Innlent

Fréttamynd

Ljósmæður í friðargæsluna

Íslenskar ljósmæður munu halda námskeið í móttöku barna í Afganistan á vegum íslensku friðargæslunnar. Um leið verður dregið úr þeirri starfsemi sem friðargæslan hefur haft með höndum í landinu. Þó eru líkur á að Íslendingar annist yfirtöku heimamanna á stjórn Kabúl-flugvallar.

Innlent
Fréttamynd

Hunsar upplýsingar um hval

Haukur Ólafsson, sendifulltrúi í íslenska sendiráðinu í Bretlandi, segir Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Breta, hafa allar nauðsynlegar upplýsingar um stofnstærð langreyðar og hrefnu en hann kjósi hins vegar að nýta þær ekki í málflutningi sínum um atvinnuhvalveiðar Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Hættuleg efni algeng í stofum

Mikið af hættulegum efnum er að finna í smíðastofum í grunnskólum landsins, loftræsting er oft léleg í stofunum og aðstaðan ekki nógu góð. Þetta segir Gunnar Kristinsson, heilbrigðisfulltrúi á umhverfissviði Reykjavíkurborgar, en þetta kemur fram á vefsíðu sviðsins.

Innlent
Fréttamynd

Heimahjúkrun aukin eystra

Kvöld- og helgarþjónusta sú sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir nú í heimahjúkrun verður aukin verulega eystra.

Innlent
Fréttamynd

Pólitísk afskipti skaða Strætó

Pólitísk afskipti af daglegri starfsemi Strætó bs. eru skaðleg fyrirtækinu og óljóst hver stefna fyrirtækisins er. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt á Strætó sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði að beiðni stjórnar fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Jólailminn leggur yfir alla Húsavík

„Menn komast strax í jólastemningu þegar byrjað er að vinna með hangikjötið,“ segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík. Sláturtíðinni þar er lokið og nú vinnur Sigmundur og starfsfólk hans hörðum höndum að því að gera jólarétt Íslendinga, hangikjötið eins ljúffengt og unnt er.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður með skotvopn

Sérsveit Ríkislögreglustjórans á Akureyri handtók í fyrrakvöld mann á Siglufirði eftir tilkynningu um að töluvert ölvaður maður væri vopnaður skotvopni í heimahúsi. Hann hafði hleypt af byssu í þrígang inni í bílskúr. Hafði hann skotið í ruslapoka og hlaut því enginn skaða af.

Innlent
Fréttamynd

Próflaus á stolnum bíl

Próflaus ökumaður á stolnum bíl keyrði út af í Borgarfirði í gær. Bílveltan varð við Dalsmynni í Norðurárdal síðdegis í gærdag. Grunur leikur á að bílstjórinn, sem var 16 ára stúlka, hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Einn farþegi var í bílnum og reyndist hann með útrunnið ökuskírteini.

Innlent
Fréttamynd

Gefur kost á sér í 3.-5. sæti

Grímur Gíslason framkvæmdastjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn tvívegis með fíkniefni

Karlmaður á miðjum aldri var tekinn tvívegis fyrir að hafa ætluð fíkniefni í fórum sínum. Lögreglan í Reykjavík hafði fyrst afskipti af manninum í miðborginni í fyrrakvöld og svo aftur um nóttina. Hann var þá enn staddur á svipuðum slóðum en aðeins liðu fáeinir klukkutímar á milli þess sem lögreglan stöðvaði för hans. Eftir seinna tilvikið var maðurinn fluttur á lögreglustöð.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af árás á lögreglu

Ungur maður var í gær sýknaður af ákæru um að hafa brotið gegn valdstjórninni í mars síðastliðnum með því að hafa tekið lögreglumann hálstaki. Lögreglumaðurinn sakaði manninn um að hafa veist að sér með ofangreindum hætti til að losa félaga sinn sem lögreglan hafi haft afskipti af. Maðurinn neitaði sök og sagðist einungis hafa snert öxl lögreglumannsins sem hafi á móti úðað á hann með varnarúða. Fjölmörg vitni komu fyrir dóminn og staðfestu frásögn hans.

Innlent
Fréttamynd

Kókaíntölvumaður í dóm

Maður sem reyndi að smygla tæplega sjö hundruð grömmum af kókaíni til landsins í tölvu bíður nú dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn sem er um fimmtugt reyndi að smygla fíkniefninu til landsins í mars.

Innlent
Fréttamynd

Með hálft kíló af kókaíni

Þrír karlmenn eru í haldi lögreglunnar í Reykjavík, sem rannsakar tilraun þeirra til að smygla nálægt fimm hundruð grömmum af kókaíni til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Fékk fjögurra ára fangelsi

Hæstiréttur þyngdi í gær refsidóm yfir Litháanum Roman Kosakovskis, sem reyndi að smygla amfetamíni í fljótandi formi svo og brennisteinssýru til landsins í febrúar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt hann í tveggja og hálfs árs fangelsi en Hæstiréttur þyngdi dóminn í fjögur ár.

Innlent
Fréttamynd

Dómur Símamanna mildaður

Hæstiréttur mildaði í gær dóm héraðsdóms yfir fjórum mönnum sem höfðu verið ákærðir fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda og lækkaði sektargreiðslur þeirra um 74,25 milljónir króna. Þrír mannanna, þeir Árni Þór Vigfússon, Kristján Ragnar Kristjánsson og Ragnar Orri Benediktsson tengdust allir Landssímamálinu svokallaða þar sem þeir voru meðal annars sakfelldir fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Auk þeirra var fyrrverandi framkvæmdastjóri Japis dæmdur í þessu máli.

Innlent
Fréttamynd

Mýrin fær 4 stjörnur

Mýrin, ný kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks sem byggir á samnefndri glæpasögu Arnaldar Indriðasonar, fær 4 stjörnur af 4 mögulegum í fyrsta dómi sem birtur var um hana á íslenskum kvikmyndavef í kvöld. Gagnrýnandi fer þar lofsamlegum orðum um myndina. Myndarinnar er beðið með töluverðri eftirvæntingu.

Innlent
Fréttamynd

Bannað að nota firmanafnið Orms lyftur

Neytendastofa hefur bannað Orms lyftum ehf. að nota firmanafnið Orms lyftur í kjölfar kvörtunar Bræðranna Ormsson ehf. og Íslandslyfta ehf. Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu að hún telur að Orms lyftur ehf. hafi með notkun trúnaðarupplýsinga úr rekstri Bræðranna Ormsson ehf., með bréfi til viðskiptavina og með notkun firmanafnsins Orms lyftur ehf. brotið gegn ákvæðum um atvinnuleyndarmál og firmanöfn í lögum um óréttmæta viðskiptahætti.

Innlent
Fréttamynd

Frjármálaráðherra fundar með 3 framkvæmdastjórum ESB

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, átti í gær og í dag fundi með þremur framkvæmdastjórum Evrópusambandsins, þeim Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál, Lasló Kóvaks sem fer með tolla- og skattamál og Dalíu Grybauskaité sem fer með fjármál sambandsins. Tilgangur fundanna var að ræða um stefnumál og þróun sambandsins á þessum sviðum. Auk þess heimsótti ráðherrann Eftirlitsstofnun EFTA og fékk kynningu á starfseminni sem felst í að fylgjast með framkvæmd samningsins um evrópska efnahagssvæðið hjá Íslandi, Noregi og Lichtenstein.

Innlent
Fréttamynd

Hótar Íslendingum ófarnaði

Sjávarútvegsráðherra Bretlands segir að Íslendingum muni hefnast fyrir að hefja hvalveiðar og spáir því að Bretar muni sniðganga íslenskar vörur og þjónustu. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig lýst yfir vonbrigðum með veiðarnar.

Erlent
Fréttamynd

Háskólinn baðaður bleikum lit á morgun

Háskóli Íslands tekur á táknrænan hátt þátt í átaki helgað árvekni um brjóstakrabbamein og mun lýsa upp Aðalbygginguna í bleika lit átaksins. Kveikt verður á lýsingunni annað kvöld kl. 19:30 í tengslum við Háskólahátíð sem verður haldin daginn eftir.

Innlent
Fréttamynd

Kynbundinn launamunur nánast ekkert minnkað á 10 árum

Kynbundinn launamunur hefur sama og ekkert minnkað á síðustu tíu árum, samkvæmt nýrri rannsókn. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra lýsir yfir vonbrigðum með þessa niðurstöðu og kallar eftir samvinnu við aðila vinnumarkaðarins.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavík verði valkostur fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki

Borgarráð samþykkti í morgun, að tillögu Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs, að hrinda af stað átaki sem miði að því að gera Reykjavík að áhugaverður valkosti fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki. Verkefnisstjórn, skipuðum fulltrúa Reykajvíkurborgar, innlendra kvikmyndafyrirtækja, Kvikmyndmiðstöðvar og Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, verði falið að gera tillögur í þeim efnum. Framkvæmdaáætlun verði síðan lögð fyrir í borgarráði í síðasta lagi 1. júlí 2007.

Innlent
Fréttamynd

Ísafjarðarbær dæmdur til að greiða bætur vegna skíðaslyss

Hæstiréttur dæmdi í dag Ísafjarðarbæ til að greiða manni um sex milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir í skíðaferð á vegum Súðavíkurskóla á skíðasvæði bæjarins í Tungudal árið 2002. Sneri hann að hluta til við dómi héraðdóms sem hafði sýknað Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp vegna slyssins.

Innlent
Fréttamynd

Mildar dóm yfir Landssímamönnum

Hæstiréttur hefur mildað dóm Héraðsdóms yfir fjórum mönnum sem gefið var að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda hjá einu eða fleiri af fimm hlutafélögum, þar á meðal Japís og Planet Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Fékk sex mánuði fyrir tilraun til ráns

Karlmaður var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi í Hæstarétti Íslands fyrir ránstilraun og fíkniefnabrot. Félagi hans sem tók þátt í brotunum hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm en sá hafði ekki áður gerst sekur um hegningarlagabrot.

Innlent