
Fylkir

„Það venst illa að tapa fótboltaleikjum“
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, fór tómhentur heim úr Hafnarfirði í kvöld en Árbæingar töpuðu 3-1 á móti FH í Bestu deild kvenna.

Uppgjörið: FH - Fylkir 3-1 | Sanngjarn heimasigur
FH tók á móti Fylki á Kaplakrikavelli í Bestu deild kvenna í kvöld og eftir fjögur töp í röð náðu Hafnfirðingar loks að sigra. Leikurinn endaði 3-1 fyrir FH og var sigurinn fyllilega sanngjarn fyrir heimakonur.

„Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“
Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær.

Sjáðu sigurmörk Viðars og Magnúsar og öll hin úr Bestu deild karla
Sjö mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í gær. KA, Fram og Breiðablik unnu sína leiki.

„Ætla ekki að koma með einhverjar blammeringar hérna“
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var einlægur að vanda og fór um víðan völl þegar hann ræddi leik sinna manna við Breiðablik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Þar á meðal vítasyrnudóminn í fyrsta marki Blika, mögulega styrkingu í framlínu Fylkisliðsins og umræðu um vandræði við að borga laun lærisveina hans.

Uppgjörið: Breiðablik - Fylkir 3-0 | Blikar sýndu sparihliðarnar á köflum
Breiðablik lagði Fylki að velli með þremur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við í 17. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvívegis af vítapunktinum og Viktor Örn Margeirsson reif fram skotskóna í leiknum.

Fylkismenn svara umræðu um fjárhagsvandamál: „Hefur komið upp áður“
Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem félagið svara umfjöllun hlaðvarpsins Þungavigtin um að fjárhagur félagsins sé slæmur.

Þrumuskotið sem Val á toppinn, endurkoma Víkinga og öll hin mörkin
Það vantaði ekki mörkin í fimmtándu umferð Bestu deildar kvenna en það voru skoruð nítján mörk í leikjunum fimm. Nú má sjá þau öll hér inn á Vísi.

Uppgjörið: Fylkir - Fram 0-0 | Fátt um fína drætti hjá Fylki og Fram
Fylkir og Fram gerðu markalaust jafntefli þegar liðin leiddu saman hesta sína á Würth-völlinn í Árbæinn í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld.

„Ég bara snappaði í hálfleik“
Fylkir mætti Stjörnunni í kvöld þegar fimmtánda umferð Bestu deild kvenna hóf göngu sína. Fylkir vonaðist til að lyfta sér upp úr fallsæti með sigri í kvöld en það voru gestirnir úr Garðabæ sem tóku öll stigin.

Uppgjörið: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Annar sigur Garðbæinga í röð
Fylkir tóku á móti Stjörnunni í fimmtándu umferð Bestu deild kvenna í kvöld. Það var Hrefna Jónsdóttir sem sá til þess að Stjarnan tók með sér öll stigin í Garðabæinn en hún skoraði eina mark leiksins.

„Sjaldan verið jafn súr og svekktur að tapa leik á móti toppliði“
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var súr og svekktur með tap á móti Breiðabliki í kvöld í 14. umferð Bestu deildar kvenna. Hann tók þó marga jákvæða punkta úr leiknum í kvöld.

Uppgjörið: Breiðablik - Fylkir 1-0 | Blikar aftur á toppinn
Breiðablik tók á móti Fylki á Kópavogsvelli í kvöld í 14. umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Blika en Ásta Eir Árnadóttir skoraði eina mark leiksins í upphafi hans.

Mörkin úr Bestu: Blikar röðuðu inn hjá KR og var hann kominn inn hjá Emil?
Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær og nú má sjá mörkin úr leikjunum tveimur hér inn á Vísi.

„Þessi leikur fyrir okkur var úrslitaleikur“
„Góð tilfinning að fá loksins sigurleik,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir fyrsta sigurleik liðsins síðan 2. maí, en liðið vann stórsigur á Tindastóli 4-1 í dag á Würth vellinum.

Uppgjörið: Stjarnan-Fylkir 2-0 | Stjarnan með fyrsta sigurinn í mánuð
Stjarnan tók á móti Fylki í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan sem sat fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar stóð í ströngu í vikunni er liðið lék gegn Linfield á Norður-Írlandi. Það var því fróðlegt að sjá hvernig ungt lið heimamanna myndi koma til leiks og díla við leikjaálagið.

Uppgjörið: Fylkir 4 - Tindastóll 1 | Fyrsti sigur Fylkis síðan á vordögum
Fylkir fékk Tindastól í heimsókn í dag í 13. umferð Bestu deildar kvenna. Unnu heimakonur stórsigur, 4-1, og gerðu í leiðinni botnbaráttuna enn meira spennandi.

Sjáðu hvernig Fylkir skellti ÍA og FH vann HK
Fylkir lyfti sér af botni Bestu deildar karla með 3-0 sigri á ÍA í gær og FH komst upp í 4. sætið með því að vinna HK, 3-1.

Ómar: Þetta var sigur liðsheildarinnar
Ómar Björn Stefánsson kom Fylkismönnum á bragðið í dag þegar hann skoraði fyrsta af þremur mörkum Fylkis í sigri Árbæinga á Skagamönnum í blíðunni. Leikurinn endaði 3-0 og Fylkismenn lyfta sér upp af botni deildarinnar.

Uppgjörið: Fylkir - ÍA 3-0 | Fylkismenn skelltu Skagamönnum niður á jörðina
Fylkir lyfti sér upp af botni Bestu deildar karla með góðum 3-0 sigri á ÍA á heimavelli sínum í Árbænum í kvöld. Skagamönnum var kippt á jörðina og það harkalega en þó að gestirnir hafi þjarmað að Árbæingum gekk ekki að koma boltanum yfir línuna.

Brynjar Björn tekur við af Olgeiri sem var óvænt sagt upp
Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari Fylkis í Bestu deild karla. Hann tekur við af Olgeiri Sigurgeirssyni sem var óvænt sagt upp á dögunum.

Furða sig á brotthvarfi aðstoðarþjálfarans: „Gjörsamlega galið“
Fylkir mátti þola 4-0 tap er liðið heimsótti Val í Bestu-deild karla síðastliðinn laugardag. Í uppgjörsþættinum Stúkan myndaðist umræða um Olgeir Sigurgeirsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfara liðsins.

Bestu mörkin um botnslaginn: „Það var skjálfti beggja vegna“
Farið var yfir gengi Fylkis í Bestu deild kvenna í fótbolta í síðasta þætti Bestu markanna. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í 3. umferð eða þann 2. júní síðastliðinn.

Sjáðu þrennu Söndru, fernu Huldu og táningana sjá um þetta fyrir Val
Fótboltastelpurnar í Bestu deildinni fundu skotskóna á ný eftir afar fá mörk í umferðinni á undan.

Keflavík fagnaði sigri í botnslag Bestu deildarinnar
Tvö neðstu lið Bestu deildar kvenna mættust í 12. umferð og Keflavík fagnaði 1-0 sigri gegn Fylki.

Uppgjör og viðtöl: Valur-Fylkir 4-0 | Valsmenn ekki í vandræðum með botnliðið
Valsmenn voru ekki vandræðum með botnlið Fylkis í leik liðanna í kvöld en lokatölur voru 4-0. Gylfi Þór skoraði eitt sem og Adam Ægir en Patrick Pedersen skoraði tvíveigis.

Finnst það gleymast að dómarar eigi að vernda leikmenn
Bestu mörkin fengu ekki mörg mörk í elleftu umferð Bestu deildar kvenna en það var þeim mun meira af vafaatriðum þegar kom að dómgæslu í þessum leikjum. Sérfræðingarnir ræddu dómgæsluna í kvennadeildinni.

„Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag“
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, segir að tilfinningarnar séu blendnar eftir að lið hans gerði jafntefli við Víking í Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og gátu bæði lið tekið stigin þrjú hér í dag en niðurstaðan var markalaust jafntefli sem flestir myndu segja að væri sanngjörn úrslit.

Uppgjör og viðtöl: Fylkir-Víkingur R. 0-0 | Ekkert mark í baráttuleik
Fylkir og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í kvöld í uppgjöri nýliðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Sjáðu Víking rúlla yfir Stjörnuna, Fylki jafna tvisvar í Vesturbænum og góða ferð Fram á Ísafjörð
Tólf mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Bestu deild karla. Víkingur rústaði Stjörnunni, Fram gerði góða ferð á Ísafjörð og KR og Fylkir skildu jöfn á Meistaravöllum.