KA

Fréttamynd

Um­fjöllun og viðtöl: KA - Valur 1-1 | Valur Lengju­bikar­meistari eftir víta­spyrnu­keppni

Valur er Lengjubikarmeistari 2023 eftir sigur gegn KA í vítaspyrnukeppni. Liðin mættust á Greifavellinum á Akureyri í dag og var staðan 1-1 eftir venjulega leiktíma en Birkir Már Sævarsson skoraði jöfnunarmark leiksins á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Halllgrímur Mar skoraði mark KA úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik. Í vítaspyrnukeppninni klikkaði KA á tveimur spyrnum en Valur á einni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vonandi verður þetta gott skref fyrir mig“

„Þetta er búið að vera í samtali við þennan klúbb í einhverjar vikur. Endanlega í dag var þetta klárt,“ sagði Jónatan Magnússon, núverandi þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta en í dag var staðfest að hann muni taka við sænska liðinu Skövde í sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Unnur ekki meira með á leik­tíðinni

Unnur Ómarsdóttir, hornamaður KA/Þórs og íslenska landsliðsins í handbolta, mun ekki leika meira með félagsliði sínu á yfirstandandi leiktíð í Olís-deild kvenna. Ástæðan er einföld, Unnur gengur með barn undir belti.

Handbolti
Fréttamynd

„Það er alvöru mótbyr“

Jónatan Magnússon, þjálfari KA, sagði að herslumuninn hefði vantað hjá sínum mönnum til að vinna Stjörnuna í kvöld. Garðbæingar sigruðu Akureyringa, 30-26.

Handbolti