Sport

X-ið977 byrjar með íþróttafréttir

Í dag byrjar Rokk útvarpsstöðin X-ið 97.7 að nýju á því að útvarpa íþróttafréttum og mun sá hátturinn verða á hverjum virkum degi kl. 11.00. Með þessu gefst útvarpshlustendum kostur á að fá nýjustu fréttirnar úr heimi íþróttanna snemma hvers dags en stöðin mun bjóða upp á ítarlegan sport-fréttapakka hverju sinni. "Það er enginn ljósvakamiðill með svo ítarlegan íþróttafréttapakka svo snemma dags og við hvetjum fólk til að stilla á X-ið ef það vill fylgjast með því athyglisverðasta úr fótboltanum, handboltanum og körfuboltanum svo dæmi séu tekin" sagði Þorkell Máni Pétursson verkefnisstjóri X-ins við Vísi.is í morgun. Umsjón með íþróttafréttum á X-inu hefur Hans Steinar Bjarnason.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×