Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Faraldurinn á niðurleið við óbreyttar aðstæður Næstu vikur er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á bilinu 1 til 6, en gætu orðið hátt í 13, þótt á því séu minni líkur. Innlent 28.8.2020 08:27 Hvetur stjórnvöld til grænna fjárfestinga í faraldrinum Lífslíkur jarðarbúa myndu aukast um 20 mánuði ef notkun jarðefnaeldsneyta yrði hætt. Erlent 28.8.2020 08:13 Ísland sleppur við rauða listann Bresk stjórnvöld ákváðu í gær að setja þrjú ný lönd á hinn svonefnda rauða lista, sem kveður á um að ferðamenn sem þaðan koma til Bretlands þurfi að sæta 14 daga sóttkví. Erlent 28.8.2020 06:38 Einn starfsmaður Melaskóla með kórónuveirusmit Starfsmaður í Melaskóla hefur greinst með kórónuveirusmit en í gær voru ellefu starfsmenn sendir heim vegna gruns um kórónuveirusmit í skólanum. Innlent 27.8.2020 22:16 Fjarlægður úr vél Ryan Air mínútum fyrir brottför eftir staðfestingu á smiti Tveir farþegar voru fjarlægðir úr vél Ryan Air á Stansted flugvellinum í London í gær, skömmu fyrir flugtak. Annar þeirra hafði nokkrum mínútum fyrr fengið skilaboð um að hann hefði greinst með kóronuveiruna. Erlent 27.8.2020 21:22 Hafa fengið ábendingar um að leikmenn eigi erfitt með að fagna snertilaust Að sögn framkvæmdastjóra KSÍ hefur félögunum í landinu almennt gengið vel að fara eftir nýjum sóttvarnarreglum. Það sé þó erfitt að taka fyrir að leikmenn fagni eins og þeir hafa alltaf gert. Íslenski boltinn 27.8.2020 21:01 Eiga rétt á afslætti vegna ferða sem enduðu fyrr vegna faraldursins Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í tveimur málum þar sem ferðalangar þurftu skyndilega að fljúga heim vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. Innlent 27.8.2020 20:18 Telja of mikla bjartsýni ríkja í Svörtuloftum Samtök atvinnulífsins telja að spá Seðlabankans sé of bjartsýn. Seðlabankinn gerir ráð fyrir sjö prósenta samdrætti í landsframleiðslu í ár og tíu prósenta atvinnuleysi í lok árs. Viðskipti innlent 27.8.2020 17:53 Ekki orðið var við illt umtal um Hótel Rangá Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár á Suðurlandi, óttast ekki að fjölmiðlaumfjöllun um hótelið í tengslum við smit sem uppgötvaðist hjá gestum hótelsins og sendi meðal annars ráðherra í ríkisstjórinni í sóttkví hafi slæm áhrif á reksturinn til framtíðar. Viðskipti innlent 27.8.2020 17:05 Færri þurfa sjúkrahúsinnlögn í þessari bylgju Mun færri leggjast inn á spítala í annarri bylgju kórónuveirunnar hér á landi en í þeirri fyrstu. Sambærileg þróun hefur einnig orðið í annarri bylgju faraldursins í Danmörku. Innlent 27.8.2020 16:15 Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. Sport 27.8.2020 16:01 Telur óviðeigandi að tengja veirur við staði Alma Möller landlæknir ítrekaði mikilvægi nærgætinnar umfjöllunar um kórónuveirufaraldurinn á upplýsingafundi í dag. Innlent 27.8.2020 15:04 Reglunum breytt eftir undanþágu Slóvaka | Enska landsliðið skikkað í skimun Enska karlalandsliðið í fótbolta, sem og önnur erlend íþróttalið sem koma til Íslands, þurfa hér eftir að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Fótbolti 27.8.2020 14:43 Um fjörutíu prósent með rakningarappið Um það bil 40 prósent landamanna hafa sótt rakningarappið Rakning C-19. Innlent 27.8.2020 14:35 Flestar ábendingar um sóttkvíarbrot ekki á rökum reistar Við eftirlit með fólki í sóttkví hefur lögregla fylgt eftir ábendingum um möguleg brot á sóttkvíarskyldu. Innlent 27.8.2020 14:29 Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif og viðbrögð við heimsfaraldrinum í Afríku Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif og viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum í Afríku voru í brennidepli á fjarfundi þróunarsamvinnuráðherra Norðurlanda með ráðherrum sjö Afríkuríkja. Heimsmarkmiðin 27.8.2020 14:11 Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Þingmaður Samfylkingarinnar vill hækka atvinnuleysisbætur á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. Það sé mikill munur á atvinnuleysi í góðæri og atvinnuleysi í kreppu. Innlent 27.8.2020 13:40 Svona var 107. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 vegna stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum. Innlent 27.8.2020 13:36 Rekstarniðurstaðan neikvæð um rúma 4,5 milljarða Sex mánaða árshlutareikningur Reykjavíkurborgar var afgreiddur í borgarráði í dag. Viðskipti innlent 27.8.2020 13:30 Hömlulaust á Hlíf eftir neikvæð sýni Öllum hömlum sem settar voru á íbúa á hjúkrunarheimili Hlíf á Ísafirði síðastliðið laugardagskvöld hefur nú verið aflétt. Innlent 27.8.2020 13:12 Þriðjungur skólabarna í heiminum gat ekki stundað fjarnám Þriðjungur skólabarna í heiminum gat ekki stundað fjarnám þegar loka þurfi skólum í faraldri kórónuveirunnar. Verst er staða barna í Afríku sunnan Sahara en helmingur þeirra hefur engan aðgang að fjarkennslu. Innlent 27.8.2020 13:01 Pogba með kórónuveiruna Paul Pogba var ekki valinn í franska landsliðið þar sem hann er með kórónuveiruna. Enski boltinn 27.8.2020 12:31 Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. Innlent 27.8.2020 12:17 Mesti fjöldi smita í Frakklandi síðan í apríl Alls greindust 5.429 ný kórónuveirusmit í Frakklandi síðasta sólarhringinn og hafa þau ekki verið fleiri á einum degi í landinu síðan í apríl. Erlent 27.8.2020 12:06 Ekki öruggasta leiðin en vonandi ekki alveg í hina áttina heldur Sérstakar sóttvarnareglur hafa verið samþykktar fyrir á þriðja tug sérsambanda Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, svo að hægt sé að iðka íþróttirnar þrátt fyrir þær almennu takmarkanir sem gilda í yfirstandandi samkomubanni. Sport 27.8.2020 11:30 Almannaheillasamtök koma löskuð úr kófinu Afleiðingar kórónafaraldursins eru að skýrarast í hugum landsmanna—reyndar erum við lítið farin að gefa gaum að alþjóðlegum þáttum vandans, s.s. vaxandi flóttamannastraumi og aukinni örbirgð á sumum landsvæðum. Skoðun 27.8.2020 11:30 Þrír greindust innanlands Þrír einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim var einn í sóttkví og hinir tveir utan. Innlent 27.8.2020 10:59 Telja tengsl milli offitu og alvarlegra afleiðinga veirunnar Offeitir eru 113 prósent líklegra til að þurfa spítalainnlögn vegna kórónuveirunnar. Erlent 27.8.2020 08:27 Óhefðbundinn þingstubbur hefst í dag Alþingi kemur aftur saman klukkan 10:30 í dag eftir sumarfrí. Innlent 27.8.2020 06:47 Fimmfalt fleiri í farsóttarhúsunum í þessari bylgju Um 250 manns hafa dvalið í hinum svokölluðu farsóttarhúsum í þessari bylgju faraldursins, en alls hírðust 50 þar í gegnum þá fyrstu. Innlent 27.8.2020 06:05 « ‹ 270 271 272 273 274 275 276 277 278 … 334 ›
Faraldurinn á niðurleið við óbreyttar aðstæður Næstu vikur er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á bilinu 1 til 6, en gætu orðið hátt í 13, þótt á því séu minni líkur. Innlent 28.8.2020 08:27
Hvetur stjórnvöld til grænna fjárfestinga í faraldrinum Lífslíkur jarðarbúa myndu aukast um 20 mánuði ef notkun jarðefnaeldsneyta yrði hætt. Erlent 28.8.2020 08:13
Ísland sleppur við rauða listann Bresk stjórnvöld ákváðu í gær að setja þrjú ný lönd á hinn svonefnda rauða lista, sem kveður á um að ferðamenn sem þaðan koma til Bretlands þurfi að sæta 14 daga sóttkví. Erlent 28.8.2020 06:38
Einn starfsmaður Melaskóla með kórónuveirusmit Starfsmaður í Melaskóla hefur greinst með kórónuveirusmit en í gær voru ellefu starfsmenn sendir heim vegna gruns um kórónuveirusmit í skólanum. Innlent 27.8.2020 22:16
Fjarlægður úr vél Ryan Air mínútum fyrir brottför eftir staðfestingu á smiti Tveir farþegar voru fjarlægðir úr vél Ryan Air á Stansted flugvellinum í London í gær, skömmu fyrir flugtak. Annar þeirra hafði nokkrum mínútum fyrr fengið skilaboð um að hann hefði greinst með kóronuveiruna. Erlent 27.8.2020 21:22
Hafa fengið ábendingar um að leikmenn eigi erfitt með að fagna snertilaust Að sögn framkvæmdastjóra KSÍ hefur félögunum í landinu almennt gengið vel að fara eftir nýjum sóttvarnarreglum. Það sé þó erfitt að taka fyrir að leikmenn fagni eins og þeir hafa alltaf gert. Íslenski boltinn 27.8.2020 21:01
Eiga rétt á afslætti vegna ferða sem enduðu fyrr vegna faraldursins Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í tveimur málum þar sem ferðalangar þurftu skyndilega að fljúga heim vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. Innlent 27.8.2020 20:18
Telja of mikla bjartsýni ríkja í Svörtuloftum Samtök atvinnulífsins telja að spá Seðlabankans sé of bjartsýn. Seðlabankinn gerir ráð fyrir sjö prósenta samdrætti í landsframleiðslu í ár og tíu prósenta atvinnuleysi í lok árs. Viðskipti innlent 27.8.2020 17:53
Ekki orðið var við illt umtal um Hótel Rangá Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár á Suðurlandi, óttast ekki að fjölmiðlaumfjöllun um hótelið í tengslum við smit sem uppgötvaðist hjá gestum hótelsins og sendi meðal annars ráðherra í ríkisstjórinni í sóttkví hafi slæm áhrif á reksturinn til framtíðar. Viðskipti innlent 27.8.2020 17:05
Færri þurfa sjúkrahúsinnlögn í þessari bylgju Mun færri leggjast inn á spítala í annarri bylgju kórónuveirunnar hér á landi en í þeirri fyrstu. Sambærileg þróun hefur einnig orðið í annarri bylgju faraldursins í Danmörku. Innlent 27.8.2020 16:15
Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. Sport 27.8.2020 16:01
Telur óviðeigandi að tengja veirur við staði Alma Möller landlæknir ítrekaði mikilvægi nærgætinnar umfjöllunar um kórónuveirufaraldurinn á upplýsingafundi í dag. Innlent 27.8.2020 15:04
Reglunum breytt eftir undanþágu Slóvaka | Enska landsliðið skikkað í skimun Enska karlalandsliðið í fótbolta, sem og önnur erlend íþróttalið sem koma til Íslands, þurfa hér eftir að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Fótbolti 27.8.2020 14:43
Um fjörutíu prósent með rakningarappið Um það bil 40 prósent landamanna hafa sótt rakningarappið Rakning C-19. Innlent 27.8.2020 14:35
Flestar ábendingar um sóttkvíarbrot ekki á rökum reistar Við eftirlit með fólki í sóttkví hefur lögregla fylgt eftir ábendingum um möguleg brot á sóttkvíarskyldu. Innlent 27.8.2020 14:29
Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif og viðbrögð við heimsfaraldrinum í Afríku Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif og viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum í Afríku voru í brennidepli á fjarfundi þróunarsamvinnuráðherra Norðurlanda með ráðherrum sjö Afríkuríkja. Heimsmarkmiðin 27.8.2020 14:11
Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Þingmaður Samfylkingarinnar vill hækka atvinnuleysisbætur á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. Það sé mikill munur á atvinnuleysi í góðæri og atvinnuleysi í kreppu. Innlent 27.8.2020 13:40
Svona var 107. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 vegna stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum. Innlent 27.8.2020 13:36
Rekstarniðurstaðan neikvæð um rúma 4,5 milljarða Sex mánaða árshlutareikningur Reykjavíkurborgar var afgreiddur í borgarráði í dag. Viðskipti innlent 27.8.2020 13:30
Hömlulaust á Hlíf eftir neikvæð sýni Öllum hömlum sem settar voru á íbúa á hjúkrunarheimili Hlíf á Ísafirði síðastliðið laugardagskvöld hefur nú verið aflétt. Innlent 27.8.2020 13:12
Þriðjungur skólabarna í heiminum gat ekki stundað fjarnám Þriðjungur skólabarna í heiminum gat ekki stundað fjarnám þegar loka þurfi skólum í faraldri kórónuveirunnar. Verst er staða barna í Afríku sunnan Sahara en helmingur þeirra hefur engan aðgang að fjarkennslu. Innlent 27.8.2020 13:01
Pogba með kórónuveiruna Paul Pogba var ekki valinn í franska landsliðið þar sem hann er með kórónuveiruna. Enski boltinn 27.8.2020 12:31
Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. Innlent 27.8.2020 12:17
Mesti fjöldi smita í Frakklandi síðan í apríl Alls greindust 5.429 ný kórónuveirusmit í Frakklandi síðasta sólarhringinn og hafa þau ekki verið fleiri á einum degi í landinu síðan í apríl. Erlent 27.8.2020 12:06
Ekki öruggasta leiðin en vonandi ekki alveg í hina áttina heldur Sérstakar sóttvarnareglur hafa verið samþykktar fyrir á þriðja tug sérsambanda Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, svo að hægt sé að iðka íþróttirnar þrátt fyrir þær almennu takmarkanir sem gilda í yfirstandandi samkomubanni. Sport 27.8.2020 11:30
Almannaheillasamtök koma löskuð úr kófinu Afleiðingar kórónafaraldursins eru að skýrarast í hugum landsmanna—reyndar erum við lítið farin að gefa gaum að alþjóðlegum þáttum vandans, s.s. vaxandi flóttamannastraumi og aukinni örbirgð á sumum landsvæðum. Skoðun 27.8.2020 11:30
Þrír greindust innanlands Þrír einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim var einn í sóttkví og hinir tveir utan. Innlent 27.8.2020 10:59
Telja tengsl milli offitu og alvarlegra afleiðinga veirunnar Offeitir eru 113 prósent líklegra til að þurfa spítalainnlögn vegna kórónuveirunnar. Erlent 27.8.2020 08:27
Óhefðbundinn þingstubbur hefst í dag Alþingi kemur aftur saman klukkan 10:30 í dag eftir sumarfrí. Innlent 27.8.2020 06:47
Fimmfalt fleiri í farsóttarhúsunum í þessari bylgju Um 250 manns hafa dvalið í hinum svokölluðu farsóttarhúsum í þessari bylgju faraldursins, en alls hírðust 50 þar í gegnum þá fyrstu. Innlent 27.8.2020 06:05