Lífið

Fréttamynd

Fengu sér húðflúr

Hjónin Katy Perry og Russell Brand hafa verið í skotlínu fjölmiðla vestanhafs, sem telja að þau séu að skilja.

Lífið
Fréttamynd

Ríkir ungir Bretar

Breska tímaritið Heat Magazine hefur tekið saman lista yfir þrjátíu ríkustu Bretana undir þrítugu.

Lífið
Fréttamynd

Framleiðir og leikur

Julia Roberts verður framleiðandi og aðalleikkona gamanmyndarinnar Second Act. Myndin fjallar um konu sem hefur aldrei gert handtak á ævinni en neyðist á endanum til að fá sér vinnu, að því er kom fram í The Hollywood Reporter.

Lífið
Fréttamynd

Jarðskjálfti í Nemendaleikhúsinu

Jarðskjálfti eftir London, sem Nemendaleikhúsið sýnir í Smiðjunni, er spánnýtt verk eftir breska leikskáldið Mike Bartlett. Það var frumsýnt í National Theater í London í fyrra við góðar undirtektir. Sögð er saga af snörpum hræringum í lífi þriggja systra sem reyna af öllum mætti að bjarga sér og sínum úr hamförum og framförum nútímans á meðan faðir þeirra, heimsfrægur vísindamaður, boðar heimsendi. Tónlist, dansi og myndbandsverkum er fléttað saman í sýningunni.

Menning
Fréttamynd

Heimasíða og sjónvarp hjá Flassi

Útvarpsstöðin Flass 104,5 heldur upp á sex ára afmæli sitt með pompi og prakt í dag. Ný og glæsileg heimasíða fer í loftið, Flass.is, ásamt sjónvarpsstöðinni Flass TV og í kvöld verður partí á skemmtistaðnum Esju í Austurstræti fyrir boðsgesti.

Lífið
Fréttamynd

Viðurkenni oft að ég er fíflið

„Við erum öll að gera sitthvorn heimska hlutinn. Við borðum bara drasl og horfum bara á drasl,“ segir Róbert Örn Hjálmtýsson, forsprakki Hljómsveitarinnar Ég.

Lífið
Fréttamynd

Íslendingarnir eru einstakir

Fyrir tuttugu og fimm árum kom kvikmyndagerðarmaðurinn Christopher Newman fyrst til Íslands vegna sjónvarpsþáttanna Nonna og Manna. Hann hefur hins vegar lítið fylgst með framgangi aðalstjörnu þáttarins, Garðars Thor, á óperusviðinu. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við Newman um Game of Thrones, velgengni þáttanna og framtíð þeirra hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Þakklátar neðanjarðarrottur

„Þetta er rosalega mikill heiður. Við héldum að við værum bara einhverjar gamlar „retro underground“ rottur,“ segir Biggi Veira í GusGus.

Lífið
Fréttamynd

Þolir ekki eigin rödd

Bono, söngvari U2, á erfitt með að hlusta á gömul lög með hljómsveit sinni í útvarpinu. "Ég reyni að komast hjá því. Ef ég heyri lögin okkar í útvarpinu lækka ég oftast í tækinu. Ekki af því að ég fíla ekki lögin eða hafi ekki trú á þeim. Satt best að segja fer röddin mín í taugarnar á mér. Mér finnst alltaf eins og ég hefði átt að syngja betur á þessum árum,“ segir Bono. "Ég er mikill strákur í mér og er í ofanálag írskur og sérstaklega í þessum lögum frá níunda áratugnum þá hljóma ég eins og stelpa.“

Lífið
Fréttamynd

Kanye með sjö tilnefningar

Kanye West hefur fengið sjö tilnefningar til bandarísku Grammy-verðlaunanna. Fjórar eru fyrir plötuna My Beautiful Dark Twisted Fantasy, sem kom út í fyrra, og þrjár fyrir Watch the Throne sem hann gerði með rapparanum Jay-Z.

Lífið
Fréttamynd

Fokheldar Skuggablokkir eftirsóttar

Mikill áhugi er fyrir kaupum á fasteignum í Skuggahverfinu eftir söluauglýsingu 101 Skuggahverfis og Landeyjar, fasteignafélags Arion banka, sem birt var í vikunni. Um er að ræða tvær íbúðablokkir, Lindargötu 37 og Vatnsstíg 16 til 18. Engin tilboð hafa enn borist í eignirnar, en heimilt er að gera tilboð í aðra þeirra eða báðar saman.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á stefnumóti í París

Leikarinn Bradley Cooper sást nýverið á stefnumóti í París með frönsku leikkonunni Melanie Laurent. Þau fóru saman í bíó á Champs-Élysées og út að borða á Hotel Costas. Leikarinn var nýlega valinn kynþokkafyllsti karlmaður í heimi af tímaritinu People og hefur verið orðaður við frægar konur á borð við Jennifer Lopez og Renée Zellweger að undanförnu. Laurent skaust upp á stjörnuhimininn eftir hlutverk sitt í kvikmyndinni Inglourious Basterds.

Lífið
Fréttamynd

Björk á Hróarskeldu

Björk hefur staðfest að hún muni koma fram á Hróarskelduhátíðinni sem haldin verður dagana 5.-8. júlí næsta sumar.

Lífið
Fréttamynd

Ný Scarface í bígerð

Handritshöfundur Training Day, David Ayer, hefur verið ráðinn til að skrifa handritið að nýrri útgáfu af Scarface fyrir Universal-kvikmyndaverið. Verkefnið hefur verið lengi í bígerð en nú virðist loks vera kominn hreyfing á málið.

Lífið
Fréttamynd

Fagna með Reyka vodka í Bandaríkjunum

„Við vorum búnir að sjá fyrir okkur að geta klárað jólagjafainnkaupin en svo verður bara svo brjálað að gera,“ segir Bjarni Hall, söngvari hljómsveitarinnar Jeff Who? Sveitin er á leið til Bandaríkjanna þar sem hún mun spila á tvennum tónleikum í New York og Chicago í samstarfi við Reyka vodka, auk þess að koma fram í fjölda blaða- og sjónvarpsviðtala.

Lífið
Fréttamynd

Lét lemja sig í fimm tíma

Ryan Reynolds lét á dögunum á það reyna að leika í sínum eigin áhættuatriðum við tökur á spennumyndinni Safe House.

Lífið
Fréttamynd

Mótmælir okurverði

Enski tónlistarmaðurinn Elvis Costello, sem aflýsti tónleikum sínum í Hörpunni í nóvember, hefur hvatt aðdáendur sína til að kaupa ekki nýtt safnbox með lögunum sínum.

Lífið
Fréttamynd

FBI ósátt við Eastwood

Clint Eastwood hefur margoft leikið harðhausa sem hika ekki við að taka málin í sínar eigin hendur. En nú hefur þessi dáði og margverðlaunaði leikstjóri komið sér í klandur hjá rosknum FBI-fulltrúum sem finnst lítið til kvikmyndar hans um J. Edgar Hoover koma.

Lífið
Fréttamynd

Notar ekki Facebook

Scarlett Johansson vill halda einkalífi sínu fyrir sjálfa sig og notar því hvorki Facebook né Twitter. „Ég veit ekki hvað mér finnst um þessa hugmynd um að:

Lífið
Fréttamynd

Amor skaut hestamanninn Fjölni

Fjölnir Þorgeirsson, hestamaðurinn góðkunni, lýsti því yfir við Séð og Heyrt árið 2008 að hann hygðist taka sér frí frá konum. Hann var þá nýhættur með sænskri kærustu sinni.

Lífið
Fréttamynd

Nýtt lag frá Einari Ágústi

„Ég er með margt skemmtilegt í pípunum varðandi músík,“ segir tónlistarmaðurinn Einar Ágúst Víðisson, sem sent hefur frá sér sitt fyrsta lag í rúm fjögur ár.

Lífið
Fréttamynd

Hjúkra móður Pacasar

Beggi og Pacas flugu af landi brott í nótt. Áfangastaðurinn er Brasilía, heimaland Pacasar. Þar ætla þeir að hitta móður hans, sem er alvarlega veik. Þeir félagar, sem slógu í gegn í sjónvarpsþættinum Hæðin, hafa verið að stússast í ýmsum skemmtilegum verkefnum að undanförnu og flest hafa þau tengst matargerð.

Lífið
Fréttamynd

Radcliffe leikur væntanlega Ginsberg

Daniel Radcliffe er smám saman að fjarlægjast sitt þekktasta hlutverk, sjálfan Harry Potter. Hann leikur aðalhlutverkið í spennuhrollvekjunni The Woman in Black og upplýsti nýverið að hann myndi að öllum líkindum leika Allen Ginsberg í kvikmyndinni Kill Your Darlings sem mun fjalla um samband bítskáldsins við þá Jack Kerouac og William Burroughs.

Lífið
Fréttamynd

Barnvæn vinnustofa

Vala Magnúsdóttir hefur drifið óvenjulegt verkefni af stað. Ólátagarður er hönnunarverslun með barna- og barnatengda vöru sem býður auk þess upp á opna vinnustofu. Þar geta foreldrar og börn föndrað vörur sem Vala framleiðir undir heitinu Ólátagarðshönnun

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Greifarnir líta stoltir um öxl

„Þetta eru bara fyrstu 25 árin,“ segir Viddi í Greifunum um nýja tvöfalda safnplötu frá hljómsveitinni. Tilefnið er 25 ára afmæli hennar. „Það er ekki spurning að við lítum stoltir um öxl og bjartsýnir fram á við.“

Lífið
Fréttamynd

Samningur í Þýskalandi

Lockerbie hefur gert samning við þýska fyrirtækið Käpitan Platte um útgáfu plötunnar Ólgusjór í Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Lúxemborg og Liechtenstein.

Lífið
Fréttamynd

Gróft grín og jólastuð

Þær eru af ólíkum meiði, kvikmyndirnar tvær sem frumsýndar verða um helgina. Annars vegar er um að ræða gáskafulla gamanmynd um orgíu og hins vegar hugljúfa jólamynd með jólasveininum, hreindýrum og helling af snjó og fallegum boðskap.

Lífið
Fréttamynd

Dýrt spaug í Hollywood

Bandaríska gamanmyndin Jack & Jill með Adam Sandler í aðalhlutverki hefur fengið afleita dóma meðal gagnrýnenda, auk þess sem aðsóknin hefur verið langt undir væntingum. Fréttablaðið tók saman lista yfir fimm aðrar misheppnaðar gamanmyndir sem eiga það sameiginlegt að hafa fengið herfilega dóma og tapað svimandi háum fjárhæðum.

Lífið