Jarðhræringar á Reykjanesi Snarpir jarðskjálftar við Kleifarvatn: Stærstu skjálftarnir í nokkurra daga hrinu Nokkuð snarpur jarðskjálfti varð við Kleifarvatn skömmu eftir miðnætti. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist jarðskjálftinn 3,4 að stærð. Annar jarðskjálfti varð skömmu fyrir miðnætti á svipuðum stað en hann mældist 2,9 samkvæmt fyrstu mælingum. Innlent 5.5.2022 00:20 Merki um kvikusöfnun austan við Fagradalsfjall Vísbendingar eru um kvikusöfnun á talsverðu dýpi austan við Fagradalsfjall. Engin merki eru þó um að kvika sé að nálgast yfirborð. Innlent 29.4.2022 17:24 „Við erum komin inn í gostímabil“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að talsverðar líkur séu á öðru gosi á Reykjanesskaga „á næstunni“. „Við erum komin inn í gostímabil. Það er nokkuð ljóst að á tiltölulega stuttum tímaskala þá fáum við annað gos. Spurningin er hvort það gerist á morgun, eftir ár, eða eftir tíu ár.“ Innlent 20.4.2022 08:41 Eldgos í sjó út af Reykjanesi gæti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið Jarðskjálftahrinan út af Reykjanestá síðustu daga er áminning um að eldgos þar í sjó geti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið, að mati jarðeðlisfræðings. Komið hefur í ljós að hluti skjálftavirkninnar reyndist stafa frá skurðgröfu við Reykjanesvita. Innlent 19.4.2022 21:10 Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. Innlent 18.4.2022 11:06 Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. Innlent 13.4.2022 11:52 Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni. Innlent 12.4.2022 21:51 Snarpir jarðskjálftar í Grindavík Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. Innlent 3.4.2022 15:03 Jarðskjálfti að stærð 3,0 fannst í Grindavík Jarðskjálfti að stærð 3,0 varð 2,5 kílómetra norður af Grindavík klukkan 17:27 í dag. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Tilkynningar bárust Veðurstofu Íslands um að skjálftinn hefði fundist í Grindavík. Innlent 14.2.2022 20:19 Óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu aflýst Ríkislögreglustjóri hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall sem hófst 21. desember 2021. Innlent 8.1.2022 11:09 Minni líkur á eldgosi Dregið hefur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en skjálftahrina hófst á skaganum þann 21. desember síðastliðinn. Skjálftavirknina mátti rekja til nýs kvikuinnskots í Fagradalsfjalli og töldu margir sérfræðingar að eldgos væri í vændum. Eins og staðan er í dag, virðast minni líkur á eldgosi en áður var talið. Innlent 5.1.2022 19:38 Kvika á leið upp helmingi minni en fyrir síðasta gos Ný gervihnattagögn benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sú núna á um fimmtánhundruð metra dýpi og virðist hún hafa þrýst sér upp um eitthundrað metra á síðustu fimm dögum. Jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu telur enn helmingslíkur á gosi. Innlent 4.1.2022 21:22 Færri skjálftar þýða ekki minni líkur á gosi Nokkuð hefur dregið úr virkninni við Fagradalsfjall undanfarna tvo sólarhringa. Jörð er þó ekki hætt að skjálfa, en engin merki eru um gosóróa enn sem komið er. Í morgun kom einn skjálfti sem fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið er enn allt undir smásjá vísindamanna, enda minnkaði virknin töluvert í aðdraganda síðasta goss. Innlent 29.12.2021 12:01 Skjálfti upp á 3,7 fannst á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti 3,7 að stærð fannst nokkuð vel á höfuðborgarsvæðinu og víða á suðvesturhorninu um klukkan tuttugu mínútur yfir tíu. Innlent 29.12.2021 10:27 „Aðeins“ 90 skjálftar mælst frá miðnætti Rólegt hefur verið á slóðum skjálftahrinunnar við Fagradalsfjall. Frá miðnætti hafa tæplega 90 skjálftar mælst, allir í minni kantinum. Innlent 29.12.2021 07:01 Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. Innlent 28.12.2021 22:08 Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag. Innlent 28.12.2021 14:33 Skjálfti 3,4 að stærð í morgun Skjálfti 3,4 að stærð varð um fjóra kílómetra norður af Krýsuvík klukkan 6:25 í morgun. Annar skjálfti, rétt rúmlega tveir að stærð, var rúmum tveimur mínútum síðar á sömu slóðum. Innlent 28.12.2021 07:06 Grindvíkingar orðnir þreyttir á skjálftahrinunni Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu. Innlent 27.12.2021 18:26 Vísindaráð fundar: Undir það búin að eldgos geti hafist hvað úr hverju Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesskaganum og mun vísindaráð almannavarna funda í dag til að fara yfir stöðuna og meta hverju megi eiga von á. Innlent 27.12.2021 12:17 Jarðskjálfti upp á 3,6 fannst vel á suðvesturhorninu Stór jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu nú laust fyrir klukkan hálf níu. Samkvæmt jarðskjálftatöflu Veðurstofunnar var skjálftinn 3,6 að stærð. Innlent 27.12.2021 08:30 Fjölmargir minni skjálftar frá miðnætti Rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi varð jarðskjálfti af stærðinni 3,5 um tvo kílómetra vestan við Kleifarvatn. Innlent 27.12.2021 07:31 „Næstu 100-150 ár verður þetta í gangi“ Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur engan bilbug látið á sér finna yfir hátíðirnar. Spennan í efri skorpunni er að sögn eldfjallafræðings að gefa sig vegna þrýstings og líkur eru taldar hafa aukist á öðru gosi. Innlent 26.12.2021 23:57 Skjálfti að stærð 3,5: Skjálftahrinan heldur áfram Enn skelfur jörð á Reykjanesi en nú rétt fyrir klukkan ellefu varð skjálfti að stærð 3,5. Innlent 26.12.2021 23:38 Snarpir skjálftar við Kleifarvatn Snarpir jarðskjálfti fundust víða á höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum í dag. Fyrstu tölur gefa til kynna að skjálftarnir hafi verið 3,3 að stærð og 2,9 samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Innlent 26.12.2021 15:33 „Þetta er bara stórkostleg tilviljun“ „Þetta er bara stórkostleg tilviljun, það er engin tenging þarna á milli,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, um þá staðreynd að sama dag og hætti að gjósa í Fagradalsfjalli hafi eldgos hafist á La Palma á Kanarí, og að skömmu eftir að það hætti að gjósa á La Palma hafi skjálftahrina hafist að nýju á Reykjanesi. Innlent 26.12.2021 12:32 Tíst um næturskjálftana: „Geðveikt næs að vera andvaka í miðjum heimsendi“ Tveir nokkuð kröftugir jarðskjálftar urðu klukkan 5:10 í morgun, 3,6 og 3,3 að stærð og mældust þeir báðir í grennd við Kleifarvatn á Reykjanesskaga. Svo virðist sem nokkur fjöldi fólks hafi vaknað af værum jólasvefni við skjálftana. Lífið 26.12.2021 09:01 Jörð skalf nærri Kleifarvatni í morgun Skjálfti 3,6 að stærð varð nærri Kleifarvatni á Reykjanesskaga klukkan 5:10 í morgun. Annar skjálfti, 3,3 að stærð, mældist tæpri mínutu síðar á sömu slóðum. Innlent 26.12.2021 05:26 Líkur á gosi aukist með hverjum degi sem virkni helst óbreytt Um þrjú þúsund skjálftar hafa mælst við eldstöðina í Fagradalsfjalli í dag. Það er svipaður fjöldi og hefur mælst dag hvern frá 21. desember. Líkur á eldgosi aukast með hverjum deginum sem líður með óbreyttu ástandi, að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Innlent 25.12.2021 20:44 Skjálftahviða á gosstöðvunum Skjálftahviða mældist við Fagradalsfjall klukkan hálf fjögur og stóð yfir í tæpa klukkustund. Að sögn náttúruvársérfræðings er ljóst að hreyfing er á kviku undir yfirborðinu en erfitt er að lesa nánar í aðstæðurnar. Innlent 25.12.2021 16:47 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 21 ›
Snarpir jarðskjálftar við Kleifarvatn: Stærstu skjálftarnir í nokkurra daga hrinu Nokkuð snarpur jarðskjálfti varð við Kleifarvatn skömmu eftir miðnætti. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist jarðskjálftinn 3,4 að stærð. Annar jarðskjálfti varð skömmu fyrir miðnætti á svipuðum stað en hann mældist 2,9 samkvæmt fyrstu mælingum. Innlent 5.5.2022 00:20
Merki um kvikusöfnun austan við Fagradalsfjall Vísbendingar eru um kvikusöfnun á talsverðu dýpi austan við Fagradalsfjall. Engin merki eru þó um að kvika sé að nálgast yfirborð. Innlent 29.4.2022 17:24
„Við erum komin inn í gostímabil“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að talsverðar líkur séu á öðru gosi á Reykjanesskaga „á næstunni“. „Við erum komin inn í gostímabil. Það er nokkuð ljóst að á tiltölulega stuttum tímaskala þá fáum við annað gos. Spurningin er hvort það gerist á morgun, eftir ár, eða eftir tíu ár.“ Innlent 20.4.2022 08:41
Eldgos í sjó út af Reykjanesi gæti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið Jarðskjálftahrinan út af Reykjanestá síðustu daga er áminning um að eldgos þar í sjó geti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið, að mati jarðeðlisfræðings. Komið hefur í ljós að hluti skjálftavirkninnar reyndist stafa frá skurðgröfu við Reykjanesvita. Innlent 19.4.2022 21:10
Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. Innlent 18.4.2022 11:06
Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. Innlent 13.4.2022 11:52
Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni. Innlent 12.4.2022 21:51
Snarpir jarðskjálftar í Grindavík Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. Innlent 3.4.2022 15:03
Jarðskjálfti að stærð 3,0 fannst í Grindavík Jarðskjálfti að stærð 3,0 varð 2,5 kílómetra norður af Grindavík klukkan 17:27 í dag. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Tilkynningar bárust Veðurstofu Íslands um að skjálftinn hefði fundist í Grindavík. Innlent 14.2.2022 20:19
Óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu aflýst Ríkislögreglustjóri hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall sem hófst 21. desember 2021. Innlent 8.1.2022 11:09
Minni líkur á eldgosi Dregið hefur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en skjálftahrina hófst á skaganum þann 21. desember síðastliðinn. Skjálftavirknina mátti rekja til nýs kvikuinnskots í Fagradalsfjalli og töldu margir sérfræðingar að eldgos væri í vændum. Eins og staðan er í dag, virðast minni líkur á eldgosi en áður var talið. Innlent 5.1.2022 19:38
Kvika á leið upp helmingi minni en fyrir síðasta gos Ný gervihnattagögn benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sú núna á um fimmtánhundruð metra dýpi og virðist hún hafa þrýst sér upp um eitthundrað metra á síðustu fimm dögum. Jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu telur enn helmingslíkur á gosi. Innlent 4.1.2022 21:22
Færri skjálftar þýða ekki minni líkur á gosi Nokkuð hefur dregið úr virkninni við Fagradalsfjall undanfarna tvo sólarhringa. Jörð er þó ekki hætt að skjálfa, en engin merki eru um gosóróa enn sem komið er. Í morgun kom einn skjálfti sem fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið er enn allt undir smásjá vísindamanna, enda minnkaði virknin töluvert í aðdraganda síðasta goss. Innlent 29.12.2021 12:01
Skjálfti upp á 3,7 fannst á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti 3,7 að stærð fannst nokkuð vel á höfuðborgarsvæðinu og víða á suðvesturhorninu um klukkan tuttugu mínútur yfir tíu. Innlent 29.12.2021 10:27
„Aðeins“ 90 skjálftar mælst frá miðnætti Rólegt hefur verið á slóðum skjálftahrinunnar við Fagradalsfjall. Frá miðnætti hafa tæplega 90 skjálftar mælst, allir í minni kantinum. Innlent 29.12.2021 07:01
Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. Innlent 28.12.2021 22:08
Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag. Innlent 28.12.2021 14:33
Skjálfti 3,4 að stærð í morgun Skjálfti 3,4 að stærð varð um fjóra kílómetra norður af Krýsuvík klukkan 6:25 í morgun. Annar skjálfti, rétt rúmlega tveir að stærð, var rúmum tveimur mínútum síðar á sömu slóðum. Innlent 28.12.2021 07:06
Grindvíkingar orðnir þreyttir á skjálftahrinunni Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu. Innlent 27.12.2021 18:26
Vísindaráð fundar: Undir það búin að eldgos geti hafist hvað úr hverju Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesskaganum og mun vísindaráð almannavarna funda í dag til að fara yfir stöðuna og meta hverju megi eiga von á. Innlent 27.12.2021 12:17
Jarðskjálfti upp á 3,6 fannst vel á suðvesturhorninu Stór jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu nú laust fyrir klukkan hálf níu. Samkvæmt jarðskjálftatöflu Veðurstofunnar var skjálftinn 3,6 að stærð. Innlent 27.12.2021 08:30
Fjölmargir minni skjálftar frá miðnætti Rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi varð jarðskjálfti af stærðinni 3,5 um tvo kílómetra vestan við Kleifarvatn. Innlent 27.12.2021 07:31
„Næstu 100-150 ár verður þetta í gangi“ Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur engan bilbug látið á sér finna yfir hátíðirnar. Spennan í efri skorpunni er að sögn eldfjallafræðings að gefa sig vegna þrýstings og líkur eru taldar hafa aukist á öðru gosi. Innlent 26.12.2021 23:57
Skjálfti að stærð 3,5: Skjálftahrinan heldur áfram Enn skelfur jörð á Reykjanesi en nú rétt fyrir klukkan ellefu varð skjálfti að stærð 3,5. Innlent 26.12.2021 23:38
Snarpir skjálftar við Kleifarvatn Snarpir jarðskjálfti fundust víða á höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum í dag. Fyrstu tölur gefa til kynna að skjálftarnir hafi verið 3,3 að stærð og 2,9 samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Innlent 26.12.2021 15:33
„Þetta er bara stórkostleg tilviljun“ „Þetta er bara stórkostleg tilviljun, það er engin tenging þarna á milli,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, um þá staðreynd að sama dag og hætti að gjósa í Fagradalsfjalli hafi eldgos hafist á La Palma á Kanarí, og að skömmu eftir að það hætti að gjósa á La Palma hafi skjálftahrina hafist að nýju á Reykjanesi. Innlent 26.12.2021 12:32
Tíst um næturskjálftana: „Geðveikt næs að vera andvaka í miðjum heimsendi“ Tveir nokkuð kröftugir jarðskjálftar urðu klukkan 5:10 í morgun, 3,6 og 3,3 að stærð og mældust þeir báðir í grennd við Kleifarvatn á Reykjanesskaga. Svo virðist sem nokkur fjöldi fólks hafi vaknað af værum jólasvefni við skjálftana. Lífið 26.12.2021 09:01
Jörð skalf nærri Kleifarvatni í morgun Skjálfti 3,6 að stærð varð nærri Kleifarvatni á Reykjanesskaga klukkan 5:10 í morgun. Annar skjálfti, 3,3 að stærð, mældist tæpri mínutu síðar á sömu slóðum. Innlent 26.12.2021 05:26
Líkur á gosi aukist með hverjum degi sem virkni helst óbreytt Um þrjú þúsund skjálftar hafa mælst við eldstöðina í Fagradalsfjalli í dag. Það er svipaður fjöldi og hefur mælst dag hvern frá 21. desember. Líkur á eldgosi aukast með hverjum deginum sem líður með óbreyttu ástandi, að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Innlent 25.12.2021 20:44
Skjálftahviða á gosstöðvunum Skjálftahviða mældist við Fagradalsfjall klukkan hálf fjögur og stóð yfir í tæpa klukkustund. Að sögn náttúruvársérfræðings er ljóst að hreyfing er á kviku undir yfirborðinu en erfitt er að lesa nánar í aðstæðurnar. Innlent 25.12.2021 16:47
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent