Ástin á götunni

Fréttamynd

Stórt tap hjá stelpunum í bronsleiknum

Íslenska 17 ára landslið kvenna í fótbolta endaði í fjórða sæti á Evrópumótinu eftir 2-8 stórtap á móti Þýskalandi í leiknum um þriðja sætið í Nyon í Sviss í dag. Telma Þrastardóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur var ekki viðstaddur þegar dregið var í riðla í Brasilíu

Ólafur Jóhannesson þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu var ekki viðstaddur þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistaramótið 2014 í Brasilíu í dag. Það vekur óneitanlega athygli að Ólafur skuli ekki hafa verið viðstaddur en samningur Ólafs rennur út eftir undankeppni EM sem lýkur í haust. Nánar í frétt Stöðvar 2 sem birt var í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Semjum aldrei aftur við Íslendinga

Forráðamenn sænska knattspyrnufélagsins Jitex eru allt annað en sáttir við markvörðinn Söndru Sigurðardóttur. Varaformaður félagsins hefur lokað dyrunum á íslenskt knattspyrnufólk og segir að brennt barn forðist eldinn og á þar við sænska félagið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Telma: Við ætlum ekki að standa okkur svona illa aftur

Telma Þrastardóttir var einn besti leikmaður 17 ára landsliðs kvenna sem tapaði 0-4 á móti Spáni í undanúrslitum Evrópumótsins í dag. Íslenska liðið spilar um bronsið á mótinu og Telma og félagar ætla að gera þar miklu betur en í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísland tapaði 4-0 gegn Evrópumeistaraliði Spánverja

Íslenska U17 ára kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 4-0 gegn ríkjandi Evrópumeistaraliði Spánverja í undanúrslitum Evrópumótsins í Nyon í Sviss í dag. Spánverjar voru með mikla yfirburði í leiknum en mörkin sem Ísland fékk á sig voru afar slysaleg svo ekki sé meira sagt. Frakkar og Þjóðverjar eigast við kl. 16 í dag í hinum undanúrslitaleiknum og mætir Íslandi tapliðinu úr þeirri viðureign í leiknum um bronsverðlaunin.

Fótbolti
Fréttamynd

Leiknismenn á siglingu undir stjórn Zorans

Leiknismenn unnu sinn þriðja leik í röð í 1. deild karla í kvöld þegar þeir unnu 5-1 sigur á Þrótturum sem voru fyrir leikinn sex sætum ofar en þeir í töflunni. Haukar sóttu að Selfossi í baráttunni um annað sætið þökk sé sigurmarki Hilmars Rafns Emilssonar á móti ÍR.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Veðurguðinn heim á Selfoss

Knattspyrnumaðurinn Ingólfur Þórarinsson hefur gengið til liðs við Selfoss. Ingólfur hefur verið á mála hjá Víkingum en fengið fá tækifæri í búningi reykvíska félagsins í sumar. Sunnlenska.is greinir frá þessu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland upp um eitt sæti á styrkleikalista FIFA

Ísland og Færeyjar hækka á nýjasta styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun. Ísland er nú í sæti númer 121 en landsliðið náði sögulegri lægð á listanum í síðasta mánuði þegar liðið var í 122. sæti. Grenada, Tæland og Liechtenstein eru í sætunum fyrir ofan.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurganga Skagamanna heldur áfram - myndir

Skagamenn unnu sinn tíunda leik í röð í 1. deild karla í gær þegar þeir unnu 2-1 sigur á Selfossi í toppslag deildarinnar. ÍA-liðið hefur náð í 40 stig af 42 mögulegum í fyrstu fjórtán leikjum sínum í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Doninger: Alveg sama þótt Gary öskri á mig

"Ég hafði það á tilfinningunni að ég myndi hitta boltann vel og skora. Þess vegna tók ég þessa aukaspyrnu. Ég var alveg viss um að hitta á markið og það er frábært að skora sigurmark með þessum hætti. Mér var alveg sama þótt Gary (Martin) væri að öskra á mig en hann vildi að sjálfsögðu taka þetta sjálfur,“ sagði Englendingurinn Mark Doninger leikmaður ÍA eftir að hann tryggði liðinu 2-1 sigur með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 90. mínútu gegn liði Selfoss í kvöld á Akranesvelli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KA vann fallslaginn á móti HK

KA-menn unnu mikilvægan 2-1 sigur á botnliði HK í 1. deild karla í fótbolta í kvöld en með þessum sigri náðu KA-menn fjögurra stiga forskot á Leikni í síðasta örugga sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þrumufleygur Doninger tryggði Skagamönnum sigur

Skagamenn eru enn taplausir eftir 14 leiki í næst efstu deild karla í fótbolta eftir 2-1 sigur gegn liði Selfoss á Akransvelli í kvöld. Mark Doninger tryggði ÍA sigur með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu en Skagamenn léku einum færri í um 80 mínútur þar sem að Heimir Einarsson fyrirliði var rekinn af velli eftir um 13 mínútur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Erum töluvert stærri og þyngri en þær

Íslenska stúlknalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 17 ára og yngri hélt í gærkvöldi til Sviss. Fram undan er undanúrslitaleikur við Spán á fimmtudag en Spánverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar í þessum aldursflokki.

Íslenski boltinn