Fótbolti

Fréttamynd

Heimir orðaður við Mjällby

Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfara karla í knattspyrnu, er sem stendur án starfs eftir að hafa stýrt Al Arabi í Katar frá 2018 til 2021. Hann gæti þó verið á leið til Svíþjóðar til að taka við Mjällby.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrír sigrar í röð hjá Birki og félögum

Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor unnu sinn þriðja deildarleik í röð er liðið tók á móti Galatasaray í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, en lokatölur urðu 2-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd

Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar Alex fór meiddur af velli

Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson fór meiddur af velli í kvöld er lið hans Leuven tapaði 4-1 fyrir Club Brugge í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristian með sitt fyrsta mark fyrir Ajax

Kristian Hlynsson skorað sitt fyrsta mark fyrir Ajax er liðið vann 4-0 sigur í hollensku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. Kristian hafði aðeins verið sjö mínútur inn á vellinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Conte til­búinn að leyfa Dele Alli að fara

Það virðist sem Antonio Conte sé sömu skoðunar og José Mourinho þegar kemur að Dele Alli, sóknarþenkjandi miðjumanni Tottenham Hotspur. Conte hefur ákveðið að leyfa Dele að fara frá félaginu í janúar, skiptir litlu máli hvort um sé að ræða lán eða sölu.

Fótbolti
Fréttamynd

Milos látinn fara frá Hammar­by

Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings og Breiðabliks, var í dag látinn taka poka sinn hjá sænska félaginu Hammarby. Milos hefur verið orðaður við norska stórliðið Rosenborg en viðræður sigldu í strand. Hann er nú án atvinnu.

Fótbolti