Dómur vegna set- og miðlunarlóns áfangasigur 27. júní 2006 23:45 Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi hluta af úrskurði setts umhverfisráðherra í tengslum við Norðlingaölduveitu. Ráðherra hafði úrskurðað að gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera þyrfti ekki að sæta umhverfismati. Lögmaður hópsins sem kærði úrskurðinn segir dóminn áfangasigur. Það var Áhugahópur um verndun Þjórsárvera sem höfðaði málið á hendur íslenska ríkinu, Skipulagsstofnun og Landsvirkjun. Farið var fram á það að úrskurðIr Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, og Skipulagsstofnunar vegna framkvæmda við Norðlingaölduveitu yrðu ógiltir. Í úrskurði ráðherra var lónið minnkað þannig að það yrði utan friðlands Þjórsárvera. Jafnframt var kveðið á um að gert yrði set- og miðlunarnlón norðan og vestan við Þjórsárver og taldi settur umhverfisráðherra að hið nýja lón þyrfti ekki í umhverfismat. Því er héraðsdómur ósammála. Katrín Theódórsdóttir, lögmaður Áhugahópsins, segir að með dóminu sé það viðurkennt sem skipti stefnendur mestu máli. Þetta sé sögulegur áfangi því hér eftir verði það ekki þolað að framkvæmdaaðilar eins og Landsvirkjun og fleiri ráðist í stórar framkvæmdir og dragi þá hluta framkvæmdanna undan umhverfismati með því að kallar þá mótvægisaðgerðir. Ekki var hins vegar fallist á kröfu áhugahópsins um ógildingu úrskurðar Skipulagsstofnunar og setts umhverfisráðherra í heild. Katrín segir að ekki hafi verið ákveðið hvort dómnum verði áfrýjað en segir ljóst að samkvæmt dóminum þurfi set- og miðlunarlónið að sæta umhverfismati. Hún sjái ekki að það verði gert án þess að það verði með Norðlingaölduveitu að nýju. Henni sýnist sem svo að það sé bæði andstætt lögum um mat á umhverfisáhrifum, Evróputilskipunum og niðurstöðu Evrópudómstólsins að það sé unnt að búta niður framkvæmdir á sama svæði og það sé metið hvert í sínu lagi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi hluta af úrskurði setts umhverfisráðherra í tengslum við Norðlingaölduveitu. Ráðherra hafði úrskurðað að gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera þyrfti ekki að sæta umhverfismati. Lögmaður hópsins sem kærði úrskurðinn segir dóminn áfangasigur. Það var Áhugahópur um verndun Þjórsárvera sem höfðaði málið á hendur íslenska ríkinu, Skipulagsstofnun og Landsvirkjun. Farið var fram á það að úrskurðIr Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, og Skipulagsstofnunar vegna framkvæmda við Norðlingaölduveitu yrðu ógiltir. Í úrskurði ráðherra var lónið minnkað þannig að það yrði utan friðlands Þjórsárvera. Jafnframt var kveðið á um að gert yrði set- og miðlunarnlón norðan og vestan við Þjórsárver og taldi settur umhverfisráðherra að hið nýja lón þyrfti ekki í umhverfismat. Því er héraðsdómur ósammála. Katrín Theódórsdóttir, lögmaður Áhugahópsins, segir að með dóminu sé það viðurkennt sem skipti stefnendur mestu máli. Þetta sé sögulegur áfangi því hér eftir verði það ekki þolað að framkvæmdaaðilar eins og Landsvirkjun og fleiri ráðist í stórar framkvæmdir og dragi þá hluta framkvæmdanna undan umhverfismati með því að kallar þá mótvægisaðgerðir. Ekki var hins vegar fallist á kröfu áhugahópsins um ógildingu úrskurðar Skipulagsstofnunar og setts umhverfisráðherra í heild. Katrín segir að ekki hafi verið ákveðið hvort dómnum verði áfrýjað en segir ljóst að samkvæmt dóminum þurfi set- og miðlunarlónið að sæta umhverfismati. Hún sjái ekki að það verði gert án þess að það verði með Norðlingaölduveitu að nýju. Henni sýnist sem svo að það sé bæði andstætt lögum um mat á umhverfisáhrifum, Evróputilskipunum og niðurstöðu Evrópudómstólsins að það sé unnt að búta niður framkvæmdir á sama svæði og það sé metið hvert í sínu lagi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira