Innlent Hundur bjargaði manninum Sumarbústaður við Kiðjabergsveg í Grímsnesi brann til kaldra kola aðfaranótt miðvikudagsins. Innlent 29.11.2006 21:50 Liggur enn á gjörgæsludeild Maðurinn sem fékk hjartastopp í lögreglubíl á laugardagskvöldið liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að rannsókn málsins standi yfir. Hann telur líklegt að því verði vísað til ríkissaksóknara. Innlent 29.11.2006 21:50 Frægustu Tyrkir í heimi Líklega hefur Tyrkjaránið mótað viðhorf Íslendinga til Tyrkja öldum saman, þrátt fyrir að vera framið af Alsírmönnum undir stjórn Hollendings. Einnig vakti forræðisdeila Sophiu Hansen og Halim Al mikla athygli, en hægt er að nefna marga aðra Tyrki og heimsfrægari. Innlent 29.11.2006 21:51 Fer í gang á næsta ári Framkvæmdum við Norðausturveg, sem átti að hefjast á næsta ári, verður seinkað og 300 milljóna króna fjárveitingu frestað frá 2007 til 2008. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að framkvæmdin verði boðin út á fyrri hluta næsta árs og að framkvæmdir hefjist um mitt næsta ár. Innlent 29.11.2006 21:51 Togari sem strandaði laus Togarinn Skafti SK, sem tók niðri í Hafnarfjarðarhöfn í kvöld, er nú laus. Fór hann út fyrir leiðina sem liggur úr höfninni og festist á svipuðum stað og togararnir tveir sem slitnuðu upp í óveðrinu á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum vikum. Skafti SK losaði sig sjálfur þegar flæða tók að og ekki er búist við neinum skemmdum. Innlent 29.11.2006 21:19 Aðstoð við Afgana verður aukin Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan, auk þess að taka þátt í flutningum fyrir þau aðildarríki NATO sem hafa liðsafla í sunnanverðu landinu. Þessu lýsti Geir H. Haarde forsætisráðherra yfir á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í dag. Innlent 29.11.2006 19:05 Telja núverandi varnafyrirkomulag ófullnægjandi Góðar líkur eru á að norski flugherinn hefji reglubundið eftirlitsflug um íslenska lofthelgi. Danir, Bretar og Kanadamenn eru einnig áhugasamir um varnarsamstarf við Íslendinga. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja að þetta sýni að samkomulag Íslands og Bandaríkjanna tryggi ekki varnir landsins. Innlent 29.11.2006 18:56 Líf manns í tvísýnu eftir hjartastopp í lögreglubíl Tvísýnt er með ungan mann sem lenti í hjartastöðvun í lögreglubíl um helgina. Ætla má að máli hans verði vísað til ríkissaksóknara. Innlent 29.11.2006 17:49 Atvinnusvæði á Hólmsheiði samþykkt Tillaga að nýju atvinnusvæði á Hólmsheiði við Suðurlandsveg var samþykkt á fundi skipulagsráðs Reykjavíkur í dag. Heildarstærð hins nýja athafnasvæðis er um 110 hektarar og er það á mörkum Suðurlandsvegar og Hafravatnsvegar. Markmiðið með skipulagi þessa svæðis er að tryggja stóraukið framboð atvinnulóða í borginni, en miðað er við að skipuleggja svæðið með hliðsjón af fjölbreyttum atvinnulóðum hvað varðar starfsemi, stærð og umfang. Innlent 29.11.2006 17:37 Sjónarhóll fær styrk frá félagsmálaráðuneyti Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Andrés Ragnarsson, stjórnarformaður Sjónarhóls, undirrituðu í dag samning um styrk frá félagsmálaráðuneytinu til ráðgjafarmiðstöðvarinnar sem nemur 15 milljónum króna á ári í þrjú ár. Andrés Ragnarsson segist líta svo á að starfsemin hafi hér með verið fest í sessi. Innlent 29.11.2006 17:02 Tap Dagsbrúnar 3,2 milljarðar króna Dagsbrún tapaði 3,2 milljörðum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er nokkuð verri afkoma en reiknað var með en gert var ráð fyrir 2,8 milljarða króna tapi. Þá tapaði félagið 4.678 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 554 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Tekjur félagsins þrefölduðust á milli ára. Innlent 29.11.2006 16:50 Hafði afskipti af manni sem skemmdi eigin bíl Lögreglan í Reykjavík fær oft óvenjuleg mál á sitt borð og í gær kom eitt slíkt upp í höfuðborginni. Þá hafði lögrela afskipit af karlamanni sem var að vinna skemmdir á bíl. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn var sjálfur eigandi bílsins en lögregla segir ekki vitað hvað honum hafi gengið til. Innlent 29.11.2006 14:34 Vilja að afgreiðslu RÚV-frumvarps verði frestað Stjórn Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður, skorar á forystumenn Framsóknarflokksins að fresta afgreiðslu frumvarps um Ríkisútvarpið um óákveðinn tíma eða á meðan málið er rætt betur innan flokksins. Innlent 29.11.2006 14:21 Íslendingar taka upp stjórnmálasamband við Líberíu Íslendingar hafa tekið upp stjórnmálasamband við Afríkuríkið Líberíu. Fastafulltrúar landanna hjá Sameinuðu þjóðunum undirrituðu yfirlýsingu þess efnis í New York í gær. Líbería er í Vestur-Afríku með strönd að Atlantshafi og þar búa um 3,5 milljónir manna. Innlent 29.11.2006 13:58 Bogi hættir hjá Icelandic Group Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandic Group hf., hefur ákveðið að láta af störfum. Starfslok hans verða um miðjan desember.Bogi hefur gegnt starfinu frá því í júní 2004. Viðskipti innlent 29.11.2006 13:58 Reyndu að hafa hraðbanka á brott með sér Lögregla leitar nú óprúttinna manna sem reyndu í nótt að hafa hraðbanka í útibúi Landsbankans að Klettshálsi í Reykjavík á brott með sér. Mennirnir höfðu náð að losa hraðbankann og drösla honum út úr anddyri útibúsins en þar virðast þeir hafa gefist upp enda eru hraðbankar níðþungir. Innlent 29.11.2006 13:42 Varar við afnámi styrkja í landbúnaði Valdimar Einarsson, ráðgjafi á Nýja-Sjálandi, varar við afleiðingum þess að afnema styrkjakerfi íslensks landbúnaðar og að fella niður innflutningshömlur á erlendum landbúnaðarafurðum. Þetta kom fram í erindi hans á morgunverðarfundi Bændasamtaka Íslands sem haldinn var undir yfirskriftinni "Á að vera landbúnaður á Íslandi?" á Hótel Sögu í morgun. Innlent 29.11.2006 13:29 Flestir fyrrverandi starfsmenn komnir með vinnu Flestir fyrrverandi starfsmanna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli eru komnir með aðra vinnu. Fimmtíu og sex fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins, sem búsettir eru á Suðurnesjum, eru ekki komnir með aðra vinnu. Innlent 29.11.2006 11:31 Gæði íss ófullnægjandi í 62 prósentum tilvika Örverufræðileg gæði íss úr vél voru ófullnægjandi hjá 62 prósentum fyrirtækja samkvæmt könnun sem gerð var á vegum matvælaeftirlits umhverfissviðs Reykjavíkur. 22 prósent fyrirtækja voru með fullnægjandi niðurstöður og 16 prósent fengu senda athugasemd. Innlent 29.11.2006 12:48 Hægt að stöðva framkvæmdir fyrirtækja ef starfsmannaleigur veita ekki upplýsingar Samkvæmt nýju frumvarpi félagsmálaráðherra verður hægt að stöðva framkvæmdir hjá fyrirtækjum ef starfsmannaleigur sem þau skipta við sinna ekki upplýsingaskyldum sínum. Innlent 29.11.2006 12:11 Sjúkraflugvél Landsflugs ekki í Eyjum í gærkvöld Kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi til að sækja alvarlega veikan sjúkling til Vestmannaeyja þar sem sjúkraflugvél Landsflugs var ekki í Eyjum þegar til átti að taka. Innlent 29.11.2006 12:05 Hald lagt á átta kíló af kókaíni það sem af er ári Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekinn í Leifsstöð með stærstu kókaínsendingu sem fundist hefur í fórum eins manns til þessa. Tollgæslan hefur lagt hald á samtals átta kíló af kókaíni það sem af er árinu eða áttfalt meira en allt árið í fyrra. Innlent 29.11.2006 11:59 Aukin framlög til endurreisnar og þróunar í Afganistan Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan auk þess sem standa á að flugflutningum í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu Afganistan. Frá þessu greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Ríga í Lettlandi í dag. Innlent 29.11.2006 11:47 Erfitt að stjórna verðbólgu í litlum hagkerfum Það er erfiðara er að hafa stjórn á verðbólgu í litlum hagkerfum líkt og á Íslandi en í stórum hagkerfum. Þetta segir í nýrri vinnuskjali sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í dag. Viðskipti innlent 29.11.2006 11:37 HB Grandi tapaði 1 milljarði króna Útgerðarfélagið HB Grandi tapaði rúmum einum milljarði króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður félagsins á þriðja fjórðunig ársins nam hins vegar rúmum 1,5 milljörðum króna samanborið við 585 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 29.11.2006 10:25 Lögreglan á Akureyri lýsir eftir manni Lögreglan á Akureyri lýsir eftir Gunnhalli Gunnhallssyni sem ekkert hefur spurst til síðan aðfararnótt laugardagsins 25. nóvember. Gunnhallur var sennilega klæddur í svarta dúnúlpu og gallabuxur og er 44 ára gamall. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gunnhalls eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Akureyri í síma 464-7705. Innlent 28.11.2006 20:32 Bregst við ásókn í búsetu í atvinnuhúsnæði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hélt sídegis í dag fund með staðgengli borgarstjórans í Reykjavík, formanni Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og formanni félagsmálanefndar Alþingis ásamt fleirum í því skyni að bregðast við vanda sem virðist stafa af aukinni ásókn í búsetu í atvinnuhúsnæði. Innlent 28.11.2006 19:46 Þrautaganga þorsksins heldur áfram Þrautaganga þorskstofnsins heldur áfram, samkvæmt nýjustu haustmælingum Hafrannsóknarstofnunar. Fimmta árið í röð eru þorskárgangar lélegir. Staðfesting á fyrri spám, segir sérfræðingur hjá Hafró en framkvæmdastjóri LÍÚ segir að ekki þurfi að draga úr veiðum Innlent 28.11.2006 19:04 Ungir framsóknarmenn á móti því að RÚV verði gert að hlutafélagi Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) samþykkti í dag samhljóða ályktun þar sem þingmenn eru hvattir til þess að samþykkja ekki fyrirliggjandi frumvarp um RÚV ohf. Meðal annars kemur fram í ályktuninni að SUF telur að hvorki sé hagsmunum RÚV, né almennings, best borgið með hlutafélagavæðingu heldur sé réttara að huga að því að breyta RÚV í sjálfseignarstofnun með breska ríkisútvarpið BBC sem fyrirmynd. Innlent 28.11.2006 18:52 Hefur sótt um embætti dómara Ingimundur Einarsson, sem hafði verið valinn í starf aðstoðarlögreglustjóra hjá nýju embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Innlent 28.11.2006 18:51 « ‹ 135 136 137 138 139 140 141 142 143 … 334 ›
Hundur bjargaði manninum Sumarbústaður við Kiðjabergsveg í Grímsnesi brann til kaldra kola aðfaranótt miðvikudagsins. Innlent 29.11.2006 21:50
Liggur enn á gjörgæsludeild Maðurinn sem fékk hjartastopp í lögreglubíl á laugardagskvöldið liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að rannsókn málsins standi yfir. Hann telur líklegt að því verði vísað til ríkissaksóknara. Innlent 29.11.2006 21:50
Frægustu Tyrkir í heimi Líklega hefur Tyrkjaránið mótað viðhorf Íslendinga til Tyrkja öldum saman, þrátt fyrir að vera framið af Alsírmönnum undir stjórn Hollendings. Einnig vakti forræðisdeila Sophiu Hansen og Halim Al mikla athygli, en hægt er að nefna marga aðra Tyrki og heimsfrægari. Innlent 29.11.2006 21:51
Fer í gang á næsta ári Framkvæmdum við Norðausturveg, sem átti að hefjast á næsta ári, verður seinkað og 300 milljóna króna fjárveitingu frestað frá 2007 til 2008. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að framkvæmdin verði boðin út á fyrri hluta næsta árs og að framkvæmdir hefjist um mitt næsta ár. Innlent 29.11.2006 21:51
Togari sem strandaði laus Togarinn Skafti SK, sem tók niðri í Hafnarfjarðarhöfn í kvöld, er nú laus. Fór hann út fyrir leiðina sem liggur úr höfninni og festist á svipuðum stað og togararnir tveir sem slitnuðu upp í óveðrinu á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum vikum. Skafti SK losaði sig sjálfur þegar flæða tók að og ekki er búist við neinum skemmdum. Innlent 29.11.2006 21:19
Aðstoð við Afgana verður aukin Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan, auk þess að taka þátt í flutningum fyrir þau aðildarríki NATO sem hafa liðsafla í sunnanverðu landinu. Þessu lýsti Geir H. Haarde forsætisráðherra yfir á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í dag. Innlent 29.11.2006 19:05
Telja núverandi varnafyrirkomulag ófullnægjandi Góðar líkur eru á að norski flugherinn hefji reglubundið eftirlitsflug um íslenska lofthelgi. Danir, Bretar og Kanadamenn eru einnig áhugasamir um varnarsamstarf við Íslendinga. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja að þetta sýni að samkomulag Íslands og Bandaríkjanna tryggi ekki varnir landsins. Innlent 29.11.2006 18:56
Líf manns í tvísýnu eftir hjartastopp í lögreglubíl Tvísýnt er með ungan mann sem lenti í hjartastöðvun í lögreglubíl um helgina. Ætla má að máli hans verði vísað til ríkissaksóknara. Innlent 29.11.2006 17:49
Atvinnusvæði á Hólmsheiði samþykkt Tillaga að nýju atvinnusvæði á Hólmsheiði við Suðurlandsveg var samþykkt á fundi skipulagsráðs Reykjavíkur í dag. Heildarstærð hins nýja athafnasvæðis er um 110 hektarar og er það á mörkum Suðurlandsvegar og Hafravatnsvegar. Markmiðið með skipulagi þessa svæðis er að tryggja stóraukið framboð atvinnulóða í borginni, en miðað er við að skipuleggja svæðið með hliðsjón af fjölbreyttum atvinnulóðum hvað varðar starfsemi, stærð og umfang. Innlent 29.11.2006 17:37
Sjónarhóll fær styrk frá félagsmálaráðuneyti Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Andrés Ragnarsson, stjórnarformaður Sjónarhóls, undirrituðu í dag samning um styrk frá félagsmálaráðuneytinu til ráðgjafarmiðstöðvarinnar sem nemur 15 milljónum króna á ári í þrjú ár. Andrés Ragnarsson segist líta svo á að starfsemin hafi hér með verið fest í sessi. Innlent 29.11.2006 17:02
Tap Dagsbrúnar 3,2 milljarðar króna Dagsbrún tapaði 3,2 milljörðum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er nokkuð verri afkoma en reiknað var með en gert var ráð fyrir 2,8 milljarða króna tapi. Þá tapaði félagið 4.678 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 554 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Tekjur félagsins þrefölduðust á milli ára. Innlent 29.11.2006 16:50
Hafði afskipti af manni sem skemmdi eigin bíl Lögreglan í Reykjavík fær oft óvenjuleg mál á sitt borð og í gær kom eitt slíkt upp í höfuðborginni. Þá hafði lögrela afskipit af karlamanni sem var að vinna skemmdir á bíl. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn var sjálfur eigandi bílsins en lögregla segir ekki vitað hvað honum hafi gengið til. Innlent 29.11.2006 14:34
Vilja að afgreiðslu RÚV-frumvarps verði frestað Stjórn Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður, skorar á forystumenn Framsóknarflokksins að fresta afgreiðslu frumvarps um Ríkisútvarpið um óákveðinn tíma eða á meðan málið er rætt betur innan flokksins. Innlent 29.11.2006 14:21
Íslendingar taka upp stjórnmálasamband við Líberíu Íslendingar hafa tekið upp stjórnmálasamband við Afríkuríkið Líberíu. Fastafulltrúar landanna hjá Sameinuðu þjóðunum undirrituðu yfirlýsingu þess efnis í New York í gær. Líbería er í Vestur-Afríku með strönd að Atlantshafi og þar búa um 3,5 milljónir manna. Innlent 29.11.2006 13:58
Bogi hættir hjá Icelandic Group Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandic Group hf., hefur ákveðið að láta af störfum. Starfslok hans verða um miðjan desember.Bogi hefur gegnt starfinu frá því í júní 2004. Viðskipti innlent 29.11.2006 13:58
Reyndu að hafa hraðbanka á brott með sér Lögregla leitar nú óprúttinna manna sem reyndu í nótt að hafa hraðbanka í útibúi Landsbankans að Klettshálsi í Reykjavík á brott með sér. Mennirnir höfðu náð að losa hraðbankann og drösla honum út úr anddyri útibúsins en þar virðast þeir hafa gefist upp enda eru hraðbankar níðþungir. Innlent 29.11.2006 13:42
Varar við afnámi styrkja í landbúnaði Valdimar Einarsson, ráðgjafi á Nýja-Sjálandi, varar við afleiðingum þess að afnema styrkjakerfi íslensks landbúnaðar og að fella niður innflutningshömlur á erlendum landbúnaðarafurðum. Þetta kom fram í erindi hans á morgunverðarfundi Bændasamtaka Íslands sem haldinn var undir yfirskriftinni "Á að vera landbúnaður á Íslandi?" á Hótel Sögu í morgun. Innlent 29.11.2006 13:29
Flestir fyrrverandi starfsmenn komnir með vinnu Flestir fyrrverandi starfsmanna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli eru komnir með aðra vinnu. Fimmtíu og sex fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins, sem búsettir eru á Suðurnesjum, eru ekki komnir með aðra vinnu. Innlent 29.11.2006 11:31
Gæði íss ófullnægjandi í 62 prósentum tilvika Örverufræðileg gæði íss úr vél voru ófullnægjandi hjá 62 prósentum fyrirtækja samkvæmt könnun sem gerð var á vegum matvælaeftirlits umhverfissviðs Reykjavíkur. 22 prósent fyrirtækja voru með fullnægjandi niðurstöður og 16 prósent fengu senda athugasemd. Innlent 29.11.2006 12:48
Hægt að stöðva framkvæmdir fyrirtækja ef starfsmannaleigur veita ekki upplýsingar Samkvæmt nýju frumvarpi félagsmálaráðherra verður hægt að stöðva framkvæmdir hjá fyrirtækjum ef starfsmannaleigur sem þau skipta við sinna ekki upplýsingaskyldum sínum. Innlent 29.11.2006 12:11
Sjúkraflugvél Landsflugs ekki í Eyjum í gærkvöld Kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi til að sækja alvarlega veikan sjúkling til Vestmannaeyja þar sem sjúkraflugvél Landsflugs var ekki í Eyjum þegar til átti að taka. Innlent 29.11.2006 12:05
Hald lagt á átta kíló af kókaíni það sem af er ári Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekinn í Leifsstöð með stærstu kókaínsendingu sem fundist hefur í fórum eins manns til þessa. Tollgæslan hefur lagt hald á samtals átta kíló af kókaíni það sem af er árinu eða áttfalt meira en allt árið í fyrra. Innlent 29.11.2006 11:59
Aukin framlög til endurreisnar og þróunar í Afganistan Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan auk þess sem standa á að flugflutningum í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu Afganistan. Frá þessu greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Ríga í Lettlandi í dag. Innlent 29.11.2006 11:47
Erfitt að stjórna verðbólgu í litlum hagkerfum Það er erfiðara er að hafa stjórn á verðbólgu í litlum hagkerfum líkt og á Íslandi en í stórum hagkerfum. Þetta segir í nýrri vinnuskjali sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í dag. Viðskipti innlent 29.11.2006 11:37
HB Grandi tapaði 1 milljarði króna Útgerðarfélagið HB Grandi tapaði rúmum einum milljarði króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður félagsins á þriðja fjórðunig ársins nam hins vegar rúmum 1,5 milljörðum króna samanborið við 585 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 29.11.2006 10:25
Lögreglan á Akureyri lýsir eftir manni Lögreglan á Akureyri lýsir eftir Gunnhalli Gunnhallssyni sem ekkert hefur spurst til síðan aðfararnótt laugardagsins 25. nóvember. Gunnhallur var sennilega klæddur í svarta dúnúlpu og gallabuxur og er 44 ára gamall. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gunnhalls eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Akureyri í síma 464-7705. Innlent 28.11.2006 20:32
Bregst við ásókn í búsetu í atvinnuhúsnæði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hélt sídegis í dag fund með staðgengli borgarstjórans í Reykjavík, formanni Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og formanni félagsmálanefndar Alþingis ásamt fleirum í því skyni að bregðast við vanda sem virðist stafa af aukinni ásókn í búsetu í atvinnuhúsnæði. Innlent 28.11.2006 19:46
Þrautaganga þorsksins heldur áfram Þrautaganga þorskstofnsins heldur áfram, samkvæmt nýjustu haustmælingum Hafrannsóknarstofnunar. Fimmta árið í röð eru þorskárgangar lélegir. Staðfesting á fyrri spám, segir sérfræðingur hjá Hafró en framkvæmdastjóri LÍÚ segir að ekki þurfi að draga úr veiðum Innlent 28.11.2006 19:04
Ungir framsóknarmenn á móti því að RÚV verði gert að hlutafélagi Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) samþykkti í dag samhljóða ályktun þar sem þingmenn eru hvattir til þess að samþykkja ekki fyrirliggjandi frumvarp um RÚV ohf. Meðal annars kemur fram í ályktuninni að SUF telur að hvorki sé hagsmunum RÚV, né almennings, best borgið með hlutafélagavæðingu heldur sé réttara að huga að því að breyta RÚV í sjálfseignarstofnun með breska ríkisútvarpið BBC sem fyrirmynd. Innlent 28.11.2006 18:52
Hefur sótt um embætti dómara Ingimundur Einarsson, sem hafði verið valinn í starf aðstoðarlögreglustjóra hjá nýju embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Innlent 28.11.2006 18:51