Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Jón Arnór og Helena valin körfuknattleiksfólk ársins 2012

Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2012 af KKÍ. Þetta er í níunda sinn sem Jón Arnór er valinn en Helena hefur nú alls átta sinnum verð valin og það átta sinnum í röð. Körfuknattleikskona og maður ársins 2012 voru valin af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðþjálfurum (yngri landsliða og A-landsliða) KKÍ en samtals voru 22 einstaklingar sem komu að valinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Aldrei áður þurft að sitja á bekknum

Helena Sverrisdóttir er farin að spila stærra hlutverk hjá liði sínu Good Angels Kosice í Slóvakíu eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabili. Helena er ein af bestu þriggja stiga skyttunum í Euroleague eftir fyrstu sjö umferðirnar og liðið er í góum málum í sínum riðli.

Körfubolti
Fréttamynd

Toppslagur í Stykkishólmi – spilað um montréttinn í Reykjanesbæ

Heil umferð fer fram í Dominos-deild karla í kvöld í körfuknattleik og er þetta síðasta umferðin fyrir jólafrí. Keppni hefst á ný 4. janúar. Þrjú lið eru efst og jöfn með 14 stig að loknum 9 leikjum, Þór Þ., Grindavík og Snæfell hafa öll unnið sjö leiki og tapað tveimur.

Innlent
Fréttamynd

Poweradebikarinn: Snæfell fær Þór í heimsókn

Dregið var í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni KKÍ í karlaflokki í dag. Úrvalsdeildarliðin Snæfell og Þór frá Þorlákshöfn mætast í Stykkishólmi og Grindavík tekur á móti Fjölni. B-lið KR heldur uppi heiðri félagsins í þessari umferð en liðið gerði sér lítið fyrir og lagði 1. deildarlið Breiðabliks í 32-liða úrslitum. Valur, sem er í efsta sæti 1. deildar, fær KR-b í heimsókn í 16-liða úrslitum.

Körfubolti
Fréttamynd

Einar Ingi spáir að Ingi og Benni mætist í úrslitaleik

Það verður körfuboltaveisla í Stykkishólmi í kvöld og á morgun þegar úrslitahelgi Lengjubikarsins fer í fyrsta sinn fram utan suðvesturshornsins. Snæfellingar eru í hlutverki gestgjafans en þeir eiga möguleika á að vinna þessa keppni í þriðja sinn frá 2007.

Körfubolti
Fréttamynd

Damon Johnson búinn að skipta í Keflavík

Damon S. Johnson, margfaldur Íslandsmeistari með Keflavík, hefur skipt aftur í Keflavík en þetta kemur fram á lista yfir nýjustu félagsskipti á heimasíðu KKÍ. Damon er búinn að vera með íslenskt ríkisfang í áratug en hefur ekki spilað hér á landi síðan tímabilið 2002-2003.

Körfubolti
Fréttamynd

Harlem Globetrotters kemur til Íslands

Hið heimsfræga sýningar- og skemmtilið Harlem Globetrotters mun halda sannkallaðan fjölskyldudag á Íslandi í maí en þessir körfuboltasnillingar ætla að mæta í Kaplakrika í Hafnarfirði 5. maí 2013.

Körfubolti
Fréttamynd

Háspenna í Seljaskóla þegar ÍR lagði Þór Þ. í Lengjubikarnum

Fjórir leikir fóru fram í Lengjubikarkeppni karla í körfuknattleik í kvöld og mikil spenna var í þeim. Keflvíkingar unnu nokkuð öruggan sigur á Haukum 90-79 en leikurinn fór fram að Ásvöllum í kvöld. Michael Craion var atkvæðamestur í liði Keflvíkingar og skoraði 26 stig og tók 18 fráköst. Keflavík er í efsta sæti A-riðils.

Körfubolti
Fréttamynd

Taphrina Keflavíkur heldur áfram

Lengjubikarinn í körfubolta hófst í kvöld með fjórum leikjum. Skallagrímur skellti Keflavík á heimavelli 107-98 en Keflavík hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Þessum leik og tveimur fyrstu leikjunum í Dominos deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi heitur í Frakklandi

Logi Gunnarsson hefur byrjað tímabilið vel með Angers í Frakklandi en hann skoraði 23 stig í öruggum sigri liðsins í gær. Logi er með 20 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum og er eins og er stigahæsti leikmaður frönsku C-deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Annar titill til Snæfells

Snæfell er meistari meistaranna í körfuboltakvenna eftir sigur á Íslandsmeisturum Njarðvíkur í Meistarakeppni KKÍ í kvöld, 84-60.

Körfubolti
Fréttamynd

Hlynur: Gjörspillt apparat

"Þetta er nú með því mest svekkjandi sem ég hef lent í,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir tap Íslands fyrir Svartfjallalandi í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Snæfell vann tvöfalt um helgina

Karla- og kvennalið Snæfells báru um helgina sigur úr býtum á æfingamótum sem þau tóku þátt í. Karlaliðið fagnaði sigri á Reykjanes Cup og konurnar í Ljósanæturmóti Njarðvíkur.

Körfubolti
Fréttamynd

Vinna strákarnir fyrsta sigurinn í Höllinni í fjögur ár?

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Slóvakíu í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni klukkan 15.45 í dag. Íslenska liðið vann 81-75 sigur í fyrri leik þjóðanna í Slóvakíu og því eiga strákarnir góða möguleika á því að landa sínum fyrsta heimasigri í dag.

Körfubolti