Umferð

Fréttamynd

Árekstur við Hellu

Fólksbíll og flutningabíll skullu saman á Suðurlandsvegi við Hellu á þrettánda tímanum í dag. Veginum var lokað um stund á meðan hreinsunarstarf var unnið á vettvangi og nú er að greiðast úr töfum sem urðu vegna þesss.

Innlent
Fréttamynd

Fólk megi búast við þungri umferð á Suðurlandi í dag

Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líklegt að þung umferð verði í umdæminu í dag en um helgina fóru þar fram tvær stórar bæjarhátíðir, Kótelettan og Goslokahátíð. Hann mælir með því að fólk gefi sér góðan tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Margra kílómetra bílaröð utan við Selfoss

Mikil umferðarteppa er núna á Suðurlandsvegi vestan við Selfoss og nær bílaröðin marga kílómetra út fyrir bæinn, að sögn lögreglu. Hvetur lögreglan á Suðurlandi ökumenn til að sýna þolinmæði og minnir fólk á að það geti einnig farið um Þrengslaveg þar sem umferðin er talsvert léttari.

Innlent
Fréttamynd

2% öku­manna telja sig verri en meðal­öku­maðurinn

Júlí er umferðarþyngsti mánuðurinn á Ísland en þá leggja flestir land undir fót. Nær allar helgar eru hátíðir í bæjum og sveitum sem vel eru sóttar. Fólk fer í sumarbústaði og umferð erlendra ferðamanna er einnig mikil.

Skoðun
Fréttamynd

Bakkaði bát niður Reykja­nes­brautina

Bíl­stjóri flutninga­bíls með bát með­ferðis olli tölu­verðum töfum á um­ferð á Reykja­nes­brautinni í morgun. Bíllinn komst ekki undir brúna við gatna­mót Breið­holts­brautar og Reykja­nes­brautar og varð að bakka að Lindum í Kópa­vogi með að­stoð lög­reglu.

Innlent
Fréttamynd

Met­um­ferð í maí

Umferð á hringvegum jókst um 2,3 prósent milli ára og hefur aldrei verið meiri í maí mánuði. Umferðin á Höfuðborgarsvæðinu dróst hins vegar saman.

Innlent
Fréttamynd

Fundurinn hafði lítil á­hrif á um­ferð

Leiðtogafundur Evrópuráðsins hafði lítil áhrif á heildarumferð á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin var einungis um tveimur prósentum minni dagana sem leiðtogafundur stóð yfir, saman borið við vikuna þar á undan.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur og húsbíll sem þveraði veginn

Að minnsta kosti einn árekstur varð á Fjarðarheiði í kvöld sökum vetrarfærðar. Þá hafa þó nokkrir bílar verið skildir eftir á heiðinni og fólk flutt niður af heiðinni til Seyðisfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Ók á grindverk við Smáralindina

Ökumaður ók á grindverk í Kópavogi í dag. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ökumanninn hafa misst stjórn á bifreiðinni, engin slys hafi orðið á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Hringbraut lokað á morgun og hinn

Hringbraut verður lokað vegna framkvæmda á morgun og hinn. Farið verður í að fræsa hluta götunnar þessa tvo daga. Framkvæmdirnar munu standa yfir frá klukkan 18:30 til 23:00 báða dagana.

Innlent
Fréttamynd

Ökumaður vespu ekki grunaður um annað en ofsaakstur

Ökumaður á vespu sem meðal annars var stöðvaður af sérsveit ríkislögreglustjóra í Borgartúni í gær sinnti ekki stöðvunarskyldu eftir ofsaakstur. Málið er ekki víðtækara en það að sögn lögreglu en vegfarendum í Borgartúni var brugðið vegna hamagangsins.

Innlent
Fréttamynd

Sí­fellt fleiri mál felld niður hjá lög­reglu

17.161 mál voru felld niður hjá lögregluembættunum á síðasta ári og 170 kærum vísað frá. Heildarfjöldi skráðra brota voru 77.079 og því 22,5 prósent mála sem dóu drottni sínum í skúffu lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Páska­um­ferðin hefur gengið vel

Umferðin gekk stórslysalaust fyrir sig í gær að sögn lögreglu. Mikill straumur ökutækja var út úr höfuðborginni enda páskahelgin ein stærsta ferðahelgi ársins. Viðburðir eru um allt land og þá var mikil umferð á leið til Keflavíkurflugvallar og þaðan til suðlægari slóða.

Innlent
Fréttamynd

Endar aldrei vel þegar fólk notar vímu­efni undir stýri

Maður sem keyrði bifreið ofan í húsgrunn á gamla Blómavalsreitnum í gærkvöldi er grunaður um fíkniefnaakstur. Engin slys urðu á fólki. Maðurinn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og verður tekin af honum skýrsla seinna í dag.

Innlent