Erlent

Fréttamynd

Notuðu flygil fyrir kókaínsmygl

Fíkniefnasmyglarar leita ýmissa leiða til að koma eiturlyfjum framhjá tollvörðum. Í Kólumbíu þar sem framleiðsla kókaíns er mest á heimsvísu, munaði aðeins hársbreidd að smyglurum tækist að plata yfirvöld með því að koma á þriðja hundrað kílóum af kókaíni fyrir inni í flygli.

Erlent
Fréttamynd

Japan: Óttast geislavirkan leka úr kjarnorkuveri

Japanar óttast nú að geislavirk efni hafi lekið úr stærsta kjarnorkuveri heims í jarðskjálftanum í nótt sem var 6,8 á Richter. Annar jafnsterkur jafðskjálfti reið yfir sama svæði í dag. Að minnsta kosti sjö eru látnir og 800 slasaðir eftir jarðskjálftana.

Erlent
Fréttamynd

Kjarnorkuver skemmdist í jarðskjálfta

Leki kom að stærsta kjarnorkuveri í heimi í miklum jarðskjálfta sem varð í Japan í dag. Bandaríkjamenn hafa boðist til að senda sérfræðinga til að hjálpa til við viðgerðir. Þremur ofnum kjarnorkuversins var lokað eftir skjálftann og er nú verið að skoða aðstæður.

Erlent
Fréttamynd

Bretar reka rússneska diplómata úr landi

Bresk stjórnvöld hafa rekið fjóra rússneska diplomata úr landi, vegna tregðu Rússa til að framselja meintan morðingja Alexanders Litvinenkos. Litvinenko var myrtur með geislavirku eitri í Lundúnum á síðasta ári. Rússar segjast munu bregðast við þessu útspili Breta.

Erlent
Fréttamynd

Passið ykkur í Kaupmannahöfn

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur varað við hrottalegum erlendum vasaþjófum sem stunda iðju sína á járnbrautarstöðinni í hjarta borgarinnar. Þjófarnir rekast harkalega utan í fólk í rúllustigunum. Fólkið ber fyrir sig hendurnar til þess að detta ekki og í látunum hreinsa þjófarnir af því veski og önnur verðmæti.

Erlent
Fréttamynd

Beljuhlaupið í Pamplona?

Spænskar stúdínur segja að mikið kynjamisrétti felist í hinu árlega nautahlaupi í Pamplona. Þáttakendur þar séu nær eingöngu karlmenn. Þær krefjast þess að tekið verði upp sérstakt konuhlaup þar sem nautunum verður jafnframt skipt út fyrir kýr.

Erlent
Fréttamynd

Deyr Harry Potter?

Útgefendur Harry Potter bókanna munu verja yfir milljarði króna til þess að tryggja að örlögum galdrastráksins verði ekki lekið út áður en síðasta bókin um hann kemur út, eftir viku. Höfundurinn J. K. Rowling upplýsti á síðasta ári að tvær aðalpersónurnar myndu týna lífinu.

Erlent
Fréttamynd

Dauðadómar fyrir hópnauðganir

Fimm unglingspiltar hafa verið dæmdir til dauða í Kína fyrir að nauðga yfir fjörutíu unglingsstúlkum á þriggja ára tímabili. Margir félagar þeirra fengu langa fangelsisdóma en yfir þrjátíu piltar voru í genginu.

Erlent
Fréttamynd

35 stjórnarandstæðingar dæmdir í lífstíðarfangelsi í Eþíópíu

Eþíópískur dómstóll dæmdi í morgun 35 stjórnarandstæðinga í fangelsi fyrir lífstíð fyrir aðild sína að mótmælum tengdum kosningunum árið 2005. Hundruð létu lífið í mótmælunum. Saksóknari hafði farið fram á dauðadóm í málinu en dómarinn tók þá ósk ekki til greina. Átta menn til viðbótar voru dæmdir í fangelsi frá 18 mánuðum til 18 ára.

Erlent
Fréttamynd

Skólagjöld í þjórfé

Tvítug gengilbeina, Jessica Osborne, á Pizza Hut veitingastað í Bandaríkjunum datt í lukkupottinn fyrir stuttu þegar hún fékk töluvert hærra þjórfé en venjulega. Hún fékk tíu þúsund dollara þjórfé til þess að borga fyrir menntun sína. Peningarnir komu frá einstæðri konu og tveimur sonum hennar sem eru fastagestir á veitingastaðnum. Smellið á „Spila“ til þess að sjá viðtal við stúlkuna.

Erlent
Fréttamynd

82 létust í tveimur sprengingum í Kirkuk í Írak í morgun

Að minnsta kosti 82 létu lífið í tveimur bílsprengjuárásum í borginni Kirkuk í Írak í morgun. Önnur sprakk á vinsælum markaði og hin á verslunarsvæði í borginni. Að minnsta kosti 136 særðust í árásunum. Kirkuk er norður af Bagdad en þar létust 22 í sjálfsmorðsárás þann 7. júlí síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

CBS gerir raunveruleikaþátt með börnum

Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS mun sýna nýjan raunveruleikaþátt næsta haust þar sem fylgst er með 40 krökkum, á aldrinum átta til 15 ára, í yfirgefnum draugabæ í Nýju-Mexíkó. Hlutverk krakkanna er að koma upp samfélagi sem gengur snuðrulaust fyrir sig.

Erlent
Fréttamynd

Ísland er besti staður í Evrópu að búa á

Ísland leiðir lista yfir þau Evrópulönd sem eru færust um að sjá þegnum sínum fyrir löngu og hamingjusömu lífi. Eistland var neðst á listanum. Listinn var tekinn saman af samtökunum New Economics Foundation. Alls voru 30 Evrópulönd skoðuð.

Erlent
Fréttamynd

Barack Obama fær flest fjárframlög

Barack Obama er sá frambjóðandi demókrata sem hefur sankað að sér flestum fjárframlögum í kosningabaráttu sinni. Hann fékk um 30 milljónir dollara, eða um 1,8 milljarða íslenskra króna, í framlög á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Hillary Clinton var rétt undir þeirri upphæð.

Erlent
Fréttamynd

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin staðfestir lokun kjarnakljúfs Norður-Kóreu

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin staðfesti í nótt að Norður-Kórea hefði lokað kjarnorkuveri sínu í Yongbyon. Eftirlitsmenn stofnunarinnar sögðu að lokun kjarnorkuversins væri aðeins fyrsta skrefið í afvopnunarferli Norður-Kóreu. Verið sem nú var verið að loka framleiddi plútóníum sem hægt var að nota í kjarnorkusprengjur.

Erlent
Fréttamynd

Haneef haldið um sinn

Yfirvöld í Ástralíu ákváðu í nótt að halda indverskum lækni, sem hafði verið tekinn í gæsluvarðhald vegna tengsla við sprengjutilræðin í Glasgow og Lundúnum, enn lengur í gæsluvarðhaldi. Mohamed Haneef var tólf daga í haldi lögreglu án þess að vera ákærður.

Erlent
Fréttamynd

Fimm fórust í jarðskjálfta sem skók Japan í nótt

Sterkur jarðskjálfti skók norðvesturhluta Japan í nótt. Að minnsta kosti fimm fórust og fleiri en 200 slösuðust í skjálftanum sem var 6,8 á Richter skalanum. Fleiri hundruð heimili jöfnuðust við jörðu og björgunarsveitir leita nú að fólki í rústunum. Smellið á „Spila“ til þess að sjá myndir frá Japan.

Erlent
Fréttamynd

Pólskar hjúkrunarkonur taka niður tjaldbúðir sínar

Hundruð pólskra hjúkrunarkvenna hættu í dag mótmælaaðgerðum sínum við skrifstofu pólska forsætisráðherrans. Þær höfðu sett upp tjaldbúðir fyrir utan skrifstofuna og eru nú að taka þær niður. Lögregla var með töluverðan viðbúnað þar sem hjúkrunarkonurnar áttu það til að stöðva umferð á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Peres orðinn forseti Ísraels

Shimon Peres tók í dag við embætti sem forseti Ísraels. Embættið er ekki ósvipað því íslenska að því leyti að um heiðursstöðu með takmarkað vald er að ræða. Peres hefur meðal annars fengið Friðarverðlaun Nóbels á löngum ferli sínum sem stjórnmálamaður.

Erlent
Fréttamynd

Harry Potter og Fönixreglan ráða Bandaríkjunum

„Harry Potter og Fönixreglan“ náði toppnum í Bandaríkjunum um helgina og tók alls inn 77,4 milljónir dollara, eða um 4,7 milljarða íslenskra króna. Alls hefur myndin tekið inn, þá fimm daga sem hún hefur verið í sýningu, rúmlega 140 milljónir dollara, eða um 8,5 milljarða íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Sáttaráðstefnu frestað fram á fimmtudag

Umfangsmikilli sáttaráðstefnu sem fram átti að fara í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag hefur verið frestað fram á fimmtudag. Skipuleggjendur ákváðu að fresta henni þar sem enn vantaði marga fundarmenn.

Erlent
Fréttamynd

66 handteknir í barnaklámsmáli á Spáni

Lögreglan á Spáni skýrði frá því í dag að hún hefði lagt hald á 48 milljónir tölvumynda og myndbanda og handtekið 66 manns í tengslum við rannsókn á barnaklámi. Lögreglan vann með Interpol í málinu og fylgdist með þegar 5 þúsund skrám var hlaðið niður af netþjónum í Þýskalandi.

Erlent
Fréttamynd

Fóstureyðingar löglegar í Portúgal

Lög sem heimila fóstureyðingu tóku gildi í Portúgal í dag. Nú mega konur láta eyða fóstri á fyrstu tíu vikum meðgöngu. Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin um lögin í febrúar síðastliðnum en hún var ógild vegna þess hversu fáir tóku þátt. Engu að síður tóku stjórnvöld tillit til úrslita kosninganna en 59,25% þeirra sem greiddu atkvæði vildu aflétta banninu.

Erlent
Fréttamynd

Gleymdu börnunum vegna tölvuleikjafíknar

Ungt par sem var handtekið fyrir að vanrækja börnin sín tvö sagði tölvuleiki og internetið vera ástæðurnar fyrir vanrækslunni. Börnin, sem eru 22 mánaða strákur og 11 mánaða stúlka, voru alvarlega vannærð og nær dauða en lífi þegar þau voru færð á sjúkrahús.

Erlent
Fréttamynd

Talibanar í Pakistan rifta friðarsamkomulagi við stjórnvöld

Herskáir stuðningsmenn talibana í Waziristan í norðvesturhluta Pakistan sögðu í dag að þeir hefðu rift friðarsamkomulagi sínu við stjórnvöld. Þeir saka stjórnvöld um að hafa brotið skilmála þess með því að gera áhlaup á Rauðu moskuna. Talibanar og al-Kaída njóta mikils stuðnings á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Kínversk stjórnvöld passa upp á ástalíf námsmanna

Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að breyta skipulagi danskennslu í skólum landsins til þess að koma í veg fyrir að nemendurnir verði ástfangnir og spilli þannig náminu. Dans var gerður að skyldufagi í kínverskum skólum til þess að reyna að stemma stigu við offitu.

Erlent
Fréttamynd

Líbanski herinn inn í Nahr al-Bared

Líbanskar hersveitir fóru í fyrsta sinn inn í flóttamannabúðirnar Nahr al-Bared í morgun. Vitni sögðust hafa séð fána hersins yfir nokkrum sundurskotnum húsum í búðunum. Átökin á milli hersins og uppreisnarmanna í Fatah al-Islam hafa nú staðið í níu vikur.

Erlent
Fréttamynd

14 láta lífið í sprengjuárás í Pakistan

Átök halda áfram að magnast í norðvesturhluta Pakistan en 14 manns létu lífið í fyrirsátri uppreisnarmanna í nótt. 38 hafa því látið lífið í árásum á svæðinu á síðasta sólarhring. Þær virðast vera hluti af hefndaraðgerðum vegna áhlaups hersins á Rauðu moskuna í síðastliðinni viku.

Erlent