandi Yfirvöld í Bretlandi greindu frá því í dag að gin og klaufaveiki hafi fundist í nautgripum á bóndabæ nærri Guildford í Surrey fyrir utan London. Nokkur dýr hafa verið greind með sjúkdóminn sem olli mikill skelfingu í Bretlandi árið 2001. Erlent 3.8.2007 21:11 Bandarískur hermaður dæmdur í fimmtán ára fangelsi Bandarískur hermaður, Lawrence G. Hutchins III, var í dag dæmdur í fimmtán ára fangelsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir morð á óbreyttum íröskum borgara. Morðið var framið þegar bandarískir hermenn voru að leita að uppreisnarmanni í Írak. Erlent 3.8.2007 20:55 Bush boðar til loftslagsráðstefnu George W. Bush Bandaríkjaforseti ætlar að boða til alþjóðlegrar ráðstefnu um loftslagsmál. Ráðstefnan verður haldin í Washington í næsta mánuði og hefur Bush boðið Sameinuðu þjóðunum, Evrópusambandinu og fimmtán stærstu efnahagsríkjum heims á hana. Erlent 3.8.2007 20:11 Yfirfullum bát hvolfdi við strendur Sierra Leone Að minnsta kosti 65 manns er saknað eftir að bát hvolfdi í stormi við strendur Sierra Leone aðfararnótt föstudags. Lögregla á svæðinu telur að um 85 manns hafi verið um borð en báturinn, sem flutti meðal annars hrísgrjón og pálmolíu, hafði ekki leyfi fyrir svo mörgum farþegum. Erlent 3.8.2007 19:05 Bandarísk hjón eignast sitt sautjánda barn Hin bandaríska Michelle Duggar eignaðist í gær sitt sautjánda barn. Dóttirin Jennifer fæddist í Arkansas eina mínútu yfir tíu og gekk fæðingin hratt og vel fyrir sig. Hún hún tók ekki nema 30 mínútur enda móðirin í góðri æfingu. Hún hefur verið þunguð 11 ár af lífi sínu. Erlent 3.8.2007 17:50 Það ætti að kalla þetta nauðgunarströndina Enn einni sænskri stúlku hefur verið nauðgað á Sunny Beach í Búlgaríu. Barsmíðar, rán, nauðganir og jafnvel morð eru nánast daglegt brauð á þessari strönd, sem er mikið sótt af ungum Norrænum ferðamönnum. Illvirkjarnir nást aldrei. Norsk ferðaskrifstofa leyfir þeim sem vilja að breyta um áfangastað sér að kostnaðarlausu. Erlent 3.8.2007 16:40 Fréttamaður laug í beinni útsendingu Einn af stjörnufréttamönnum danska sjónvarpsins hefur orðið uppvís að því að ljúga í beinni útsendingu. Fréttastjóri hans segir málið mjög alvarlegt. Hann hefur veitt fréttamanninum skriflega áminningu og sent hann í þriggja mánaða launalaust frí. Fréttamaðurinn hefur viðurkennt sekt sína og segist harmi sleginn yfir heimsku sinni. Erlent 3.8.2007 15:51 Engin ganga til heiðurs Hess Æðsti dómstóll í Bæjaralandi hefur staðfest bann bæjarstjórnarinnar í smábænum Wunsiedel við því að farin verði minningarganga á dánardægri nazistaforingjans Rudolfs Hess. Hess var jarðsettur þar eftir að hann framdi sjálfsmorð 17. ágúst árið 1987. Hann hafði þá setið í stríðsglæpafangelsi bandamanna í Spandau í 46 ár. Erlent 3.8.2007 14:52 Ein af ráðgátum Titanic slyssins leyst Ein af stærstu ráðgátum Titanic slyssins er nú loksins leyst. Búið er að bera kennsl á eins árs dreng sem fannst látinn á reki í sjónum sex dögum eftir að skipið sökk árið 1912. Hann var breskur, og hét Sidney Leslie Goodwin. Talið er að 1512 manns hafi farist með Titanic, en aldrei hefur tekist að negla niður ákveðna tölu. Erlent 3.8.2007 12:32 Líkamsleifar seldar til galdraiðkunar Yfirvöld í Mósambík hafa handtekið þrjá aðila vegna meintrar aðildar þeirra að viðskiptum með líkamshluta. Málið tengist morðum og limlestingum á sjö konum og einu barni í Cabo Delgado héraðinu sem framin voru í vikunni. Erlent 2.8.2007 23:26 Tilræðismaður lést af völdum brunasára Kafeel Ahmed, annar mannanna tveggja sem keyrði bíl á flugstöðvarbygginguna í Glasgow þann 30. júní síðastliðinn, lést í kvöld af völdum sára sinna. Að sögn talsmanna lögreglunnar í Starthclyde brenndist maðurinn mjög illa þegar kviknaði í bílnum og var hann með brunasár á yfir 90% af líkamanum þegar hann var handtekinn. Erlent 2.8.2007 22:43 « ‹ 68 69 70 71 72 73 74 75 76 … 334 ›
Hústökumönnum hent út Ísraelskir lögreglumenn þurftu að beita landa sína hörðu þegar þeir hentu þeim út úr húsi á Vesturbakkanum í dag. Hústökumenn höfðu hreiðrað þar um sig þrátt fyrir úrskurð hæstaréttar Ísraels um að það mættu þeir ekki. Glæpur segja hústökumenn. Erlent 7.8.2007 18:25
Blóð á veggjum hótelherbergisins Portúgalskir miðlar greina frá því í dag að blóð hafi fundist á veggjum hótelherbergis þaðan sem breska stúlkan Madeleine McCann hvarf fyrir rúmum þremur mánuðum. Foreldrar stúlkunnar segjast fullvissir um að stúlkan hafi verið numin þaðan lifandi á brott. Erlent 7.8.2007 18:19
Ekki ákveðið hvort bólusett verður Gin- og klaufaveiki hefur greinst á öðru nautgripabúi í Suður-Englandi og óttast að veikin hafi einnig greinst á því þriðja. Ekki hefur verið ákveðið hvort skepnur á Englandi verði nú bólusettar við veikinni í stórum stíl. Erlent 7.8.2007 18:02
Kapphlaup við tímann Björgunarmenn í Utah í Bandaríkjunum eru nú í kapphlaupi við tímann að bjarga 6 námaverkamönnum sem festust í kolanámu sem féll saman snemma í gær. Náman er rúmlega 450 metra niðri í jörðinni. Björgunarmenn hafa enn ekki náð sambandi við námaverkamennina og því ekki vitað með vissu að þeir séu enn á lífi. Erlent 7.8.2007 18:09
Hvað eiga Tinni og John Wayne sameiginlegt Kongóskur námsmaður í Belgíu hefur höfðað mál til þess að fá bókina Tinni í Kongó skilgreinda sem kynþáttafordóma. Hann vill láta fjarlægja hana úr bókabúðum. Hann vill einnig fá eina evru sem táknrænar skaðabætur frá fyrirtækinu sem á útgáfurétt að Tinna bókunum. Jafnréttisráð Bretlands hvatti fyrr á þessu ári bókabúðir til þess að fjarlægja fyrrnefnda Tinna bók úr hillum sínum. Sala á bókinni fór þá upp eins og raketta. Erlent 7.8.2007 16:45
Sádar styðja landamæraskilgreiningu Ísraels Sádi-Arabar virðast styðja þá afstöðu Ísraels og Bandaríkjanna að Ísraelar þurfi ekki að skila öllu landi sem hertekið var í sex daga stríðinu árið 1967. Saud-al Faisal utanríkisráðherra landsins talaði í dag um raunhæft sjálfstætt ríki Palestínumanna. Bæði Ísraelar og Bandaríkjamenn hafa notað orðin raunhæft ríki eða raunhæf landamæri hins nýja ríkis Palestínumanna. Erlent 7.8.2007 16:13
Móses fékk ekki að endurtaka leikinn Samkvæmt Biblíunni leiddi Móses Gyðinga út úr Egyptalandi. Þegar þeir komu að Rauða hafinu lyfti hann staf sínum og skildi að hafið, þannig að Gyðingar gengu þar yfir þurrum fótum. En Guð lét vötnin falla yfir her Faraós sem á eftir kom og hafið gleypti hann. Erlent 7.8.2007 14:25
Gin- og klaufaveiki greinist á öðru býli Gin- og klaufaveiki hefur greinst á öðru nautgripabúi á Suður-Englandi og óttast að veikin hafi einnig greinst á því þriðja. Bændur á Bretlandseyjum segja það mikið áfall ef í ljós komi að sjúkdómurinn hafi borist í dýrin frá rannsóknarstöð sem meðal annars framleiðir bóluefni gegn sjúkdómnum. Erlent 7.8.2007 11:46
Hún eyðilagði fyrir sér daginn Drukkin flugfreyja gerði illt verra þegar að hún sagði við flugstjóra sinn; "Þú ert dauður." Það sagði hún þegar hann rak hana frá borði Delta Airlines vélarinnar sem vara að fara í flug frá Kentucky til Atlanta um helgina. Flugfreyjuferli Söru Mills er væntanlega lokið. Erlent 7.8.2007 10:47
Gíslar talibana eru lítt reyndir kristniboðar Suður-Kóreska fólkið sem er í gíslingu hjá talibönum í Afganistan tilheyrir ekki neinni hjálparstofnun. Þau eru kornungir reynslulausir trúboðar frá einni stærstu fríkirkju í Suður-Kóreu. Tilgangurinn með förinni var að kristna talibana. Talibanar hafa þegar myrt tvö þeirra. Erlent 7.8.2007 10:28
Kannað hvort flóðvatn hafi valdið smiti Evrópusambandið hefur bannað útflutning á fersku kjöti, lifandi skepnum og mjólkurvörum frá öllu meginlandi Bretlands tímabundið, vegna gin- og klaufaveiki sem greindist á bóndabæ á Suður-Englandi í síðustu viku. Breskir sérfræðingar rannsaka nú hvort flóðum sumarsins sé um að kenna að smit hafi borist í skepnurnar. Erlent 6.8.2007 18:26
Náðu tökum á eldunum Miklir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og hafa ekki verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Neyðarástandi var lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik um helgina en í dag náðu slökkviliðsmenn tökum á eldunum sem loguðu þar. Erlent 6.8.2007 18:21
Abbas og Olmert funda Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, komu saman til viðræðan í Jeríkó á Vesturbakkanum í morgun. Mikil öryggisgæla er við fundarstaðinn en svo háttsettir fulltrúar Ísraela og Palestínumanna hafa ekki fundað í palestínskri borg í mörg ár. Erlent 6.8.2007 12:42
190 þúsund byssur týndar Bandarísk hermálayfirvöld hafa týnt 190 þúsund skotvopnum sem sett voru í hendur íraskra lögreglu- og hermanna. Byssurnar átti að nota til að tryggja öryggi íraskra borgara en nú er óttast að þær séu notaðar til að myrða þá og bandaríska hermenn. Erlent 6.8.2007 12:31
Neyðarástand vegna elda í Dubrovnik Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik þar sem miklir skógareldar loga nú. Gríðarlegir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og ekki hafa þeir verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Erlent 6.8.2007 12:11
Gusmao nýr forsætisráðherra Austur-Tímor Xanana Gusmao, fyrrverandi forseti Austur-Tímor, verður nýr forsætisráðherra landsins. Jose Ramos-Horta, forseti, hefur falið flokkabandalagi undir forystu Gusmaos að mynda nýja ríkisstjórn. Enginn einn flokkur fékk hreinan meirihluta á þingi í kosningum fyrir rúmum mánuði. Erlent 6.8.2007 10:29
Hóta að myrða gíslana Uppreisnarmenn Talíbana hóta því að myrða 21 Suður-Kóreumann sem þeir hafa í gíslingu ef Bush Bandaríkjaforseti og Karzai, forseti Afganistans, fyrirskipi ekki að fangelsaðir Talíbanar fái frelsi. Forsetarnir funda nú í Camp David í Bandaríkjunum um ástandið í Afganistan. Erlent 6.8.2007 09:57
Ókeypis heróín handa dönskum fíklum? Meirihluti danskra þingflokka vilja gera tilraun með að gefa langt leiddum heróínsjúklingum ókeypis heróín. Markmiðið er að draga úr ofneyslu, vændi og götuglæpum. Hugmyndin er að langt leiddir fíknefnaneytendur geti komið á sjúkrahús tvisvar til þrisvar í viku og fengið heróínskammt undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Erlent 3.8.2007 22:38
Gin og klaufaveiki greinist á Englandi Yfirvöld í Bretlandi greindu frá því í dag að gin og klaufaveiki hafi fundist í nautgripum á bóndabæ nærri Guildford í Surrey fyrir utan London. Nokkur dýr hafa verið greind með sjúkdóminn sem olli mikill skelfingu í Bretlandi árið 2001. Erlent 3.8.2007 21:11
Bandarískur hermaður dæmdur í fimmtán ára fangelsi Bandarískur hermaður, Lawrence G. Hutchins III, var í dag dæmdur í fimmtán ára fangelsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir morð á óbreyttum íröskum borgara. Morðið var framið þegar bandarískir hermenn voru að leita að uppreisnarmanni í Írak. Erlent 3.8.2007 20:55
Bush boðar til loftslagsráðstefnu George W. Bush Bandaríkjaforseti ætlar að boða til alþjóðlegrar ráðstefnu um loftslagsmál. Ráðstefnan verður haldin í Washington í næsta mánuði og hefur Bush boðið Sameinuðu þjóðunum, Evrópusambandinu og fimmtán stærstu efnahagsríkjum heims á hana. Erlent 3.8.2007 20:11
Yfirfullum bát hvolfdi við strendur Sierra Leone Að minnsta kosti 65 manns er saknað eftir að bát hvolfdi í stormi við strendur Sierra Leone aðfararnótt föstudags. Lögregla á svæðinu telur að um 85 manns hafi verið um borð en báturinn, sem flutti meðal annars hrísgrjón og pálmolíu, hafði ekki leyfi fyrir svo mörgum farþegum. Erlent 3.8.2007 19:05
Bandarísk hjón eignast sitt sautjánda barn Hin bandaríska Michelle Duggar eignaðist í gær sitt sautjánda barn. Dóttirin Jennifer fæddist í Arkansas eina mínútu yfir tíu og gekk fæðingin hratt og vel fyrir sig. Hún hún tók ekki nema 30 mínútur enda móðirin í góðri æfingu. Hún hefur verið þunguð 11 ár af lífi sínu. Erlent 3.8.2007 17:50
Það ætti að kalla þetta nauðgunarströndina Enn einni sænskri stúlku hefur verið nauðgað á Sunny Beach í Búlgaríu. Barsmíðar, rán, nauðganir og jafnvel morð eru nánast daglegt brauð á þessari strönd, sem er mikið sótt af ungum Norrænum ferðamönnum. Illvirkjarnir nást aldrei. Norsk ferðaskrifstofa leyfir þeim sem vilja að breyta um áfangastað sér að kostnaðarlausu. Erlent 3.8.2007 16:40
Fréttamaður laug í beinni útsendingu Einn af stjörnufréttamönnum danska sjónvarpsins hefur orðið uppvís að því að ljúga í beinni útsendingu. Fréttastjóri hans segir málið mjög alvarlegt. Hann hefur veitt fréttamanninum skriflega áminningu og sent hann í þriggja mánaða launalaust frí. Fréttamaðurinn hefur viðurkennt sekt sína og segist harmi sleginn yfir heimsku sinni. Erlent 3.8.2007 15:51
Engin ganga til heiðurs Hess Æðsti dómstóll í Bæjaralandi hefur staðfest bann bæjarstjórnarinnar í smábænum Wunsiedel við því að farin verði minningarganga á dánardægri nazistaforingjans Rudolfs Hess. Hess var jarðsettur þar eftir að hann framdi sjálfsmorð 17. ágúst árið 1987. Hann hafði þá setið í stríðsglæpafangelsi bandamanna í Spandau í 46 ár. Erlent 3.8.2007 14:52
Ein af ráðgátum Titanic slyssins leyst Ein af stærstu ráðgátum Titanic slyssins er nú loksins leyst. Búið er að bera kennsl á eins árs dreng sem fannst látinn á reki í sjónum sex dögum eftir að skipið sökk árið 1912. Hann var breskur, og hét Sidney Leslie Goodwin. Talið er að 1512 manns hafi farist með Titanic, en aldrei hefur tekist að negla niður ákveðna tölu. Erlent 3.8.2007 12:32
Líkamsleifar seldar til galdraiðkunar Yfirvöld í Mósambík hafa handtekið þrjá aðila vegna meintrar aðildar þeirra að viðskiptum með líkamshluta. Málið tengist morðum og limlestingum á sjö konum og einu barni í Cabo Delgado héraðinu sem framin voru í vikunni. Erlent 2.8.2007 23:26
Tilræðismaður lést af völdum brunasára Kafeel Ahmed, annar mannanna tveggja sem keyrði bíl á flugstöðvarbygginguna í Glasgow þann 30. júní síðastliðinn, lést í kvöld af völdum sára sinna. Að sögn talsmanna lögreglunnar í Starthclyde brenndist maðurinn mjög illa þegar kviknaði í bílnum og var hann með brunasár á yfir 90% af líkamanum þegar hann var handtekinn. Erlent 2.8.2007 22:43