Kvikmyndagerð á Íslandi

Fréttamynd

For­réttindi að fá að vera rotta af og til

Þórey Birgisdóttir, leikkona sló nýverið í gegn fyrir frammistöðu sína í leikverkinu Sund sem sýnt er um þessar mundir í Tjarnarbíói. Á sama tíma leikur hún rottuna Pílu í Draumaþjófinum og stendur í framkvæmdum á íbúð sem hún fékk vægast sagt á heilann.  

Lífið
Fréttamynd

Ritdómur um leikrit True North

Framleiðslufyrirtækið True North vakti í gær verðskuldaða athygli þegar lögmaður þess skilaði til sýslumannsins á Vesturlandi lögbannskröfu vegna fyrirhugaðra hvalveiða Hvals hf., hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til hvalveiða sem slíkra nema að því marki að því sé haldið til haga að undirritaður er andvígur þeim. Tilefni greinarinnar er frekar að fjalla um þessa fjarstæðukenndustu lögbannskröfu í sögu landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Skulfu á beinunum á for­sýningu Kulda

Fjöldi fólks skalf á beinunum á forsýningu íslensku hrollvekjunnar Kulda í Smárabíói í gærkvöldi. Kvikmyndin er byggð á sam­nefndri met­sölu­bók Yrsu Sig­urðardótt­ur frá árinu 2012. 

Lífið
Fréttamynd

True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns

Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum.

Innlent
Fréttamynd

Mögu­leg snið­ganga Hollywood hræsni í augum Vil­hjálms

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Hollywood-stjörnur hóta snið­göngu verði hval­veiðar leyfðar á ný

Baltasar Kormákur segir það skelfilegt fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað ef verður af sniðgöngu Hollywood-leikara og framleiðenda vegna hvalveiða. Matvælaráðherra kynnir ákvörðun sína á morgun. Ef hún leyfir hvalveiðir aftur ætlar hópur Hollywood leikara ekki að koma með verkefni sín til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Hannes Þór ætlar sér stóra hluti með Atlavík

Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og fyrrverandi markmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki ásamt félögum sínum. Hann segir fyrirtækið vera með mörg járn í eldinum og vinna nú að þáttum fyrir Stöð 2, RÚV og Sjónvarp Símans.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Yrsa gaf Sigur­jóni og Erlingi nýjan Kulda

Yrsa Sigurðardóttir afhenti Sigurjóni Sighvatssyni og leikstjóranum Erlingi Óttari Thoroddsen fyrstu eintökin af nýrri útgáfu af spennusögunni Kulda. Samnefnd bíómynd þeirra félaga, byggð á bókinni, kemur í bíó 1. september.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Ég dó næstum því á Íslandi“

Bandaríski leikarinn Bowen Yang segist næstum hafa látið lífið hér á landi er hann var á hestbaki. Yang var staddur á Íslandi og var á hestbaki fyrir tökur á sjónvarpsþætti.

Lífið
Fréttamynd

Erlingur leik­stýrði Juli­an Sands í hans síðustu mynd

Julian Sands var jarðbundinn, hlýr og rausnarlegur á sinn tíma. Þetta segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri sem leikstýrði breska leikaranum í hans síðustu mynd sem ber nafnið The Piper. Leikarinn lést í fjallgöngu í Kaliforníu í janúar en lík hans fannst ekki fyrr en í þar síðustu viku.

Lífið
Fréttamynd

Við vorum bara pollar með enga reynslu

Ásgeir Sigurðsson er einn yngsti framleiðandi og leikstjóri landsins en hann frumsýndi sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Harm, á síðasta ári. Myndin var tilnefnd til Edduverðlaunanna. Næstu verkefni Ásgeirs eru ekki síður spennandi.

Lífið
Fréttamynd

Leikstjóri Grimmdar dæmdur fyrir umfangsmikinn fjárdrátt

Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Hann er dæmdur fyrir að hafa ráðstafað miðasölutekjum upp á milljónir króna með ólögmætum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Örstutt í fimm stjörnu hótelin fyrir stórstjörnurnar

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur er nú að taka þátt í uppbyggingu nýrra fjölbýlishúsa í Gufunesinu með fasteignaþróunarfélaginu Spildu þar sem Anna Sigríður Arnardóttir sér um val á arkitektum og hönnun og hefur yfirumsjón með verkefninu.

Lífið
Fréttamynd

Sviðs­höfundur Lor­een segist ekki hafa stolið af Sæ­­mundi

Lotta Furebäck, einn sviðshöfunda atriðis Loreen í Eurovisison, segist ekki hafa séð kvikmynd íslenska listamannsins Sæmundar Þórs Helgasonar en þótti útlit söngkonunnar í keppnini ansi líkt útliti aðalpersónu úr stuttmynd Sæmundar. Líkindin séu einungis tilviljun. 

Lífið
Fréttamynd

Útlit Loreen sláandi líkt persónu Sæmundar Þórs

Listamaðurinn Sæmundur Þór Helgason klórar sér nú í kollinum því eins og Loreen birtist á Eurovision-sviðinu í Liverpool var hún útlits nánast eins og persóna hans. Sæmundur Þór skoðar nú réttarstöðu sína.

Lífið
Fréttamynd

Langar stundum að verða slaufað

„Ef einhver hefur skoðun á því að eitthvað sem ég segi í viðtali séu kannski fordómar eða eitthvað bla, bla, þá er það örugglega bara rétt. Eða ég get sagt að það sé vissulega sjónarmið,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu. 

Lífið
Fréttamynd

Hollywood muni laðast að Gufu­nesi

Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenska stutt­myndin Fár valin á Cannes

Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí.

Bíó og sjónvarp