Íslenski handboltinn Stórsigur á Hvít-Rússum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan 9 marka sigur á Hvít-Rússum, 33-24 í Kaplakrika í kvöld. Staðan í hálfleik var 18-12 fyrir Ísland. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á Evrópumótinu sem fer fram í Sviss í janúar á næsta ári. Ólafur Stefánsson var markahæstur með 7 mörk. Sport 13.10.2005 19:21 Leikið við Hvít-Rússa í kvöld Íslenska landsliðið í handknattleik mætir í dag Hvíta-Rússlandi í undankeppni Evrópumótsins. Leikið verður í Kaplakrika og hefst leikurinn klukkan 19.40. Hvít-Rússar eru sýnd veiði en ekki gefin en þjálfari liðsins, Alexander Kassakevic, er líklega besti handknattleiksmaður sem heimurin hefur átt. Leikurinn í kvöld er fyrri viðureign þjóðanna en síðari leikurinn fer fam í Minsk eftir viku. Sport 13.10.2005 19:21 Norðmenn unnu Bosníumenn Norðmenn sigruðu Bosníumenn 36-23 í undankeppni Evrópumótsins í gær. Frakkar burstuðu Ísraelsmenn 35-18, Grikkir unnu nauman sigur á Úkraínumönnum, 26-25, og Austurríkismenn lögðu Slóvaka 25-19. Sport 13.10.2005 19:21 Fjórir koma inn í hópinn Íslenska landsliðið í handknattleik mætir Svíum í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld en Íslendingar sigruðu Svía í Kaplakrika á mánudagskvöld með 36 mörkum gegn 32. Ólafur Stefánsson, Vignir Svavarsson, Arnór Atlason og Björgvin Gústafsson kom inn í liðið í kvöld en Ásgeir Örn Hallgrímsson, Roland Valur Eradze og Markús Máni Michaelsson hvíla. Sport 13.10.2005 19:20 X-ið977 byrjar með íþróttafréttir Í dag miðvikudag byrjar Rokk útvarpsstöðin X-ið 97.7 að nýju á því að útvarpa íþróttafréttum og mun sá hátturinn verða á hverjum virkum degi kl. 11.00. Með þessu gefst útvarpshlustendum kostur á að fá nýjustu fréttirnar úr heimi íþróttanna snemma hvers dags en stöðin mun bjóða upp á ítarlegan sport-fréttapakka hverju sinni. Sport 13.10.2005 19:19 Sigfús jafnaði í blálokin Ísland og Svíþjóð gerðu jafntefli, 31-31, í síðari vináttulandsleik sínum sem fram fór á Akureyri í gær. Ísland leiddi með fjórum mörkum í leikhléi, 16-12. Svíar voru mikið mun betri í síðari hálfleik og Ísland jafnaði leikinn á lokasekúndunni en þar var á ferðinni Sigfús Sigurðsson. Sport 13.10.2005 19:20 Sigfús jafnaði í lokin gegn Svíum Ísland náði dramatísku jafntefli gegn Svíum í síðari vináttuleik þjóðanna í handbolta á Akureyri í kvöld, 31-31. Sigfús Sigurðsson náði að jafna þegar 4 sekúndur voru til leiksloka. Ísland leiddi í hálfleik 16-12 en Svíar náðu yfirhöndinni í síðari hálfleik og komust yfir. Róbert Gunnarsson var markahæstur Íslands með 8 mörk. Sport 13.10.2005 19:20 Ísland yfir gegn Svíum Íslenska karlalandsliðið í handbolta er fjórum mörkum yfir í hálfleik gegn Svíum, 16:12, í síðari vináttulandsleik þjóðanna en leikurinn fer fram í KA-heimilinu á Akureyri. Varnarleikurinn hefur verið frábær og Birkir Ívar Guðmundsson markvörður búinn að verja 8 skot. Róbert Gunnarsson er markahæstur með 5 mörk. Sport 13.10.2005 19:20 Gæti orðið erfitt að slá Einar út Það vakti athygli að þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á fullskipuðu liði Svía í tæp sautján ár gerði liðið það án Ólafs Stefánssonar, sem sat uppi í stúku og horfði á félaga sína eiga góðan leik og yfirbuga gömlu Svíagrýluna. Sport 13.10.2005 19:19 Svíar lögðu Norðmenn í handbolta Svíar sigruðu Norðmenn með eins marks mun, 26-25, í Ósló í gærkvöld en Svíar höfðu þriggja marka forystu í hálfleik, 14-11. Jonas Ernelind var markahæstur Svía með sjö mörk og Martin Boqvist kom næstur með fimm. Sport 13.10.2005 19:19 Sögulegur sigur á Svíum í kvöld Íslenska handboltalandsliðið vann sögulegan sigur á Svíum í kvöld en Ísland vann fyrri vináttulandsleik þjóðanna með fjórum mörkum, 36-32, í Kaplakrika. Þetta var í fyrsta sinn í tæp sautján ár sem íslenska landsliðið vinnur fullskpað landslið Svíþjóðar. Einar Hólmgeirsson og Róbert Gunnarsson skoruðu báðir 9 mörk fyrir íslenska liðið í leiknum. Sport 13.10.2005 19:19 Síðasti leikur Guðmundar Íslenska landsliðið í handknattleik mætir í kvöld Svíum í Kaplakrika í Hafnarfirði en leikurinn er liður í undirbúningi beggja liða fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins. Þar mæta Íslendingar Hvít-Rússum en Svíar leika gegn Pólverjum. Guðmundur Hrafnkelsson, sem leikið hefur 402 landsleiki fyrir Ísland, leikur í kvöld sinn síðasta landsleik. Sport 13.10.2005 19:19 Guðmundur fékk heiðursskiptingu Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, til margra ára, var kvaddur í Kaplakrika í kvöld með 36-32 sigri á Svíum í vináttulandsleik. Guðmundur lék fyrstu 14 mínútur leiksins en fékk þá sérstaka heiðursskiptingu en þetta var 20. landsliðsár hans. Guðmundur varði 3 skot á þeim rúmu 14 mínútum sem hann lék en hann lék sinn frysta landsleik á Friðarleikunum árið 1986. Sport 13.10.2005 19:19 Hver var þessi Svíagrýla? Ísland vann í gær sinn fyrsta sigur á fullskipu liði Svía í 17 ár í vináttulandsleik þjóðanna í Kaplakrika. Guðmundur Hrafnkelsson lék sinn síðasta landsleik. Einar Hólmgeirsson leit á þetta sem hvern annan leik og bauð upp á skotsýningu. Sport 13.10.2005 19:19 Björgvin Páll til Eyjamanna Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, leikur með ÍBV á næstu leiktíð. Hann verður lánaður frá HK þar sem hann er samningsbundinn. Þetta kemur fram á vef Kópavogsliðsins. Sport 13.10.2005 19:18 Kveðjuleikur Guðmundar gegn Svíum Merkilegum kafla í íslenskri handboltasögu lýkur á mánudaginn þegar Guðmundur Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður Íslands, spilar kveðjuleik sinn með landsliðinu gegn Svíum í Kaplakrika. Hann hefur spilað á þrennum Ólympíuleikum og alls 13 stórkeppnum þá tvo áratugi sem hann hefur spilað fyrir Íslands hönd. Sport 13.10.2005 19:18 Snorri Steinn semur við Minden Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur náð munnlegu samkomulagi við þýska liðið Minden og mun líklegast skrifa undir tveggja ára saming við liðið á allra næstu dögum. Sport 13.10.2005 19:18 Greiðslan er hrikalega flott Handknattleikskappinn Róbert Gunnarsson hefur ekki bara vakið athygli fyrir frábæra frammistöðu á handboltavellinum í Danmörku í vetur. Greiðslurnar sem hann hefur skartað hafa einnig vakið gríðarlega athygli enda margar hverjar mjög frumlegar. Sport 13.10.2005 19:18 Ólafur ekki með í vikunni Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður kemur ekki til liðs við íslenska landsliðið í handknattleik fyrr en á sunnudag, en liðið undirbýr sig fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Svíum hér heima í næstu viku og fyrri leikinn gegn Hvít-Rússum í undankeppni Evrópumótsins 12. júní. Sport 13.10.2005 19:17 Fritz valinn bestur í Þýskalandi Hennig Fritz, markvörður Kiel, var í gær valinn handknattleikmaður ársins í Þýskalandi. Þetta var kunngjört þegar þýska landsliðið sigraði stjörnulið þýsku úrvalsdeildarinnar 39-37 í Braunswig. Marcus Alm frá Svíþjóð og Oleg Veleky, Essen, urðu í öðru og þriðja sæti í kjörinu. Sport 13.10.2005 19:17 Tíu marka sigur Svía á Dönum Svíar burstuðu Dani 33-23 í landsleik í handknattleik í Lanskrona í gærkvöld. Jonas Larholm var markahæstur Svía með níu mörk. Liðin léku í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld og þá höfðu Danir sigur, 23-21. Sport 13.10.2005 19:17 Ólafur kemur á sunnudag Ólafur Stefánsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, mun koma til móts við félaga sína í liðinu á sunnudag vegna kveðjuleiks Talant Dujshebaev við heimsliðið á laugardag. Sport 13.10.2005 19:18 ÍR-ingar bæta við sig leikmönnum Karlalið ÍR í handbolta bætir enn við sig leikmönnum. Þorleifur Björnsson er kominn frá Gróttu/KR og Andri Númason frá Víkingi. Þá gekk markvörðurinn Gísli Guðmundsson til liðs við félagið á dögunum. Sport 13.10.2005 19:17 Östringen í úrvalsdeildina Kronau Östringen tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær þegar liðið sigraði Hildesheim í seinni leik liðanna um sæti í deildinni. Kronau sigraði 26-22 og vann leikina tvo samtals með sjö marka mun. Sport 13.10.2005 19:17 Heimir sagði nei við Gróttu Heimir Ríkarðsson handknattleiksþjálfari hafnaði tilboði frá Gróttu um fimm ára samning. Kristján Guðlaugsson, formaður handknattleiksdeildar félagsins, staðfesti þetta þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. Heimir, sem var rekinn frá Fram í apríl, er í viðræðum við Fylki um að taka að sér stöðu hjá félaginu og aðstoða við að smíða alvöru handboltalið í Árbænum. Sport 13.10.2005 19:16 Ciudad Real ekki í úrslit bikars Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real féllu í gærkvöld úr leik í spænsku bikarkeppninni í handknattleik þegar þeir biðu lægri hlut fyrir bikarmeisturum Valladolid, 34-31, í undanúrslitum. Ólafur skoraði tvö mörk í leiknum. Barcelona sigraði Ademar Leon 33-28 og mætir Valladolid í úrslitum um Konungsbikarinn. Sport 13.10.2005 19:17 Samúel semur við Hauka Samúel Ívar Árnason handknattleiksmaður, sem lék með ÍBV á síðustu leiktíð, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Hauka. Hann er annar leikmaður ÍBV sem gengur til liðs við Íslandsmeistarana en Kári Kristjánsson unglingalandsliðamaður gekk á dögunum í raðir Hafnarfjarðarliðsins. Sport 13.10.2005 19:16 Hlynur frá Gróttu/KR til Fylkis Hlynur Mortens, markvörður í handknattleik, sem leikið hefur með Gróttu/KR mun leika með Fylkismönnum í Árbæ á næstu leiktíð. Hlynur bætist þar með í hóp fjölda handknattleiksmanna sem gengið hafa til liðs við Árbæinga síðustu vikur. Sport 13.10.2005 19:16 Ciudad í undanúrslit bikarsins Ciudad Real komst í gærkvöld í undanúrslit í Konungsbikarnum á Spáni þegar liðið sigraði Granollers með 39 mörkum gegn 24. Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk í leiknum. Ciudad Real mætir núverandi bikarmeisturum í Valladolid í undanúrslitum. Sport 13.10.2005 19:16 Sigfús aftur í landsliðið Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta tilkynnti í dag val sitt á 18 manna hópi til undirbúnings og þátttöku í undankeppni Evrópumeistaramótsins. Leiknir verða æfingaleikir við Svía hér heima í byrjun júní og gegn Hvít-Rússum í undankeppni EM. Sigfús Sigurðsson kemur aftur inn í hópinn. Sport 13.10.2005 19:15 « ‹ 100 101 102 103 104 105 106 107 108 … 123 ›
Stórsigur á Hvít-Rússum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan 9 marka sigur á Hvít-Rússum, 33-24 í Kaplakrika í kvöld. Staðan í hálfleik var 18-12 fyrir Ísland. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á Evrópumótinu sem fer fram í Sviss í janúar á næsta ári. Ólafur Stefánsson var markahæstur með 7 mörk. Sport 13.10.2005 19:21
Leikið við Hvít-Rússa í kvöld Íslenska landsliðið í handknattleik mætir í dag Hvíta-Rússlandi í undankeppni Evrópumótsins. Leikið verður í Kaplakrika og hefst leikurinn klukkan 19.40. Hvít-Rússar eru sýnd veiði en ekki gefin en þjálfari liðsins, Alexander Kassakevic, er líklega besti handknattleiksmaður sem heimurin hefur átt. Leikurinn í kvöld er fyrri viðureign þjóðanna en síðari leikurinn fer fam í Minsk eftir viku. Sport 13.10.2005 19:21
Norðmenn unnu Bosníumenn Norðmenn sigruðu Bosníumenn 36-23 í undankeppni Evrópumótsins í gær. Frakkar burstuðu Ísraelsmenn 35-18, Grikkir unnu nauman sigur á Úkraínumönnum, 26-25, og Austurríkismenn lögðu Slóvaka 25-19. Sport 13.10.2005 19:21
Fjórir koma inn í hópinn Íslenska landsliðið í handknattleik mætir Svíum í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld en Íslendingar sigruðu Svía í Kaplakrika á mánudagskvöld með 36 mörkum gegn 32. Ólafur Stefánsson, Vignir Svavarsson, Arnór Atlason og Björgvin Gústafsson kom inn í liðið í kvöld en Ásgeir Örn Hallgrímsson, Roland Valur Eradze og Markús Máni Michaelsson hvíla. Sport 13.10.2005 19:20
X-ið977 byrjar með íþróttafréttir Í dag miðvikudag byrjar Rokk útvarpsstöðin X-ið 97.7 að nýju á því að útvarpa íþróttafréttum og mun sá hátturinn verða á hverjum virkum degi kl. 11.00. Með þessu gefst útvarpshlustendum kostur á að fá nýjustu fréttirnar úr heimi íþróttanna snemma hvers dags en stöðin mun bjóða upp á ítarlegan sport-fréttapakka hverju sinni. Sport 13.10.2005 19:19
Sigfús jafnaði í blálokin Ísland og Svíþjóð gerðu jafntefli, 31-31, í síðari vináttulandsleik sínum sem fram fór á Akureyri í gær. Ísland leiddi með fjórum mörkum í leikhléi, 16-12. Svíar voru mikið mun betri í síðari hálfleik og Ísland jafnaði leikinn á lokasekúndunni en þar var á ferðinni Sigfús Sigurðsson. Sport 13.10.2005 19:20
Sigfús jafnaði í lokin gegn Svíum Ísland náði dramatísku jafntefli gegn Svíum í síðari vináttuleik þjóðanna í handbolta á Akureyri í kvöld, 31-31. Sigfús Sigurðsson náði að jafna þegar 4 sekúndur voru til leiksloka. Ísland leiddi í hálfleik 16-12 en Svíar náðu yfirhöndinni í síðari hálfleik og komust yfir. Róbert Gunnarsson var markahæstur Íslands með 8 mörk. Sport 13.10.2005 19:20
Ísland yfir gegn Svíum Íslenska karlalandsliðið í handbolta er fjórum mörkum yfir í hálfleik gegn Svíum, 16:12, í síðari vináttulandsleik þjóðanna en leikurinn fer fram í KA-heimilinu á Akureyri. Varnarleikurinn hefur verið frábær og Birkir Ívar Guðmundsson markvörður búinn að verja 8 skot. Róbert Gunnarsson er markahæstur með 5 mörk. Sport 13.10.2005 19:20
Gæti orðið erfitt að slá Einar út Það vakti athygli að þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á fullskipuðu liði Svía í tæp sautján ár gerði liðið það án Ólafs Stefánssonar, sem sat uppi í stúku og horfði á félaga sína eiga góðan leik og yfirbuga gömlu Svíagrýluna. Sport 13.10.2005 19:19
Svíar lögðu Norðmenn í handbolta Svíar sigruðu Norðmenn með eins marks mun, 26-25, í Ósló í gærkvöld en Svíar höfðu þriggja marka forystu í hálfleik, 14-11. Jonas Ernelind var markahæstur Svía með sjö mörk og Martin Boqvist kom næstur með fimm. Sport 13.10.2005 19:19
Sögulegur sigur á Svíum í kvöld Íslenska handboltalandsliðið vann sögulegan sigur á Svíum í kvöld en Ísland vann fyrri vináttulandsleik þjóðanna með fjórum mörkum, 36-32, í Kaplakrika. Þetta var í fyrsta sinn í tæp sautján ár sem íslenska landsliðið vinnur fullskpað landslið Svíþjóðar. Einar Hólmgeirsson og Róbert Gunnarsson skoruðu báðir 9 mörk fyrir íslenska liðið í leiknum. Sport 13.10.2005 19:19
Síðasti leikur Guðmundar Íslenska landsliðið í handknattleik mætir í kvöld Svíum í Kaplakrika í Hafnarfirði en leikurinn er liður í undirbúningi beggja liða fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins. Þar mæta Íslendingar Hvít-Rússum en Svíar leika gegn Pólverjum. Guðmundur Hrafnkelsson, sem leikið hefur 402 landsleiki fyrir Ísland, leikur í kvöld sinn síðasta landsleik. Sport 13.10.2005 19:19
Guðmundur fékk heiðursskiptingu Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, til margra ára, var kvaddur í Kaplakrika í kvöld með 36-32 sigri á Svíum í vináttulandsleik. Guðmundur lék fyrstu 14 mínútur leiksins en fékk þá sérstaka heiðursskiptingu en þetta var 20. landsliðsár hans. Guðmundur varði 3 skot á þeim rúmu 14 mínútum sem hann lék en hann lék sinn frysta landsleik á Friðarleikunum árið 1986. Sport 13.10.2005 19:19
Hver var þessi Svíagrýla? Ísland vann í gær sinn fyrsta sigur á fullskipu liði Svía í 17 ár í vináttulandsleik þjóðanna í Kaplakrika. Guðmundur Hrafnkelsson lék sinn síðasta landsleik. Einar Hólmgeirsson leit á þetta sem hvern annan leik og bauð upp á skotsýningu. Sport 13.10.2005 19:19
Björgvin Páll til Eyjamanna Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, leikur með ÍBV á næstu leiktíð. Hann verður lánaður frá HK þar sem hann er samningsbundinn. Þetta kemur fram á vef Kópavogsliðsins. Sport 13.10.2005 19:18
Kveðjuleikur Guðmundar gegn Svíum Merkilegum kafla í íslenskri handboltasögu lýkur á mánudaginn þegar Guðmundur Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður Íslands, spilar kveðjuleik sinn með landsliðinu gegn Svíum í Kaplakrika. Hann hefur spilað á þrennum Ólympíuleikum og alls 13 stórkeppnum þá tvo áratugi sem hann hefur spilað fyrir Íslands hönd. Sport 13.10.2005 19:18
Snorri Steinn semur við Minden Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur náð munnlegu samkomulagi við þýska liðið Minden og mun líklegast skrifa undir tveggja ára saming við liðið á allra næstu dögum. Sport 13.10.2005 19:18
Greiðslan er hrikalega flott Handknattleikskappinn Róbert Gunnarsson hefur ekki bara vakið athygli fyrir frábæra frammistöðu á handboltavellinum í Danmörku í vetur. Greiðslurnar sem hann hefur skartað hafa einnig vakið gríðarlega athygli enda margar hverjar mjög frumlegar. Sport 13.10.2005 19:18
Ólafur ekki með í vikunni Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður kemur ekki til liðs við íslenska landsliðið í handknattleik fyrr en á sunnudag, en liðið undirbýr sig fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Svíum hér heima í næstu viku og fyrri leikinn gegn Hvít-Rússum í undankeppni Evrópumótsins 12. júní. Sport 13.10.2005 19:17
Fritz valinn bestur í Þýskalandi Hennig Fritz, markvörður Kiel, var í gær valinn handknattleikmaður ársins í Þýskalandi. Þetta var kunngjört þegar þýska landsliðið sigraði stjörnulið þýsku úrvalsdeildarinnar 39-37 í Braunswig. Marcus Alm frá Svíþjóð og Oleg Veleky, Essen, urðu í öðru og þriðja sæti í kjörinu. Sport 13.10.2005 19:17
Tíu marka sigur Svía á Dönum Svíar burstuðu Dani 33-23 í landsleik í handknattleik í Lanskrona í gærkvöld. Jonas Larholm var markahæstur Svía með níu mörk. Liðin léku í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld og þá höfðu Danir sigur, 23-21. Sport 13.10.2005 19:17
Ólafur kemur á sunnudag Ólafur Stefánsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, mun koma til móts við félaga sína í liðinu á sunnudag vegna kveðjuleiks Talant Dujshebaev við heimsliðið á laugardag. Sport 13.10.2005 19:18
ÍR-ingar bæta við sig leikmönnum Karlalið ÍR í handbolta bætir enn við sig leikmönnum. Þorleifur Björnsson er kominn frá Gróttu/KR og Andri Númason frá Víkingi. Þá gekk markvörðurinn Gísli Guðmundsson til liðs við félagið á dögunum. Sport 13.10.2005 19:17
Östringen í úrvalsdeildina Kronau Östringen tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær þegar liðið sigraði Hildesheim í seinni leik liðanna um sæti í deildinni. Kronau sigraði 26-22 og vann leikina tvo samtals með sjö marka mun. Sport 13.10.2005 19:17
Heimir sagði nei við Gróttu Heimir Ríkarðsson handknattleiksþjálfari hafnaði tilboði frá Gróttu um fimm ára samning. Kristján Guðlaugsson, formaður handknattleiksdeildar félagsins, staðfesti þetta þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. Heimir, sem var rekinn frá Fram í apríl, er í viðræðum við Fylki um að taka að sér stöðu hjá félaginu og aðstoða við að smíða alvöru handboltalið í Árbænum. Sport 13.10.2005 19:16
Ciudad Real ekki í úrslit bikars Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real féllu í gærkvöld úr leik í spænsku bikarkeppninni í handknattleik þegar þeir biðu lægri hlut fyrir bikarmeisturum Valladolid, 34-31, í undanúrslitum. Ólafur skoraði tvö mörk í leiknum. Barcelona sigraði Ademar Leon 33-28 og mætir Valladolid í úrslitum um Konungsbikarinn. Sport 13.10.2005 19:17
Samúel semur við Hauka Samúel Ívar Árnason handknattleiksmaður, sem lék með ÍBV á síðustu leiktíð, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Hauka. Hann er annar leikmaður ÍBV sem gengur til liðs við Íslandsmeistarana en Kári Kristjánsson unglingalandsliðamaður gekk á dögunum í raðir Hafnarfjarðarliðsins. Sport 13.10.2005 19:16
Hlynur frá Gróttu/KR til Fylkis Hlynur Mortens, markvörður í handknattleik, sem leikið hefur með Gróttu/KR mun leika með Fylkismönnum í Árbæ á næstu leiktíð. Hlynur bætist þar með í hóp fjölda handknattleiksmanna sem gengið hafa til liðs við Árbæinga síðustu vikur. Sport 13.10.2005 19:16
Ciudad í undanúrslit bikarsins Ciudad Real komst í gærkvöld í undanúrslit í Konungsbikarnum á Spáni þegar liðið sigraði Granollers með 39 mörkum gegn 24. Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk í leiknum. Ciudad Real mætir núverandi bikarmeisturum í Valladolid í undanúrslitum. Sport 13.10.2005 19:16
Sigfús aftur í landsliðið Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta tilkynnti í dag val sitt á 18 manna hópi til undirbúnings og þátttöku í undankeppni Evrópumeistaramótsins. Leiknir verða æfingaleikir við Svía hér heima í byrjun júní og gegn Hvít-Rússum í undankeppni EM. Sigfús Sigurðsson kemur aftur inn í hópinn. Sport 13.10.2005 19:15