Innlent

Fólk hvatt til að taka strætó

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Á háannatíma getur umferðin verið þung í borginni.
Á háannatíma getur umferðin verið þung í borginni. Vísir/Vilhelm

Bíllausi dagurinn er í dag og eru landsmenn hvattir til að skilja bílinn eftir heima. Til að auðvelda fólki þá er frítt í strætó um allt land.

Dagurinn markar lok evrópsku samgönguvikunnar en síðastliðna viku hafa ýmsar uppákomur og viðburðir verið í Reykjavík í tengslum við hana.

„Í ár er yfirskriftin samgöngur fyrir öll og það er í rauninni markmiðið með henni að vekja athygli á fleiri samgöngukostum,“ segir Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir samgöngustjóri Reykjavíkurborgar.

Mikilvægt sé að fólk nýti sér aðra samgöngumáta en einkabílinn.

„Markmið Reykjavíkurborgar til 2030 er að rúmlega 40% ferða verði farnar öðruvísi en á einkabíl. Miðað við stóra ferðavenjukönnun sem var gerð 2022 þá höfum við í rauninni náð því markmiði í vissum hverfum borgarinnar eins og Laugardal, Hlíðum, Vesturbæ og miðborginni en þurfum að gera betur til þess að ná því og þetta er í rauninni bara risastórt loftlags- og umhverfismál“

Borgin hafi gert margt til að hvetja fólk til ferðast á umhverfisvænni máta.

„Í raunni höfum við sé byltingu í hjólreiðum í borginni allt frá því að mælingar hófust. Hjólreiðar mældust ekki rétt eftir aldamótin en núna eru rúmlega 7% ferða borgarbúa farnar á hjóli. Við höfum verið að byggja upp gott net hjólastíga. Við höfum vakið athygli á og greitt samgöngustyrki í samræmi við það sem heimilt er. Svo eru við í því að vinna að breyttum ferðavenjum með borgarlínunni. Við erum í rauninni bara að reyna að fjölga valkostum í umferðinni. Því eins og allir þekkja þá hefur umferðin á höfuðborgarsvæðinu þyngst. Það fylgir því að það fjölgar á höfuðborgarsvæðinu íbúum og ef við höldum áfram að ferðast með þeim hætti sem við gerum í dag mikið þá mun þetta bara verða verra. Þannig að það er í rauninni lykilatriði fyrir alla borgarbúa að valmöguleikunum fjölgi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×