Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Einhver þurfi að bera ábyrgð á klúðrinu: „Þetta er eins og lélegur brandari“ Hundruð manna söfnuðust saman á Austurvelli í dag til að mótmæla bankasölunni - í fjórða sinn. Mótmælendur vilja breytingar en eru ekki bjartsýnir á að ríkisstjórnin bæti sitt ráð. Innlent 30.4.2022 20:30 „Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið“ Fjölmenni var á mótmælum á Austurvelli í dag þar sem mótmælt var vegna sölunnar á Íslandsbanka. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hélt ræðu og sagði að Bjarni Benediktsson myndi halda áfram að selja eigur landsmanna og landið sjálft. Innlent 30.4.2022 17:10 Fjörug dagskrá á mótmælum á Austurvelli Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Innlent 30.4.2022 13:14 „Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“ Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við. Innlent 30.4.2022 12:30 Ýmsum þætti upphafning að vera á svörtum lista Rússa Utanríkisráðherra segir svartan lista Rússa vera útspil sem hefur minnstu áhrif á utanríkisstefnu Íslendinga. Þá segir hún að henni þyki ekki ósennilegt að af níu Íslendingum á listanum séu einhverjir sem myndu telja það upphefð. Innlent 30.4.2022 12:07 Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina hafa klúðrar sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka nokkuð hressilega. Það séu vonbrigði fyrir þau sem vilja að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Innlent 30.4.2022 09:01 „Ekki benda á mig“ Í umræðum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er stjórnarþingmönnum tíðrætt um stóru myndina. En þeirri mynd hefur ríkisstjórnin klúðrað nokkuð hressilega. Það eru mikil vonbrigði fyrir þau okkar sem viljum að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Skoðun 30.4.2022 08:01 Hrópandi ósamræmi í svörum ráðherranna Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins á meðan fjármálaráðherra segist treysta Bankasýslunni. Innlent 29.4.2022 23:55 Einkamál innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, gerðist uppvís að því að fara með rasísk, eða eins og hann komst að orði, helst til „óviðurkvæmileg“ ummæli fyrir fáeinum vikum síðan. Málið varð kveikja að talsverðri samfélagsumræðu – en hvert hras ríkisstjórnarinnar á fætur öðru gerði það að verkum að umræðan snerist fljótlega annað. Mér þykir þó einstaklega mikilvægt að við skiljum ekki við málið og látum þar við sitja. Skoðun 29.4.2022 20:00 „Heldurðu í alvörunni að þú komist upp með að selja pabba þínum banka?“ Nokkur pirringur var í mörgum nefndarmönnum fjárlaganefndar á opnum fundi hennar í morgun þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sat fyrir svörum. Ráðherranum misbauð ein spurning nefndarmanns Pírata og sagði hann fara fram með áróður. Innlent 29.4.2022 13:08 Bjarni kannast ekki við fullyrðingar Lilju um áhyggjufulla ráðherra Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir lýsingu Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, á viðhorfi sínu til útboðs á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í aðdraganda þess ekki rétta. Hann hafi ekki haft neinar efasemdir um ferlið. Innlent 29.4.2022 10:28 Bein útsending: Bjarni svarar spurningum fjárlaganefndar um bankasöluna Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem hefst klukkan 8:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. Innlent 29.4.2022 08:05 Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu. Innlent 28.4.2022 20:30 Lilja segir Bjarna og Katrínu einnig hafa verið með áhyggjur af bankasölu Lilja Alfreðsdóttir segir að bæði fjármála- og forsætisráðherra hafi deilt þeim áhyggjum og efsemdum sem hún hafði um aðferðina við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og og viðraði á ráðherrafundi. Þingmaður Viðreisnar segir það pungspark í íslensku þjóðina. Innlent 28.4.2022 11:48 Spilltasti og óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar Skoðanakönnun Maskínu í vikunni leiddi í ljós að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá stjórnmálamaður sem flestir landsmanna vantreysta. Ekki bara núna heldur í gegnum alla Íslandssöguna. Skoðun 28.4.2022 08:30 Fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar eftir mikið vatnstjón: „Þetta lýsir því bara hvað aðstæður eru óviðunandi“ Tjón í húsnæði Listaháskóla Íslands í Þverholti virðist minna en á horfðist í fyrstu þegar mikill vatnsleki kom þar upp í gær. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að vinna að húsnæðismálum háskólans og flutning þess í Tollhúsið. Eektor segir það löngu tímabært og hlakkar til að glæða miðbæinn lífi aftur. Innlent 27.4.2022 21:31 Auknar félagslegar aðgerðir í kjölfar Covid-19 Covid-19 faraldurinn hafði mikil áhrif á líf okkar allra. Úttektir sem gerðar hafa verið sýna fram á að faraldurinn, sóttvarnaraðgerðir og sá efnahagslegi samdráttur sem fylgdi í kjölfarið hafi bitnað verst á fólki sem þegar glímdi við erfiðleika eða tilheyrir viðkvæmum hópum. Skoðun 27.4.2022 11:30 Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt nýrri könnun Ríkisstjórnarflokkarnir þrír –Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn –mælast með tæplega fjörutíu prósenta fylgi í nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Innlent 27.4.2022 07:07 „Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. Innlent 26.4.2022 22:00 Telur ólíklegt að Íslandsbankamálið sprengi stjórnarsamstarfið Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Íslandsbankamálið svokallaða verði til þess að sprengja stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Innlent 26.4.2022 20:30 „Því miður, en okkur er bara alveg sama“ Trans fólk veigrar sér oft við að leiðrétta kynskráningu sína í þjóðskrá. Ástæðan er einföld: enn eru til staðar fordómar gagnvart trans fólki, ekki aðeins í alþjóðasamfélaginu, heldur einnig hér heima fyrir. Skoðun 26.4.2022 19:31 Léttir að yfirvöld viðurkenni að brotið var á þeim Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldi á barnaheimili á Hjalteyri á síðustu öld sanngirnisbætur. Nú þegar liggi fyrir nægar sannanir um að þau hafi verið beitt þar gríðarlegu ranglæti. Maður sem dvaldi á Hjalteyri ásamt systkinum sínum segist klökkur, léttir sé að stjórnvöld hafi ákveðið að hlusta. Innlent 26.4.2022 19:00 Dagný Jónsdóttir ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar Dagný Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnar Íslands um samhæfingu mála. Hún mun vinna að því að samhæfa stefnu og aðgerðir í málaflokkum sem heyra undir fleiri en eitt ráðuneyti. Innlent 26.4.2022 16:27 Bein útsending: Áframhaldandi umræður um bankasöluna á þingi Umræða um hlutabréfasölu ríkisins í Íslandsbanka heldur áfram á Alþingi í dag en umræður um bankasöluna stóðu yfir á þingi langt fram á nótt. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata mun hefja umræðuna og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sitja fyrir svörum. Innlent 26.4.2022 15:01 Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. Innlent 26.4.2022 14:39 Hjalteyrarbörnin fá greiddar sanngirnisbætur frá ríkinu Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldist á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar sanngirnisbætur. Fram hefur komið að hjón sem höfðu umsjón með börnunum beittu þau gríðarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þá verður skipuð rannsóknarnefnd um Vöggustofuna í Reykjavík. Innlent 26.4.2022 13:00 Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. Innlent 26.4.2022 12:00 Dauði Bankasýslunnar er björgunarlína ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hvarf sjónum yfir páskana þegar ljóst varð hvernig viðbrögð fólksins í landinu voru eftir að listi yfir kaupendur í bréfum Íslandsbanka var birtur. Ekki náðist í formenn ríkisstjórnarflokkanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar dögum saman. Skoðun 26.4.2022 11:30 Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. Innlent 26.4.2022 11:13 Lögregla til taks vegna mótmæla við Ráðherrabústaðinn Nokkrir lögreglumenn standa vaktina við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem á annan tug mótmælenda er saman kominn og bíður þess að fundi ríkisstjórnarinnar ljúki. Innlent 26.4.2022 11:00 « ‹ 84 85 86 87 88 89 90 91 92 … 149 ›
Einhver þurfi að bera ábyrgð á klúðrinu: „Þetta er eins og lélegur brandari“ Hundruð manna söfnuðust saman á Austurvelli í dag til að mótmæla bankasölunni - í fjórða sinn. Mótmælendur vilja breytingar en eru ekki bjartsýnir á að ríkisstjórnin bæti sitt ráð. Innlent 30.4.2022 20:30
„Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið“ Fjölmenni var á mótmælum á Austurvelli í dag þar sem mótmælt var vegna sölunnar á Íslandsbanka. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hélt ræðu og sagði að Bjarni Benediktsson myndi halda áfram að selja eigur landsmanna og landið sjálft. Innlent 30.4.2022 17:10
Fjörug dagskrá á mótmælum á Austurvelli Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Innlent 30.4.2022 13:14
„Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“ Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við. Innlent 30.4.2022 12:30
Ýmsum þætti upphafning að vera á svörtum lista Rússa Utanríkisráðherra segir svartan lista Rússa vera útspil sem hefur minnstu áhrif á utanríkisstefnu Íslendinga. Þá segir hún að henni þyki ekki ósennilegt að af níu Íslendingum á listanum séu einhverjir sem myndu telja það upphefð. Innlent 30.4.2022 12:07
Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina hafa klúðrar sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka nokkuð hressilega. Það séu vonbrigði fyrir þau sem vilja að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Innlent 30.4.2022 09:01
„Ekki benda á mig“ Í umræðum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er stjórnarþingmönnum tíðrætt um stóru myndina. En þeirri mynd hefur ríkisstjórnin klúðrað nokkuð hressilega. Það eru mikil vonbrigði fyrir þau okkar sem viljum að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Skoðun 30.4.2022 08:01
Hrópandi ósamræmi í svörum ráðherranna Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins á meðan fjármálaráðherra segist treysta Bankasýslunni. Innlent 29.4.2022 23:55
Einkamál innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, gerðist uppvís að því að fara með rasísk, eða eins og hann komst að orði, helst til „óviðurkvæmileg“ ummæli fyrir fáeinum vikum síðan. Málið varð kveikja að talsverðri samfélagsumræðu – en hvert hras ríkisstjórnarinnar á fætur öðru gerði það að verkum að umræðan snerist fljótlega annað. Mér þykir þó einstaklega mikilvægt að við skiljum ekki við málið og látum þar við sitja. Skoðun 29.4.2022 20:00
„Heldurðu í alvörunni að þú komist upp með að selja pabba þínum banka?“ Nokkur pirringur var í mörgum nefndarmönnum fjárlaganefndar á opnum fundi hennar í morgun þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sat fyrir svörum. Ráðherranum misbauð ein spurning nefndarmanns Pírata og sagði hann fara fram með áróður. Innlent 29.4.2022 13:08
Bjarni kannast ekki við fullyrðingar Lilju um áhyggjufulla ráðherra Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir lýsingu Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, á viðhorfi sínu til útboðs á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í aðdraganda þess ekki rétta. Hann hafi ekki haft neinar efasemdir um ferlið. Innlent 29.4.2022 10:28
Bein útsending: Bjarni svarar spurningum fjárlaganefndar um bankasöluna Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem hefst klukkan 8:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. Innlent 29.4.2022 08:05
Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu. Innlent 28.4.2022 20:30
Lilja segir Bjarna og Katrínu einnig hafa verið með áhyggjur af bankasölu Lilja Alfreðsdóttir segir að bæði fjármála- og forsætisráðherra hafi deilt þeim áhyggjum og efsemdum sem hún hafði um aðferðina við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og og viðraði á ráðherrafundi. Þingmaður Viðreisnar segir það pungspark í íslensku þjóðina. Innlent 28.4.2022 11:48
Spilltasti og óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar Skoðanakönnun Maskínu í vikunni leiddi í ljós að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá stjórnmálamaður sem flestir landsmanna vantreysta. Ekki bara núna heldur í gegnum alla Íslandssöguna. Skoðun 28.4.2022 08:30
Fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar eftir mikið vatnstjón: „Þetta lýsir því bara hvað aðstæður eru óviðunandi“ Tjón í húsnæði Listaháskóla Íslands í Þverholti virðist minna en á horfðist í fyrstu þegar mikill vatnsleki kom þar upp í gær. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að vinna að húsnæðismálum háskólans og flutning þess í Tollhúsið. Eektor segir það löngu tímabært og hlakkar til að glæða miðbæinn lífi aftur. Innlent 27.4.2022 21:31
Auknar félagslegar aðgerðir í kjölfar Covid-19 Covid-19 faraldurinn hafði mikil áhrif á líf okkar allra. Úttektir sem gerðar hafa verið sýna fram á að faraldurinn, sóttvarnaraðgerðir og sá efnahagslegi samdráttur sem fylgdi í kjölfarið hafi bitnað verst á fólki sem þegar glímdi við erfiðleika eða tilheyrir viðkvæmum hópum. Skoðun 27.4.2022 11:30
Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt nýrri könnun Ríkisstjórnarflokkarnir þrír –Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn –mælast með tæplega fjörutíu prósenta fylgi í nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Innlent 27.4.2022 07:07
„Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. Innlent 26.4.2022 22:00
Telur ólíklegt að Íslandsbankamálið sprengi stjórnarsamstarfið Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Íslandsbankamálið svokallaða verði til þess að sprengja stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Innlent 26.4.2022 20:30
„Því miður, en okkur er bara alveg sama“ Trans fólk veigrar sér oft við að leiðrétta kynskráningu sína í þjóðskrá. Ástæðan er einföld: enn eru til staðar fordómar gagnvart trans fólki, ekki aðeins í alþjóðasamfélaginu, heldur einnig hér heima fyrir. Skoðun 26.4.2022 19:31
Léttir að yfirvöld viðurkenni að brotið var á þeim Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldi á barnaheimili á Hjalteyri á síðustu öld sanngirnisbætur. Nú þegar liggi fyrir nægar sannanir um að þau hafi verið beitt þar gríðarlegu ranglæti. Maður sem dvaldi á Hjalteyri ásamt systkinum sínum segist klökkur, léttir sé að stjórnvöld hafi ákveðið að hlusta. Innlent 26.4.2022 19:00
Dagný Jónsdóttir ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar Dagný Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnar Íslands um samhæfingu mála. Hún mun vinna að því að samhæfa stefnu og aðgerðir í málaflokkum sem heyra undir fleiri en eitt ráðuneyti. Innlent 26.4.2022 16:27
Bein útsending: Áframhaldandi umræður um bankasöluna á þingi Umræða um hlutabréfasölu ríkisins í Íslandsbanka heldur áfram á Alþingi í dag en umræður um bankasöluna stóðu yfir á þingi langt fram á nótt. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata mun hefja umræðuna og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sitja fyrir svörum. Innlent 26.4.2022 15:01
Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. Innlent 26.4.2022 14:39
Hjalteyrarbörnin fá greiddar sanngirnisbætur frá ríkinu Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldist á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar sanngirnisbætur. Fram hefur komið að hjón sem höfðu umsjón með börnunum beittu þau gríðarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þá verður skipuð rannsóknarnefnd um Vöggustofuna í Reykjavík. Innlent 26.4.2022 13:00
Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. Innlent 26.4.2022 12:00
Dauði Bankasýslunnar er björgunarlína ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hvarf sjónum yfir páskana þegar ljóst varð hvernig viðbrögð fólksins í landinu voru eftir að listi yfir kaupendur í bréfum Íslandsbanka var birtur. Ekki náðist í formenn ríkisstjórnarflokkanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar dögum saman. Skoðun 26.4.2022 11:30
Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. Innlent 26.4.2022 11:13
Lögregla til taks vegna mótmæla við Ráðherrabústaðinn Nokkrir lögreglumenn standa vaktina við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem á annan tug mótmælenda er saman kominn og bíður þess að fundi ríkisstjórnarinnar ljúki. Innlent 26.4.2022 11:00