Innlent Enn að hugsa Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, er enn að velta fyrir sér framboði til embætta innan forystu Framsóknarflokksins. Það liggur ekkert á, það er enn mánuður til flokksþings, sagði Siv í gær. Hún sagði fjóra kosti í stöðunni, að gefa kost á sér til embættis formanns eða varaformanns, sækjast eftir endurkjöri í starf ritara eða draga sig út úr flokksforystunni. Flokksþing Framsóknar fer fram 18. og 19. ágúst. Innlent 21.7.2006 21:16 Dómsmálaráðherra undrast úrskurðinn Björn Bjarnason segir Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínuna hf. vera að hugsa um öryggi almennings með stjórnsýslukæru. Vonandi tekið tillit til öryggissjónarmiða þegar endanlegar ákvarðanir verða teknar, segir Arnar Þór Jónsson. Innlent 21.7.2006 21:15 Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi Tveir Litháar voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamínvökva sem dugað hefði til framleiðslu á 13,3 kílóum amfetamíns til götusölu. Innlent 21.7.2006 21:15 Fjölgaði um rúm 12% í maí Ferðamönnum hingað til lands fjölgaði um tólf og hálft prósent í maímánuði síðastliðnum, miðað við sama mánuð í fyrra. Ríflega 31 þúsund ferðamenn heimsóttu landið í maí. Fjöldi ferðamanna þetta árið er kominn upp í tæp 105 þúsund og nemur fjölgunin tæplega átta prósentum á milli ára. Innlent 21.7.2006 21:15 Ekkert athugavert við kaupin Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir ekkert hafa verið því til fyrirstöðu að heimila kaup Símans hf. á Radíómiðun. Innlent 21.7.2006 21:16 Bið eftir innlögn sex vikur Innlent 21.7.2006 21:16 Grímur uppfyllti skilyrðin Grímur Atlason, þroskaþjálfi, bassaleikari og tónleikahaldari, hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík. Tíu sóttu um starfið, þar á meðal nokkrir viðskiptafræðingar og einn fyrrverandi bæjarstjóri. Hvað nákvæmlega gerði það að verkum að Grímur var ráðinn hefur ekki komið fram en vísast hefur hann uppfyllt skilyrðin sem sett voru. Innlent 21.7.2006 21:15 Heimahjúkrun verður stórefld Lyfta á grettistaki í þjónustu við aldrað fólk sem vill og getur búið á eigin heimili. Auka á heimahjúkrun og efla félagslega heimaþjónustu. Nú renna 540 milljónir króna árlega til heimahjúkrunar aldraðra. Innlent 21.7.2006 21:15 Sigurörn flytur í stórt útibúr Húsdýragarðurinn Sigurörn, haförninn heppni sem Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir frá Grundarfirði bjargaði frá bráðum bana á dögunum, hefur nú verið fluttur í stórt útibúr í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þar gefst nú einstakt tækifæri til að skoða þennan konung íslenskra fugla. Innlent 21.7.2006 21:16 Rekkjunautar skaða andlega getu karlmanna Austurrískir vísindamenn halda því nú fram að karlmenn séu betur settir sofi þeir einir í rúmi. Svefninn verður órólegri ef þeir þurfa að deila rúmi, og það veldur því að andleg geta mannsins verður verri en ella daginn eftir. Konur eru á hinn bóginn betur í stakk búnar til að deila rúmi með öðrum. Innlent 21.7.2006 21:16 Formaður Öryrkja- bandalagsins kærður Áhrifamenn innan Öryrkjabandalags Íslands ætla að kæra formann bandalagsins til Félagsmálaráðuneytisins. Fullyrt er að hann fari offari og hafi ekki staðið við starfslokasamkomulag við fyrrum framkvæmdastjóra. Innlent 21.7.2006 21:15 Mikill skaði á sumum trjátegundum Rysjótt tíð í vor hafði slæm áhrif á trjávöxt í landinu. Þetta segir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Á Suðurlandi og suðvesturhorninu varð mikill skaði á sumum trjátegundum. Innlent 21.7.2006 22:23 Um hundrað manns í mótmælabúðum á Kárahnjúkum Mótmælabúðir andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar eru komnar upp á ný, annað sumarið í röð. Innlent 21.7.2006 22:11 Samtök stofnuð um sögutengda ferðaþjónustu Nýlega voru stofnuð samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Forsvarsmenn samtakanna vilja samnýta krafta sína og beina sjónum ferðamanna enn frekar að söguarfleið Íslendinga. Innlent 21.7.2006 22:01 Dagur segist ekki hafa sakað sveitarfélög um svik á greiðslum Dagur B. Eggertsson segist aldrei hafa haldið því fram að sveitarfélög hafi svikist um að greiða til Strætó í samræmi við samþykkta fárhagsáætlun fyrirtækisins. Innlent 21.7.2006 20:59 Hagar fagnar tillögum matvælanefndar Fyrirtækið, Hagar fagnar tillögum matvælanefndar um einföldun á skattlagningu matvæla, minni skattalagningu á matvæli og auknu frelsi til innflutnings á matvörum, sem teljast sjálfsagðar neysluvörur heimilanna. Innlent 21.7.2006 20:40 Sprengjusérsfræðingar á leið til Patreksfjarðar Hrefnuskipið Njörður 1438 kom til hafnar í Patreksfirði um hálf átta í kvöld vegna þess að einn skutlinn sprakk ekki. Tveir sprengjusérfræðingar frá Landheglisgæslunni eru nú á leið vestur til að gera skutulinn óvirkann. Búið er að loka hluta hafnarinnar vegna þessa. Innlent 21.7.2006 20:25 Átta fluttir á slysadeild Átta manns voru fluttir á slysadeild Landsspítalans-háskólasjúkrahúss eftir bílslys sem varð á Suðurlandsvegi rétt eftir klukkan sex í kvöld. Enginn er í bráðri lífshættu en einn er nokkuð slasaður. Innlent 21.7.2006 19:51 Vistaskiptin ekki tengd valdaskiptum í ráðhúsi Reykjavíkur Helga Jónsdóttir hverfur úr æðstu embættismannastjórn Reykjavíkurborgar og verður næsti bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hún segir vistaskiptin ekki tengjast valdaskiptunum í ráðhúsi Reykjavíkur. Innlent 21.7.2006 19:31 Samgönguráðherra lýsir framsóknarmenn ábyrga Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að kosningaloforð framsóknarmanna um níutíu prósenta húsnæðislán hafi hrundið af stað þeirri óheillaþróun í verðlagsmálum sem verði nú til þess að fresta þurfi vegaframkvæmdum á Vestfjörðum og víðar. Innlent 21.7.2006 19:21 Rýmka á lög um stofnfrumurannsóknir Stofnfrumurannsóknir hafa verið stundaðar hér á landi í rúman áratug en lög sem gilda um þær koma í veg fyrir að íslenskir fósturvísar séu notaðir í slíkar rannsóknir. Það kann þó að breytast næsta vetur ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp sem nú er í undirbúningi. Innlent 21.7.2006 17:51 Alvarlegasti ákæruliður Baugsmálsins úr sögunni Alvarlegasti ákæruliður Baugsmálsins var úr sögunni í dag þegar Hæstiréttur staðfesti frávísun héraðsdóms. Þar var Jón Ásgeir Jóhannesson sakaður um að hafa blekkt stjórn Baugs í kaupum á 10 -11 verslununum og hagnast sjálfur um 200 milljónir króna. Innlent 21.7.2006 18:50 Tveir Litháar dæmdir í óskilorðsbundið fangels Tveir Litháar voru dæmdir í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, fyrir innflutning að fljótandi amfetamínbasa. Innlent 21.7.2006 18:32 Gjaldtaka fyrir legu látinna ekki talin leyfileg Umboðsmaður Alþingis telur að gjaldtaka fyrir legu látinna í líkhúsum sé ekki leyfileg. Kona sem neitaði að borga fyrir geymslu á líki föður síns, vísaði málinu til umboðsmanns. Innlent 21.7.2006 18:24 Bílslys á Suðurlandsvegi Bílslys varð á Suðurlandsvegi rétt eftir klukkan sex í kvöld. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og er vegurinn lokaður við Rauðhóla. Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að aka ekki um svæðið. Innlent 21.7.2006 18:14 Öll olíufélögin hafa lækkað bensínverð Öll olíufélögin hafa lækkað verð á bensíni í dag. Olíufélagið Esso var fyrst til að lækka lítrann um eina krónu og tíu aura í morgun og Atlantsolía tilkynnti lækkun skömmu síðar um sömu upphæð. Innlent 21.7.2006 18:10 Ný leið styrkt um sextán milljónir Ráðherrar heilbrigðis og félagsmála skrifuðu undir samkomulag við samtökin Nýja leið í dag um að styrkja nýstárlegt meðferðarstarf fyrir ungt fólk með áhættu og geðraskanir um samtals sextán milljónir á tveimur árum. Innlent 21.7.2006 17:58 Lokahátíð Sumarskólans Lokahátíð Sumarskólans var haldin í Austurbæjarskóla í dag. Á hverju sumri er unglingum og fullorðnu fólki af erlendu bergi brotnu boðið upp á Sumarskólann þar sem þau læra íslensku og fræðast um íslenskt þjóðfélag. Innlent 21.7.2006 17:41 Greiðslumark mjólkur eykst um 5 milljónir lítra Greiðslumark mjólkur eykst um 5 milljónir lítra og er því 116 milljónir lítra. Ef allt fer sem skyldi er það mesta mjólkurframleiðsla síðan 1978, en þá var hún 120 milljónir lítra. Innlent 21.7.2006 17:34 Hagnaður jókst á milli ára Viðskipti innlent 21.7.2006 16:05 « ‹ 314 315 316 317 318 319 320 321 322 … 334 ›
Enn að hugsa Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, er enn að velta fyrir sér framboði til embætta innan forystu Framsóknarflokksins. Það liggur ekkert á, það er enn mánuður til flokksþings, sagði Siv í gær. Hún sagði fjóra kosti í stöðunni, að gefa kost á sér til embættis formanns eða varaformanns, sækjast eftir endurkjöri í starf ritara eða draga sig út úr flokksforystunni. Flokksþing Framsóknar fer fram 18. og 19. ágúst. Innlent 21.7.2006 21:16
Dómsmálaráðherra undrast úrskurðinn Björn Bjarnason segir Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínuna hf. vera að hugsa um öryggi almennings með stjórnsýslukæru. Vonandi tekið tillit til öryggissjónarmiða þegar endanlegar ákvarðanir verða teknar, segir Arnar Þór Jónsson. Innlent 21.7.2006 21:15
Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi Tveir Litháar voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamínvökva sem dugað hefði til framleiðslu á 13,3 kílóum amfetamíns til götusölu. Innlent 21.7.2006 21:15
Fjölgaði um rúm 12% í maí Ferðamönnum hingað til lands fjölgaði um tólf og hálft prósent í maímánuði síðastliðnum, miðað við sama mánuð í fyrra. Ríflega 31 þúsund ferðamenn heimsóttu landið í maí. Fjöldi ferðamanna þetta árið er kominn upp í tæp 105 þúsund og nemur fjölgunin tæplega átta prósentum á milli ára. Innlent 21.7.2006 21:15
Ekkert athugavert við kaupin Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir ekkert hafa verið því til fyrirstöðu að heimila kaup Símans hf. á Radíómiðun. Innlent 21.7.2006 21:16
Grímur uppfyllti skilyrðin Grímur Atlason, þroskaþjálfi, bassaleikari og tónleikahaldari, hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík. Tíu sóttu um starfið, þar á meðal nokkrir viðskiptafræðingar og einn fyrrverandi bæjarstjóri. Hvað nákvæmlega gerði það að verkum að Grímur var ráðinn hefur ekki komið fram en vísast hefur hann uppfyllt skilyrðin sem sett voru. Innlent 21.7.2006 21:15
Heimahjúkrun verður stórefld Lyfta á grettistaki í þjónustu við aldrað fólk sem vill og getur búið á eigin heimili. Auka á heimahjúkrun og efla félagslega heimaþjónustu. Nú renna 540 milljónir króna árlega til heimahjúkrunar aldraðra. Innlent 21.7.2006 21:15
Sigurörn flytur í stórt útibúr Húsdýragarðurinn Sigurörn, haförninn heppni sem Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir frá Grundarfirði bjargaði frá bráðum bana á dögunum, hefur nú verið fluttur í stórt útibúr í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þar gefst nú einstakt tækifæri til að skoða þennan konung íslenskra fugla. Innlent 21.7.2006 21:16
Rekkjunautar skaða andlega getu karlmanna Austurrískir vísindamenn halda því nú fram að karlmenn séu betur settir sofi þeir einir í rúmi. Svefninn verður órólegri ef þeir þurfa að deila rúmi, og það veldur því að andleg geta mannsins verður verri en ella daginn eftir. Konur eru á hinn bóginn betur í stakk búnar til að deila rúmi með öðrum. Innlent 21.7.2006 21:16
Formaður Öryrkja- bandalagsins kærður Áhrifamenn innan Öryrkjabandalags Íslands ætla að kæra formann bandalagsins til Félagsmálaráðuneytisins. Fullyrt er að hann fari offari og hafi ekki staðið við starfslokasamkomulag við fyrrum framkvæmdastjóra. Innlent 21.7.2006 21:15
Mikill skaði á sumum trjátegundum Rysjótt tíð í vor hafði slæm áhrif á trjávöxt í landinu. Þetta segir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Á Suðurlandi og suðvesturhorninu varð mikill skaði á sumum trjátegundum. Innlent 21.7.2006 22:23
Um hundrað manns í mótmælabúðum á Kárahnjúkum Mótmælabúðir andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar eru komnar upp á ný, annað sumarið í röð. Innlent 21.7.2006 22:11
Samtök stofnuð um sögutengda ferðaþjónustu Nýlega voru stofnuð samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Forsvarsmenn samtakanna vilja samnýta krafta sína og beina sjónum ferðamanna enn frekar að söguarfleið Íslendinga. Innlent 21.7.2006 22:01
Dagur segist ekki hafa sakað sveitarfélög um svik á greiðslum Dagur B. Eggertsson segist aldrei hafa haldið því fram að sveitarfélög hafi svikist um að greiða til Strætó í samræmi við samþykkta fárhagsáætlun fyrirtækisins. Innlent 21.7.2006 20:59
Hagar fagnar tillögum matvælanefndar Fyrirtækið, Hagar fagnar tillögum matvælanefndar um einföldun á skattlagningu matvæla, minni skattalagningu á matvæli og auknu frelsi til innflutnings á matvörum, sem teljast sjálfsagðar neysluvörur heimilanna. Innlent 21.7.2006 20:40
Sprengjusérsfræðingar á leið til Patreksfjarðar Hrefnuskipið Njörður 1438 kom til hafnar í Patreksfirði um hálf átta í kvöld vegna þess að einn skutlinn sprakk ekki. Tveir sprengjusérfræðingar frá Landheglisgæslunni eru nú á leið vestur til að gera skutulinn óvirkann. Búið er að loka hluta hafnarinnar vegna þessa. Innlent 21.7.2006 20:25
Átta fluttir á slysadeild Átta manns voru fluttir á slysadeild Landsspítalans-háskólasjúkrahúss eftir bílslys sem varð á Suðurlandsvegi rétt eftir klukkan sex í kvöld. Enginn er í bráðri lífshættu en einn er nokkuð slasaður. Innlent 21.7.2006 19:51
Vistaskiptin ekki tengd valdaskiptum í ráðhúsi Reykjavíkur Helga Jónsdóttir hverfur úr æðstu embættismannastjórn Reykjavíkurborgar og verður næsti bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hún segir vistaskiptin ekki tengjast valdaskiptunum í ráðhúsi Reykjavíkur. Innlent 21.7.2006 19:31
Samgönguráðherra lýsir framsóknarmenn ábyrga Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að kosningaloforð framsóknarmanna um níutíu prósenta húsnæðislán hafi hrundið af stað þeirri óheillaþróun í verðlagsmálum sem verði nú til þess að fresta þurfi vegaframkvæmdum á Vestfjörðum og víðar. Innlent 21.7.2006 19:21
Rýmka á lög um stofnfrumurannsóknir Stofnfrumurannsóknir hafa verið stundaðar hér á landi í rúman áratug en lög sem gilda um þær koma í veg fyrir að íslenskir fósturvísar séu notaðir í slíkar rannsóknir. Það kann þó að breytast næsta vetur ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp sem nú er í undirbúningi. Innlent 21.7.2006 17:51
Alvarlegasti ákæruliður Baugsmálsins úr sögunni Alvarlegasti ákæruliður Baugsmálsins var úr sögunni í dag þegar Hæstiréttur staðfesti frávísun héraðsdóms. Þar var Jón Ásgeir Jóhannesson sakaður um að hafa blekkt stjórn Baugs í kaupum á 10 -11 verslununum og hagnast sjálfur um 200 milljónir króna. Innlent 21.7.2006 18:50
Tveir Litháar dæmdir í óskilorðsbundið fangels Tveir Litháar voru dæmdir í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, fyrir innflutning að fljótandi amfetamínbasa. Innlent 21.7.2006 18:32
Gjaldtaka fyrir legu látinna ekki talin leyfileg Umboðsmaður Alþingis telur að gjaldtaka fyrir legu látinna í líkhúsum sé ekki leyfileg. Kona sem neitaði að borga fyrir geymslu á líki föður síns, vísaði málinu til umboðsmanns. Innlent 21.7.2006 18:24
Bílslys á Suðurlandsvegi Bílslys varð á Suðurlandsvegi rétt eftir klukkan sex í kvöld. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og er vegurinn lokaður við Rauðhóla. Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að aka ekki um svæðið. Innlent 21.7.2006 18:14
Öll olíufélögin hafa lækkað bensínverð Öll olíufélögin hafa lækkað verð á bensíni í dag. Olíufélagið Esso var fyrst til að lækka lítrann um eina krónu og tíu aura í morgun og Atlantsolía tilkynnti lækkun skömmu síðar um sömu upphæð. Innlent 21.7.2006 18:10
Ný leið styrkt um sextán milljónir Ráðherrar heilbrigðis og félagsmála skrifuðu undir samkomulag við samtökin Nýja leið í dag um að styrkja nýstárlegt meðferðarstarf fyrir ungt fólk með áhættu og geðraskanir um samtals sextán milljónir á tveimur árum. Innlent 21.7.2006 17:58
Lokahátíð Sumarskólans Lokahátíð Sumarskólans var haldin í Austurbæjarskóla í dag. Á hverju sumri er unglingum og fullorðnu fólki af erlendu bergi brotnu boðið upp á Sumarskólann þar sem þau læra íslensku og fræðast um íslenskt þjóðfélag. Innlent 21.7.2006 17:41
Greiðslumark mjólkur eykst um 5 milljónir lítra Greiðslumark mjólkur eykst um 5 milljónir lítra og er því 116 milljónir lítra. Ef allt fer sem skyldi er það mesta mjólkurframleiðsla síðan 1978, en þá var hún 120 milljónir lítra. Innlent 21.7.2006 17:34