Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Stór mis­tök Al­freðs reyndust Þjóð­verjum dýr­keypt

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta þurftu að sætta sig við svekkjandi tap gegn Serbum á EM í handbolta í kvöld. Á ögurstundu gerði Alfreð mistök sem reyndust Þjóðverjum dýrkeypt. 30-27 urðu lokatölurnar, þriggja marka sigur Serbíu.

Handbolti
Fréttamynd

Átta ís­lensk mörk í svekkjandi tapi

Átta íslensk mörk litu dagsins ljós þegar að Íslendingalið Blomberg Lippe laut í lægra haldi gegn Esztergomi í Evrópudeildinni í handbolta. Lokatölur 33-32 sigur Esztergomi.

Handbolti
Fréttamynd

Elvar öflugur í mikil­vægum sigri

Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Elvar Már Friðriksson, átti öflugan leik fyrir Anwil Wloclawek þegar að liðið hafði betur gegn Górnik Walbrzych í pólsku deildinni í dag. Loktaölur 86-61 sigur Anwil.

Körfubolti
Fréttamynd

Ragn­heiður fékk heila­blóð­fall á Spáni

Leikkonan Ragnheiður Steindórsdóttir fékk heilablóðfall á Spáni milli jóla og nýárs og hefur legið á spítala í Málaga síðan. Hún kemur heim til Íslands í læknisfylgd í dag og hefur í kjölfarið endurhæfingu.

Lífið
Fréttamynd

„Besti tími lífs míns hingað til“

„Ef maður hóar góðu fólki saman með nóg af góðum mat og góðum drykkjum þá getur þetta ekki klikkað,“ segir hinn nýlega gifti Davíð Þorláksson. Hann og ástin hans Daniel Barrios Castilla giftu sig síðastliðið sumar á Akureyri og fögnuðu því svo með stæl í borginni Medellín í Kólumbíu.

Lífið
Fréttamynd

Fjöl­menni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sól­rúnu Diego að sjá

Snyrtifræðingurinn Gurrý Jónsdóttir hélt upp á 35 ára afmæli sitt á Tenerife á laugardag og tróðu þar upp Ingó veðurguð, Prettyboitjokkó og Himpsumhaps. Fjöldi góðra gesta mætti en athygli vakti að áhrifavaldurinn Sólrún Diego, sem heldur úti hlaðvarpinu Spjallinu með Gurrýju og Línu Birgittu, mætti ekki.

Lífið
Fréttamynd

Sjá Jón Kára sem barn með ó­endan­lega mögu­leika

Þegar miðjusonur Gríms Gíslasonar greindist einungis ársgamall með alvarlegan sjúkdóm breyttist líf fjölskyldunnar til frambúðar. Óvissa, kvíði og endalausar spurningar tóku við samhliða spítaladvöl og stöðugri leit að svörum sem hafa enn ekki öll fundist. Bjartsýni lækna og jákvæðni hefur haldið þeim gangandi.

Lífið
Fréttamynd

Al­freð að­stoðaði Frey á Spáni

Alfreð Finnbogason, nýr íþróttastjóri Rosenborgar, og Freyr Alexandersson, þjálfari Brann, eru staddir á Marbella á Spáni þar sem æfingamót fer fram. Þeir skoðuðu saman komandi andstæðing Brann í Evrópudeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein

Linda Baldvinsdóttir segir aldrei of seint að finna ástina. Linda er 65 ára og nýgift eftir að hafa verið ein meira og minna í tólf ár með stuttum ástarævintýrum inn á milli. Linda kynntist núverandi manni sínum Björgvini Gunnarssyni framkvæmdastjóra fyrir þremur árum. Í dag búa þau saman sem hjón og eru yfir sig ástfangin.

Lífið
Fréttamynd

Ó­víst hvort hægt verði að endur­heimta jarð­neskar leifar Kjartans

Ekki hefur tekist að endurheimta lík íslensks karlmanns sem féll á vígvellinum í Úkraínu og óvíst er hvort hægt verði yfir höfuð að endurheimta jarðneskar leifar hans. Fjölskylda mannsins nýtur aðstoðar borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna andláts mannsins sem hét Kjartan Sævar Óttarsson og var 51 árs. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenskur maður lést í Úkraínu

Íslenskur maður sem gekk í úkraínska herinn lést á víglínunni. Hann var 51 árs gamall og hafði verið í Úkraínu í tæpan mánuð. Bróðir hans staðfestir andlát hans.

Innlent
Fréttamynd

Söfnun fyrir Kjartan gengur vel

Búið er að safna um tíu milljónum króna fyrir Kjartan Guðmundsson sem enn er haldið sofandi í öndunarvél í Suður-Afríku þar sem hann lenti í bílslysi fyrr í mánuðinum. Dóttir hans og móðir létust í slysinu. Vinir Agnars hófu söfnun fyrir Kjartan en þá var þegar hafin söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést og fyrir meðferð bróður hennar sem er í meðferð í Suður-Afríku.

Innlent
Fréttamynd

Föðurnum enn haldið sofandi í öndunar­vél

Föður sem lenti í bílslysi í Suður-Afríku er enn haldið sofandi í öndunarvél og langur batavegur er fram undan. Vinur hans segir slysið hafa orðið á stórhættulegum vegarkafla og aðstandendur hans standa fyrir söfnun til þess að geta stutt hann á sjúkrabeðinum.

Innlent
Fréttamynd

„Rúllandi raf­magns­leysi“ alla daga og tí­faldur þungi í á­rásum

Íbúar Úkraínu glíma við nær daglegt rafmagnsleysi og svefnfriður er jafnan lítill þegar hvað mest lætur í árásum Rússa. Íslendingur í Kænugarði segir umfang loftárása Rússa hafa tífaldast frá því í fyrra með tilliti til fjölda vopna sem nýtt eru til árása á Úkraínu. Það sé til marks um mikla framleiðslugetu Rússa sem sé ekki aðeins áhyggjuefni fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla.

Innlent