UMF Grindavík

Fréttamynd

Grindvíkingar fá liðsstyrk

Bandaríski bakvörðurinn EC Matthews er genginn til liðs við Grindavík og mun leika með liðinu út tímabilið í Subway-deild karla í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Benedikt: Fengum flugeldasýningu frá Óla Óla

„Klárlega ekki okkar besta frammistaða en ýmislegt jákvætt. Ég er ekki að detta í þunglyndi þó við höfum tapað þessum leik, þetta var 50/50 leikur á erfiðum útivelli gegn góðu liði,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir tapið gegn Grindavík í Subway-deildinni í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„Í fyrsta skipti í langan tíma sem ég segi þetta“

Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var að vonum ánægður með sigurinn gegn KR í kvöld í þriðju umferð Subway deildarinnar. Sigurinn í kvöld var fyrsti sigur Grindavíkur á KR á heimavelli í tæp fjögur ár en Grindavík vann leikinn með 10 stigum, 90-80.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við munum bara verða betri”

Robbi Ryan, leikmaður Grindavíkur, átti framúrskarandi leik í 69-83 sigri Grindavíkur í Njarðvík í kvöld. Ryan skoraði alls 28 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Hún varar önnur lið í deildinni við því að Grindavík er rétt að byrja.

Körfubolti
Fréttamynd

Daníel Guðni: Ég tek þessi tvö stig allan daginn

„Við gerðum þetta óþarflega erfitt. Þeir misstu Bandaríkjamanninn sinn snemma út og hann var ófær til vinnu í leiknum og við nutum góðs af því,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur á Þór Akureyri í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Dagur Kár ekki með Grinda­vík í vetur

Grindvíkingurinn Dagur Kár Jónsson mun ekki leika með Grindavík í efstu deild karla í körfubolta hér á landi í vetur þar sem hann hefur samið við spænska liðið Ourense Baloncesto. Hann segist spenntur fyrir vetrinum og telur þetta vera góða áskorun.

Körfubolti
Fréttamynd

Stjarnan í undanúrslit

Stjarnan er komin í undanúrslit í VÍS-bikar karla í körfubolta fyrst allra liða eftir sigur á Grindavík í kvöld. Lokatölur í Garðabænum 92-81.

Körfubolti
Fréttamynd

Hættir eftir tímabilið

Sigurbjörn Hreiðarsson mun ekki halda þjálfun Grindavíkur áfram þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Framarar tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild karla

Framarar munu leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili, en liðið tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári með 2-1 sigri gegn Selfyssingum. Þá unnu tíu leikmenn Grindavíkur 2-1 sigur gegn Þrótti R. og Grótta vann einnig 2-1 sigur gegn Kórdrengjum.

Íslenski boltinn