Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Hæsti­réttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs

Sverrir Þór Gunnarsson, sem var handtekinn í Brasilíu árið 2023 grunaður um þátttöku í alþjóðlegu fíkniefna- og peningaþvættisneti, verður áfram í gæsluvarðhaldi. Hæstiréttur Brasilíu (STF) hafnaði í byrjun apríl beiðni um lausn úr haldi og vísaði til alvarleika brotanna og sterkra vísbendinga um að Sverrir hafi gegnt lykilhlutverki í skipulagðri glæpastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn

Dröfn Ragnarsdóttir kynntist unnusta sínum þegar þau störfuðu hjá sama flugfélaginu í Bretlandi árið 2013. Þau unnu bæði sinn síðasta vinnudag 31. maí 2023 og hafa frá þeim tíma siglt um heiminn. Ferðalagið hófst í Brighton en núna eru þau í Panama og bíða þess að geta siglt yfir Kyrrahafið.

Lífið
Fréttamynd

Vin­sælir í Basel en hversu hátt ná þeir?

Væb-bræðurnir eru gríðarlega vinsælir í Basel meðal allra sem að Eurovision koma. Þó þeim sé spáð neðarlega á lokakvöldinu á laugardaginn er ekki þar með sagt að þeir endi kvöldið neðarlega.

Lífið
Fréttamynd

Lífið í LA smá eins og banda­rísk bíó­mynd

„Ég held ég hafi alveg staðið mig vel í að færa smá Ísland með mér til LA,“ segir Carmen Tryggvadóttir sem er fædd og uppalin í Kaliforníu en heldur stöðugri tengingu við Ísland. Í dag ferðast hún víða um heim þar sem hún vinnur í teymi íslensku stórstjörnunnar Laufeyjar. Blaðamaður ræddi við Carmen um ævintýrin og lífið.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenskt sund í New York

Þrír ungir Íslendingar í New York eru að vinna að því að opna baðstað að íslenskri fyrirmynd á Manhattan í New York undir merkjunum Sund. Allt það helsta sem finna má í íslenskum sundlaugum og landsmenn kunna að meta verður í boði, nema sjálf sundlaugin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fá engar bætur fyrir stolinn bíl

Guðbrandur Jónatansson og konan hans lentu í óheppilegu atviki þegar bílnum þeirra var stolið á meðan þau bjuggu á Spáni. Þau keyptu allar nauðsynlegar tryggingar en samt sem áður ætlar TM ekki að bæta þeim tapið. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég fæddist fyrir þessa stund“

Síðasta rennsli Væb-strákanna á Eurovision-atriði þeirra gekk eins og í sögu. Nú styttist í stóru stundina en þeir eru fyrstir á svið klukkan 19 í kvöld. 

Lífið
Fréttamynd

Komast ekki á­fram nema þeir séu á skjánum

Fyrirkomulaginu um hvernig tilkynnt er hverjir komast áfram af undanúrslitakvöldi Eurovision hefur verið breytt lítillega í ár. Til að fanga viðbrögð þeirra sem komast áfram kemst atriði ekki áfram nema það sé á skjánum þegar verið er að tilkynna úrslitin.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn

Liðin vika var lífleg og viðburðarík hjá stjörnum landsins þar sem skemmtanalífið var með líflegasta móti. Mæðradagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og voru Íslendingar duglegir að senda kveðjur á mæður sínar. Þá stóð Bakgarðshlaupið yfir um helgina en því lauk í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Frum­sýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fal­legt náttúruklám

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson einnig þekktur sem Auður hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Stockholm Syndrome. Lagið kom út í september í fyrra og fjallar um Stokkhólmsheilkennið í samhengi við sambandsslit, ástina og hugmyndina um persónulegt frelsi og að vera tilfinningalega háður einstaklingi.

Lífið
Fréttamynd

Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungs­höllinni

Hjónin Andrea Röfn Jónasdóttir, viðskiptafræðingur og skóhönnuður, og knattspyrnumaðurinn Arnór Ingvi Traustason voru meðal heiðursgesta á hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi. Kvöldverðurinn var haldinn í tilefni af þriggja daga ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og eiginmanns hennar, Björns Skúlasonar, til Svíþjóðar.

Lífið
Fréttamynd

Konungs­hjónin tóku á móti Höllu og Birni

Konungshjón Svía, Karl Gústaf XVI. konungur og Silvía Svíadrottning, tóku fyrr í dag á móti forsetahjónum Íslands, Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar við konungshöllina í Stokkhólmi.

Innlent
Fréttamynd

Halla og Björn halda til Sví­þjóðar

Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 

Innlent
Fréttamynd

Áttu sturlaða stund á Times Square

„Þetta var einhver súrrealískasta tilfinning sem við höfum upplifað,“ segja Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir sem eru stofnendur og eigendur snyrtivörumerkisins Chilli in June. Stöllurnar lögðu land undir fót með vörumerkið og skelltu sér á hið víðfarna torg Times Square í New York þar sem auglýsing Chilli in June ljómaði á risaskjá.

Lífið
Fréttamynd

Mæðgin á stóra sviðinu í Fen­eyjum með ís­lenskan arki­tektúr

Mæðginin Arnhildur og Arnar hafa síðustu daga unnið hörðum höndum að því að koma upp sýningu sinni á Feneyjartvíæringnum í arkitektúr. Í sýningunni er fjallað um nýjar leiðir til að nota hraun í arkitektúr. Róttæk leið til að takast á við öfgafullar aðstæður segir Arnhildur.

Menning