Innlent Atvinnuleysi 2,6 prósent á þriðja ársfjórðungi Atvinnuleysi á þriðja ársfjórungi þessa árs reyndist 2,6 prósent samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Það var ívið meira hjá konum en körlum, eða 3 prósent á móti tveimum komma tveimur prósentum. Atvinnuleysið á þessum ársfjórðungi var eilítið meira en á sama ársfjórðungi í fyrra þegar það var 1,8 prósent. Innlent 18.10.2006 10:22 Félagsfundur MÍ samþykkir kaupsamning við MS Félagsfundur Mjólkursamlags Ísfirðinga samþykkti í gær kaupsamning sem stjórn samlagsins og stjórn MS gerðu um kaup MS á eignum og rekstri Mjólkursamlags Ísfirðinga. Þetta kemur fram á fréttavefnum Bæjarins besta. Innlent 18.10.2006 10:04 Anza kaupir hluta af starfsemi TietoEnator Anza hf., dótturfyrirtæki Símans hf., hefur keypt þann hluta af starfsemi TietoEnator sem veitir aðilum tengdum opinbera geiranum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þjónustu á sviði upplýsingatækni. Samfara því hefur verið stofnað fyrirtækið Sirius IT, nýtt norrrænt upplýsingatæknifyrirtæki sem yfirtekur þessa starfsemi. Viðskipti innlent 18.10.2006 10:04 Vilja að samkeppnislög nái til mjólkuriðnaðar Samtök iðnaðarins vilja að samkeppnislög nái yfir mjólkuriðnaðinn líkt og annan iðnað í landinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum í kjölfar frétta af samruna MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar og þeim tilmælum Samkeppniseftirlitsins til landabúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að afnema ákvæði búvörulaga sem undanskilja mjólkuriðnað frá samkeppnislögum. Innlent 18.10.2006 09:57 Efni í Bláa lóninu vinna gegn öldrun húðarinnar Efni í jarðsjó Blá lónsins virka gegn öldrun húðarinnar og styrkja mikilvæga eiginleika hennar samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem Bláa lónið hefur unnið í samvinnu við Jean Krutmann, einn þekktasta vísindamann heims á sviði rannsókna á áhrifum umhverfis á húðina. Innlent 18.10.2006 09:31 Hvalstöðin hefur ekki leyfi til vinnslu á langreyðum Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki leyfi til vinnslu á þeim langreyðum sem nú má veiða. Fréttavefurinn Skessuhorn.is greinir frá þessu en þar segir að dýralæknar telji vinnsluhús Hvals í Hvalfirði ekki uppfylla þær kröfur sem gerðar séu til vinnslu til manneldis. Innlent 18.10.2006 09:26 Hlupu uppi þjóf Lögreglan í Hafnarfirði handtók tvo unga menn, eftir að þeir höfðu reynt að brjótast inn í iðnaðarhúsnæði við Sviðsbúð í Garðabæ í nótt. Þegar lögregla nálgaðist, kom styggð að þjófunum og faldi annar sig, en hinn tók til fótanna. Innlent 18.10.2006 08:13 Ekið á tvo gangandi vegfarendur Ekið var á tvo gangandi vegfarendur í Reykjavík í morgun en hvorugur mun vera í lífshættu. Fyrra slysið var á móts við Kringluna og hið síðara á móts við Reykjahlíð, vestast á Miklubraut. Óljóst er hversu alvarleg meiðsl þeirra sem ekið var á eru. Tildrög slysanna liggja ekki fyrir. Loka þurfti Miklubrautinni í austurátt frá Landspítala að Lönguhlíð vegna slysins og er umferð beint um Bústaðaveg. Innlent 18.10.2006 08:49 Verðmunur á lyfjum mikill Verðmunur á frumlyfi og samheitalyfi er allt að 66%, samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ í ellefu lyfjaverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Allt að 55% verðmunur var á lyfseðilsskyldum lyfjum. Innlent 18.10.2006 08:04 Gandí VE náðist á flot Fiskiskipið Gandí VE, sem nánast endastakkst í skipalyftunni í Vestmannaeyjum í gær, þegar sleðar í lyftunni brustu, náðist á flot í gærkvöldi. Skemmdir á skipinu reyndust ekki meiri en svo að því var þegar siglt áleiðist til Hafnarfjarðar til að fara í slipp þar. Innlent 18.10.2006 07:56 Önnuðu ekki eftirspurn Fjögur hundruð og þrettán listaverk hafa verið keypt á vaxtalausu listaverkaláni á undanförnum þremur árum. Samkvæmt upplýsingum frá Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar hafa lánin verið á bilinu 36 til 600 þúsund krónur, og hefur alls verið lánað fyrir tæpar 88 milljónir króna. Viðskipti innlent 17.10.2006 22:09 Segir ráðherrana hafa viljað kanna tengsl Svavars og STASI Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, kannast ekki við að hafa látið kanna það sérstaklega, hvort Svavar Gestsson hafi starfað fyrir austur-þýsku leyniþjónustuna STASI. Svavar var menntamálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar frá 1989 til 1991. Innlent 17.10.2006 20:53 Víða erlendis fjallað um hvalveiðar Íslendinga Helstu fjölmiðlar, bæði vestan hafs og austan, greina frá því að Íslendingar séu að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni og hafa eftir álit ýmissa umhverfisverndarsamtaka, sem bregðast ókvæða við. Innlent 18.10.2006 07:34 Ókeypis skólamáltíðir kosta nærri hálfan milljarð í viðbót Ef grunnskólabörnum í Reykjavík yrði boðið upp á fríar máltíðir í skólanum myndi það auka útgjöld borgarinnar um nærri hálfan milljarð króna. Innlent 17.10.2006 20:53 Margmenni kvaddi Hval 9 við brottför Atvinnuhvalveiðar eru heimilar að nýju samkvæmt ákvörðun stjórnvalda. Hvalur hf. má veiða níu langreyðar og hrefnuveiðisjómenn mega veiða 30 hrefnur til viðbótar við vísindaveiðikvóta. Veiðar máttu hefjast á miðnætti. Innlent 17.10.2006 20:53 Greiðir allt að 150 þúsund Fíkniefnadeild Lögreglunnar í Reykjavík hefur greitt fáeinum einstaklingum á ári hverju fjárhæðir fyrir upplýsingar sem reynst hafa réttar og leitt hafa til þess að árangur hefur náðst í að upplýsa fíkniefnamál, að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns deildarinnar. Þessar greiðslur fara aldrei ekki fram fyrr en að sýnt er að upplýsingarnar hafi borið árangur. Innlent 17.10.2006 20:53 Skelfilegt að þurfa að bíða svona lengi Guðrún Guðmundsdóttir á þrjú börn á aldrinum 3 til 16 ára sem öll bíða þjónustu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Stöðin fékk nýverið fjárveitingu fyrir sex nýjum stöðugildum en þrátt fyrir það eru biðlistar mjög langir. Innlent 17.10.2006 20:54 Á við átta Smáralindir Á prjónunum er stórfelld uppbygging verslunarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu og í stærstu þéttbýliskjörnum landsins. Af samtölum við helstu stjórnendur fasteignafélaga má ráða að um 250 þúsund fermetrar af verslunarhúsnæði rísi á næstunni eða séu nýrisnir. Þessi fermetrafjöldi samsvarar rúmlega áttföldu verslunarrými Smáralindar. Innlent 17.10.2006 20:52 Núverandi ríkisstjórn hefur ekkert að fela Forsætisráðherra segir hleranamál komin í farveg og telur hvorki ástæðu til að skipa þingnefnd sem rannsaki þau né útvíkka starfssvið sérfræðinganefndar sem er að störfum. Ríkisstjórnin muni ekkert aðhafast að svo komnu máli. Innlent 17.10.2006 20:53 Baugur opnar höfuðstöðvar Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var viðstaddur opnun nýrra höfuðstöðva Baugs í London í gær og flutti ávarp við athöfnina. Innlent 17.10.2006 20:53 Engir símhlerunarúrskurðir vegna þjóðaröryggis frá 1976 Engir dómsúrskurðir hafa verið kveðnir upp síðustu þrjá áratugina þar sem símhleranir hafa verið heimilaðar á þeim forsendum að öryggi ríkisins sé hætta búin, að sögn Helga I. Jónssonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 17.10.2006 20:53 Ban er mikill jafnréttissinni Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu og verðandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er mikill jafnréttissinni og ætlar að beita sér í jafnréttismálum. Þetta segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sem hitti Ban á fundi smáríkja Sameinuðu þjóðanna í tengslum við allsherjarþing þess í lok september. Innlent 17.10.2006 20:53 Stjórnskipuleg áhætta að skerða eftirlaun ráðamanna Lögmennirnir Karl Axelsson og Lilja Jónasdóttir ráðlögðu Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi forsætisráðherra, að taka ekki þá „stjórnskipulegu áhættu“ að skerða eftirlaun æðstu manna sem voru byrjaðir að þiggja eftirlaun samkvæmt umdeildum lögum frá árinu 2003. Innlent 17.10.2006 20:53 Kærði nauðgun til lögreglunnar Stúlka um tvítugt, sem nauðgað var í húsundi á bak við Menntaskólann í Reykjavík aðfaranótt síðasta sunnudags, gaf í gær skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Hún lagði jafnframt fram kæru vegna árásarinnar, sem að sögn lögreglu, var óvenju harkaleg. Innlent 17.10.2006 20:52 Gerir ráð fyrir mótmælum Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segist alveg viss um að rétt sé að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni og óttast ekki að skaði hljótist af. „Ég geri ráð fyrir mótmælum. Mótmæli Breta koma ekki á óvart og fleiri þjóðir munu örugglega láta á sér kræla á næstunni.“ Innlent 17.10.2006 20:53 Skipið skagaði langt upp í loftið Skipalyfta við höfnina í Vestmannaeyjum gaf sig þegar hún var að lyfta netabát í slipp um klukkan fjögur í gær. Báturinn, sem heitir Gandí VE 171, var kominn langleiðina upp í slippinn þegar hluti lyftunnar gaf sig og hrundi niður þannig að skipið stóð uppi líkt og það hefði stungist í jörðina. Betur fór en á horfðist og urðu aðeins lítilsháttar meiðsli á fólki. Innlent 17.10.2006 20:53 Viðbrögð stjórnarandstöðu við hvalveiðum Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, segir flokk sinn leggjast gegn ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni. Hann segir veiðarnar valda meiri skaða en þær gefi af sér. Þá gagnrýndi hann að samráð væri fyrst haft við stjórnarandstöðuna þegar skipið væri farið til veiða. Innlent 17.10.2006 20:52 Fyrst og fremst sorglegar fréttir Frode Pleym, talsmaður Grænfriðunga, segir að ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar að nýju séu fyrst og fremst sorglegar fréttir. „Þetta virkar á okkur eins og ögrun frá Kristjáni Loftsyni frekar en nokkuð annað. Hann er studdur innan ríkisstjórnarinnar en það segir ekkert um hvað meginþorri Íslendinga vill gera.“ Innlent 17.10.2006 20:52 Íslenskt lagaumhverfi gott Á fundi ríkisstjórnar í gær var farið lauslega í skýrslu FATF, alþjóðlegrar ráðgjafastofnunar helstu iðnríkja gegn peningaþvætti. Samtökin gera úttektir á vörnum aðildarríkjanna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í laga- og viðskiptaumhverfi þeirra. Niðurstaða skýrslunnar var sú að Ísland stendur ágætlega í þessu samhengi, þótt ávallt megi gera betur. Innlent 17.10.2006 20:52 Ráðuneytum verði fækkað Innlent 17.10.2006 20:53 « ‹ 198 199 200 201 202 203 204 205 206 … 334 ›
Atvinnuleysi 2,6 prósent á þriðja ársfjórðungi Atvinnuleysi á þriðja ársfjórungi þessa árs reyndist 2,6 prósent samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Það var ívið meira hjá konum en körlum, eða 3 prósent á móti tveimum komma tveimur prósentum. Atvinnuleysið á þessum ársfjórðungi var eilítið meira en á sama ársfjórðungi í fyrra þegar það var 1,8 prósent. Innlent 18.10.2006 10:22
Félagsfundur MÍ samþykkir kaupsamning við MS Félagsfundur Mjólkursamlags Ísfirðinga samþykkti í gær kaupsamning sem stjórn samlagsins og stjórn MS gerðu um kaup MS á eignum og rekstri Mjólkursamlags Ísfirðinga. Þetta kemur fram á fréttavefnum Bæjarins besta. Innlent 18.10.2006 10:04
Anza kaupir hluta af starfsemi TietoEnator Anza hf., dótturfyrirtæki Símans hf., hefur keypt þann hluta af starfsemi TietoEnator sem veitir aðilum tengdum opinbera geiranum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þjónustu á sviði upplýsingatækni. Samfara því hefur verið stofnað fyrirtækið Sirius IT, nýtt norrrænt upplýsingatæknifyrirtæki sem yfirtekur þessa starfsemi. Viðskipti innlent 18.10.2006 10:04
Vilja að samkeppnislög nái til mjólkuriðnaðar Samtök iðnaðarins vilja að samkeppnislög nái yfir mjólkuriðnaðinn líkt og annan iðnað í landinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum í kjölfar frétta af samruna MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar og þeim tilmælum Samkeppniseftirlitsins til landabúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að afnema ákvæði búvörulaga sem undanskilja mjólkuriðnað frá samkeppnislögum. Innlent 18.10.2006 09:57
Efni í Bláa lóninu vinna gegn öldrun húðarinnar Efni í jarðsjó Blá lónsins virka gegn öldrun húðarinnar og styrkja mikilvæga eiginleika hennar samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem Bláa lónið hefur unnið í samvinnu við Jean Krutmann, einn þekktasta vísindamann heims á sviði rannsókna á áhrifum umhverfis á húðina. Innlent 18.10.2006 09:31
Hvalstöðin hefur ekki leyfi til vinnslu á langreyðum Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki leyfi til vinnslu á þeim langreyðum sem nú má veiða. Fréttavefurinn Skessuhorn.is greinir frá þessu en þar segir að dýralæknar telji vinnsluhús Hvals í Hvalfirði ekki uppfylla þær kröfur sem gerðar séu til vinnslu til manneldis. Innlent 18.10.2006 09:26
Hlupu uppi þjóf Lögreglan í Hafnarfirði handtók tvo unga menn, eftir að þeir höfðu reynt að brjótast inn í iðnaðarhúsnæði við Sviðsbúð í Garðabæ í nótt. Þegar lögregla nálgaðist, kom styggð að þjófunum og faldi annar sig, en hinn tók til fótanna. Innlent 18.10.2006 08:13
Ekið á tvo gangandi vegfarendur Ekið var á tvo gangandi vegfarendur í Reykjavík í morgun en hvorugur mun vera í lífshættu. Fyrra slysið var á móts við Kringluna og hið síðara á móts við Reykjahlíð, vestast á Miklubraut. Óljóst er hversu alvarleg meiðsl þeirra sem ekið var á eru. Tildrög slysanna liggja ekki fyrir. Loka þurfti Miklubrautinni í austurátt frá Landspítala að Lönguhlíð vegna slysins og er umferð beint um Bústaðaveg. Innlent 18.10.2006 08:49
Verðmunur á lyfjum mikill Verðmunur á frumlyfi og samheitalyfi er allt að 66%, samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ í ellefu lyfjaverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Allt að 55% verðmunur var á lyfseðilsskyldum lyfjum. Innlent 18.10.2006 08:04
Gandí VE náðist á flot Fiskiskipið Gandí VE, sem nánast endastakkst í skipalyftunni í Vestmannaeyjum í gær, þegar sleðar í lyftunni brustu, náðist á flot í gærkvöldi. Skemmdir á skipinu reyndust ekki meiri en svo að því var þegar siglt áleiðist til Hafnarfjarðar til að fara í slipp þar. Innlent 18.10.2006 07:56
Önnuðu ekki eftirspurn Fjögur hundruð og þrettán listaverk hafa verið keypt á vaxtalausu listaverkaláni á undanförnum þremur árum. Samkvæmt upplýsingum frá Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar hafa lánin verið á bilinu 36 til 600 þúsund krónur, og hefur alls verið lánað fyrir tæpar 88 milljónir króna. Viðskipti innlent 17.10.2006 22:09
Segir ráðherrana hafa viljað kanna tengsl Svavars og STASI Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, kannast ekki við að hafa látið kanna það sérstaklega, hvort Svavar Gestsson hafi starfað fyrir austur-þýsku leyniþjónustuna STASI. Svavar var menntamálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar frá 1989 til 1991. Innlent 17.10.2006 20:53
Víða erlendis fjallað um hvalveiðar Íslendinga Helstu fjölmiðlar, bæði vestan hafs og austan, greina frá því að Íslendingar séu að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni og hafa eftir álit ýmissa umhverfisverndarsamtaka, sem bregðast ókvæða við. Innlent 18.10.2006 07:34
Ókeypis skólamáltíðir kosta nærri hálfan milljarð í viðbót Ef grunnskólabörnum í Reykjavík yrði boðið upp á fríar máltíðir í skólanum myndi það auka útgjöld borgarinnar um nærri hálfan milljarð króna. Innlent 17.10.2006 20:53
Margmenni kvaddi Hval 9 við brottför Atvinnuhvalveiðar eru heimilar að nýju samkvæmt ákvörðun stjórnvalda. Hvalur hf. má veiða níu langreyðar og hrefnuveiðisjómenn mega veiða 30 hrefnur til viðbótar við vísindaveiðikvóta. Veiðar máttu hefjast á miðnætti. Innlent 17.10.2006 20:53
Greiðir allt að 150 þúsund Fíkniefnadeild Lögreglunnar í Reykjavík hefur greitt fáeinum einstaklingum á ári hverju fjárhæðir fyrir upplýsingar sem reynst hafa réttar og leitt hafa til þess að árangur hefur náðst í að upplýsa fíkniefnamál, að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns deildarinnar. Þessar greiðslur fara aldrei ekki fram fyrr en að sýnt er að upplýsingarnar hafi borið árangur. Innlent 17.10.2006 20:53
Skelfilegt að þurfa að bíða svona lengi Guðrún Guðmundsdóttir á þrjú börn á aldrinum 3 til 16 ára sem öll bíða þjónustu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Stöðin fékk nýverið fjárveitingu fyrir sex nýjum stöðugildum en þrátt fyrir það eru biðlistar mjög langir. Innlent 17.10.2006 20:54
Á við átta Smáralindir Á prjónunum er stórfelld uppbygging verslunarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu og í stærstu þéttbýliskjörnum landsins. Af samtölum við helstu stjórnendur fasteignafélaga má ráða að um 250 þúsund fermetrar af verslunarhúsnæði rísi á næstunni eða séu nýrisnir. Þessi fermetrafjöldi samsvarar rúmlega áttföldu verslunarrými Smáralindar. Innlent 17.10.2006 20:52
Núverandi ríkisstjórn hefur ekkert að fela Forsætisráðherra segir hleranamál komin í farveg og telur hvorki ástæðu til að skipa þingnefnd sem rannsaki þau né útvíkka starfssvið sérfræðinganefndar sem er að störfum. Ríkisstjórnin muni ekkert aðhafast að svo komnu máli. Innlent 17.10.2006 20:53
Baugur opnar höfuðstöðvar Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var viðstaddur opnun nýrra höfuðstöðva Baugs í London í gær og flutti ávarp við athöfnina. Innlent 17.10.2006 20:53
Engir símhlerunarúrskurðir vegna þjóðaröryggis frá 1976 Engir dómsúrskurðir hafa verið kveðnir upp síðustu þrjá áratugina þar sem símhleranir hafa verið heimilaðar á þeim forsendum að öryggi ríkisins sé hætta búin, að sögn Helga I. Jónssonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 17.10.2006 20:53
Ban er mikill jafnréttissinni Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu og verðandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er mikill jafnréttissinni og ætlar að beita sér í jafnréttismálum. Þetta segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sem hitti Ban á fundi smáríkja Sameinuðu þjóðanna í tengslum við allsherjarþing þess í lok september. Innlent 17.10.2006 20:53
Stjórnskipuleg áhætta að skerða eftirlaun ráðamanna Lögmennirnir Karl Axelsson og Lilja Jónasdóttir ráðlögðu Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi forsætisráðherra, að taka ekki þá „stjórnskipulegu áhættu“ að skerða eftirlaun æðstu manna sem voru byrjaðir að þiggja eftirlaun samkvæmt umdeildum lögum frá árinu 2003. Innlent 17.10.2006 20:53
Kærði nauðgun til lögreglunnar Stúlka um tvítugt, sem nauðgað var í húsundi á bak við Menntaskólann í Reykjavík aðfaranótt síðasta sunnudags, gaf í gær skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Hún lagði jafnframt fram kæru vegna árásarinnar, sem að sögn lögreglu, var óvenju harkaleg. Innlent 17.10.2006 20:52
Gerir ráð fyrir mótmælum Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segist alveg viss um að rétt sé að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni og óttast ekki að skaði hljótist af. „Ég geri ráð fyrir mótmælum. Mótmæli Breta koma ekki á óvart og fleiri þjóðir munu örugglega láta á sér kræla á næstunni.“ Innlent 17.10.2006 20:53
Skipið skagaði langt upp í loftið Skipalyfta við höfnina í Vestmannaeyjum gaf sig þegar hún var að lyfta netabát í slipp um klukkan fjögur í gær. Báturinn, sem heitir Gandí VE 171, var kominn langleiðina upp í slippinn þegar hluti lyftunnar gaf sig og hrundi niður þannig að skipið stóð uppi líkt og það hefði stungist í jörðina. Betur fór en á horfðist og urðu aðeins lítilsháttar meiðsli á fólki. Innlent 17.10.2006 20:53
Viðbrögð stjórnarandstöðu við hvalveiðum Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, segir flokk sinn leggjast gegn ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni. Hann segir veiðarnar valda meiri skaða en þær gefi af sér. Þá gagnrýndi hann að samráð væri fyrst haft við stjórnarandstöðuna þegar skipið væri farið til veiða. Innlent 17.10.2006 20:52
Fyrst og fremst sorglegar fréttir Frode Pleym, talsmaður Grænfriðunga, segir að ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar að nýju séu fyrst og fremst sorglegar fréttir. „Þetta virkar á okkur eins og ögrun frá Kristjáni Loftsyni frekar en nokkuð annað. Hann er studdur innan ríkisstjórnarinnar en það segir ekkert um hvað meginþorri Íslendinga vill gera.“ Innlent 17.10.2006 20:52
Íslenskt lagaumhverfi gott Á fundi ríkisstjórnar í gær var farið lauslega í skýrslu FATF, alþjóðlegrar ráðgjafastofnunar helstu iðnríkja gegn peningaþvætti. Samtökin gera úttektir á vörnum aðildarríkjanna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í laga- og viðskiptaumhverfi þeirra. Niðurstaða skýrslunnar var sú að Ísland stendur ágætlega í þessu samhengi, þótt ávallt megi gera betur. Innlent 17.10.2006 20:52