Innlent

Fréttamynd

Þagnar rokkið?

Grasrótarmiðstöð fyrir unga rokkara og aðra tónlistarmenn verður lokað vegna rekstrarerfiðleika um áramót ef ekki kemur til stuðningur frá borginni. Upphafsmaður miðstöðvarinnar segir borgina gera upp á milli tómstundaiðju unglinga.

Innlent
Fréttamynd

Hollendingurinn játaði sína sök

Eitt umfangsmesta fíkniefnasmygl síðari ára var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þrír Íslendingar og einn Hollendingur eru ákærðir fyrir innflutning og vörslu á fimmtán kílóum af amfetamíni og tíu af kannabis. Íslendingarnir báru af sér sakir en Hollendingurinn játaði að mestu.

Innlent
Fréttamynd

Bakkavör Group hækkar hlutafé

Hlutafé Bakkavarar Group hefur verið aukið um 23.979.203 hluti í samræmi við 3. gr. samþykkta félagsins, til að efna skuldbindingar félagsins samkvæmt breytanlegum skuldabréfum í eigu Kaupþings banka hf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fitch segir lánshæfishorfur Straums stöðugar

Matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfiseinkunnir Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. Matsfyrirtækið gaf bankanum langtímaeinkunnina BBB-, skammtímaeinkunn F3, óháða einkunn C/D og stuðningseinkunnina 3. Horfur lánshæfiseinkunnanna eru stöðugar, að mati Fitch.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Andstaða gegn aðild að hernaði

Stjórnarandstaðan er andvíg því að Íslendingar taki þátt í hernaðaraðgerðum NATO í Afganistan með loftflutningum á tækjum og mannskap, eins og forsætisráðherra boðaði á leiðtogafundi bandalagsins í Ríga í gær.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa með mengun eftir stækkun álvers

Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, segir stækkun álversins ekki hafa verið rædda í umhverfisráði enda hafi engin beiðni komið um að það yrði gert.

Innlent
Fréttamynd

Umferðarsektir hækka á morgun

Sektir vegna umferðarlagabrota hækka umtalsvert á morgun. Sektirnar geta numið allt að 300 þúsund krónum sé ekið á meira en 170 km hraða. Þá varða viðurlög á brotum á reglum um aksturs- og hvíldartíma nú sekt og punkti eða punktum í ökuferilsskrá.

Innlent
Fréttamynd

Blaðamaður réði sig til starfa á Grund

Bæta þarf þjónustu við aldraða til muna segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður hjá tímaritinu Ísafold, sem villti á sér heimildir þegar hún réði sig á elliheimilið Grund í vikutíma og skrifaði grein um aðbúnað vistmanna þar.

Innlent
Fréttamynd

Gengur vel að ráða í Reyðarfjörðinn

Alcoa Fjarðarál hefur auglýst eftir 400 starfsmönnum fyrir álverið á Reyðarfirði. Auglýst er eftir fólki í framleiðslustörf og skrifstofustörf, rafvirkjum og vélvirkjum og sérfræðingum á rannsóknarstofu.

Innlent
Fréttamynd

Greiða 208 milljónir fyrir fjóra hektara

Reykjavíkurborg greiddi 208 milljónir fyrir fjóra hektara í Norðlingaholti. Upphæðin er samkvæmt niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta sem borgarráð ákvað í vor að skjóta til dómstóla. Borgarritari segir forsendur hafa breyst.

Innlent
Fréttamynd

Birni falið að ganga frá kaupum

Ríkisstjórn Íslands fer yfir niðurstöðu skýringaviðræðna íslenskra yfirvalda og skipasmíðafyrirtækisins Asmar á ríkisstjórnarfundi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ferð til Íslands í brúðkaupsgjöf

Hakan og Aylin eru ritstjórar tímaritsins Bant í Tyrklandi, en þau fengu heldur óhefðbundna brúðkaupsgjöf. 35 vinir þeirra lögðu í púkk og gáfu þeim ferð til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Um 20.000 manns standa utan viðurkenndra trúfélaga

Um 84 prósent Íslendinga eru í Þjóðkirkjunni, samkvæmt tölum þjóðskrár, og hefur þeim fækkað um eitt og hálft prósent á einu ári. Þeim sem eru skráðir í önnur trúfélög eða eru ótilgreindir hefur hins vegar fjölgað um þrjú þúsund manns, og eru nú fjögur prósent landsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri komur í Kvennaathvarf

Í fyrra var metár í komum kvenna í Kvennaathvarfið og stefnir í enn meiri fjölda í ár. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi sem Fræðslunefnd Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa stóð fyrir í gær og var yfirskrift fundarins ofbeldi á heimilum.

Innlent
Fréttamynd

Elsta félag Íslands 190 ára

Hið íslenzka bókmenntafélag var stofnað árið 1816. Félagið hefur í 190 ár staðið fyrir útgáfu fjölda fræðirita sem eru þjóðinni ómetanleg. Félagið hefur einnig gefið út tímaritið Skírni í 180 ár samfellt.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi kókaínfíkla hefur tuttugufaldast

Kókaínfíklum í meðferð á Vogi hefur fjölgað úr tíu á ári í yfir 200 á innan við áratug. Neyslan almennari og tengd breyttum skemmtanahefðum segir yfirlæknir á Vogi. Metmagn af kókaíni hefur verið gert upptækt á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Átta stefna á forystusæti VG

Átta af 30 þátttakendum í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu vilja leiða lista á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn heldur sameiginlegt forval fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og Suðvesturkjördæmi. Báðir þingmenn flokksins í Reykjavík sækjast eftir endurkjöri.

Innlent
Fréttamynd

Bætur vegna hlerana

Karlmanni hafa verið dæmdar 50 þúsund krónur í miskabætur vegna þess að lögreglan á Sauðárkróki hleraði síma hans í desember árið 2004. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta konan til að gegna starfinu

Sigrún Björk Jakobsdóttir tekur við starfi bæjarstjóra á Akureyri 9. janúar næstkomandi. Þá sest Kristján Þór Júlíusson, fráfarandi bæjarstjóri, í stól forseta bæjarstjórnar en Sigrún hefur gegnt því embætti á þessu kjörtímabili. Kristján Þór mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum en hann hlaut fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í liðinni viku.

Innlent
Fréttamynd

Aukning um 738 milljónir

Sérstakri fjárveitingu upp á samtals 560 milljónir króna er varið til að mæta rekstrarhalla heilbrigðisstofnana samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar við meðferð fjáraukalaga. Tillagan var afgreidd úr nefndinni í gær og er stefnt að afgreiðslu laganna í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ástæðan er verðhækkun olíu

Losun kolefnis í formi koltvísýrings út í andrúmsloftið hefur aukist um 2,5 prósent á ári frá árinu 2001 en losunin jókst um eitt prósent árlega fram til ársins 2000. Þetta kemur fram á bloggsíðu Einars Sveinbjörnssonar, aðstoðarmanns umhverfisráðherra, www.esv.blog.is.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp afgreitt úr nefnd

Dagný Jónsdóttir, annar af fulltrúum Framsóknarflokksins í menntamálanefnd, lagði fram yfirlýsingu á fundi nefndarinnar í gærkvöldi um að Framsóknarflokkurinn styddi afgreiðslu frumvarpsins um Ríkisútvarpið ohf. úr nefndinni á fundinum.

Innlent
Fréttamynd

Dagsbrún tapaði 3,2 milljörðum

Dagsbrún tapaði 3,2 milljörðum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er nokkuð meira en greiningardeild Glitnis reiknaði með en hún spáði 2,8 milljarða króna tapi á fjórðungnum.

Innlent
Fréttamynd

Sátt um miskabætur vegna rangrar fréttar

Útgáfufélag DV hefur samið við Holberg Másson um greiðslu miskabóta vegna fréttar sem birtist í DV 24. janúar síðastliðinn. Í fréttinni sagði meðal annars að Holberg hefði smyglað hassi til landsins í loftbelg á áttunda áratugnum.

Innlent
Fréttamynd

Staðfesta ósk um eignarnám

Bæjarstjórn Kópavogs ákvað samhljóma á fundi á þriðjudag að leita heimildar umhverfisráðherra fyrir eignarnámi á 863 hektörum lands úr Vatnsendajörðinni. Samkvæmt samkomulagi við Þorstein Hjaltested, landeiganda á Vatnsenda, verður umsamið verð fyrir landið ekki gert opinbert fyrr en hefur veitt eignarnámsheimildina.

Innlent