Stjórnun

Fréttamynd

Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu

„Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“

„Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Maður verður stundum að þora að taka áhættu“

„Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni

Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að þegja, hlusta og endurtaka er ekki nóg

Flest okkar verðum reglulega uppvís að því að byrja að tala of fljótt þegar annað fólk hættir að tala (því við vorum allan tímann í huganum að undirbúa okkar eigið svar) eða að heyra hreinlega ekki alveg hvað annað fólk er að segja því við erum að multitaska.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Þegar forstjórar skapa vantraust

Vantraust getur skapast víða. Í vinnunni, í einkalífinu og í samfélaginu. Ekki síst í pólitík. Það getur verið gott fyrir alla að skoða það reglulega, hvort traust á milli fólks og teyma sé alveg örugglega til staðar og/eða hvort það þurfi einhvers staðar að bæta úr.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Pólitískar til­­­nefningar standast ekki al­­þjóð­­leg við­mið um stjórnar­hætti

Tilnefningar í stjórnir fyrirtækja í eigu íslenska ríkisins, að fjármálafyrirtækjum undanskildum, uppfylla ekki alþjóðleg viðmið um góða stjórnarhætti og Ísland sker sig úr hópi OECD-ríkja að þessu leyti. Þetta segir Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Strategíu, sem hefur um árabil veitt stofnanafjárfestum og hinu opinbera ráðgjöf um stjórnarhætti og stefnumótun.

Innherji