Skoðanir

Fréttamynd

Hættulegir kjósendur

Það er raunar ekki aðeins á Íslandi sem menn hafa tilfinningu fyrir því að stjórnmálin dragi of mikið til sín fólk sem ekki kæmi endilega til álita í flóknar ábyrgðastöður á öðrum sviðum samfélagsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vinna unglingar of mikið?

Einn ljúfra sumarboða á Íslandi eru snyrtilegri útivistarsvæði í þéttbýli. Allt vetrarruslið sem við höfum fleygt frá okkur er tekið upp og fjarlægt, gömul laufblöð og dauðar greinar hverfa og í staðinn koma falleg sumarblóm.

Fastir pennar
Fréttamynd

Baugstíðindi, Björnstíðindi

Þorsteinn Pálsson veldur miklum vonbrigðum. Hann metur greinilega gamla Sjálstæðisflokkinn meira en sjálfstæði sitt og blaðsins. Hann, sem var ráðinn fyrir reynslu sína, þekkingu, yfirsýn og málefnaleg efnistök, fellur á fyrsta prófi. Hann lúffar fyrir valdinu. Lengi lifir í bláum glæðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Annars konar ríkisstjórn

Eftir fordæmalausa hringiðu innan Framsóknarflokksins hefur ríkisstjórnarsamstarfið verið endurreist. Það byggir á sömu stefnuyfirlýsingu og áður. Hitt er eigi að síður deginum ljósara að það er um sumt annars eðlis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á að styrkja listir?

Viðskiptalífið hefur sérstaklega mikla hagsmuni af því að styðja listalífið í landinu. Sá stuðningur hefur farið vaxandi á liðnum árum og er það vel. Betur má ef duga skal og það er nauðsynlegt fyrir listamenn að hafa í fleiri hús að venda en einungis til ríkisins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Línur skýrast

Framsóknarflokkurinn hefur fest sig í sessi sem nokkurs konar fylgihnöttur Sjálfstæðisflokksins. Það hefur gerst með samstarfi flokkanna tveggja í sveitarstjórnum eftir kosningarnar nánast alls staðar þar sem því varð mögulega viðkomið og einnig með þeim breytingum sem eru að verða í ráðherraliði flokksins og forystusveit.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þegar upp er staðið

Ég veit að allir eru búnir að fá upp í kok af pólitík og kosningum. Ekki síst Halldór Ásgrímsson. En leyfist mér að láta nokkur lokaorð falla um niðurstöður sveitastjórnarkosninganna, bara svo það sé á hreinu, hvað mér finnst.

Fastir pennar
Fréttamynd

Einkavæðing eða þjóðnýting?

Í samfélagi okkar er nokkuð breið sátt um drýgstan hluta skiptinga verksviða milli hins opinbera annars vegar og einkaaðila hins vegar. Þó er talsvert svæði í athafnalífi landsmanna þar sem hugmyndafræðilegur ágreiningur er um hvernig eignarhaldi eigi að vera háttað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Orð eru til alls fyrst

Ekki má á milli sjá, hvorir bregðast verr við, framsóknarmenn eða sjálfstæðismenn, þegar ég sting upp á sameiningu flokka þeirra. En hvers vegna ættu vinstri menn einir að reyna að sameinast? Fjórir smáflokkar þeirra stofnuðu Samfylkinguna árið 2000 í því skyni að auka áhrif vinstri stefnu í íslenskum stjórnmálum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hávaxtabankar

Það eru fleiri bankar en Seðlabankinn sem geta skilað háum vöxtum. Selvogsbankinn getur einnig skilað háum raunvöxtum og það í raunverulegum verðmætum en ekki pappírspeningum. En kjarni málsins er þó sá að þeir einir njóta hárra vaxta sem spara. Hinir sem taka að láni verða að greiða þá.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skaðlegt ­óvissuástand­

Um alllanga hríð hefur dökkt útlit í efnahagslífinu kallað eftir styrkri og samhentri ríkisstjórn sem væri tilbúin að taka frumkvæði og ganga til verka af festu og einurð. Sú stjórn sem nú er við völd virðist hreint ekki búa yfir slíkri staðfestu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þreyttir þurfa hvíld

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu þriðju ríkisstjórnina í röð vorið 2003, birtu þeir nýja stefnuyfirlýsingu. Það tíðkast. Yfirlýsingin bar þreytulegan svip og vakti ekki mikla athygli. Nú nálgast örlagastundin: ríkisstjórninni er vart hugað líf til hausts, þótt hún kunni að sitja til vors.

Fastir pennar
Fréttamynd

Alltaf kaus ég Framsókn

Mínar fyrstu kosningar voru árið 1971. Tólf ára gamall bar ég út áróður fyrir Allaballa og vonaði innilega að gömlu sixtís-karlarnir, sem heilsuðu með því að taka ofan hattinn og þéruðu hvorir aðra, töpuðu sem mest. Það varð úr. Vinstrimenn unnu loks góðan sigur og komust í ríkisstjórn. Hinsvegar gleymdi barnshugurinn að reikna með Framsókn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Formaður staðfestunnar kveður

Það eru mikil pólitísk tíðindi þegar Halldór Ásgrímsson tekur samtímis ákvörðun um að láta af embætti forsætisráðherra og hverfa úr hlutverki formanns Framsóknarflokksins. Engum getur dulist að sú ákvörðun tengist umbrotum í flokknum sjálfum. Stjórnarsamstarfið gaf í sjálfu sér ekki efni til slíkrar ákvörðunar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Timburmenn kosninga

Fyrir réttum fjórum vikum lýsti ég í þessum dálki vandlætingu á þeim sem kvörtuðu og þreyttust á kosningabaráttu. Ég lýsti mikilvægi kosninga í lýðræðisþjóðfélagi og þá um leið nauðsyn á stjórnmálumræðu sem eðlilegt er að eigi sér stað rétt fyrir kosningar. Nú hvarflar að mér að fara að dæmi frambjóðandans fyrir vestan og éta þetta einfaldlega allt ofan í mig. Aðdragandi kosninganna var afspyrnu leiðinlegur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ríki og ­sveitar­­félög taki sér tak

Eftir áratuga barning við verðbólgu, óráðsíu og sóun í samfélaginu tókst að koma böndum á efnahagslífið. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa með vaxandi stöðugleika og bættum lífskjörum almennings.

Fastir pennar
Fréttamynd

Átti erindi til almennings

Fréttablaðið kappkostar að upplýsa lesendur sína og lætur þeim eftir að vega og meta þær upplýsingar sem koma fram í skrifum þess. Dómur Hæstaréttar er mikilvægur, en dómur lesenda er okkur enn mikilvægari.

Fastir pennar
Fréttamynd

Spennandi kosningar í Tékklandi

Núna um helgina fara fram þingkosningar í Tékklandi, þær fyrstu frá því að Tékkar gengu í Evrópusambandið 2004. Mikil spenna ríkir í tékkneskum stjórnmálum enda eru fjölbreyttir valkostir í boði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stefnufesta og sveigjanleiki

Það vekur athygli að einn helsti sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna, Vinstrihreyfingin - grænt framboð, virðist ekki ætla að vinna neina sigra þegar kemur að meirihlutamyndunum. Þegar þessar línur eru skrifaðar virðist hugsanlegt að flokkurinn taki ef til vill þátt í meirihluta í einu sveitarfélagi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þrjátíu ára friður

Um leið og opnað verður fyrir útlendinga til þess að koma inn um bakdyrnar í fiskveiðilögsöguna falla burt öll rök um að sjávarútvegshagsmunir standi í vegi aðildar að Evrópusambandinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Undanhald í áföngum

Reynslan mun skera úr því, hvort nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mun standa við loforðin um flutning flugvallarins. Skyndilegur áhugi þeirra á málinu skömmu fyrir kosningar lofar ekki góðu um tímabærar efndir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nálgunarbann verður að virka

Það er mikilvægt að löggjafar- og framkvæmdavaldið skoði sérstaklega hvernig bregðast eigi við heimilisofbeldi. Það er hins vegar vandmeðfarið. Gæta verður að friðhelgi heimilisins en um leið eiga þess kost að grípa inn í aðstæður þar sem ofbeldi á sér stað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er Framsókn til?

Hafi einhver haldið að afhroð Framsóknarflokksins í þessum kosningum yrði til þess að hann hyrfi frá stóriðjustefnunni og greindi sig frá samstarfsflokknum er ljóst að svo er ekki. Þvert á móti borar hann sig ennfrekar inn í hálsakot íhaldsins og verður ekki héðanaf frá þessum hýsli sínum skilinn, nema með meiriháttar skurðaðgerðum, á borð við þær, sem beitt er við aðskilnað samvaxinna tvíbura.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hæverskur góður karl og ný viðspyrna

Í Reykjavík mörkuðu nýafstaðnar kosningar þau þáttaskil að í fyrsta sinn í þrjá aldarfjórðunga voru kjósendur í óvissu að þessu leyti. Niðurstaðan var sú að í fysta sinn kom til þess að mynda þurfti meirihluta eftir kosningar, sem kjósendur höfðu ekki tekið ákvörðun um með skýrum hætti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Friðsamlegt er yfir nýjum meirihluta í Reykjavík: Skásti kosturinn

Fyrir íbúa Reykjavíkur er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn langskásti kosturinn í stöðunni og því fagnaðarefni út af fyrir sig. Það var mikið ofmat hjá Samfylkingunni í Reykjavík að meta stöðu sína svo sterka að útiloka fyrir kosningar, eitt framboða, samstarf við Sjálfstæðisflokk um stjórn höfuðborgarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þverstæð úrslit

Í heild voru þetta sveitarstjórnarkosningar án skarpra veðraskila. En bæði Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin þurfa að losa um þrengingar á taflborði stjórnmálanna fyrir komandi þingkosningar en að sönnu mismiklar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sigurgleði og brostnar vonir

Framkvæmdagleði sitjandi sveitarstjórna á síðustu tveimur árum setur oft strik í reikninginn hjá nýkjörnum fulltrúum og þrátt fyrir gefin loforð fyrir kosningar tekst ekki alltaf að láta draumana rætast eftir kosningar, þótt menn séu komnir með völdin. Ekki er því allt sem sýnist þrátt fyrir unninn sigur í kosningunum í gær.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vangaveltur á Spáni og í norðanverðri Afríku

Stjórnmálamennirnir vita og við vitum það vel sjálf að er ekkert ókeypis, en það hljómar bara svo vel. Það þarf að borga fyrir þessa ókeypis hluti eins og aðra og líkt og hendi sé veifað hættum við að vera háttvirtir kjósendur og verðum venjulegir skattgreiðendur.

Fastir pennar