Innlent Logaði í rúmfötum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi fjölmennt lið af stað eftir að tilkynning barst um mikinn reyk frá húsi við Njálsgötu á fjórða tímanum í nótt. Þegar það kom á vettvang rauk úr brennandi rúmfötum fyrir utan húsið. Innlent 2.1.2007 07:32 Eldur í nýbyggingu Eldur kviknaði í byggingarefni við nýbyggingu í Vogum á Vatnsleysuströnd í gærkvöldi. Slökkviliði tókst að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út, en talsverður eldsmatur er á svæðinu, þar sem fleiri hús eru í byggingu. Slökkvistarf gekk vel og hlaust ekki mikið tjón af. Innlent 2.1.2007 07:24 Þurfa að kalla út flugumferðastjóra Landhelgisgæslan mun þurfa að láta ræsa út flugumferðarstjóra til að manna flugturninn í Reykjavík, ef senda þarf þyrlu í neyðarútkall. Ekki mun vera ætlast til að gæslan kalli út flugumferðarstjóra vegna æfingaflugs, þannig að það liggur niðri á meðan Flugstoðir og flugumferðarstjórar hafa ekki náð samkomulagi. Þá liggur allt einkaflug og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli niðri. Innlent 2.1.2007 07:21 Ísland miðstöð um þróun hreinnar orku Ísland getur orðið miðstöð alþjóðlegs samstarfs um þróun hreinnar orku að mati Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Í nýársávarpi sínu í dag sagði forsetinn að hann ætlaði að beita sér fyrir stofnun slíkrar miðstöðvar. Innlent 1.1.2007 18:23 Gleðilegt nýtt ár! Vísir óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Myndskeiðið er frá flugeldaskotum í höfuðborginni þegar árið 2007 gekk í garð. Það er tekið með myndavél okkar á þaki Orkuveituhússins. Innlent 31.12.2006 21:55 Borgarstjóri leitar svara vegna spilasalar í Mjóddinni Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að hann hafi óskað eftir fundi með eigendum Háspennu, stjórnar Happadrættis Háskóla Íslands og rektor Háskóla Íslands til þess að ræða fyrirhugaðan spilasal í verslunarkjarnanum í Mjóddinni. Innlent 30.12.2006 20:21 Réttaróvissa en ekki skattsvik Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair þvertekur fyrir að félagið hafi svikist um að standa skil á sköttum vegna leigu á flugvélum. Hann segir að félagið hafi haft frumkvæði að því að benda á þá réttaróvissu sem var um skattgreiðsluna og beðið um skýrar línur frá yfirvöldum. Skatturinn verður aflagður um áramót, meðal annars með vísan til þess að hann hafi engu skilað í ríkissjóð. Innlent 30.12.2006 17:48 Útvarpsstöð Kántríbæjar hættir útsendingum á morgun Loka þarf útvarpsstöðinni Kántríbæ um óákveðin tíma vegna fjárhagserfiðleika. Miklar bilanir hafa hrjáð stöðina að undanförnu og þurfti meðal annars að endurnýja endurvarpsendi á Sauðarkróki og reyndist það dýrara en áætlað var í upphafi. Kostnaður vegna væntanlegra stefgjalda knýr Hallbjörn þess vegna til þess að loka stöðinni um óákveðinn tíma. Innlent 30.12.2006 18:35 Dauðarefsing andstæð íslenskri stefnu Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir að Saddam Hussein hafi svo sannarlega átt skilið refsingu en dauðarefsing sé þó andstæð stefnu íslenskra stjórnvalda. Íslandsdeild Amnesty International fordæmir þessa aftöku og segir einnig að réttarhöldin yfir Saddam hafi verið meingölluð. Innlent 30.12.2006 17:44 Skotið á bíl lögreglumanns Skotið var á bíl lögreglumanns á Blönduósi í nótt en enginn var í bílnum þegar skotárásin átti sér stað. Lögreglan á Blönduósi verst allra frétta af málinu en nær allt starfslið lögreglunnar á Blönduósi starfar við málið. Innlent 30.12.2006 17:42 Íslandsdeild Amnesty International fordæmir aftöku á Saddam Hússein Íslandsdeild Amnesty International sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem aftakan á Saddam Hússein er fordæmd og sagt að réttlætið hafi þar lútað í lægri hald fyrir hefndarþorstanum. Segir í henni að þar sem Saddam hafi verið tekinn af lífi glatist mikilvægt tækifæri til þess að komast að sannleikanum. Innlent 30.12.2006 17:09 Mikið tjón þegar hundruð fiskikara brunnu í Grindavík Mikið tjón varð á athafnasvæði fiskvinnslustöðvarinnar Þróttar í Grindavík seint í gærkvöldi þegar eldur kom upp í stæðu af fiskikörum á lóð fyrirtækisins. Um 1000 kör voru í stæðunni og var mikill eldur þegar Slökkvilið Grindavíkur kom á svæðið. Rýma þurfti hús í Grindavík þar sem eitraður reykurinn stóð yfir hluta byggðarinnar. Innlent 30.12.2006 16:44 32% aukning á framlagi til foreldra með börn hjá dagforeldrum Þann 1. janúar 2007 eykst framlag Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar með börnum hjá dagforeldrum um 32%. Markmiðið með því að auka framlag til dagforeldra er fyrst og fremst að lækka kostnað foreldra sem nýta sér þjónustu dagforeldra en einnig að tryggja grundvöll fyrir þjónustunni. Innlent 30.12.2006 16:15 Nýr sæstrengur væntanlegur Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra að hefja undirbúning að lagningu nýs sæstrengs milli Íslands og Evrópu. Samgönguráðherra mun fyrstu dagana í janúar ræða við þá sem málið snertir, fulltrúa fjarskiptafyrirtækjanna, stjórn Farice og aðra hagsmunaaðila. Innlent 30.12.2006 14:46 Matvöruverð hækkar Nú eru einungis nokkrir mánuðir þar til virðisaukaskattur á matvælum lækkar, en áður en neytendur fá að njóta þess, mun matvælaverð að öllu jöfnu hækka. Þessa dagana er það daglegt brauð að birgjar tilkynni um hækkanir á vörum. Innlent 30.12.2006 12:43 Fólksfækkun á vestfjörðum Íbúum í Reykhólahreppi og Vesturbyggð hefur fækkað um 25 prósent frá árinu 1997. Á sama tíma hefur íbúum Ísafjarðarbæjar hefur fækkað um tæp sjö prósent og Bolvíkingum og súðvíkingum um rúm 17 prósent. Fækkun er í flestum bæjarfélögum á vestfjörðum, en íbúafjöldi Bæjarhrepps stendur í stað í 100 íbúum. Innlent 30.12.2006 10:27 Dr. Steinar Þór Guðlaugsson valinn vísindamaður ársins 2006 Vísindamaður ársins 2006 var heiðraður við hátíðlega athöfn í Norræna Húsinu í gær. Sá sem titlinn fékk var Dr. Steinar Þór Guðlaugsson en hann er jarðeðlisfræðingur að mennt og fær hann verðlaunin fyrir margþættar rannsóknir á landgrunni okkar Íslendinga. Innlent 29.12.2006 20:06 Njörður verðlaunaður af Sænsk-íslenska menningarsjóðnum Njörður P. Njarðvík fékk í dag Menningarverðlaun Sænsk-íslenska menningarsjóðsins árið 2006. Ákveðið var að verðlaunin féllu honum í skaut vegna mikils framlags hans til menningarsamskipta Íslands og Svíðþjóðar. Innlent 29.12.2006 19:52 Róbert Wessmann maður ársins í íslensku atvinnulífi 2006 Róbert Wessman, forstjóri Actavis Group, var í dag veitt viðurkenningin maður ársins í íslensku atvinnulífi árið 2006. Það er Frjáls verslun sem velur mann ársins en Geir H. Haarde forsætisráðherra afhenti Róbert verðlaunin í dag. Innlent 29.12.2006 19:32 Áfengissala tvöfaldast nú fyrir áramótin Allmargir skála í freyðivíni og smyrja talfærin til að kveðja gamla árið. Salan hjá ÁTVR er rösklega tvöfalt meiri fyrir þessa síðustu helgi ársins en aðrar helgar. Flöskurnar eru þó ekki svo miklu fleiri - en vínið er betra. Og þar með dýrara. Innlent 29.12.2006 18:59 Missti íbúð vegna vanefnda Guðmundar í Byrginu Kona á miðjum aldri missti íbúð sína og hraktist út á land eftir að Guðmundur og aðrir forráðamenn í Byrginu sviku út úr henni um tvær milljónir króna. Hún ætlar að kæra Guðmund fyrir vanefndir. Innlent 29.12.2006 18:43 Myndavélar ná ekki brennuvörgum Á annan tug eftirlitsmyndavéla eru á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum. Það er þó útilokað að þær hefðu getað náð myndum af brennuvarginum, eða vörgunum í Eyjum þar sem linsum vélanna er öllum beint á haf út. Innlent 29.12.2006 17:59 Lagabreyting rökstudd með lögbrotum Íslensku flugfélögin hafa á undanförnum árum svikist um að greiða hunduð milljóna króna í skattgreiðslur vegna leigu á flugvélum erlendis frá. Nú þegar Alþingi laumar í gegn breytingu á skattalögunum vegna þessa er sú breyting rökstudd með vísan til skattsvikana, það er, að skatturinn hafi hvort eð er aldrei skilað krónu í ríkiskassann. Innlent 29.12.2006 17:51 Ekki mat Persónuverndar Persónuvernd hefur ekki fengið beiðni um að úrskurða um lögmæti þess að Norðurál ætli að láta starfsmenn sína gangast undir lyfjapróf til að ganga úr skugga um að þeir noti ekki ólöglega vímugjafa. Málefnaleg rök þurfa að liggja til grundvallar slíkum aðgerðum að sögn lögfræðings Persónuverndar. Innlent 29.12.2006 18:05 Nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra Aðalheiður Sigursveinsdóttir hefur verið ráðin nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Aðalheiður er 33 ára. Hún útskrifaðist með BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, með sérstakri áherslu á stjórnun í alþjóðlegu umhverfi og rafræna viðskiptahætti. Innlent 29.12.2006 18:01 Sjötti snjólétti veturinn í röð Veðrið á árinu sem er að líða hefur almennt verið gott. Hlýtt var um land allt og ekkert lát virðist á þeim hlýindum sem hófust fyrir tíu árum. Í Reykjavík var hiti 1,1 stigi ofan meðallags og á Akureyri 1,3 stigi ofan meðallags. Innlent 29.12.2006 17:46 Flugstoðir og Samgönguráðuneyti undirrita þjónustusamning Skrifað var undir þjónustusamning samgönguráðuneytisins og Flugstoða ohf, um þjónustu á sviði flugvallarekstrar og flugumferðarþjónustu kl. 16.00 í dag, föstudaginn 29. desember 2006, en alls hafa hátt í þrjátíu flugumferðarstjórar ráðið sig til starfa hjá Flugstoðum, sem hefur rekstur á miðnætti 1. janúar næstkomandi. Innlent 29.12.2006 17:21 Forseti Íslands veitir viðurkenningu Alþjóðahússins Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Séra Miyako Þórðarsyni, Önnu Guðrúnu Júlíusdóttur og Morgunblaðinu viðurkenningu Alþjóðahúss ,,Vel að verki staðið" fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi við athöfn í Alþjóðahúsinu í dag. Innlent 29.12.2006 17:03 Óbrigðult ráð við timburmönnum Það eru að koma áramót og þá getur stundum verið votviðrasamt innvortis. Það þykir mönnum voða gaman, en kannski ekki eins gaman daginn eftir. En nú er loksins búið að finna óbrigðult ráð við timburmönnum. Innlent 29.12.2006 17:03 Vararíkislögreglustjóri lætur af embætti um áramótin Þórir Oddson, vararíkislögreglustjóri, lætur af störfum um áramótin en honum var í dag veitt viðurkenning fyrir starf sitt í þágu löggæslu á landinu. Þórir hefur starfað við embættið frá stofnun þess, eða 1. júlí 1997. Innlent 29.12.2006 16:34 « ‹ 123 124 125 126 127 128 129 130 131 … 334 ›
Logaði í rúmfötum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi fjölmennt lið af stað eftir að tilkynning barst um mikinn reyk frá húsi við Njálsgötu á fjórða tímanum í nótt. Þegar það kom á vettvang rauk úr brennandi rúmfötum fyrir utan húsið. Innlent 2.1.2007 07:32
Eldur í nýbyggingu Eldur kviknaði í byggingarefni við nýbyggingu í Vogum á Vatnsleysuströnd í gærkvöldi. Slökkviliði tókst að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út, en talsverður eldsmatur er á svæðinu, þar sem fleiri hús eru í byggingu. Slökkvistarf gekk vel og hlaust ekki mikið tjón af. Innlent 2.1.2007 07:24
Þurfa að kalla út flugumferðastjóra Landhelgisgæslan mun þurfa að láta ræsa út flugumferðarstjóra til að manna flugturninn í Reykjavík, ef senda þarf þyrlu í neyðarútkall. Ekki mun vera ætlast til að gæslan kalli út flugumferðarstjóra vegna æfingaflugs, þannig að það liggur niðri á meðan Flugstoðir og flugumferðarstjórar hafa ekki náð samkomulagi. Þá liggur allt einkaflug og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli niðri. Innlent 2.1.2007 07:21
Ísland miðstöð um þróun hreinnar orku Ísland getur orðið miðstöð alþjóðlegs samstarfs um þróun hreinnar orku að mati Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Í nýársávarpi sínu í dag sagði forsetinn að hann ætlaði að beita sér fyrir stofnun slíkrar miðstöðvar. Innlent 1.1.2007 18:23
Gleðilegt nýtt ár! Vísir óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Myndskeiðið er frá flugeldaskotum í höfuðborginni þegar árið 2007 gekk í garð. Það er tekið með myndavél okkar á þaki Orkuveituhússins. Innlent 31.12.2006 21:55
Borgarstjóri leitar svara vegna spilasalar í Mjóddinni Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að hann hafi óskað eftir fundi með eigendum Háspennu, stjórnar Happadrættis Háskóla Íslands og rektor Háskóla Íslands til þess að ræða fyrirhugaðan spilasal í verslunarkjarnanum í Mjóddinni. Innlent 30.12.2006 20:21
Réttaróvissa en ekki skattsvik Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair þvertekur fyrir að félagið hafi svikist um að standa skil á sköttum vegna leigu á flugvélum. Hann segir að félagið hafi haft frumkvæði að því að benda á þá réttaróvissu sem var um skattgreiðsluna og beðið um skýrar línur frá yfirvöldum. Skatturinn verður aflagður um áramót, meðal annars með vísan til þess að hann hafi engu skilað í ríkissjóð. Innlent 30.12.2006 17:48
Útvarpsstöð Kántríbæjar hættir útsendingum á morgun Loka þarf útvarpsstöðinni Kántríbæ um óákveðin tíma vegna fjárhagserfiðleika. Miklar bilanir hafa hrjáð stöðina að undanförnu og þurfti meðal annars að endurnýja endurvarpsendi á Sauðarkróki og reyndist það dýrara en áætlað var í upphafi. Kostnaður vegna væntanlegra stefgjalda knýr Hallbjörn þess vegna til þess að loka stöðinni um óákveðinn tíma. Innlent 30.12.2006 18:35
Dauðarefsing andstæð íslenskri stefnu Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir að Saddam Hussein hafi svo sannarlega átt skilið refsingu en dauðarefsing sé þó andstæð stefnu íslenskra stjórnvalda. Íslandsdeild Amnesty International fordæmir þessa aftöku og segir einnig að réttarhöldin yfir Saddam hafi verið meingölluð. Innlent 30.12.2006 17:44
Skotið á bíl lögreglumanns Skotið var á bíl lögreglumanns á Blönduósi í nótt en enginn var í bílnum þegar skotárásin átti sér stað. Lögreglan á Blönduósi verst allra frétta af málinu en nær allt starfslið lögreglunnar á Blönduósi starfar við málið. Innlent 30.12.2006 17:42
Íslandsdeild Amnesty International fordæmir aftöku á Saddam Hússein Íslandsdeild Amnesty International sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem aftakan á Saddam Hússein er fordæmd og sagt að réttlætið hafi þar lútað í lægri hald fyrir hefndarþorstanum. Segir í henni að þar sem Saddam hafi verið tekinn af lífi glatist mikilvægt tækifæri til þess að komast að sannleikanum. Innlent 30.12.2006 17:09
Mikið tjón þegar hundruð fiskikara brunnu í Grindavík Mikið tjón varð á athafnasvæði fiskvinnslustöðvarinnar Þróttar í Grindavík seint í gærkvöldi þegar eldur kom upp í stæðu af fiskikörum á lóð fyrirtækisins. Um 1000 kör voru í stæðunni og var mikill eldur þegar Slökkvilið Grindavíkur kom á svæðið. Rýma þurfti hús í Grindavík þar sem eitraður reykurinn stóð yfir hluta byggðarinnar. Innlent 30.12.2006 16:44
32% aukning á framlagi til foreldra með börn hjá dagforeldrum Þann 1. janúar 2007 eykst framlag Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar með börnum hjá dagforeldrum um 32%. Markmiðið með því að auka framlag til dagforeldra er fyrst og fremst að lækka kostnað foreldra sem nýta sér þjónustu dagforeldra en einnig að tryggja grundvöll fyrir þjónustunni. Innlent 30.12.2006 16:15
Nýr sæstrengur væntanlegur Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra að hefja undirbúning að lagningu nýs sæstrengs milli Íslands og Evrópu. Samgönguráðherra mun fyrstu dagana í janúar ræða við þá sem málið snertir, fulltrúa fjarskiptafyrirtækjanna, stjórn Farice og aðra hagsmunaaðila. Innlent 30.12.2006 14:46
Matvöruverð hækkar Nú eru einungis nokkrir mánuðir þar til virðisaukaskattur á matvælum lækkar, en áður en neytendur fá að njóta þess, mun matvælaverð að öllu jöfnu hækka. Þessa dagana er það daglegt brauð að birgjar tilkynni um hækkanir á vörum. Innlent 30.12.2006 12:43
Fólksfækkun á vestfjörðum Íbúum í Reykhólahreppi og Vesturbyggð hefur fækkað um 25 prósent frá árinu 1997. Á sama tíma hefur íbúum Ísafjarðarbæjar hefur fækkað um tæp sjö prósent og Bolvíkingum og súðvíkingum um rúm 17 prósent. Fækkun er í flestum bæjarfélögum á vestfjörðum, en íbúafjöldi Bæjarhrepps stendur í stað í 100 íbúum. Innlent 30.12.2006 10:27
Dr. Steinar Þór Guðlaugsson valinn vísindamaður ársins 2006 Vísindamaður ársins 2006 var heiðraður við hátíðlega athöfn í Norræna Húsinu í gær. Sá sem titlinn fékk var Dr. Steinar Þór Guðlaugsson en hann er jarðeðlisfræðingur að mennt og fær hann verðlaunin fyrir margþættar rannsóknir á landgrunni okkar Íslendinga. Innlent 29.12.2006 20:06
Njörður verðlaunaður af Sænsk-íslenska menningarsjóðnum Njörður P. Njarðvík fékk í dag Menningarverðlaun Sænsk-íslenska menningarsjóðsins árið 2006. Ákveðið var að verðlaunin féllu honum í skaut vegna mikils framlags hans til menningarsamskipta Íslands og Svíðþjóðar. Innlent 29.12.2006 19:52
Róbert Wessmann maður ársins í íslensku atvinnulífi 2006 Róbert Wessman, forstjóri Actavis Group, var í dag veitt viðurkenningin maður ársins í íslensku atvinnulífi árið 2006. Það er Frjáls verslun sem velur mann ársins en Geir H. Haarde forsætisráðherra afhenti Róbert verðlaunin í dag. Innlent 29.12.2006 19:32
Áfengissala tvöfaldast nú fyrir áramótin Allmargir skála í freyðivíni og smyrja talfærin til að kveðja gamla árið. Salan hjá ÁTVR er rösklega tvöfalt meiri fyrir þessa síðustu helgi ársins en aðrar helgar. Flöskurnar eru þó ekki svo miklu fleiri - en vínið er betra. Og þar með dýrara. Innlent 29.12.2006 18:59
Missti íbúð vegna vanefnda Guðmundar í Byrginu Kona á miðjum aldri missti íbúð sína og hraktist út á land eftir að Guðmundur og aðrir forráðamenn í Byrginu sviku út úr henni um tvær milljónir króna. Hún ætlar að kæra Guðmund fyrir vanefndir. Innlent 29.12.2006 18:43
Myndavélar ná ekki brennuvörgum Á annan tug eftirlitsmyndavéla eru á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum. Það er þó útilokað að þær hefðu getað náð myndum af brennuvarginum, eða vörgunum í Eyjum þar sem linsum vélanna er öllum beint á haf út. Innlent 29.12.2006 17:59
Lagabreyting rökstudd með lögbrotum Íslensku flugfélögin hafa á undanförnum árum svikist um að greiða hunduð milljóna króna í skattgreiðslur vegna leigu á flugvélum erlendis frá. Nú þegar Alþingi laumar í gegn breytingu á skattalögunum vegna þessa er sú breyting rökstudd með vísan til skattsvikana, það er, að skatturinn hafi hvort eð er aldrei skilað krónu í ríkiskassann. Innlent 29.12.2006 17:51
Ekki mat Persónuverndar Persónuvernd hefur ekki fengið beiðni um að úrskurða um lögmæti þess að Norðurál ætli að láta starfsmenn sína gangast undir lyfjapróf til að ganga úr skugga um að þeir noti ekki ólöglega vímugjafa. Málefnaleg rök þurfa að liggja til grundvallar slíkum aðgerðum að sögn lögfræðings Persónuverndar. Innlent 29.12.2006 18:05
Nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra Aðalheiður Sigursveinsdóttir hefur verið ráðin nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Aðalheiður er 33 ára. Hún útskrifaðist með BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, með sérstakri áherslu á stjórnun í alþjóðlegu umhverfi og rafræna viðskiptahætti. Innlent 29.12.2006 18:01
Sjötti snjólétti veturinn í röð Veðrið á árinu sem er að líða hefur almennt verið gott. Hlýtt var um land allt og ekkert lát virðist á þeim hlýindum sem hófust fyrir tíu árum. Í Reykjavík var hiti 1,1 stigi ofan meðallags og á Akureyri 1,3 stigi ofan meðallags. Innlent 29.12.2006 17:46
Flugstoðir og Samgönguráðuneyti undirrita þjónustusamning Skrifað var undir þjónustusamning samgönguráðuneytisins og Flugstoða ohf, um þjónustu á sviði flugvallarekstrar og flugumferðarþjónustu kl. 16.00 í dag, föstudaginn 29. desember 2006, en alls hafa hátt í þrjátíu flugumferðarstjórar ráðið sig til starfa hjá Flugstoðum, sem hefur rekstur á miðnætti 1. janúar næstkomandi. Innlent 29.12.2006 17:21
Forseti Íslands veitir viðurkenningu Alþjóðahússins Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Séra Miyako Þórðarsyni, Önnu Guðrúnu Júlíusdóttur og Morgunblaðinu viðurkenningu Alþjóðahúss ,,Vel að verki staðið" fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi við athöfn í Alþjóðahúsinu í dag. Innlent 29.12.2006 17:03
Óbrigðult ráð við timburmönnum Það eru að koma áramót og þá getur stundum verið votviðrasamt innvortis. Það þykir mönnum voða gaman, en kannski ekki eins gaman daginn eftir. En nú er loksins búið að finna óbrigðult ráð við timburmönnum. Innlent 29.12.2006 17:03
Vararíkislögreglustjóri lætur af embætti um áramótin Þórir Oddson, vararíkislögreglustjóri, lætur af störfum um áramótin en honum var í dag veitt viðurkenning fyrir starf sitt í þágu löggæslu á landinu. Þórir hefur starfað við embættið frá stofnun þess, eða 1. júlí 1997. Innlent 29.12.2006 16:34