Alþingiskosningar 2021

Fréttamynd

Athugasemdirnar hafi átt rétt á sér og verið staðfestar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og frambjóðandi í fyrsta sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að athugasemdir framboðs hans, vegna gruns um að bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem einnig sækist eftir fyrsta sætinu hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni, hafi átt rétt á sér. Enda hafi komið fram í skoðun yfirkjörstjórnar að ekki hafi verið lokað fyrir aðgang Magnúsar fyrr en þriðjudaginn 1. júní.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Ingi og Una leiða lista VG í Kraganum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun leiða lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Una Hildardóttir, varaþingmaður of forseti LUF, situr í öðru sæti á listanum.

Innlent
Fréttamynd

Kvartað undan bróður Ás­laugar til yfir­kjör­stjórnar

Kvartað hefur verið til yfir­kjör­stjórnar Sjálf­stæðis­flokksins vegna próf­kjörs flokksins í Reykja­vík vegna gruns um að bróðir dóms­mála­ráð­herra hafi nýtt sér beinan að­gang að fé­laga­skrá flokksins í próf­kjörs­bar­áttunni sem nú stendur yfir í Reykja­vík.

Innlent
Fréttamynd

Rætt um útlilokanir og vinsæla flokka á þingi

Rætt var um möguleg stjórnarsamstörf og útilokanir flokka í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagðist ekki treysta Miðflokknum til þess að standa við orð sín og sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa farið vel með völd. Lilja Rafney Gunnarsdóttir, þingmaður VG, telur ljóst að flokkurinn verði vinsæll samstarfskostur eftir kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Ræðst fram­tíð Sjálf­stæðis­flokksins á Insta­gram?

Hörð bar­átta tveggja ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins um að verða leið­togar flokksins á þingi fyrir Reyk­víkinga hefur ó­lík­lega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa aug­lýst sig ágætlega í að­draganda próf­kjörs flokksins, sem fer fram á föstu­dag og laugar­dag, raunar svo mikið að dósent í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands finnst aug­lýsinga­flóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun.

Innlent
Fréttamynd

Gauti mun ekki þiggja þriðja sætið

Gauti Jóhannesson, forseti sveitastjórnar Múlaþings, mun ekki þiggja þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Guð­rún hafði betur í Suður­kjör­dæmi

Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem fór fram í gær. Lokatölur bárust upp úr miðnætti en alls greiddu 4.647 atkvæði. Af þeim voru gildir seðlar 4.533 en auðir og ógildir 114.

Innlent
Fréttamynd

Njáll Trausti sigrar í Norð­austur­kjör­dæmi

Njáll Trausti Frið­berts­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannes­syni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í bar­áttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norð­austur­kjör­dæmi.

Innlent
Fréttamynd

Guð­rún leiðir þegar tæpur helmingur er talinn

Guð­rún Haf­steins­dóttir er efst í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins í Suður­kjör­dæmi þegar tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. Sitjandi þing­maður flokksins, Vil­hjálmur Árna­son, er í öðru sæti miðað við nýjustu tölur.

Innlent
Fréttamynd

Rök upp­stillingar­nefndarinnar komu á ó­vart

Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans fékk ekki 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa gefið kost á sér til þess. Sara Dögg, sem hefur verið virk í innra starfi Viðreisnar frá stofnun flokksins, segir ákvörðun uppstillingarnefndarinnar vera vonbrigði og rökin fyrir henni hafi komið á óvart.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­menn velja tvo nýja odd­vita í dag

Úrslit ráðast í tveimur prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í dag, annars vegar í Suðurkjördæmi og hins vegar í Norðausturkjördæmi. Hart er barist um oddvitasætið í báðum kjördæmum þar sem fyrri oddvitar gáfu ekki kost á sér.

Innlent
Fréttamynd

Bene­dikt segist ekki hafa af­þakkað 2. sætið

Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni Viðreisnar og stofnanda flokksins, var boðið annað sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Honum hafði einnig verið boðið neðsta sætið á listanum, svokallað heiðurssæti, sem hann afþakkaði og er hann ekki á framboðslista fyrir flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið.

Innlent
Fréttamynd

Segir Við­reisn hafa brugðist þol­endum

Katrín Kristjana Hjartar­dóttir, einn af stofn­endum Við­reisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í sam­tali við Vísi segir hún á­stæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópa­vogi hafi brugðist þol­endum.

Innlent