Lög og regla

Fréttamynd

Íkveikja í Vogum

Kveikt var í fiskikari við iðnaðarhúsnæði í Vogum á síðdegis í gær. Talsverður hiti myndaðist en eldurinn náði ekki að læsa sig í húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn á ofsahraða með nýtt skírteini

Ungur ökumaður, sem hefur haft ökuskírteini í ellefu daga, var stöðvaður á Reykjanesbraut í gærkvöldi eftir að bifreið hans hafði mælst á 141 kílómetra hraða, tvöfalt meira en leyfilegum 70 kílómetra hámarkshraða.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist á konu og hún rænd

Ráðist var á konu í Reykjavík í morgun, hún barin og rænd. Árásarmennirnir létu sig hverfa með veskið sem í voru peningar og kort.

Innlent
Fréttamynd

Kona lést í bílslysi

Kona á fertugsaldri lést í árekstri á Suðurlandsvegi austan við Selfoss um klukkan hálf eitt í nótt. Konan var undir stýri fólksbíls sem lenti í árekstri við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt.

Innlent
Fréttamynd

Rigning og ein nauðgunartilraun

Veðrið setti strik í reikninginn í Vestmannaeyjum þar sem hluti flugeldasýningarinnar hvarf í þoku og skýjaþykkni. Stúlka var send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis í Reykjavík eftir að hafa orðið fyrir nauðgunartilraun á Þjóðhátíð í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Þrjár leitað hjálpar eftir nauðgun

Þrjár stúlkur hafa leitað til Afls, systursamtaka Stígamóta, eftir að hafa verið nauðgað á Akureyri um helgina. Þá leituðu tugir manna á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins og segist vakthafandi læknir ekki muna aðra eins nótt og þá síðustu.

Innlent
Fréttamynd

Hátíðahöld ganga víðast vel fyrir sig

Hátíðahöld hafa víðast hvar gengið vel fyrir sig um helgina. Nokkur erill hefur þó verið í sjúkratjöldum og á heilsugæslustöðinni í Vestmannaeyjum þar sem væta hefur sett nokkuð strik í reikninginn.

Innlent
Fréttamynd

Tvöfalt fleiri á sjúkrahús á Akureyri en í fyrra

Mikill erill var á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í nótt og komur á bráðamóttöku tvöfalt fleiri á miðað við sama dag í fyrra. Þá kom lögreglan upp um 27 fíkniefnamál í gær og í nótt. Annars staðar á landinu fór skemmtanahald vel fram.

Innlent
Fréttamynd

Tveir teknir eftir líkamsárás

Tveir menn voru handteknir eftir að þeir réðust á þann þriðja í Austurstræti í Reykjavík í nótt. Sá sem ráðist var á slasaðist nokkuð á höfði og var sendur á sjúkrahús en árásarmennirnir í fangaklefa lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Árni hættir sem kynnir þjóðhátíðar

Fjölmenni er á skemmtunum víða um land en tíðindi helgarinnar koma sennilega frá Vestmannaeyjum þar sem Árni Johnsen er nú kynnir á Þjóðhátíð í síðasta sinn. Sá sem tekur við af honum er Bjarni Ólafur Guðmundsson, oft kallaður Daddi diskó.

Innlent
Fréttamynd

Piltar grunaðir um íkveikju

Grunur leikur á að tíu til tólf ára piltar hafi verið að verki þegar kveiktur var eldur í Síldarvinnslu HB Granda á Akranesi í gær. Það hefur þó ekki verið staðfest og á eftir að ræða við piltana.

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra bíla árekstur

Árekstur varð við Sandskeið á öðrum tímanum í dag. Samkvæmt fyrstu upplýsingum frá lögreglu lentu fjórir bílar í árekstrinum en ekki er vitað hversu alvarleg slys á fólki eru.

Erlent
Fréttamynd

Allt fullt á Akureyri

Akureyringar eru orðnir að minnihlutahóp í eigin heimabæ en skipuleggjendur hátíðahalda þar telja að átján þúsund manns hafi lagt leið sína í bæinn. Mikil ölvun var þar í nótt og talsvert um ryskingar.

Erlent
Fréttamynd

Tveir gistu fangageymslur

Tveir menn fengu að gista fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík í nótt. Nóttin var þrátt fyrir það nokkuð róleg í Reykjavík og kann það að hafa ráðið einhverju um rólegheitin að margir eru utanbæjar vegna Verslunarmannahelgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn sem leitað var að fundinn

Maðurinn sem leitað var að á Ströndum í kvöld er kominn í leitirnar heill á húfi. Björgunarsveitafólk fann hann við Hvítuhlíð um klukkan 23:40. Björgunarsveitir höfðu leitað mannsins frá því fyrr í kvöld en hann var á göngu með hópi fólks á fjallið Klakk í Kollafirði. Hann varð viðskila við hóp sinn um klukkan 16: 00 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ökuníðingur á Selfossi

Ungur maður var sviptur ökuréttindum eftir að hafa ekið um Selfoss á ofsahraða. Ökuferð mannsins endaði inni í húsgarði.

Innlent
Fréttamynd

Einum lið af 19 vísað frá

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag fyrsta ákærulið af 19 í Baugsmálinu frá dómi. Sá ákæruliður snýr að sölu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á Vöruveltunni til Baugs. Dómurinn hafnaði hins vegar kröfu verjenda um að vísa hinum átján ákæruliðunum frá dómi.

Innlent
Fréttamynd

Dómur vegna set- og miðlunarlóns áfangasigur

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi hluta af úrskurði setts umhverfisráðherra í tengslum við Norðlingaölduveitu. Ráðherra hafði úrskurðað að gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera þyrfti ekki að sæta umhverfismati. Lögmaður hópsins sem kærði úrskurðinn segir dóminn áfangasigur.

Innlent
Fréttamynd

Hluti úrskurðar setts ráðherra felldur úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi þann hluta úrskurðar setts umhverfisráðherra í tengslum við Norðlingaölduveitu að gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera þyrfti ekki að sæta umhverfismati.

Innlent
Fréttamynd

Valgerður sátt við málalok

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segist sátt við að rannsókn lögreglu á meintri morðhótun í hennar garð sé lokið. Fjórir umhverfisverndunarsinnar báru mótmælaspjald í göngu Íslandsvina sem á stóð: Drekkjum Valgerði, ekki Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Ákærðu færu mikinn í fjölmiðlum

Settur saksóknari í Baugsmálinu sagði í Héraðsdómi í morgun, að ákærðu í málinu hefðu farið mikinn í fjölmiðlum með ósanngjarni gagnrýni á ákæruvald og dómsmálaráðherra. Verjandi Jóns Geralds Sullenberger sagði engin ný gögn komin fram í málinu sem réttlættu að hann væri ákærður.

Innlent
Fréttamynd

Segist hafa greitt skatta sem nái til þátta í skýrslutöku

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir að hann hafi þegar greitt 66 milljónir króna í skatta sem nái til þeirra þátta sem hann hafi verið boðaður til skýrslutöku vegna hjá ríkislögreglustjóra í lok mánaðarins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Jóni.

Innlent
Fréttamynd

Hafði afskipti af 14 ára pilti vegna fíkniefnamáls

Fjórtán ára piltur var sá yngsti í hópi sex manna sem lögreglan í Kópavogi hafði afskipti af í þremur fíkniefnamálum sem upp komu í bænum í gær. Fimm voru handteknir en vegna aldurs var aðeins haft afskipti af piltinum, sem viðurkenndi neyslu, og fá barnaverndaryfirvöld mál hans til meðferðar.

Innlent
Fréttamynd

Útilokar ekki að leita til ríkissaksóknara

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra útilokar ekki að hún leiti til ríkissaksóknara vegna málalykta í kæru hennar á hendur fjórum umhverfisverndunarsinnum sem hún taldi hafa hótað sér ofbeldi. Mótmælendurnir báru spjald sem á stóð: „Drekkjum Valgerði, ekki Íslandi“ í göngu Íslandsvina á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Sex fluttir á sjúkrahús eftir árekstur í Keflavík

Sex voru fluttir á sjúkrahúsið í Keflavík til rannsókna eftir harðan þriggja bíla árekstur á gatnamótum Vesturgötu og Hringbrautar í Keflavík í gærkvöldi. Enginn var þó alvarlega slasaður en allir kvörtuðu undan eymslum hér og þar.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn hætt á meintri ofbeldishótun

Lögreglan í Reykjavík hefur hætt rannsókn á meintri hótun um ofbeldi á hendur Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í göngu Íslandsvina í lok maí.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt smygl

Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að smygla tæpu kílói af amfetamíni og 3,8 kílóum af kannabis til landsins í bíl með Norrænu í desember síðastliðnum.

Innlent