Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Svíar ekki með á HM í handbolta í fyrsta sinn

Svíar verða ekki með á HM í handbolta í Þýskalandi í næsta ári eftir að þeir töpuðu fyrir Íslandi í umspilsleikjum um sæti. Þetta er mikið áfall fyrir Svía sem hafa þar með misst af þremur af síðustu fjórum stórmótum (Ólympíuleikunum í Aþenu 2004, EM í Sviss 2006 og loks HM í Þýskalandi 2007). Þetta er ennfremur söguleg fjarvera sænska handboltalandsliðsins því þetta verður fyrsta heimsmeistaramót sögunnar þar sem Svíar verða ekki meðal þátttakenda.

Sport
Fréttamynd

Tölfræðin úr leiknum gegn Svíum í Höllinni í kvöld

Ísland er komið inn á HM í Þýskalandi 2007 eftir 25-26 tap fyrir Svíum í troðfullri Laugardalshöll í seinni umspilsleik þjóðanna. Ísland vann fyrri leikinn í Globen með fjórum mörkum, 32-28, og þar með samanlagt 57-54. Ólafur Stefánsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Hér á eftir má sjá tölfræðina úr þessum sögulega leik sem var leikinn undir svakalegri stemmningu í Höllinni í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Ísland kveður niður Svíagrýluna

Íslendingar voru rétt í þessu að tryggja sér þátttökurétt á HM í handbolta sem haldin verður í Þýskalandi, þrátt fyrir 25-26 tap. Það gerðu þeir með mjög góðum lokakafla í leiknum. Á tímabili í seinni hálfleik var útlitið dökkt því þá náðu Svíar mest fimm marka forskoti. Ísland sigrar samanlagt 57-54 í viðureignunum tveimur.

Sport
Fréttamynd

Styttist í leikinn stóra

Einn mikilvægasti handboltaleikur Íslandssögunnar er nú að hefjast í höllinni. Íslendingar og Svíar berjast um að komast á HM í handbolta sem haldið verður í Þýskalandi árið 2007. Það má reikna með að það verði glæsilegasta handboltamót sem haldið hefur verið.

Sport
Fréttamynd

Vorum búnir að skoða Svíana mun betur en þeir okkur

"Þetta var frábær leikur hjá okkur. Við vorum greinilega búnir að skoða Svíana mun betur en þeir okkur. Það var mjög gott fyrir okkur að fá mjög erfiða leiki á móti Dönunum því við gátum unnið mjög mikið úr mistökunum sem við vorum að gera þar," sagði þjálfarinn Alfreð Gíslason í viðtali við Geir Magnússon í útsendingu RÚV strax eftir 32-28 sigur íslenska handboltalandsliðsins á Svíum í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti á HM í Þýskalandi 2007.

Sport
Fréttamynd

Á eftir að ráðast á síðustu mínútunum í Höllinni

"Þetta var frábært og ég er mjög sáttur. Vörnin var frábær, Birkir í markinu var líka flottur og nýtingin í sókninni var góð og það gekk eigilega allt upp hjá okkur," sagði fyrirliðinn Ólafur Stefánsson fyrir íslenska handboltalandsliðsins í viðtali við Geir Magnússon í útsendingu RÚV strax eftir leik. Ísland vann glæsilegan fjögurra marka sigur, 32-28, og er í góðum málum fyrir seinni leikinn um næstu helgi.

Sport
Fréttamynd

Tölfræðin úr sigrinum glæsilega á Svíum

Íslenska landsliðið vann stórglæsilegan fjögurra marka sigur á Svíum, 32-28, í Globen í dag en þetta var fyrri umspilsleikur þjóðanna um sæti á HM í Þýskalandi 2007. Íslenska landsliðið vann síðustu ellefu mínútur leiksins 8-2 þar sem Einar Hólmgeirsson skoraði fjögur af sex mörkum sínum í leiknum. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur með 7 mörk þar af 5 úr vítum.

Sport
Fréttamynd

Frábær sigur á Svíum

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann frækinn sigur á Svíum á útivelli í dag 32-28 og er því komið í vænlega stöðu fyrir síðari leikinn sem verður hér heima á þjóðhátíðardaginn. Sigurvegarinn í einvígi liðanna tryggir sér sæti á HM í Þýskalandi sem fram fer á næsta ári. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur með 7 mörk og Einar Hólmgeirsson skoraði 6 mörk.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik Globen

Staðan í fyrri leik Íslendinga og Svía um laust sæti á HM í handbolta er jöfn 13-13 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í Globen í Stokkhólmi. Svíar höfðu undirtökin allan fyrri hálfleikinn, en þrátt fyrir nokkuð mótlæti tókst íslensku stráknum að jafna í blálokin með miklu harðfylgi.

Sport
Fréttamynd

42 ár liðin síðan við unnum Svía í alvörulandsleik

Íslenska handboltalandsliðið hefur aðeins einu sinni náð að vinna Svía í stórmóti eða undankeppnum þeirra. Hér er verið að tala um Heimsmeistaramót, Evrópumeistaramót og Ólympíuleika. Eini sigurinn kom á HM í Tékkóslóvakíu fyrir 42 árum síðan þegar íslenska liðið vann 12-10 í riðlakeppninni. Íslensku strákarnir hafa nú tapað 9 "alvöruleikjum" í röð fyrir sænska landsliðinu. Íslenska landsliðið mætir Svíum í Globen í fyrri leik liðanna í undankeppni HM 2007 klukkan 15.00 í dag.

Sport
Fréttamynd

Tölfræðin úr seinni leiknum við Dani í Höllinni í kvöld

Íslenska landsliðið gerði jafntefli við Dani í Laugardalshöllinni í kvöld í seinni æfingaleik þjóðanna en íslenska liðið er á leiðinni til Svíþjóðar þar sem það spilar við Svíþjóð í umspili um sæti á HM í Þýskalandi 2007. Hér á eftir má finna tölfræði íslenska liðsins í leiknum í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Jafntefli við Dani

Íslenska karlalandsliðið gerði í kvöld jafntefli við Dani 34-34 í síðari æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni. Íslenska liðið var yfir allan leikinn en missti niður forskot sitt í lokin og þurfti að sætta sig við jafntefli. Ólafur Stefánsson var besti maður vallarins og skoraði 7 mörk og gaf fjölda stoðsendinga fyrir íslenska liðið, sem heldur til Svíþjóðar í fyrramálið.

Sport
Fréttamynd

Ísland yfir í hálfleik

Íslenska karlalandsliðið hefur yfir 19-16 í hálfleik í síðari æfingaleik sínum við Dani. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni. Ólafur Stefánsson er markahæstur í íslenska liðinu með 5 mörk úr 5 skotum og þeir Alexander Petersson, Arnór Atlason og Róbert Gunnarsson hafa skorað 3 mörk hver.

Sport
Fréttamynd

Ísland - Danmörk í kvöld

Síðari æfingaleikur Íslendinga og Dana fer fram í Laugardalshöllinni í kvöld, en leikirnir við Dani eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir umspilsleikina við Svía þar sem spilað verður um laust sæti á HM. Leikurinn hefst klukkan 19:35 og miðaverð er 1000 kr fyrir fullorðna og 500 fyrir börn. Rétt er að skora á sem flesta að mæta og láta vel í sér heyra í lokaupphituninni fyrir Svíaleikina.

Sport
Fréttamynd

Alfreð þegar búinn að gera betur en Viggó og Guðmundur

Alfreð Gíslason er þegar búinn að gera betur en fyrirrennarar hans í landsliðsþjálfarastólnum, Viggó Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson. Íslenska landsliðið vann Danmörku 34-33 í fyrsta leik Alfreðs í KA-húsinu í gær en fyrsti leikurinn undir stjórn Viggós tapaðist, 28-29, fyrir Þjóverjum og íslenska landsliðið gerði 21-21 jafntefli við Hollendinga í fyrsta leiknum undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar.

Sport
Fréttamynd

Sigur í fyrsta leiknum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar

Íslenska landsliðið í handbolta vann eins marks sigur á Dönum, 34-33, fyrir troðfullu KA-húsi á Akureyri í kvöld. Þetta var fyrsti landsleikurinn undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Danir voru aðeins yfir einu sinni í leiknum (1-2) en íslenska liðið var með tveggja marka forskot í hálfleik, 18-16. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk.

Sport
Fréttamynd

Kvennalandsliðið komst ekki inn á EM

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum fyrir Makedóníu, 27-24, í síðari umspilsleik liðanna um sæti í Evrópumótinu í desember. Makedónía vann fyrri leikinn með fimm mörkum í Laugardalshöllinni, 28-23, og einvígið því með átta marka mun. Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk og skoraði því 15 mörk í leikjunum tveimur.

Sport
Fréttamynd

Guðmundur aðstoðar Alfreð

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram og fyrrum landsliðsþjálfari, var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari Alfreðs Gíslasonar hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta og mun hann gegna starfinu fram yfir umspilsleikina mikilvægu við Svía í nú í júní. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag.

Sport
Fréttamynd

Markús Máni í Val

Landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelsson hefur gert munnlegt samkomulag um að leika með Valsmönnum næstu þrjú árin. Þetta kom fram í kvöldfréttum NFS. Markús er Valsmaður í húð og hár, en hann hefur leikið með þýska liðinu Dusseldorf undanfarin tvö ár. Ljóst er að Markús Máni á eftir að styrkja lið Vals verulega á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Hrun í síðari hálfleik

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði fyrir Makedóníu 28-23 í fyrri leik liðanna um laust sæti á EM í Laugardalshöll í dag. Íslenska liðið hafði tveggja marka forystu í hálfleik 13-11, en gestirnir tóku öll völd í þeim síðari og nýttu sér fjölmörg mistök íslenska liðsins.

Sport
Fréttamynd

Ísland yfir gegn Makedónum í hálfleik

Íslenska kvennalandsliðið er yfir 13-11 gegn Makedóníu í hálfleik í landsleik þjóðanna sem fram fer í Laugardalshöll, en keppt er um sæti á EM. Íslenska liðið var nokkuð ryðgað í upphafi, en er nú komið á góðan skrið. Hrafnhildur Skúladóttir er markahæst í íslenska liðinu með sex mörk og Berglind Hansdóttir er búin að verja 14 skot í markinu.

Sport
Fréttamynd

Ernir í Val

Handknattleiksmaðurinn efnilegi Ernir Hrafn Arnarsson úr Aftureldingu í Mosfellsbæ er genginn til liðs við Valsmenn. Ernir skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Reykjavíkurliðið, sem ætlar sér stóra hluti næsta vetur og lofuðu forráðamenn liðsins frekari liðsstyrk á næstunni á blaðamannafundi sem haldinn var af þessu tilefni í dag.

Sport
Fréttamynd

Tap fyrir Hollandi

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði í kvöld síðari æfingaleik sínum við Hollendinga í Ásgarði 25-21. Ísland hafði yfir í hálfleik 13-12, en hollensku stúlkurnar voru sterkari í síðari hálfleiknum og unnu sannfærandi sigur. Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst í íslenska liðinu með 6 mörk og Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði 5 mörk.

Sport
Fréttamynd

Ísland yfir í hálfleik

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik hefur yfir 13-12 í hálfleik gegn Hollendingum í síðari æfingaleik þjóðanna á tveimur dögum. Leikurinn fer fram í Ásgarði í Garðabæ og hófst klukkan 17.

Sport
Fréttamynd

Góður sigur á Hollendingum

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann í kvöld góðan 29-28 sigur á hollenska landsliðinu í Laugardalshöllinni, en þetta var fyrri æfingaleikur liðanna á tveimur dögum. Íslenska liðið átti á brattann að sækja þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en náði að snúa við dæminu á lokasprettinum.

Sport
Fréttamynd

Samningur Petkevicius ekki framlengdur

Íslandsmeistarar Fram í handknattleik hafa ákveðið að endurnýja ekki samninga við litháenska markvörðinn Egidijus Petkevicius sem verið hefur hjá liðinu í þrjú ár.

Sport
Fréttamynd

Ísland - Holland í kvöld

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Hollendingum í Laugardalshöllinni klukkan 20 í kvöld, en þetta er fyrri æfingaleikur þjóðanna og liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir umspilsleikina gegn Makedóníu síðar í mánuðinum.

Sport
Fréttamynd

Alfreð velur hópinn gegn Svíum

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari tilkynnti í dag leikmannahópinn sem mætir Svíum í næsta mánuði þar sem leikið verður um laust sæti á HM í Þýskalandi á næsta ári. Baldvin Þorsteinsson og Einar Örn Jónsson detta út úr upprunalegum 20 manna æfingahópi og því er nú klárt hvaða 18 menn það verða sem mæta Svíunum í leikjunum mikilvægu í júní.

Sport
Fréttamynd

Haukar deildarbikarmeistarar

Haukar urðu í kvöld deildarbikarmeistarar karla í handknattleik þegar liðið lagði Fylkir í rafmögnuðum og tvíframlengdum leik í Árbænum 36-35. Haukarnir unnu því einvígið samtals 2-0. Andri Stefan var markahæstur hjá Haukum með 9 mörk og Jón Karl Björnsson skoraði 8 en hjá Fylki voru Eymar Kruger og Heimir Örn Árnason markahæstir með 8 mörk hvor.

Sport