Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Öll tölvukerfi á vegum ríkisins hafa verið yfirfarin vegna alvarlegs öryggisgalla sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum að sögn forsætisráðherra. Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækis segir einungis tímaspursmál hvenær tölvuþrjótum tekst að valda miklu tjóni hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Log4j veikleikans sem getur veitt tölvuþrjótum aðgang að mikilvægum innviðum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstjóra Fjarskiptastofnunar um stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hátt í hundrað eru látnir í mannskæðasta fellibyl í sögu Kentucky-ríkis. Við sýnum myndir frá hamfarasvæðum í Bandaríkjunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við Íslending í St. Louis í Missouri sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina. Hún segir eyðilegginguna ofboðslega.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tölvuþrjótar gætu nýtt sér alvarlegan öryggisveikleika, sem uppgötvaðist fyrir helgi. Netöryggissveit reynir að fyrirbyggja árásir. Við ræðum við forstöðumann netöryggissveitarinnar CERT-IS um málið í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkvína gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er tilbúinn að skoða aðrar leiðir.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Knattspyrnusamband Íslands vissi af fjórum frásögnum um kynbundið eða kynferðislegt ofbeldi innan sambandsins, samkvæmt niðurstöðum úttektarnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Flugmálayfirvöld búa sig undir að eldgos í Grímsvötnum geti valdið verulegum truflunum á flugumferð, bæði hérlendis og inn í Evrópu. Eldstöðin er komin á appelsínugula viðvörun gagnvart alþjóðaflugi, sem táknar vaxandi líkur á gosi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá foreldrum sem tóku barn sitt úr vistun í Garðabæ vegna grunsamlegrar hegðunar Hjalteyrarhjónanna, sem hafa verið sökuð um gróft ofbeldi gegn börnum. Foreldrarnir létu Garðabæ vita.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Gert er ráð fyrir að hlaupið í Grímsvötnum nái hámarki á morgun en íshellan hefur sigið um 40 metra. Engin merki er um gosóróa á svæðinu. Við sýnum stórkostlegar myndir sem Ragnar Axelsson, RAX, tók af svæðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem nú er til umræðu á Alþingi og kallar það bráðabirgðafrumvarp. Ekki er víst að þingið nái að ljúka afgreiðslu frumvarpsins fyrir jól. Heimir Már verður í beinni frá Alþingi í fréttatímanum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö á eftir.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að allt að sjö manns hafa greinst með nýjasta afbrigði kórónuveirunnar, omíkron hér á landi. Fólkið tengist og er því enn möguleiki að veiran hafi ekki náð að dreifa sér í samfélaginu eins og víða erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Grímsvatnahlaupið er byrjað að bresta fram undan jaðri Skeiðarárjökuls og lýstu Almannavarnir nú síðdegis yfir óvissuástandi. Vatnshæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra í dag en brúin er ekki talin í hættu. Mikil spenna ríkir um hvort eldgos fylgi hlaupinu en engin merki um gosóróa hafa enn sést.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjármálaráðherra segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins leggist á eitt með Seðlabankanum og stjórnvöldum í að koma verðbólgunni niður. Hagur eldri borgara og öryrkja verði bættur á næsta ári og stefnt að nýjum samningum um þeirra kjör. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um ný fjárlög og rætt við fulltrúa vinnumarkaðarins og atvinnurekenda í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lyklar og aðgangskort voru afhent níu ráðherrum sem tóku við nýjum ráðuneytum í morgun. Þeir voru allir sáttir með ný hlutverk og ætla sér stóra hluti á komandi kjörtímabili. Í kvöldfréttum fylgjumst við með lyklaskiptunum í morgun og ræðum við þingmenn stjórnarandstöðunnar í beinni útsendingu – sem missa formennsku í þingnefndum á kjörtímabilinu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sjö ráðherrar höfðu stólaskipti á Bessastöðum í dag. Við fjöllum ítarlega um nýja ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, stjórnarsáttmálann og nýja ráðherra í kvöldfréttum stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sjálfstæðisflokkur fær flest ráðuneyti og Framsókn fær heilbrigðisráðuneyti, samkvæmt heimildum fréttastofu og Innherja um nýjan stjórnarsáttmála sem kynntur var flokkunum í dag. Við förum yfir skiptingu ráðuneyta eftir flokkum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan hálf sjö.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ferðabönn hafa verið sett á og hlutabréf fallið í verði um allan heim í dag vegna vaxandi áhyggja af útbreiðslu nýs mjög stökkbreytts afbrigðis kórónuveirunnar. Það hefur nú greinst í að minnsta kosti fimm löndum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum en dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Bæjarstjórar Akureyrar og Garðabæjar telja rétt að starfshættir hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar verði rannsakaðir. Hjónin ráku dagvistun og leikskóla í Garðabæ í tæp 20 ár. Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið sína kvörtun alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar dvaldi sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og í fréttaauka að loknum íþróttafréttum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Land­spítalanum er sí­fellt stærri vandi á höndum við að manna störf og á­lagið er enn stig­vaxandi vegna far­aldursins. Í gær var gripið til nýs ráðs í út­hringi­veri Co­vid-göngu­deildarinnar, sem bar undra­verðan árangur. Fjallað verður um málið í kvöld­fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Fimm hafa sagt upp. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Heilbrigðisráðherra hugnast ekki aðgerðir sem gætu mismunað bólusettum og óbólusettum. Tuttugu þúsund Íslendingar fengu þriðja skammt í fyrstu viku bólusetningarátaks, færri en vonast var til.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kona sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin krefst réttlætis. Málið hafi hvílt þungt á henni í tuttugu ár. Fyrrverandi vinnuveitandi lögmannsins segir óvíst hvort rétt hafi verið brugðist við málinu á sínum tíma og ætlar að skoða hvort fleiri sambærileg mál hafi komið upp. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti, sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barn, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans segja verulega vankanta vera á aðbúnaði barna á leikskólanum og krefjast þess að honum verði tafarlaust lokað. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent