Áramót Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Fyrsta barn ársins á Norðurlandi fæddist klukkan 7.09 á nýársdagsmorgun. Barnið er Grímseyingur en Grímsey er nyrsta mannabyggð landsins. Nýbakaðir foreldrar segja enga fleiri íbúa eyjunnar eiga von á barni, svo um er að ræða nyrsta barn ársins. Lífið 4.1.2026 16:27 Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Leikstjórar Áramótaskaupsins virðast litlar áhyggjur hafa af gagnrýni á opnunaratriði skaupsins og segja mikilvægt að áhorfendur hafi eitthvað til að kjamsa á, á nýársdag. Þeir segjast hafa verið búnir undir mun harðari gagnrýni en barst. Lífið 3.1.2026 15:21 Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Foreldrar fyrsta barnsins sem fæddist á þessu ári áttu ekki von á drengnum í heiminn fyrr en viku síðar. Það kom því vel á óvart þegar drengurinn fæddist undir flugeldaregni skömmu eftir miðnætti á nýársnótt en um er að ræða fyrsta barn þeirra beggja. Lífið 3.1.2026 07:01 Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Nýtt ár blasir nú við og margir nýta þessi tímamót til þess að setja sér háleit markmið og strengja áramótaheit. Lífið 2.1.2026 22:22 Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Nýársbarnið á Suðurlandi fæddist á fæðingadeildinni á Selfossi í gær, 1. janúar, klukkan 17:06 en það var stúlka og fjölskyldan býr á Eyrarbakka. Foreldrar hennar eru þau Natalía Embla Þórarinsdóttir og Halldór Ingvar Bjarnason og stóri bróðir heitir Stormur Hrafn Halldórsson. Innlent 2.1.2026 20:06 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Áramótaskaupið 2025 vakti mikla lukku landsmanna en þar kenndi ýmissa grasa. Vísir hefur tínt til ýmsa forvitnilega mola sem vöktu athygli, svo sem sögulega fjarveru formanns Sjálfstæðisflokksins, skemmtilegar tengingar höfunda Skaupsins við viðföng þess og meint samsæri Rúv, Samfylkingar og Kaffi Vest gegn sitjandi borgarstjóra. Menning 2.1.2026 15:02 Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Síðustu klukkustundir ársins 2025 og fyrstu klukkustundir ársins 2026 var svifryksmengun mikil á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að áberandi hafi verið hversu hátt hlutfall fínasta svifryksins var af því svifryki sem mældist á gamlárskvöld og nýársnótt. Svifryk fór yfir sólarhringsheilsuverndarmörk PM10 í þremur af fimm mælistöðvum í Reykjavík. Innlent 2.1.2026 13:42 Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Metfjöldi hunda hefur verið tilkynntur týndur undanfarna daga vegna flugelda, 35 hundar hafa verið tilkynntir týndir frá 28. desember og níu frá því á miðnætti á gamlárskvöldi. Sjálfboðaliði Dýrfinnu segist telja nær öruggt að fleiri hundar muni týnast næstu daga á meðan flugeldum er skotið upp, eigendur þurfi að vera á varðbergi. Innlent 2.1.2026 13:30 Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, lenti í því óláni að það bilaði vatnslögn í húsinu hans um miðjan nóvember þannig hann gat ekki sturtað sig í einn og hálfan mánuð. Það kom þó ekki að sök því hann lærði að fara í fötubað í Afríku. Lífið 2.1.2026 13:14 Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Sala björgunarsveita á flugeldum gekk mjög vel þessi áramótin. Fólk hafi almennt farið varlega við að skjóta þeim upp, en nokkrir leituðu á bráðamóttöku með áverka á augum. Loftgæði eru aftur komin í lag eftir mengaða nýársnótt. Innlent 2.1.2026 13:07 Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Áramótaheitin okkar virðast nokkuð fyrirséð. Og alþjóðleg. Í hinum vestræna heimi er alla vega nokkuð líklegt að við séum flest að strengja okkur sambærileg áramótaheit. Atvinnulíf 2.1.2026 07:02 „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir það vera sameiginlega ábyrgð Íslendinga að tryggja að öll börn og ungmenni, óháð kyni og bakgrunni, fái tækifæri, finni tilgang og meti sig að verðleikum. „Með sameiginlegu átaki og hlýju getum við skapað framtíð þar sem öll börn finna styrk og von í eigin lífi. Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum og áratugum.“ Innlent 1.1.2026 14:08 Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fimmtán manns leituðu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík vegna flugeldaslysa í gærkvöldi og í nótt. Þar af voru átta sem leituðu á spítalann vegna áverka á augum. Innlent 1.1.2026 11:07 Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Áramótaskaupið virðist hafa vakið mikla lukku í ár af samfélagsmiðlum að dæma. Sumir vilja meina að það sé það besta í mannaminnum, en ekki var öllum hafi skemmt. Lífið 1.1.2026 10:55 Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hvetur þjóðina til að vera áfram samstíga og að hafna svartagallsrausi um að íslenska leiðin sé ekki lengur fær og að hér þurfi að kúvenda högum og háttum. Hún segir ekkert vera fjær sanni. Innlent 1.1.2026 09:19 Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Slökkviliðið var boðað út rúmlega tuttugu sinnum á höfuðborgarsvæðinu til að slökkva elda sem kviknað höfðu vegna flugelda. Í flestum tilfellum var eldsvoðinn smávægilegur. Innlent 1.1.2026 09:13 Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Ertu komin með nóg af stafræna áreitinu og langar að finna aðeins meira jafnvægi í skjánotkun á nýju ári? Velkomin í hópinn. Skoðun 1.1.2026 09:01 Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Fyrsta barn ársins 2026 á Íslandi lét ekki bíða lengi eftir sér og kom í heiminn klukkan 00:24 eftir því sem fréttastofa kemst næst. Um var að ræða dreng. Mikið hefur verið um að vera á fæðingardeild Landspítalans í nótt. Innlent 1.1.2026 07:07 Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á nýársnótt þar sem mikið var tilkynnt um slys vegna flugelda, hávaða vegna samkvæma, ofurölvi einstaklinga og elda í gróðri eða húsum. Sömuleiðis var mikið um ólæti í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 1.1.2026 06:51 Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Vísir sendir lesendum sínum nær og fjær – til sjávar og sveita – bestu óskir um farsælt nýtt ár. Megi árið 2026 færa okkur öllum frið og hamingju í hjarta. Innlent 31.12.2025 23:53 Gummi lögga er maður ársins 2025 Maður ársins 2025 hjá fréttastofu Sýnar er Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður. Hann hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól. Innlent 31.12.2025 15:06 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Hinn tólf ára gamli Hafþór Freyr Jóhannsson er maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar. Hann bjargaði tveggja ára systur sinni frá drukkun þegar hún féll af bryggju um verslunarmannahelgina. Innlent 31.12.2025 11:34 Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Rúmlega 54 prósent eru bjartsýn fyrir komandi ári samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Tæplega þriðjungur segist í meðallagi bjartsýnn fyrir 2026 en tæp fjórtán prósent segjast svartsýn fyrir árinu. Innlent 31.12.2025 08:25 Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Um helmingur þeirra sem slasast í flugeldaslysum eru börn allt niður í leikskólaaldur segir sérfræðingur í forvörnum. Góðir hanskar og flugeldagleraugu eru meðal öryggisbúnaðar sem nauðsynlegt er að hafa með þegar skjóta á upp annað kvöld. Innlent 30.12.2025 23:03 Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Landvernd, Ungir umhverfissinnar og sjálfboðaliðasamtökin Seeds Ísland boða til átaks á nýársdag til að plokka flugeldarusl. Átakið ber nafnið glitter, no litter, sem mætti þýða sem glimmer en ekkert rusl og vísar til flugeldanna sem verða sprengdir upp um áramót. Innlent 30.12.2025 15:02 Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Það líður varla mánuður án þess að fólk nálgist Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi leiðtoga Jafnaðarmanna, og rifji upp með honum bráðfyndið augnablik í Kryddsíldinni árið 2002 þegar þeim Össuri og Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, lenti saman og ásakanir um að vera dóni gengu á víxl við mikla kátínu hinna við háborðið. Innlent 30.12.2025 13:36 Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Vesturbæingar kaupa hlutfallslega oftast ís af öllum á meðan Hafnfirðingar fara oftast í bíó, samkvæmt samantekt sparisjóðsins Indó á neysluvenjum notenda. Neytendur 30.12.2025 12:08 Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, segir marga hunda hrædda við flugelda og hávaðann sem þeim fylgja og það geti haft mikil áhrif á þá í aðdraganda og á gamlárskvöldi. Hægt sé að gefa hundum töflur til að gleyma og til að róa þá. Innlent 30.12.2025 10:03 Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Einn hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga er nú brátt að baki en búist er við frosti á nýju ári. Veðurfræðingur ræddi veðurspá gamlárskvölds í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Veður 29.12.2025 21:06 Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Amma á Kársnesi sem saknar árlegrar áramótabrennu í Kópavogi hefur ákveðið að blása til svokallaðrar blysraðar í anda þjóðhátíðar í Eyjum á gamlárskvöld. Engar áramótabrennur eru á dagskrá í sveitarfélaginu í ár. Hún furðar sig á áhugaleysi Kópavogsbæjar á framtakinu, sem þjóni þeim tilgangi að fjölskyldur hafi eitthvað að gera milli matmálstíma og áramótaskaups á gamlárskvöld. Lífið 29.12.2025 18:26 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 10 ›
Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Fyrsta barn ársins á Norðurlandi fæddist klukkan 7.09 á nýársdagsmorgun. Barnið er Grímseyingur en Grímsey er nyrsta mannabyggð landsins. Nýbakaðir foreldrar segja enga fleiri íbúa eyjunnar eiga von á barni, svo um er að ræða nyrsta barn ársins. Lífið 4.1.2026 16:27
Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Leikstjórar Áramótaskaupsins virðast litlar áhyggjur hafa af gagnrýni á opnunaratriði skaupsins og segja mikilvægt að áhorfendur hafi eitthvað til að kjamsa á, á nýársdag. Þeir segjast hafa verið búnir undir mun harðari gagnrýni en barst. Lífið 3.1.2026 15:21
Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Foreldrar fyrsta barnsins sem fæddist á þessu ári áttu ekki von á drengnum í heiminn fyrr en viku síðar. Það kom því vel á óvart þegar drengurinn fæddist undir flugeldaregni skömmu eftir miðnætti á nýársnótt en um er að ræða fyrsta barn þeirra beggja. Lífið 3.1.2026 07:01
Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Nýtt ár blasir nú við og margir nýta þessi tímamót til þess að setja sér háleit markmið og strengja áramótaheit. Lífið 2.1.2026 22:22
Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Nýársbarnið á Suðurlandi fæddist á fæðingadeildinni á Selfossi í gær, 1. janúar, klukkan 17:06 en það var stúlka og fjölskyldan býr á Eyrarbakka. Foreldrar hennar eru þau Natalía Embla Þórarinsdóttir og Halldór Ingvar Bjarnason og stóri bróðir heitir Stormur Hrafn Halldórsson. Innlent 2.1.2026 20:06
Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Áramótaskaupið 2025 vakti mikla lukku landsmanna en þar kenndi ýmissa grasa. Vísir hefur tínt til ýmsa forvitnilega mola sem vöktu athygli, svo sem sögulega fjarveru formanns Sjálfstæðisflokksins, skemmtilegar tengingar höfunda Skaupsins við viðföng þess og meint samsæri Rúv, Samfylkingar og Kaffi Vest gegn sitjandi borgarstjóra. Menning 2.1.2026 15:02
Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Síðustu klukkustundir ársins 2025 og fyrstu klukkustundir ársins 2026 var svifryksmengun mikil á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að áberandi hafi verið hversu hátt hlutfall fínasta svifryksins var af því svifryki sem mældist á gamlárskvöld og nýársnótt. Svifryk fór yfir sólarhringsheilsuverndarmörk PM10 í þremur af fimm mælistöðvum í Reykjavík. Innlent 2.1.2026 13:42
Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Metfjöldi hunda hefur verið tilkynntur týndur undanfarna daga vegna flugelda, 35 hundar hafa verið tilkynntir týndir frá 28. desember og níu frá því á miðnætti á gamlárskvöldi. Sjálfboðaliði Dýrfinnu segist telja nær öruggt að fleiri hundar muni týnast næstu daga á meðan flugeldum er skotið upp, eigendur þurfi að vera á varðbergi. Innlent 2.1.2026 13:30
Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, lenti í því óláni að það bilaði vatnslögn í húsinu hans um miðjan nóvember þannig hann gat ekki sturtað sig í einn og hálfan mánuð. Það kom þó ekki að sök því hann lærði að fara í fötubað í Afríku. Lífið 2.1.2026 13:14
Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Sala björgunarsveita á flugeldum gekk mjög vel þessi áramótin. Fólk hafi almennt farið varlega við að skjóta þeim upp, en nokkrir leituðu á bráðamóttöku með áverka á augum. Loftgæði eru aftur komin í lag eftir mengaða nýársnótt. Innlent 2.1.2026 13:07
Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Áramótaheitin okkar virðast nokkuð fyrirséð. Og alþjóðleg. Í hinum vestræna heimi er alla vega nokkuð líklegt að við séum flest að strengja okkur sambærileg áramótaheit. Atvinnulíf 2.1.2026 07:02
„Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir það vera sameiginlega ábyrgð Íslendinga að tryggja að öll börn og ungmenni, óháð kyni og bakgrunni, fái tækifæri, finni tilgang og meti sig að verðleikum. „Með sameiginlegu átaki og hlýju getum við skapað framtíð þar sem öll börn finna styrk og von í eigin lífi. Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum og áratugum.“ Innlent 1.1.2026 14:08
Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fimmtán manns leituðu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík vegna flugeldaslysa í gærkvöldi og í nótt. Þar af voru átta sem leituðu á spítalann vegna áverka á augum. Innlent 1.1.2026 11:07
Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Áramótaskaupið virðist hafa vakið mikla lukku í ár af samfélagsmiðlum að dæma. Sumir vilja meina að það sé það besta í mannaminnum, en ekki var öllum hafi skemmt. Lífið 1.1.2026 10:55
Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hvetur þjóðina til að vera áfram samstíga og að hafna svartagallsrausi um að íslenska leiðin sé ekki lengur fær og að hér þurfi að kúvenda högum og háttum. Hún segir ekkert vera fjær sanni. Innlent 1.1.2026 09:19
Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Slökkviliðið var boðað út rúmlega tuttugu sinnum á höfuðborgarsvæðinu til að slökkva elda sem kviknað höfðu vegna flugelda. Í flestum tilfellum var eldsvoðinn smávægilegur. Innlent 1.1.2026 09:13
Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Ertu komin með nóg af stafræna áreitinu og langar að finna aðeins meira jafnvægi í skjánotkun á nýju ári? Velkomin í hópinn. Skoðun 1.1.2026 09:01
Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Fyrsta barn ársins 2026 á Íslandi lét ekki bíða lengi eftir sér og kom í heiminn klukkan 00:24 eftir því sem fréttastofa kemst næst. Um var að ræða dreng. Mikið hefur verið um að vera á fæðingardeild Landspítalans í nótt. Innlent 1.1.2026 07:07
Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á nýársnótt þar sem mikið var tilkynnt um slys vegna flugelda, hávaða vegna samkvæma, ofurölvi einstaklinga og elda í gróðri eða húsum. Sömuleiðis var mikið um ólæti í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 1.1.2026 06:51
Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Vísir sendir lesendum sínum nær og fjær – til sjávar og sveita – bestu óskir um farsælt nýtt ár. Megi árið 2026 færa okkur öllum frið og hamingju í hjarta. Innlent 31.12.2025 23:53
Gummi lögga er maður ársins 2025 Maður ársins 2025 hjá fréttastofu Sýnar er Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður. Hann hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól. Innlent 31.12.2025 15:06
Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Hinn tólf ára gamli Hafþór Freyr Jóhannsson er maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar. Hann bjargaði tveggja ára systur sinni frá drukkun þegar hún féll af bryggju um verslunarmannahelgina. Innlent 31.12.2025 11:34
Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Rúmlega 54 prósent eru bjartsýn fyrir komandi ári samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Tæplega þriðjungur segist í meðallagi bjartsýnn fyrir 2026 en tæp fjórtán prósent segjast svartsýn fyrir árinu. Innlent 31.12.2025 08:25
Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Um helmingur þeirra sem slasast í flugeldaslysum eru börn allt niður í leikskólaaldur segir sérfræðingur í forvörnum. Góðir hanskar og flugeldagleraugu eru meðal öryggisbúnaðar sem nauðsynlegt er að hafa með þegar skjóta á upp annað kvöld. Innlent 30.12.2025 23:03
Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Landvernd, Ungir umhverfissinnar og sjálfboðaliðasamtökin Seeds Ísland boða til átaks á nýársdag til að plokka flugeldarusl. Átakið ber nafnið glitter, no litter, sem mætti þýða sem glimmer en ekkert rusl og vísar til flugeldanna sem verða sprengdir upp um áramót. Innlent 30.12.2025 15:02
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Það líður varla mánuður án þess að fólk nálgist Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi leiðtoga Jafnaðarmanna, og rifji upp með honum bráðfyndið augnablik í Kryddsíldinni árið 2002 þegar þeim Össuri og Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, lenti saman og ásakanir um að vera dóni gengu á víxl við mikla kátínu hinna við háborðið. Innlent 30.12.2025 13:36
Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Vesturbæingar kaupa hlutfallslega oftast ís af öllum á meðan Hafnfirðingar fara oftast í bíó, samkvæmt samantekt sparisjóðsins Indó á neysluvenjum notenda. Neytendur 30.12.2025 12:08
Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, segir marga hunda hrædda við flugelda og hávaðann sem þeim fylgja og það geti haft mikil áhrif á þá í aðdraganda og á gamlárskvöldi. Hægt sé að gefa hundum töflur til að gleyma og til að róa þá. Innlent 30.12.2025 10:03
Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Einn hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga er nú brátt að baki en búist er við frosti á nýju ári. Veðurfræðingur ræddi veðurspá gamlárskvölds í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Veður 29.12.2025 21:06
Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Amma á Kársnesi sem saknar árlegrar áramótabrennu í Kópavogi hefur ákveðið að blása til svokallaðrar blysraðar í anda þjóðhátíðar í Eyjum á gamlárskvöld. Engar áramótabrennur eru á dagskrá í sveitarfélaginu í ár. Hún furðar sig á áhugaleysi Kópavogsbæjar á framtakinu, sem þjóni þeim tilgangi að fjölskyldur hafi eitthvað að gera milli matmálstíma og áramótaskaups á gamlárskvöld. Lífið 29.12.2025 18:26