Hefur þú komið til Sómalíu ráðherra? Helen Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2022 14:00 Ég sit hér á skrifstofunni minni í Mogadishu í Sómalíu og er að lesa fréttir frá Íslandi. Það á að vísa 22 ára gamalli sómalískri stúlku úr landi. Það á að senda hana til Grikklands þar sem ljóst er að hún lendir strax á götunni. Dómsmálaráðherra segir eitthvað á þá leið að „þetta fólk“ hafi vitað af þessum brottvísunum svo þetta eigi ekki að koma á óvart. Stúlkan sem um ræðir Asli Jama og er nú þegar komin í sjálfboðastarf hjá Rauða Krossinum og ber því vel þess merki að hún sé að aðlagast lífinu vel á Íslandi. Mig setur hljóðan. Hvernig má það vera að land sem gefur sig út fyrir að vera brautryðjandi í vörslu kvenréttinda snúi baki við ungri konu í þessari stöðu? Útlendingastofa og ráðherra fela sig á bak við Dyflinarregluna en það þarf ekki annað en að vísa í Mannréttindasáttmála SÞ og sáttmála um flóttamenn sem skylda Íslendinga til að vernda flóttamenn, sér í lagi viðkvæmustu hópana. Hluti af minni vinnu hér í Sómalíu snýr að því að skoða sérstaklega áhrif stríðsins á konur og börn og hvernig megi vernda þessa hópa betur. Fyrir þá sem ekki vita að þá býr fjórðungur landsmanna við hungursneyð, stríð geisa á milli ættbálka og hryðjuverkasamtökin Al-Shabab, íslamskir heittrúarmenn, stýra hér stórum landsvæðum. Það líður varla sá dagur í Mogadishu að við heyrum ekki sprengjur þar sem oftar en ekki saklaust fólk deyr vegna árása Al-Shabab og eða annarra. Það gefur augaleið að staða kvenna hér er vægast sagt hörmuleg. Asli Jama getur ekki þvælst um götur Grikklands. Við myndum ekki óska okkar eigin börnum slík örlög. Hún á það á hættu að vera nauðgað, vera hneppt í mannsal eða hennar bíða bara ömurlegar aðstæður í sárri fátækt. Hún getur ekki snúið aftur til Sómalíu. Ég horfi á andlit þessarar stúlku og hún lítur bara út eins og allar stelpurnar hér sem ég get ekki hjálpað. Ráðherra getur gert hið rétta og bjargað þessari ungu konu frá skelfilegum örlögum. Það er hans persónuleg og pólitísk ákvörðun hvort hann veitir henni tækifæri , eða sendir hana á vergang þar sem örlög Asli eru ekki góð. Höfundur er öryggisráðgjafi fyrir SÞ í Sómalíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Helen Ólafsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég sit hér á skrifstofunni minni í Mogadishu í Sómalíu og er að lesa fréttir frá Íslandi. Það á að vísa 22 ára gamalli sómalískri stúlku úr landi. Það á að senda hana til Grikklands þar sem ljóst er að hún lendir strax á götunni. Dómsmálaráðherra segir eitthvað á þá leið að „þetta fólk“ hafi vitað af þessum brottvísunum svo þetta eigi ekki að koma á óvart. Stúlkan sem um ræðir Asli Jama og er nú þegar komin í sjálfboðastarf hjá Rauða Krossinum og ber því vel þess merki að hún sé að aðlagast lífinu vel á Íslandi. Mig setur hljóðan. Hvernig má það vera að land sem gefur sig út fyrir að vera brautryðjandi í vörslu kvenréttinda snúi baki við ungri konu í þessari stöðu? Útlendingastofa og ráðherra fela sig á bak við Dyflinarregluna en það þarf ekki annað en að vísa í Mannréttindasáttmála SÞ og sáttmála um flóttamenn sem skylda Íslendinga til að vernda flóttamenn, sér í lagi viðkvæmustu hópana. Hluti af minni vinnu hér í Sómalíu snýr að því að skoða sérstaklega áhrif stríðsins á konur og börn og hvernig megi vernda þessa hópa betur. Fyrir þá sem ekki vita að þá býr fjórðungur landsmanna við hungursneyð, stríð geisa á milli ættbálka og hryðjuverkasamtökin Al-Shabab, íslamskir heittrúarmenn, stýra hér stórum landsvæðum. Það líður varla sá dagur í Mogadishu að við heyrum ekki sprengjur þar sem oftar en ekki saklaust fólk deyr vegna árása Al-Shabab og eða annarra. Það gefur augaleið að staða kvenna hér er vægast sagt hörmuleg. Asli Jama getur ekki þvælst um götur Grikklands. Við myndum ekki óska okkar eigin börnum slík örlög. Hún á það á hættu að vera nauðgað, vera hneppt í mannsal eða hennar bíða bara ömurlegar aðstæður í sárri fátækt. Hún getur ekki snúið aftur til Sómalíu. Ég horfi á andlit þessarar stúlku og hún lítur bara út eins og allar stelpurnar hér sem ég get ekki hjálpað. Ráðherra getur gert hið rétta og bjargað þessari ungu konu frá skelfilegum örlögum. Það er hans persónuleg og pólitísk ákvörðun hvort hann veitir henni tækifæri , eða sendir hana á vergang þar sem örlög Asli eru ekki góð. Höfundur er öryggisráðgjafi fyrir SÞ í Sómalíu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar