Kvikmyndagerð á Íslandi

Fréttamynd

Lena Olin verður Hulda Hermannsdóttir

Sænska leikkonan Lena Olin mun fara með hlutverk lögreglukonunnar Huldu Hermannsdóttur í sjónvarpsseríu sem gerð verður eftir þríleik Ragnars Jónassonar, Dimmu, Drunga og Mistri.

Lífið
Fréttamynd

„Svona gerir maður ekki, mamma“

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var í gær og af því tilefni fór dagskrárgerðarmaðurinn Garpur I. Elísabetarson og hitti móður sína, Elísabetu Jökulsdóttur rithöfund, á heimili hennar í Hveragerði. 

Lífið
Fréttamynd

Nýsleginn formaður situr fyrir svörum

Gísli Snær Erlingsson, sem er nýtekinn við sem formaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, mun sitja fyrir svörum og ræða framtíðarsýn stofnunarinnar á opnum fundi með kvikmyndagerðarfólki á morgun, mánudag, klukkan 16 í Norræna húsinu.

Menning
Fréttamynd

Fór í forn­fræði og guð­fræði en gat ekki flúið ör­lögin

Sigurður Ingvarsson stefndi á fræðimennsku eftir menntaskóla en gat ekki flúið þau örlög að verða leikari. Hann leikur í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Snertingu, og stígur á svið í rokksöngleiknum Eitraðri lítilli pillu eftir áramót. Í vor fór hann á sjó eftir mönun tengdaföður síns og segir það hafa verið ólýsanlega erfitt.

Lífið
Fréttamynd

Urmull af ís­lenskum myndum á hvíta tjaldinu um helgina

Kvikmyndahátíðin RIFF stendur nú yfir og mun gera næstkomandi viku. Nú um helgina verða íslenskar kvikmyndir í hávegum hafðar og þónokkrar íslenskar myndir sem ekki hafa verið sýndar áður á Íslandi verða á hvíta tjaldinu um helgina. 

Lífið
Fréttamynd

Nýtt líf Öldu Lóu

Alda Lóa Leifsdóttir er að senda frá sér sína fyrstu heimildamynd: Togolísu. Hún er skilin við mann sinn sósíalistaleiðtogann Gunnar Smára Egilsson, hefur hafið djáknanám og er að taka saman efni í bók um hugvíkkandi efni.

Menning
Fréttamynd

Stjörnum prýdd forsýning Northern Comfort

Kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northern Comfort, var forsýnt í gær. Myndin verður tekin til almennra sýninga á morgun. Mikill fjöldi lagði leið sína á forsýninguna í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Eins og gott hjóna­bands­próf

Parið Rut og Kristján Torfi tefldi fjárhag sínum í tvísýnu þegar þau ákváðu að kaupa trillu og gera út á handfæraveiðum. Þau vilja að ungt fólk hafi tækifæri til að stunda smábátaútgerð og segja tímann á sjó fínasta sambandspróf.

Innlent
Fréttamynd

Selma sýnir á sér skugga­hliðar

Kvikmyndin Kuldi var frumsýnd um mánaðamótin en hún er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. Selma Björnsdóttir fer með eitt af lykilhlutverkunum myndarinnar og sýnir vægast sagt á sér nýjar og hrollvekjandi hliðar. Hún segist þakklát að hafa getað skilið persónuna eftir á tökustaðnum.

Lífið
Fréttamynd

Bíómynd um Kristinn Guðnason fjallkóng með meiru

Á sama tíma og göngur og réttir standa nú yfir um allt land verður ný íslensk kvikmynd, „Konungur fjallanna“ frumsýnd annað kvöld i Bíóhúsinu á Selfossi. Myndin fjallar um Kristinn Guðnason, fjallkóng í leitum með gangnamönnum á Landmannaafrétti.

Innlent
Fréttamynd

Hlín tekur við rektorsstöðunni af Berki

Hlín Jóhannesdóttir hefur tekið við stöðu rektors Kvikmyndaskóla Íslands af Berki Gunnarssyni. Þetta kemur fram i tilkynningu frá Berki sem var settur rektor fyrir rúmu ári síðan.

Innlent
Fréttamynd

For­réttindi að fá að vera rotta af og til

Þórey Birgisdóttir, leikkona sló nýverið í gegn fyrir frammistöðu sína í leikverkinu Sund sem sýnt er um þessar mundir í Tjarnarbíói. Á sama tíma leikur hún rottuna Pílu í Draumaþjófinum og stendur í framkvæmdum á íbúð sem hún fékk vægast sagt á heilann.  

Lífið
Fréttamynd

Ritdómur um leikrit True North

Framleiðslufyrirtækið True North vakti í gær verðskuldaða athygli þegar lögmaður þess skilaði til sýslumannsins á Vesturlandi lögbannskröfu vegna fyrirhugaðra hvalveiða Hvals hf., hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til hvalveiða sem slíkra nema að því marki að því sé haldið til haga að undirritaður er andvígur þeim. Tilefni greinarinnar er frekar að fjalla um þessa fjarstæðukenndustu lögbannskröfu í sögu landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Skulfu á beinunum á for­sýningu Kulda

Fjöldi fólks skalf á beinunum á forsýningu íslensku hrollvekjunnar Kulda í Smárabíói í gærkvöldi. Kvikmyndin er byggð á sam­nefndri met­sölu­bók Yrsu Sig­urðardótt­ur frá árinu 2012. 

Lífið
Fréttamynd

True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns

Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum.

Innlent
Fréttamynd

Mögu­leg snið­ganga Hollywood hræsni í augum Vil­hjálms

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Hollywood-stjörnur hóta snið­göngu verði hval­veiðar leyfðar á ný

Baltasar Kormákur segir það skelfilegt fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað ef verður af sniðgöngu Hollywood-leikara og framleiðenda vegna hvalveiða. Matvælaráðherra kynnir ákvörðun sína á morgun. Ef hún leyfir hvalveiðir aftur ætlar hópur Hollywood leikara ekki að koma með verkefni sín til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Hannes Þór ætlar sér stóra hluti með Atlavík

Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og fyrrverandi markmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki ásamt félögum sínum. Hann segir fyrirtækið vera með mörg járn í eldinum og vinna nú að þáttum fyrir Stöð 2, RÚV og Sjónvarp Símans.

Bíó og sjónvarp