Körfubolti

Fréttamynd

Hvað er að hjá Stjörnunni?

Sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi ræddu dræmt gengi Stjörnunnar í Subway-deild karla, en liðið hefur tapað síðustu sex af sjö leikjum sínum og er mögulega að missa af úrslitakeppninni ef fram heldur sem horfir.

Körfubolti
Fréttamynd

Um­mæli Kenny Smith fóru öfugt ofan í marga

Kenny Smith virðist hafa tekist að ýfa nánast hverja einustu fjöður á bandarísku þjóðarsálinni þegar hann lét dæluna ganga í lýsingu TNT sjónvarpsstöðvarinnar eftir að þriggjastiga einvígi Steph Curry og Sabrina Ionescu.

Körfubolti
Fréttamynd

Lé­legasta skyttan í sögunni

Stjörnuleikurinn í NBA-deildinni fer fram annað kvöld en helgin er að vanda undirlögð af allskonar keppnum og uppákomum. Þriggjastiga keppnin hefur margt fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af stærstu viðburðum helgarinnar, en margar af helstu stjörnum deildarinnar hafa spreytt sig á keppninni með takmörkuðum árangri.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við lögðum líf og sál í þetta“

Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, bar það utan á sér eftir leik að tapið í kvöld gegn Keflavík var sérstaklega sárt. Lokatölur leiksins 72-76 eftir hörkuspennandi lokamínútur.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég er ó­á­nægðastur með at­vinnu­mennina mína“

Maté Dalmay, þjálfari Hauka, mátti sætta sig við enn einn tapið í Subway-deild karla í kvöld þegar Haukar töpuðu á útivelli gegn toppliði Vals, 82-72. Hann kallaði eftir því að hans sterkustu leikmenn færu að stíga upp og sýna hvað þeir fá borgað fyrir.

Körfubolti
Fréttamynd

HSÍ fær 35 milljónum meira en næsta sam­band

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2024 en styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema alls rúmlega 512 milljónum króna.

Handbolti
Fréttamynd

Martin mataði fé­laga sína á stoð­sendingum

Martin Hermannsson átti sennilega sinn besta leik með Alba Berlín í dag eftir að hann gekk til liðs við félagið í janúar. Martin gaf níu stoðsendingar og skoraði þrettán stig, sem er það mesta sem hann hefur náð í báðum tölfræðiflokkum hingað til.

Körfubolti
Fréttamynd

Rus­sell West­brook kominn með 25 þúsund stig

Hinn síungi Russell Westbrook, leikmaður LA Clippers, er ekki dauður úr öllum æðum enn en hann komst í nótt í 25 þúsund stig skoruð samtals í NBA. Þá hefur hann ekki látið sitt eftir liggja í öðrum tölfræðiþáttum í gegnum tíðina.

Körfubolti